Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 24
;8
______________________________________FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
Tilvera dv
lí f iö
Frá huga til
hugar á degi ís-
lenskrar tungu
Dagur Islenskrar tungu er í
dag og af því tilefni verður opnuð
sýning í Þjóðarbókhlöðu sem ber
yfirskriftina Frá huga til hugar.
Með því er verið að vísa til lestr-
ar almennt en á sýningunni verð-
ur saga prents og bókaútgáfu
hérlendis i sviðsljósinu með sér-
stakri áherslu á útgáfu Biblíunn-
ar. Gamlar Biblíuútgáfur verða
til sýnis auk muna sem varðveist
hafa úr sögu prentiðnaðarins.
Þannig verður þróun prentiðn-
aðar og útgáfusaga Biblíunnar
tvinnuð saman í máli og
myndum.
Krár
1 YMIR MEÐ KONNU A VEGA-
MOTUM Vegamót hafa í hyggju að
standa fyrir svokölluðum Pitcher-
kvöldum, eða Könnukvöldum, öll
fimmtudagskvöld í fyrirsjáanlegri
framtíð. í kvöld riöur Ýmir á vaðið
með gestaspilara og sveiflar könn-
unni glettnislega yfir skífunum.
■ di Tommi og di Darri verða í
Thomsenhúsi, Hafnarstræti 17 í
kvöld. Stuðið hefst kl. 21.30.
Klassík______________________
■ BIÓKLASSIK Tónleikar Sinfóníu-
hijómsveitar Islands í kvöld verða
helgaðir bíómyndatónlist. Flutt verða
verk eftir Buster Keaton, Harold
Lloyd og Charlie Chaplin. Hljóm-
sveitarstjóri er Rick Benjamin. Tón-
leikarnir hefjast kl. 19.30.
■ SÖNGDAGSKRÁ í KAFFILEIK-
HUSINU - VINSÆL DÆGURLOG
Söngkvartettinn Rúdolf verður meö
tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld kl.
20.30. Stærsti hluti efnisskrárinnar
einkennist af íslenskum dægurlög-
um sem vinsæl hafa verið í flutningi
íslenskra hljómlistarmanna en í er-
lendu lögunum kveður við meiri
djasstón.
Kabarett
1 RUDOLF i KAFFILEIKHUSiNU
Söngkvartettinn Rúdoif heldur tón-
'eika í Kaffileikhúsinu í kvöld og
lefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir
/erða með léttu sniði og má þar
íelst nefna lög eftir Sigfús Halldórs-
->on, JMagnús Eiríksson, Stuömenn
o.fl. I erlendu lögunum kveður við
meiri djasstón og eru það einkum
lög eftir George og Ira Gerswin sem
/erða flutt. Aðalútsetjari Rúdolfs er
oinn liðsmanna hans, Skarphéðinn
Hjartarson, en aðrir meðlimir Söng-
wartettsins Rúdolfs eru: Sigrún Þor-
geirsdóttir, Soffía Stefánsdóttir og
Þór Asgeirsson.
■ UÓÐAKVÖLD I kvöld verða flutt
jóð, spakmæli og smásögur eftir Sri
Chinmoy á Kaffihúsinu, Klapparstíg
376. Dagskráin hefst kl. 20 og er
öllum opin á meðan húsrúm leyfir.
Fundir
■ BÝGGÓ ÓG"MÉNNING Fvririesfur'
I í nóvemberfyrirlestraröö Byggða-
safns Árnesinga og Sjóminjasafns-
ins á Eyrarbakka verður í kvöld kl.
20.30. Fyrirlesturinn fjallar um
byggö og menningu og verður í
Byggöasafni Árnesinga, Húsinu.
■ ÞROSKAHEFTAR MÆÐUR OG
BORN ÞEIRRA I dag mun Hanna
Björg Sigurðardóttir, uppeldis- og
menntunarfræðingur, ræöa „Þroska-
heftar/seinfærar mæöur og börn
þeirra“ í hádegisrabbi Rannsókna-
stofu í kvennafræðum. Rabbið verð-
ur haldið í Odda, stofu 201, kl.
12.00-13.00. Allir velkomnir.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Ástfangiö par,
Niels Olsen og S0s Egelind, í hlutverkum sínum.
