Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Síða 15
14 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmifilun hf. Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Afistofiarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Gr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is • Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerfi: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Halldór tapar í Haag Tillögur íslenzku ríkisstjórnarinnar um sérstaka und- anþágu til stóriðjumengunar fyrir smáríki á borð við ís- land hafa engan hljómgrunn á alþjóðaráðstefnunni í Haag um framvindu loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingið telur sig hafa öðrum hnöppum að hneppa. Vísindasamfélagið í heiminum hefur náð samkomulagi um, að breytingar af mannavöldum á andrúmslofti jarðar séu orðnar mun alvarlegri en áður var talið og séu þegar farnar að leiða til vandræða. Fræðimenn hafa komið sér saman um skýrslu, sem liggur fyrir ráðstefnunni. Ekki skiptir minna máli, að flóð og stormar undanfar- inna mánaða og missera eru í auknum mæli talin stafa af mengun af mannavöldum. Að minnsta kosti hefur það haft áhrif á Evrópusambandið, sem samþykkti nýlega herta umhverfisstefnu fyrir fundinn i Haag. Evrópusambandið er í Haag upptekið af að ná sam- komulagi við Bandaríkin, sem vilja meira svigrúm eða meiri undanbrögð að sögn annarra. Rætt um heimild til viðskipta með mengunarkvóta og frádrætti fyrir ríki, sem hjálpa þróunarlöndum til aö bæta umhverfið. Ekki verður þess vart í Haag, að neinn hafi áhuga á að opna fyrir undanbrögð á borð við þau, að ríki, sem notar vatnsorku til álvinnslu, fái undanþágu frá mengunarregl- um, sem samþykktar voru í Kyoto 1997 á vegum Samein- uðu þjóðanna og bíða nú staðfestingar ríkja heims. Nýjustu rannsóknir, sem liggja fyrir fundinum í Haag, benda til, að erfitt verði að fá afslátt fyrir skógrækt, því að slíkar undanþágur geti haft öfug áhrif við það, sem ætlað var. Evrópusambandið kann þó að sætta sig við slíkan afslátt til að fá undirskrift Bandaríkjanna. Með vaxandi tilfinningu ríkisstjórna heims fyrir um- fangi vandans í andrúmsloftinu dofna líkur fyrir nýju ál- veri á Reyðarfirði. Vafasamt er, að Norsk Hydro geti sóma síns vegna átt þátt í að reisa álver í ríki, sem neitar að staðfesta Kyoto-sáttmálann og Haag-útfærslu hans. Líklegasti kosturinn i stöðunni er, að við slíkar aðstæð- ur verði heimilað að kaupa mengunarrétt handa Reyðar- áli. Sá kostnaður verður mjög hár, leggst auðvitað ofan á annan kostnað við álverið og leiðir til þrýstings á, að und- irverðið á rafmagninu verði lækkað enn frekar. Ekki er víst, að samkomulag náist milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna á ráðstefnunni í Haag. Hugs- anlega þarf enn frekari storma og flóð til að nógu margir átti sig á alvarlegum breytingunum í andrúmsloftinu. Því kunna umhverfissóðar að fá frekari gálgafrest. Það breytir því ekki, að markmiðin um minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem voru sett i Kyoto, verða not- uð, þegar kemur að staðfestingu. Ef menn hafa reist álver í millitíðinni, fá þeir lítinn afslátt og verða að greiða aft- urvirkt fyrir það í beinhörðum peningum að mestu. Tilraunir utanríkisráðherra íslands til svigrúms