Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Side 12
12
__________________________________FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
Skoðun dv
Virðuleg útför
Guðrún H. Guðmundsdóttir
skrifar:
Ég vil í upphafi þakka Ríkissjón-
varpinu hugulsemina við þá sem
komust til að horfa á og fylgjast með
virðulegri útför hinnar vinsælu
ekkjudrottningar Dana, Ingiríðar,
og fyrrum krónprinsessu okkar Is-
lendinga. Þótt ekki hafi allir haft
tækifæri til að horfa á sjónvarps-
sendinguna, voru áreiðanlega marg-
ir af eldri kynslóðinni sem gerðu
ráðstafanir til að láta taka sending-
una upp til að horfa á síðar.
En þama var margt athyglivert
að sjá. Meðal annars afar vel skipu-
lagða athöfn og fróðlegt að fylgjast
með því hvernig Danir standa að út-
för sinna bestu og virtustu þegna.
Einhverjir myndu kalla þetta óþarfa
tilstand, en ég er ekki sammála því.
Vel mátti sjá að Danir eru kon-
ungsríki sem heldur í gamlar hefðir
og lítið hefur breyst í þeim efnum
gegnum aldirnar, jafnvel ekki á síð-
ustu árum, þrátt fyrir tæknivæð-
ingu og fjarskiptaþróun. Einnig
mátti sjá að Danir eru herveldi á
sína vísu. í líkfylgdinni mátti vel
merkja það. Þama var flokkur her-
manna undir alvæpni (m.a.s. með
hríðskotabyssur) og það eitt sýnir,
að Danir eru vel meðvitaðir og stolt-
ir af sínum her til varnar landi og
þjóð. Þar mættum við íslendingar
læra af Dönum og öðrum Norður-
landaþjóðum. Við höfum ekki enn
viljað efla varnir okkar sjálfir með
sjálfboðaliðum sem kæmu í stað er-
lendra vamarliða sem hér dvelja.
Fróðlegt var líka að sjá tigna er-
lenda gesti, borgaralega sem kon-
ungborna. Þar á meðal forseta ís-
lands, sem gekk hnarrreistur að
venju meðal annarra þjóðhöfðingja.
Við áttum og eigum líka skuld að
Frá útför Danadrottningar sl. þriðjudag
Vel þegin sjónvarpsútsending af íslendingum.
„Vel mátti sjá að Danir eru
konungsríki sem heldur í
gamlar hefðir og lítið hefur
breyst í þeim efnum gegn-
um aldirnar, jafnvel ekki á
síðustu árum ..."
gjalda Dönum þrátt fyrir allt og allt.
Þeir voru okkur hliðhollir þegar við
skildum við þá að fullu árið 1944.
Þessi sjónvarpsútsending frá út-
för fyrrum Danadrottningar sl.
þriðjudag var vel þegin hjá mjög
mörgum, það hef ég þegar heyrt hjá
þeim sem ég hef hitt.
Verst þótti mér að sjá forseta okk-
ar þarna á jakkafótunum einum og
hvítu mansétturnar sýnilegar að
vanda. Þarna hefði dökkur frakki
átt best við, eins og sjá mátti flesta
karlana klæðast. - En það er ekki á
allt kosið. Forsetinn kaupir sér
áreiðanlega frakka við hæfi til að
nota við opinberar athafnir utan
dyra.
Friðarboöskapur - umburðarlyndi
Guðrún Óskarsdóttir
skrifar:
Forsvarsmaður Friðar 2000 fer
mikinn í DV nýlega í ádeilu á þjóð-
kirkjuna og biskup, að skilja má
vegna reiði yfir því að Friður 2000
fékk ekki afnot af Reykholtsskóla á
sínum tima. Það er merkilegt hvað
karlkyns forsvarsmenn þurfa oft,
miðað við konur, að auso úr skálum
reiði sinnar þannig að peir hinir
sömu lendi sjálfir undir aususkvett-
unni sökum illsku og heiftar í mál-
flutningi. En þegar einnig er gengið
að ystu mörkum siðgæðis og jafnvel
út yfir þau þrýtur mitt umburðar-
lyndi.
Klám og öfuguggaháttur felst
meðal annars í setningu þeirri er
forsvarsmaður Friðar 2000 finnur til
að viðhafa í pistli sínum þar sem
hann tilgreinir ákveðna vörutegund
„Það er merkilegt hvað
karlkyns forsvarsmenn
þurfa oft, miðað við konur,
að ausa úr skálum reiði
sinnar þannig að þeir hinir
sömu lendi sjálfir undir
aususkvettunni sökum
illsku og heiftar í
málflutningi. “
er fmna má i úrvali verslunar er
þjónar hinum holdlegu girndum
mannsins eingöngu.
