Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Side 11
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
11
X>V
Hagsýni
Klattar úr grjónagraut
- meðal þess sem Björk Bjarnadóttir býður lesendum DV upp á
Björk Bjamadóttir er heimavinn-
andi húsmóðir sem á fjögur börn,
auk þess sem á heimilinu býr ætt-
ingi utan af landi. Það er dýrt að
reka stóra fjölskyldu og ef ein fyrir-
vinna á að nægja þarf að huga vel
að því í hvað peningamir fara.
Björk féllst á að segja okkur frá því
hvemig hún lætur endana ná sam-
an.
„Ég versla einu sinni i viku og þá
í Bónus, auk þess sem ég kaupi
mjólk og brauð nokkrum sinnum í
viku. Það gefur augaleið að töluvert
af mat þarf til að metta alla þessa
munna og því er höfuðatriði að
nýta vel það sem keypt er inn. Þar
sem við erum yfirleitt flmm í há-
degismat héma get ég oft notað af-
ganga frá kvöldmatnum.
Stundum geri ég ráð fyrir því
þegar ég elda kvöldmatinn og bý til
aðeins meira en annars læt ég hlut-
ina bara ráðast.
Það eru til margar sniðugar leið-
ir til að nýta afgangana og ég reyni
að láta hugmyndaflugið ráða. Hér
er til dæmis góð uppskrift að klött-
um sem búnir eru til úr grjóna-
grautsafgöngum."
í uppskriftina þarf:
Afganga af grjónagraut
4 bolla af hveiti
1 bolla sykur
150 g smjörlíki, brætt
2-3 egg
1 tsk. matarsóda
mjólk eftir þörfum
Þetta er allt hrært saman þar til
það er orðið að þykku deigi. Þá er
það steikt á pönnu og borðað með
smjöri og osti. Lika má setja rúsín-
ur og annað slíkt út í deigið. Þetta
er mjög vinsælt hjá börnunum og
þau borða klattana með bestu lyst.
Gott helgarsnakk
í botninn á eldföstu móti er settur
rjómaostur og þar ofan á salsasósa.
Að lokum er rifnum osti stráð yfir
og þetta er bakað í ofni þar til ostur-
inn er bráðinn. Þetta er notað sem
ídýfa með Taco-flögum og er rosa-
lega gott og mjög vinsælt hjá minni
fjölskyldu.
Og fyrst við erum að tala um
helgarmat þá er hér skemmtileg
uppskrift að góðum bollum sem
henta vel í sunnudagsmatinn.
Sunnudagsbollur
800 g nautahakk
2 meðalstórir laukar
4-6 hvítlauksrif
6 msk. brauðrasp
2 tsk. salt
2 msk. þurrkuð
steinselja
1/2 tsk. pipar
1 msk. sojasósa
2 msk. sætt sinnep
2 dl mjólk
Allt er hrært
saman og búnar til
litlar bollur sem
eru steiktar í olíu.
Bætið 2 dl af vatni
á pönnuna og látið
malla í 15-20 min-
útur undir loki. Þá
eru bollurnar
teknar upp úr og
sósa búin til úr
soðinu á pönn-
unni, 4 dl af mjólk,
1 fernu af mat-
reiðslurjóma, 200 g
af rifnum osti og bragðbætt með
sojasósu og hvítlauksdufti.
Sósunni er síðan hellt yfir boll-
urnar og þær bornar fram með kart-
öflumús og grjónum.
„Þetta er flnn
sunnudagsmat-
ur og líka
ódýr,“ segir
Björk.
Klippir fyrir
andlits-
snyrtingu
Ég spara mik-
inn pening með
því að klippa sjálf
aUa í fjölskyld-
unni. Ég
hóf
nám
í
Matarsódi:
Fægir, hreinsar
og eyðir lykt
Björk Bjarnadóttir
Hún segir aö þaö kosti mikinn pening aö reka
stóra fjölskyldu.