innan Kyoto-sáttmálans til að koma upp álveri heima í kjördæm- inu hafa lent i auknum mótbyr á ráðstefnunni, sem nú stendur yfir í Haag. Þar hrista menn hausinn yfir undan- brögðum og vífilengjum Halldórs Ásgrímssonar. Ef samið verður í Haag, mun samkomulagið byggjast á friðarsamningi milli sjónarmiða Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, en sérsjónarmið Halldórs verða að engu höfð, beinlínis af því að stóru aðilarnir þurfa ekki að kaupa atkvæði til að komast að niðurstöðu í málinu. Eftir stendur, að utanrikisráðherra íslands hefur orðið sér og þjóð sinni til minnkunar. íslendingar eru taldir til umhverfissóða, sem nota undanbrögð og vífilengjur. Jónas Kristjánsson Þú segist eiga erfitt með að taka ákvarðanir og standa við þœr <£> 'ooTH£gc?S'R3N.öu?ge WT-BYTBWNe MCD(Þ^EPVu;e& DV Skoðun Afskipti Biskupsstofu af því hvernig kaupmenn koma til með að auglýsa vörur sínar fyrir jólin hafa vakið nokkra athygli og ekki eru allir á eitt sáttir varð- andi það hvort kirkjunnar menn eigi yfirhöfuð að beina kröftum sínum að því máli. Um aðila máls Vald ljósanna Ég man þegar fyrsta mal- bikið var lagt í heimabæ mínum og við krakkarnir hjóluðum hring eftir hring á fleti sem var ekki stærri en sem nemur einni eða tveimur innkeyrslum við einbýlishús nú á dögum. Ég man líka eftir þeirri ein- stöku tilfinningu þegar ekið var inn á malbikið í Ártúnsbrekkunni eftir daglangan akstur á rykug- um þjóðvegum landsins. Og tilkomumikið var það sjónum barns að sjá lögregluþjón stjóma umferð með handapati og bendingum. I þá daga fóru ökumenn eftir umferðarmerkjum á gatnamót- um og lögreglan kom aðeins til skjal- anna þegar umferðin var orðin svo mikil að henni varð að stjóma. Vanstillt Ijós Síðar komu ljósin til sögunnar og leystu umferðarstjórana af hólmi. Nú eru ljós um alla borg og þeim fjölgar stöðugt. Og bílaflotinn stækk- ar enn og nú er svo komið að gatna- kerflð ber vart alla umferðina. Ljós- in gera sitt gagn og tryggja það að við komumst leiðar okkar með sæmilegu móti. En það er önnur hlið á þessu máli er varðar ljósin. Við bíl- stjórar þekkjum hversu hvimleitt það er að þurfa að bíða lengi á ljós- um þegar umferð er lítil sem engin. Stundum tekst manni að aka á þeim hraða sem tryggir að ekki þarf að stöðva bílinn við hver gatnamót. En svo eru það vissir staðir í borg- inni þar sem ijósin eru stillt með þeim eindæmum að maður verður að stoppa við hver einustu ijós. Ég hef margra ára reynslu af þessu, t.d. á Bústaðavegin- um, frá brúnni yfir Kringlu- mýrarbraut og sem leið liggur niður að Miklubraut. Stundum rennur umferðin snurðulaust og ljósin trufla engan en á öðrum tímum er eins og það hafi komist púki i vitana sem hefur það að markmiöi að stöðva hvem einasta bíl. í stað lögreglu Hugsið ykkur orkutapið af því að margstöðva heilt tonn af jámi og koma því aftur af stað - og það mörg- um sinnum á nokkur hundruð metr- um. Að maður tali nú ekki úm allan þann tonnafjölda sem hvílir ofan á blöðrudekkjum stöðutáknanna sem æða um bæinn eins og skriðdrekar á vígvelli. Og nú er komið að kjarna málsins. Ljósin eiga að gegna sama hlutverki og lögreglan sem stjómaði umferð í gamla daga. Hún var til þess að stjóma en ekki hindra. Ljósin eru ágæt þegar umferð er mikil en þegar ekki