Ég hefi ekki fyrr heyrt forsvars-
mann Friðar 2000 ræða klám eða öf-
uguggahátt í íslensku samfélagi á
síðum dagblaðanna svo neinu nemi
en slíkt ástand er einmitt tilkomið
vegna sofandaháttar okkar sjálfra í
skoðanamyndun og betur væri að
forsvarsmaðurinn tæki nú til við að
ræða almennt siðgæði á íslandi, t.d.
aðstæður íslenskra barna í höfuð-
borg landsins.
Kærleikurinn verður aldrei út-
gerð með peningum, hann kostar
ekki neitt, hvorki heift né illsku,
annars er hann ekki kærleikur.
Argaþras og illska, hvað þá tilraun-
ir til þess að svívirða og niðurlægja
er aumra manna háttur. Eins og
margir aðrir hefur friðarpostulinn
sennilega hingað til aðeins tekið
þjónustu kirkjunnar til skírnar,
fermingar, giftingar og skilnaðar en
ekki meir. - Því segi ég að hann sem
aðrir i þeirri stöðu eiga enn afskap-
lega margt ólært um þjónustu kirkj-
unnar og þar með gildi kristinnar
trúar gegnum ár og aldir.
Hver er uppáhaldsrit-
höfundurinn þinn?
Freyr Björnsson nemi:
Stefán G. Ijóðskáld.
Almar Smári Ásgeirsson nemi:
Einar Kárason.
Þórir Arnar Jónsson nemi:
Halldór Kiljan Laxness.
Ragnar Ingi Ágústsson nemi:
Þorgrímur Þráinsson.
Þráinn Gíslason nemi:
Mikael Torfason.
Salóme As Halldórsdóttir nemi:
Halldór Kiljan Laxness.
Dagfari
Múrmeldýriö Halldór
Halldór Ásgrímsson er alveg ótrúlega mikið
eins og múrmeldýr. Þeir sem ekki þekkja lífshætti
og atferli múrmeldýrsins þurfa ekki að bíða eftir
David Attenborough. Þeim nægir að sjá stirðlega
andlitsdrætti Halldórs í næsta fréttatíma.
Múrmeldýrið er ákaflega stirðbusalegt og geð-
stirt kykvendi. Það sést afar lítið uppi á sléttunni
meðal hinna dýranna heldur liggur djúpt í híði
sínu og muldrar og tuðar við hin múrmeldýrin í
nýlendunni.
Múrmeldýrið liggur í dvala langtímum saman
og rekur ekki breitt trýnið út í sólina nema endr-
um og sinnum. Feldur þess er samt sléttur, hlýr
og áferðarfallegur rétt eins og vandaður sel-
skinnsjakki frá Eggert feldskera.
Eitt af því sem múrmeldýr gera ef að þeim
steðjar hætta svo bráð að þau fá ekki forðað sér á
hlaupum ofan í holuna sína þá leggjast þau niður
og þykjast vera dauð. Þannig vona þau að hættan
líði hjá, vandræðin gleymist, loforðin fyrnist og
allt falli aftur í ljúfa löð.
Þessari vel þekktu múrmeldýratækni beitir
Halldór einmitt með stirðbusalegum elegans nú
þegar hætta steðjar að flokknum. Þegar Steingrím-
ur gamli Hermannsson, sem minnti reyndar alltaf
meira á greifingja en múrmeldýr, lætur vaða á
hann alls konar blammeringar úr fortíðinni þá
Þegar Steingrímur gamli Hermannsson,
sem minnti reyndar alltaf meira á greif-
ingja en múrméldýr, lcetur vaða á hann
alls konar blammeringar úr fortíðinni
þá grúfir Halldór sig niður á miðri slétt-
unni og læst vera dauður.
grúfir Halldór sig niður á miðri sléttunni og læst
vera dauður. Hann vonar að næst þegar hann lít-
ur upp verði allir búnir að gleyma öllu sem bévað-
ur greifmginn sagði um kvótann og formannsstól-
inn og þetta og hitt.
Það sama má reyndar segja um aðrar hættur
sem steðja að flokknum. Næst þegar verður kosið
verður kjördæmum breytt og má búast við álíka
affóllum í þingmannaliði Framsóknar og í goti
múrmeldýrs sem hefur villst inn í holu hjá sléttu-
úlfum.
Um þetta mál væri hægt að skipa margar nefnd-
ir og sumar þeirra fjölmennari en Evrópunefndina
góðu sem samt var ekki nógu stór til að rúma
gamla Steingrím. En það gerir Halldór múrmeldýr
alls ekki. Hann rótar sér flötum niður i moldina,
læst vera dauður og þegir þunnu hljóði um allt
saman. Hann vonar að þegar hann lítur upp aftur
verði hann kominn suður á Hornafjörð sem fyrsti
þingmaður Sunnlendinga og hið gamla Austfjarða-
kjördæmi verði aðeins ljótur draumur.
