Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Side 5
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 X>v Fréttir Vestfirsk sveitarfélög neydd til að selja mjólkurkúna: Móðgun við okkur Vestfirðinga - segir Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrum stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða „Mér flnnst með ólíkindum að sveitarstjórnarmenn hafi látið teyma sig út í þá stöðu að þvinga sig til að selja fyrirtæki svo pólitikusar geti afhent þeim pólitíska peninga," segir Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri á Flateyri og fyrr- um stjómarformaður Orkubús Vest- fjarða. Undirskriftasöfnun er hafin gegn fyrirhugaðri sölu og borgara- fundur hefur verið boðaður 22. nóv- ember. „Þama ætlar ríkisvaldið að krefl- ast þess að sveitarfélög fyrir vestan selji þetta félag til að koma sér nið- ur á eitthvert meðaltal. Svo ég tali Eiríkur Finnur Greipsson Fyrrverandi stjórn- arformaöur OV. Olafur Kristjánsson Bæjarstjóri í Bolungarvík. Höfuöstöðvar Orkubús Vestfjaröa á Isafiröi Orkubú Vestfjarða, ein helsta mjólkurkú Vestfiröinga, er oröiö bitbein ríkis og sveitarfélaga. Áhrif olíuverðshækkana: Útgerðar- menn spara DV, AKUREYRI: Útgerðarmenn hafa uppi ýmsar sparnaðarráðstafanir vegna tíðra ol- íuverðshækkana að undanfórnu en olíuverð til þeirra hefur hækkað hátt í 100% á um einu ári. Sparnaður útgerðarinnar hefur m.a. lýst sér í því að mjög lítið hef- ur verið leitað að loðnu að undan- förnu miðað við það sem tíðkast hefur á þessum árstíma undanfarin ár. Eitt og eitt skip hefur leitað i einu en aðrir haldið að sér höndum. Olíuverðshækkunin hefur einnig umtalsverð áhrif á eðlilegt viðhald fiskiskipa. „Við höfum greinilega orðið varir við það að útgerðar- menn halda að sér höndum og fresta því að senda skip sín i við- gerðir," segir Anton Benjamínsson, verkefnisstjóri hjá slippstöðinni Stáltaki hf. á Akureyri. Anton segir að það sama virðist vera uppi á ten- ingnum viðar um land og þvi sé fremur lítið að gera hjá starfsmönn- um sem vinna við skipaviðgerðir og viðhald um þessar mundir. -gk nú ekki um til að leysa vanda sem er algildur yfir allt landið eins og vegna félagslega íbúðakerfisins. Þarna er verið að þvæla mönnum í hluti sem eru algjörlega óskyldir vanda sveitarfélaganna og knýja þau til að éta upp eignir sínar með því að selja mjólkurkúna. Við sölu Orkubúsins má líklega búast við 17% meðalhækkun orku- verðs. Ég sé ekki að það sé til þess fallið að laða fólk að þessum byggð- um. Mér finnst allur gjörningurinn 1 heild sinni hrein og klár móðgun við okkur Vestfirðinga. Það er verið að knésetja okkur og segja: „Þið eruð aumingjar og þið eigið ekkert annað skilið en að afhenda ríkinu þetta fyrirtæki sem þó hefur staðið sig vel.“ Ég skil ekki svona fram- komu. Slæm staða sveitarfélaga á Vestfjörðum er fyrst og fremst til komin vegna íbúaþróunar og ég hef ekki trú á að sveitarstjórnarmenn beri einir ábyrgð á því.