Ungt fólk á
krossgötum
KKK
Dancer in the Dark
★★★★ Dancer in the Dark er hámeló-
dramatísk sápuópera gerð af hjartans ein-
lægni og mikilli næmni - en um leið læð-
ist stöðugt að manni sá grunur að Von
Trier sé að skemmta sér við að hafa
áhorfandann að fífli. -ÁS
Buena Vista Social Club
★★★ Einstök upplifun, innihaldsrík og
skemmtileg heimildarmynd um tónlist og
tónlistarmenn á Kúbu sem voru velflestir
horfnir af sjónarsviðinu þegar blúsgítar-
leikarinn og kvikmyndatónskáldið Ry
Cooder haiði uppi á þeim árið 1997 og
gerði með þeim plötu sem ber sama heiti
og kvikmyndin. Tæpum tveimur árum
síðar fór Ry Cooder aftur til Kúbu og þá
var Wim Wenders með í fórinni og af-
raksturinn er ekki aðeins gefandi kvik-
mynd um tónlist og tónlistarmenn heldur
einnig liflð sjálft. -HK
Kjúklingafióttinn
★★★ Það sem gerir teiknimyndir góðar
er það sama og gerir aðrar kvikmyndir
góðar, gott handrit, góð myndræn út-
færsla og góður leikur. Slik mynd er
Kjúklingaflóttinn (Chicken Run), sem ber
nokkum ferskleika með sér í flóru teikni-
mynda þar sem vel hefur heppnast að
blanda saman brúðum og teiknimyndum.
Mynd sem öll flölskyldan getur sameinast
um. -HK
101 Reykjavík
★★i Hilmir Snær leikur auðnuleysingj-
ann Hlyn sem iifir og hrærist í hverfi 101
Reykjavík. Líf hans er í fóstum skorðum
þar til vinkona móður hans kemur í
heimsókn og úr verður einhver sérkenni-
legasti ástarþrihyrningur íslenskrar kvik-
myndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir
þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN
Bedazzled
Bíógagnrýni
Stjörnubíó - Snatch ★ ★★
Skipulagt kaos
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
★★i Harold Ramis, sem leikstýrir og á
þátt í gerð handritsins hefur tekist vel upp
í endurgerð klassískrar gamanmyndar,
enda húmoristi góður eins og fyrri verk
hans hafa sýnt. Elizabeth Hurley, sem
hingað til hefur ekki haft mikið fram að
færa annað en fagran líkama og sætt bros
smellpassar i hlutverk Djöfsa. Það er samt
Brendan Fraser, sem bregður sér i ýmis
gervi, sem er stjama myndarinnar. -HK
ísienski draumurinn
★★i Liflegt og skemmtilegt handrit sem
er uppfullt af lúmsku háði og skemmtileg-
um orðaleikjum. Styrkleiki myndarinnar
er kannski einnig helsti veikleikinn. Per-
sónumar tala mikið í myndavélina og þótt
handritiö bjóði upp á skemmtileg tilsvör og
orðaleiki, þar sem góðir leikarar skapa eft-
irminnilegar persónur og fara vel með text-
ann, þá er ekki laust við að atburðarásin
hafi hæðir og lægðir. ís-
lenski draumurinn lofar
góðu um framtíðina hjá
Robert Douglas. -HK
Den eneste ene eða Hinn eini
sanni, eins og það mundi útleggjast
á íslensku, er rómantísk gaman-
mynd frá frændum okkar, Dönum,
og var hún vinsælasta myndin þar í
landi á síðasta ári. Myndin fjallar
um ungt fólk á okkar tímum, fólk
sem þykist alveg vita hvað það ætl-
ar að gera í lif-
inu og með
hverjum það er.
En, eins og svo
oft í lífsins ólgu-
sjó, þá bregast
krosstré sem
önnur tré og
forunauturinn
er annar en
ákveðið var.
Við kynn-
umst til dæmis
Niller og Lizzie
sem búa saman.
Allt er eins og
Lizzie vill, að
því undanskildu
að hún vill eign-
Hinn emi sanni
Mannleg samskipti ungs fólks sem metur
hlutina ekki eins.
ast barn og systir hennar hefur hug
á að krækja í Niller. Niller hefur
svo sem ekkert á móti barni. Gall-
inn er bara sá að sæði hans er ekki
virkt. Þá er lítið annað fyrir Lizzie
að gera en að ættleiða barn og þeg-
ar þau fá þann dóm að þau séu
heppilegir foreldar er farið að leita
að barni. í millitíðinni hefur snyrti-
daman Sus fallið fyrir hinum glæsi-
lega Sonny, sem er ítalskur og dökk-
ur á brá. Ástarævintýri þeirra end-
ar með því að Sus verður ófrísk.
Eins og nærri má geta þá eiga eftir
að verða árekstrar í lífl þessara ein-
staklinga og það með kómískum
hætti.
Með helstu hlutverk fara Niels
Olsen, Sas Egelind, Sidse Babett
Knudsen, Rafael Edholm og Paprika
Steen.