Halldór er sívalur og breiðleitur og það stirnir á
sléttan feldinn. Ef hann liggur grafkyrr þá gæti
maður haldið að þetta væri bara einhver þúst. En
áður en varir rekur einhver saklaus kjósandi
tærnar í hann og skellur kylliflatur á andlitið í
forina. Hann fer ekki lengra. En múrmeldýrið
sleppur. _ .
Flugvöllur sífellt í sviðsljósi
Reykvíkingar einir kjósa?
Skyndikönnun
Þóróur Magnússon skrifar:
Mér fmnst þeir hjá Pricewaterhouse
Coopers vera snöggir, að gera - alveg
upp á eigin spýtur - að því mér er tjáð,
skyndikönnun um viðhorf „íslendinga"
til Reykjavíkurflugvallar. Hvers vegna
könnun einmitt nú? Það skyldi þó ekki
hafa verið að undirlagi einvherra hags-
munaaðila? Því trúi ég varla. En Ríkis-
útvarpið birti frétt um þessa könnun,
sem mér fmnst hafa verið eitt allsherj-
arklúður. Ekki fylgdi fréttinni i RÚV
skflgreining á því hver hefði beðið um
könnunina. Satt að segja á kosningin í
febrúar nk. meðal Reykvíkinga um það
hvort flugvöllurinn á að vera eða fara
nægileg. Því það er umsögn Reykvík-
inga sem gildir, ekki dreifbýlisbúa.
Mannshvörf
Guðlaug Guðjónsdóttir hringdi:
Hin dularfullu mannshvörf á þessu
ári hér á landi fara afar illa i mig og
áreiðanlega fleiri. Það er orðin talsverð
áhætta samfara því að vera einn á ferð
að kvöldlagi í mykri. Og þarf kannski
ekki myrkur til. Ég ber mikið traust til
lögreglunnar okkar og hún er dugleg að
upplýsa hin ýmsu sakamál. En hún á
ekki að draga úr því við fjölmiðla.og
segja t.d. að hún telji ekki að um saka-
mál sé að ræða, a.m.k. ekki að svo
komnu, eins og það er stundum orðað.
Auðvitað á að líta á mannshvarf og að-
draganda þess sem sakamál, a.m.k. jafn-
hliða öðrum orsökum. Það kemur líka
oftast á daginn að afbrot tengjast, í
meira eða minna mæli, hinum óhugn-
anlegu mannshvörfum.
Karl Garöarsson og Sigmundur
Ernir Rúnarsson
Leiðandi „stjórar“ á Stöð 2.
Ritstjóri,lausnarorðið
Guðlaug Jónsdóttir skrifar:
Það var víst hart sótt að ná embætti
fréttastjóra Stöðvar 2. Tveir ágætir
menn reyndu með sér og reyndist Karl
Garðarsson sá heppni. Nú var úr vöndu
að ráða vegna Sigmundar Ernis Rúnars-
sonar. Hann var líka vel hæfur í starf-
ið. En þá hefur einhverjum komið í hug
snjöll hugmynd; að gera Sigmund að
„ritstjóra frétta- og dægurmálaþjónustu
á fréttastofunni! Hvers vegna ekki ein-
faldlega „dagskrárstjóri" og slíta hann
þá bara frá þessu „frétta", „frétta"?
Þetta „ritstjóra“-eitthvað og orðskrípiö
„dægurmálaþjónusta" er bara rugl.
Fréttastjóri og dagskrárstjóri eru við-
tekin og virt heiti á ljósvakamiðlum.
Hitt heldur aldrei vatni til lengdar.
Fótskot Hannesaar
Brynjar skrifar:
Hannes Hólmsteinn, doktor í stjórn-
málafræði, sagði beint út á kosninga-
vöku USA á Stöð 2 nýverið að sú stað-
reynd, að A1 Gore væri svo afskaplega
hæfur og það að hann „langaði" svo
mikið til að vera forseti (meira en
Bush), gæfi til kynna að hann væri þar
af leiðandi verri kostur en Bush! (“Ekki
langa of mikið“-kenningin?). Má þá
ekki draga þá ályktun af kenningu
Hannesar, að þeir stjórnmálafræðingar
sem „langar“ mest til að tjá sig um
stjómmál á opinberum vettvangi (eins
og augljóst er með Hannes) séu kannski
ekki bestu mennirnir til þess fallnir að
tjá sig á opinberum vettvangi.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11,105 Reykiavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.