“ Erfið staða „Því er ekki að leyna að fjárhag- ur flestra sveitarfélaga á Vestfjörð- um er afskaplega erfiður og öll stærstu sveitarfélögin hér hafa feng- ið bréf frá eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga," segir Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. „Þeim ber því að gera grein fyrir því hvernig þau ætla að reka sín sveitarfélög án þess að stofna til skulda ár eftir ár eins og því miður hefur verið að gerast, m.a. vegna mikillar fólksfækkunar. Vesturbyggð lagði fyrst sveitarfé- laga fram tillögu um að breyta Orkubúi Vestflarða í hlutafélag í þeim tilgangi að selja sinn hlut til að létta á skuldum. Það var á aðal- fundi árið 1996. Stærstu sveitarfé- lögin á Vestfjörðum hafa nú sam- þykkt að breyta Orkubúinu í hluta- félag. Sem gamall Orkubúsmaður og einn af þeim sem stóðu að því að stofna Orkubú Vestfjarða verð ég að segja að þetta er mikið tilfmninga- mál. Min skoðun er þó sú að miðað við þær aðstæður eigi að breyta Orkubúinu í hlutafélag. Síðan verði það að vera ákvörðunarréttur hvers og eins sveitarfélags hvort það vill selja sinn hlut í Orkubúinu. Ríkisvaldið hefur gert Vestfirð- ingum tilboð sem verið er að fjalla um og gerir ráð fyrir greiðslu sem nemur um 330 þúsund krónum á íbúa. Ég tel að ekkert sveitarfélaganna sé þó sátt við útfærsluna á tilboði ríkisins. Félagslega íbúðakerfinu hefur verið blandað þarna inn í með þeim hætti sem við getum ekki sætt okkur við.“ -HKr. Kjartan gegn Sigurði: Breytir kröfugerð Kjartan Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, hefur breytt kröfugerð sinni í meiðyrða- máli sem hann rekur Hæstarétti Sigurði G. jónssyni, manni Ólafssonar Skífunni. „Ég geri engar fjárkröfur eða kröfu um skaðabætur heldur ein- ungis að ummæli séu dæmd dauð eða ómerk,“ segir Kjartan Gunnars- son sem upphaílega höfðaði málið vegna blaðaskrifa Sigurðar G. Guð- jónssonar um viðskipti Landsbank- ans ög Stöðvar 2. Hélt Sigurður því Kjartan Gunnarsson. Siguröur G. Guöjónsson. fram að Kjart- an, sem banka- ráðsformaður i Landsbankan- um, hefði beitt sér gegn því að fyrirtæki, tengd Jóni Ólafssyni, fengju fyrir- greiðslu í Landsbankan- um. í fyrri kröfu sinni hafði Kjartan óskað eftir því að skaðabæt- ur, ef dæmdar yrðu, rynnu til hælis fyrir unga flkniefnaneytendur. Að- spurður hvers vegna hann hafi breytt kröfugerð sinni svarar Kjart- an Gunnarsson: „Mér finnst það vinsamlegt af minni hálfu að gera ekki fjárkröfur á Sigurð G. Guðjóns- son.“ -EIR Aukinn sparnaður Allir þættir venjulegs dekks hafa verið skoðaðir og endurhannaðir með það að markmiði að búa til dekk, sem veitir hámarksöryggi við erfiðar aðstæður og endist vel. Þetta hefur tekist með Bridgestone BLIZZAK. í grafinu eru bornar saman þrjár gerðir dekkja frá Bridgestone. Nagladekkin hafa vinninginn í mikilli hálku, en frammistaða þeirra að öðru leiti er áberandi slök í sambanburði við Blizzak dekkin. • Frábær í snjó og hálku • Meiri stöðugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindi og betri ending • Góð allt árið UMBOÐSAÐILI: B R Æ Ð U R N Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Söluaðilar: SMIÐJUVEGI34-36, SfMI 5579110 'Vt&’ Eldshöfða 6 s: 567 7850 ÍGRTUARVOGS^ A,„ á stað DEKKJAMÖNUSTAN Satinl 4, slml 56? 6066 SMUR & DEKKJAÞJÓNUSTA BREIÐHOLTS Jafnaseli 6 • sími 587 4700 KIOPP li’HIÍS.i binnu-zfumiðctnð BIFREIÐAÞJÓNUSTA toíwuw* s, Vum &3 ST.-T cn **> ISM, fA* Ma s.-'e Þjónustumlðstöð við Vegmúla stmi 553 0440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.