sést til annarra bíla og beðið er á gatnamótum á aö treysta ökumönnum til þess að meta aðstæður eins og gengur og gerist við önnur gatnamót þar sem engin ljós eru. Við gatnamót með umferð- arljósum eru enn fremur venjuleg umferðarmerki. Þau gilda t.d. þegar ljósin eru óvirk eða látin blikka. Ef engin hætta er í sjónmáli ætti að mega aka yfir á rauðu. Er ekki hægt að leyfa ökumönnum að meta aðstæður og fara þess vegna yfir á rauðu ljósi ef svo ber undir? Sums staðar í útlöndum er leyfð hægri- beygja á rauðu ljósi hvenær sem er, að því tilskildu að ökumaður komist með eðlilegu móti fyrir homið vegna annarrar umferðar. Burt með hindranir Með áróðri og fræðslu er hægt að hafa mikil áhrif á umferðarmenn- ingu. Því er ég þess fullviss að kenna mætti ökumönnum að meta aðstæð- ur og taka yfirvegaðar ákvarðanir á ljósum prýddum gatnamótum. Miklu máli skiptir að umferð gangi greið- lega og aö ekki séu óþarfa ljón í vegi ökumanna. Án efa mun það draga úr slysatíðni og óþarfa spennu ef hindr- unum verður rutt úr vegi ökumanna á götum borgarinnar. Ljósin eiga að stjórna umferð en ekki hindra. Að endingu má bregða fyrir sig kunnum rökum úr heimi kennimanna og staðhæfa að umferð- arljósin séu til orðin mannsins vegna en ekki maðurinn vegna ljósanna. Örn Bárður Jónsson Orn Bárður Jónsson prestur „Hugsið ykkur orkutapið af því að margstöðva heilt tonn af jámi og koma því aftur af stað - og það mörgum sinnum á nokkur hundruð metrum. Að maður tali nú ekki um allan þann tonnafjölda sem hvílir ofan á blöðrudekkjum stöðutáknanna ..." Ég hlustaði á Davíð Oddsson í fréttum Ríkisútvarpsins um daginn. Hann var að fjalla um verkfall fram- haldsskólakennara. Hann spáði löngu og erfiðu verkfalli. Viðtalið minnti mig á að helgina þegar frétta- bann ríkissáttasemjara ríkti um kjaradeilu kennara þá voru tveir menn sem tjáðu sig um málið í fjöl- miðlum. Það voru þeir félagar Davíð Oddsson og Ari Skúlason. Innlegg Davíðs var að hafa áhyggj- ur af því að verkfallið yrði langt og erfitt. Innlegg Ara var: Ef þeir fá kauphækkun þá viljum viö hana líka. (“Við“ þýðir þarna launamenn innan ASÍ. Því gerðu „þeir“ ekki bara betri samninga fyrir ,,þá“?). - Ég met það svo að innlegg beggja þessara manna hafi verið það eitt að gera deiluna erfiðari en hún stefndi í að vera. Ég veit ekki hvor þeirra kom mér meira á óvart, forsætisráð- herrann eða framkvæmdastjórinn. Forstjóri rútubílafyrirtækisins Aftur að Davíð í fréttunum. Það var að kvöldi 8. nóvember. Það sem forsætisráðherrann sagði var á þessa leið: Deilan er í hnút. Ég hef áhyggj- ur af þessu. Aðilar málsins eru ekki á sömu leið. Það er eins og annar sé á leið í rútu til Keflavíkur en hinn norður í land. Kannski hitt- ast þeir á Egilsstöðum. Á honum var að skilja að „að- ilar máls“ væru samninga- nefnd framhaldsskólakenn- ara og samninganefnd ríkis- ins undir stjórn fjármála- ráðherra. Hann sjálfur tal- aði eins og honum kæmi þetta ekki nokkum skapað- an hlut við. En höldum áfram með rútubíla- samlíkingu mannsins. Ég bendi að- eins á að hann sjálfur er forstjóri annars rútubilafyrirtækisins. Og honum er auðvitað fullkomlega ljóst hvert rútur hans aka. Hann ræður meira að segja hverjir aka rútunum! Aðrir ráðherrar og þingmenn Menntamálaráðherrar hafa iðulega