Den eneste ene verður frumsýnd í
Háskólabíói á morgun. -HK
Guy Ritchie sýndi með Lock, Stock
and Two Smoking Barrels að það býr
heilmikill kraftur í honum. í myndinni
fór hann óhefðbundnar leiðir þar sem
meiri áhersla var lögð á að koma sam-
skiptum kostulegra persóna til skila en
að fá dýpt í söguna. Frumleikinn og
krafturinn í leikstjórn Ritchies gerði
það að verku m að honum var fyrirgef-
ið frekar innantómt handrit. í Snatch
er Ritchie á sömu slóðum og tekur aft-
ur til hendinni í undirheimum
London, þar sem hann skapar hvem
skúrkinn á fætur öðrum, skúrka sem
fá að böðlast áfram án þess að lögregl-
an skipti sér af þeim.
Snatch er víðfeðmari mynd en Lock,
Stock ..., fyndnari, hraðari og persón-
umar orðnar fiölbreyttari og skraut-
legri. Ef áhorfendur geta liðið ofbeldið,
sem er mikið og gróft, þá er Snatch frá-
bær skemmtun með sterkum höfund-
areinkennum Ritchies. Hún er samt
þegar að er gáð frekar innantóm. Stíll
Ritchies gerir út á hraða, stutt samtöl,
ofbeldi og margar persónur sem fá að
mestu leyti jafn mikið pláss i mynd-
inni. Þetta tekst honum af snilld: hrað-
inn er mikill, án þess þó að fara yflr
strikið, persónumar em vel afmarkað-
ar og skýrar, auk þess að vera fyndn-
ar, og uppbyggingin þar sem fyrirvara-
laust farið aftur í tímann eða fram í
tímann hvenær sem tækifæri gefst,
tekst að öllu leyti. Ritchie sem sagt
skipuleggur kaos sitt af stakri snilld og
má greinilega ekki vera að því að kafa
ofan í þunnan söguþráðinn.
Sagan skiptir ekki eins miklu máli
fyrir Ritchie og hlutir og fólk sem teng-
ir atburði saman. Fyrst og fremst er
það 84 karata gimsteinn sem hefur ver-
ið rænt. Selja á hann glæpaforingja í
New York. í London fréttir undir-
heimalýðurinn af ferðalagi demantsins
og er ákveðið
að ræna hon-
um. Á meðan
er helsti
tengiliður við
ólík atriði í
myndinni,
„Tyrkinn“, að
undirbúa ólög-
lega boxkeppni.
Við vitum fljótt
að demantur-
inn og box-
keppnin muni
tengjast á ein-
hvern hátt. í
raun kemur
ekkert á óvart í
framvindu sög-
unnar þrátt fyrir flóknar fléttur, enda
er ekkert reynt tfl þess að skapa slíka
stemningu. Á móti kemur að tístandi
hundur fær mikið pláss í myndinni.
Hefur Ritchie greinflega talið væn-
legra að halda uppi húmor, sem hund-
urinn á dálitið i, heldur en að reyna að
koma á óvart. Það sem á að koma á
óvart i myndinni dúkkar svo upp í lok-
in og þá vill svo til, eftir mikinn hama-
gang, að það inngrip i frásögnina er
máttlaust og virðist aðaflega gert til að
Ritchie geti lokað og læst.
Málfar persónanna skiptir miklu.
Bölvað er í hverri setningu á mjög fjöl-
breyttri ensku svo stundum skflja per-
sónumar ekki hver aðra. Þar er virki-
lega skemmtilega haldið á hlutunum
og skiljanlegt ef þýðandinn hefur verið
í erfiðieikum með að þýða yfir á is-
lensku. Mikið af húmomum í mynd-
inni liggur einmitt í orðahnippingum,
sem segja má að sé oftúlkun en um leið
fyndin útfærsla á grófum setningum.
Þar erum við aftur komin að galla
myndarinnar sem er að á bak við þetta
skemmtilega málfar er lítil hugsun.
Eitt af þvi besta við Snatch er
hversu vel Guy Ritchie tekst að halda
jafnvægi á milli persóna sinna. Þar fær
hann hjálp frá góðum leikurum sem
margir hverjir fara á kostum. Er gott
jafnvægi á milli kvikmyndastjama á
borð við Brad Pitt, sem leikur írskan
sígauna af mikilli snilld, og Allan
Fords, nánast óþekkts leikara, sem
einnig fer á kostum í hlutverki
glæpaforingja og svínabónda.
Leikstjórn og handrit: Guy Ritchle. Kvik-
myndataka: Tim Maurice-Jones. Tónlist: John
Murphy. Leikarar: Brad Pitt, Vinnie Jones,
Rade Sherbedgia, Dennis Farina, Allan Ford,
Jason Statham, Benicio Del Toro og Stephen
Graham.