Matarsódi er ágætisefni sem bæði
hreinsar og eyðir lykt. Sé hann not-
aður með vatni verður hann að eins
konar sápu sem brýtur niður fitu og
óhreinindi. Hann er ódýr og yfirleitt
tU á hverju heimili. 1 mörgum tiIfeU-
um virkar hann eins vel, ef
ekki betur, en sérhannaðar
hreingerningavörur. Hér
eru nokkrir af flölmörgum
notkunarmöguleikum mat-
arsóda
Á potta og pönnur virkar
mjög vel að setja matarsóda
í blautan svamp, þrífa pott-
ana með honum og að lokum pússa
yflr með þurrum klút. Hafi eitthvað
brunnið við í pottunum er gott ráð að
setja 1-2 teskeiðar af sóda i pottinn
ásamt vatni. Því næst er potturinn
settur aftm- á helluna og þegar vatn-
ið er farið að bullsjóða ætti að taka
hann af og láta biða i 30 mín. Því
næst er potturinn þveginn eins og
venjulega og eiga þá brunnu matar-
leifarnar að renna af. Einnig er hægt
að útbúa lausn úr 4 tsk. af sóda og 1
1 af heitu vatni og nota það til að
þrífa brunaleifarnar. Þessi blanda
hentar líka vel þegar þrífa þarf stóra
fleti eða hreinsa hitabrúsa og plastí-
lát. Þá er hún látin liggja í Uátunum
yfir nótt.
Lyktareyðir
Fyrir utan hlutverk sitt við bakst-
ur er matarsódinn eflaust best þekkt-
ur sem góður lyktareyðir. Hann eyðir
lykt en hylur hana ekki eins og svo
margar aðrar „lykteyðandi“ vörur.
T.d. hafa margir sett opið ilát með
matarsóda í ísskápinn og örbylgjuofn-
inn þegar hann er ekki í notkun og
hægt er að fríska upp á iUa lyktandi
íþróttaskó með því að strá í þá matar-
sóda. Hið sama má gera við gólfteppi.
Þá er sódanum stráð yfir teppið og
látinn bíða í 15 mínútur áður en
ryksugað er tU að fá ferska lykt.
Matarsódinn er til margra hluta
nytsamlegur þegar kemur að persónu-
legu hreinlæti en ekki verður sérstak-
lega mælt með því hér. Þó má til gam-
ans minnast á helstu not
hans á þessu sviði. Sem svita-
lyktareyðir virkar hann vel
en erfitt getur verið að bera
hann á án þess að sóða aUt út
og sé hann notaður sem tann-
krem (hann gerir tennurnar
hvítari) getur hann eytt
glerungnum. Matarsódinn er
þó mjög góður tU að ná óhreinindum
af andliti og líkama. TU dæmis er gott
að nudda honum á hnén tU að ná
moldinni af þeim eftir að maður hefur
verið að vinna í garðinum.
Fleiri ráð:
- Notið matarsóda og bursta á bU-
Ijósin tfl að ná af þeim seltu og
óhreinindum sem oft setjast á þau í
vetrarfærðinni.
- Kattareigendur kannast við að
nú eru á markaðnum nokkrar teg-
undir kattasands sem matarsóda hef-
ur verið bætt í. Kaupa má ódýrari
tegundir og strá matarsóda í botn
kassans áður en nýr sandur er settur
í hann.
- Matarsódi er mjög góður sem
mUt pússefni og hentar vel tU að
fægja gler, króm, stál og plast.
Að lokum er hér ráð tU þeirra sem
ekki hafa fjárfest í slökkvitæki fyrir
heimUið. Hafið matarsódann hand-
bæran við eldavélina þegar laufa-
brauðið er bakað eða við önnur tU-
efni þegar verið er að nota heita feiti.
Komi upp eldur í feitinni er gott að
hella matarsóda á hann. Ekki ætti
matarsódinn þó að koma í veg fyrir
að keypt sé slökkvitæki - það ætti að
vera til á öllum heimUum. -ÓSB
hárgreiðslu en varð að hætta sökum
ofnæmis en kunnáttan sem ég öðl-
aðist áður en ég hætti hefur komið
sér vel. Ég hef t.d. klippt nágranna-
konu mína og fæ andlitssnyrtingu
hjá henni í staðinn. Ég geri fleiri
svona skiptisamninga því ég gæti
stundum barna annarrar nágranna-
konu minnar og hún klippir mig því
ekki geri ég það sjálf.
Skipuleggur jólainnkaupin
Ég reyni að skipuleggja jólainn-
kaupin hjá mér til að finna minna
fyrir þeim. í nóvember byrja ég að
kaupa gjafirnar og þann mat sem
hægt er að geyma. Þá spara ég við
mig í einhverju öðru tU að eiga
fyrir því.
Annar kostur við það að byrja
svona snemma er að gjafirnar
sem ég kaupi eru á því verði sem
ég er búin að ákveða fyrir fram, ég
er ekki að kaupa eitthvað allt of
dýrt af því að tíminn tU
að leita að réttu gjöf-
inni er af skomum
skammti. Gæta
verður þess þó
að falla ekki í
þá gryfju að
bæta við gjaf-
irnar á síð-
ustu stundu
eins og oft
vUl verða.“
Að lokum
j býður Björk
I lesendum DV
upp á
kjúklingarétt
í ofni í tUefni
af því að
undanfarið
hefur verið
hægt að fá
kjúkling á
mjög góðu
verði.
2 kjúklingar í
bitum lagðir í
eld
fast mót
1/2 flaska original
barbeque-sósa
frá Hunt’s
1 dl apríkósumar-
melaði
1 dl sojasósa
50-70 g púðursykur
Allt hitað í potti, því hellt yfir
kjúklinginn og bakað í ofni í 1
klukkustund við 200” C. Borið fram
með grjónum. -ÓSB
BYGGINGAVINKIAR
flllar gerðlr festlnga
fyrir palla og grindverk
á lager
Ármúli 17, WB Beykjavik
Síml: 533 1334 fax: 5EB 0493
W W W . I s
Hyundai Sonata GLSI árg.
1997, ek. 32 þ. km, sjálfsk.,
dökkgrænn. Verð 1260 þús. tilb.
890 þús.
Hyundai Accent Is árg. 1996
ek. 73 þ. km, 5 gíra, grásans.
Verð 510 þús. tilb. 370 þús.
Toyota 4 Runner árg. 1992
ek. 119 þ. km, 5 gíra, blásans.
Verð 1.165 þús. tilb. 890 þús.
Hyundai coupé 1600 árg. 1997
ek. 55 þ. km, 5 gíra, vínrauður.
Verð 1.000 þús. tilb.690 þús.
Subaru Legacy 2000 st. árg.
1992, ek. 156 þ. km, 5 gíra,
dökkgrænn. Verð 750 þús.
tilb. 550 þús.
MMC Lancer GLXI árg. 1993
ek. 75 þ. km, sjálfsk., hvítur.
Verð 730 þús. tilb. 590 þús.
Hyundai Elantra 1800 GSI, árg.
1995, ek. 58 þús. km, 5 gíra,
rauður. Verð 650 þús., nú 450
þús.
Hyundai Elantra GLS11600, árg.
1994, ek. 74 þús. km, 5 gíra, grár.
Verð 580 þús., nú 390 þús.
Hyundai Elantra GLSI Wagon,
árg. 1997, ek. 65 þús. km,
sjálfsk., rauður. Verð 890 þús.,
nú 710 þús.
Nissan Micra LX11300, árg.
1997, ek. 55 þús. km, sjálfsk.,
rauður. Verð 790 þús., nú 590
þús.
ÚTSÖLULOK/
Kaupmáttar-
aukning!
Opið fimmtudag, kl. 10-20