leikið þennan forsætisráðherraleik. Látið eins og þeim kæmi þetta ekkert við. Gengið með veggjum og hvíslað: Ég er faglegur ráöherra. Þetta er mál fjármálaráðherra. Hann fer með samningamálin. Sá sem nú situr í stóli menntamálaráðherra hefur náð einstæðri leikni í að láta sig hvorki sjást ná heyrast þegar kennaradeila er annars vegar. Óbreyttir þingmenn haga sér á svipaðan hátt. Hvernig á maður til dæmis að skilja rútubilstjórann formann Sam- foks. Hvernig getur hún setið sem formaður Samfoks og þóst styöja framhaldsskólakennara á sama tíma og hún styður ríkisstjórnina i rudda- skap hennar gegn þessum sömu kennurum og fram- haldsmenntun í landinu? Ég sé reyndar ekki betur en að hún sé búin að gera Samfok að málpípu fyrir Framsókn og nú um stund- ir ríkisstjómina og svipta Samfok með því að vera frjáls félagasamtök for- eldra. Og hvað með rútubíl- stjórann Hjálmar Ámason, fyrrum skólameistara. Hvaða málstað styður hann í raun og veru? Hann talar þvers og kruss! Meö öðrum orðum Það sem ég á við er þetta: Ég er orðinn hundleiður á stjórnmála- mönnum sem taka ekki neina ábyrgð, segja eitt en hafna þeirri ábyrgð sem þeir eiga að bera. Ég treysti ekki rútubílstjórum sem þykj- ast ekki vita hvert rútumar þeirra eru að aka. Rútubílafyrirtækinu og bílstjóranum undir stjóm forstjór- ans Davíðs Oddssonar er í lófa lagið að leysa deiluna og bjarga fram- haldsskólanum. Ef þeir vilja. Þeir eru „aðilar máls“. Þeir bera allir ábyrgð. Es. Ég bið rútubílstjóra afsökunar á samlíkingunni. Hún er ekki sett fram þeim til hnjóðs. Þvert á móti tek ég hatt minn ofan fyrir þeim og stéttarvitund þeirra eins og hún birt- ist síðastliðið sumar og í ummælum formanns þeirra um kjaradeilu fram- haldsskólakennara. Eiríkur Brynjólfsson Eíríkur Brynjólfsson kennarí og rithöfundur Fáránleg afskipti „Ég met það svo að innlegg beggja þessara manna hafi verið það eitt að gera deiluna erfiðari en hún stefndi í að vera. Ég veit ekki hvor þeirra kom mér meira á óvart, forsœtisráðherrann eða framkvæmdastjórinn“ Með og á móti Mælum ekki bruðli bót t „Rök Biskups- stofu fyrir aðkomu I að þessu máli eru VP m.a. þau að auglýs- ingar eru hluti þess samfélags sem við lifum í og beinast afskipti okkar fyrst og fremst að umbúðum jólanna. Það kom til tals hvort auglýsendur væru ekki fúsir til samstarfs um að beina einnig huganum að innihaldi jólanna og skapa aug- _________ lýsingar um boðskap jólanna og hjálpa fólki þannig til að gleyma ekki innihaldinu. Kirkjan er starfandi í samfélaginu hverju sinni og hlutverk hennar er að fmna leiðir til að koma boðskap sínum á framfæri. Kirkjan er ekki eitthvert ein- Bernharöur Guömundsson verkefnisstjóri Biskupsstofu. angrað fyrirbæri, án nokkurra tengsla við samfélagið. Þarna erum viö að leita eftir samtali og samvinnu við fólk sem starfar við verslun þar sem grunnurinn yrði jólin sjálf og kaupmenn hafa tekið þessu vel. Það er ekki verið að gera ráð fyrir eða krefjast þess að hver auglýsing verði með kristilegum stimpli. Jólaboðskap- urinn er mjög viðtækur. í honum felst m.a. friöarboðskapur og boð- skapur mn jafnrétti. Jólaauglýs- ingar hafa viðgengist svo lengi sem ég man eftir mér og kaupmennskan eykst samfara aukinni velmegun. Því er það spurning hvort við getum ekki unnið með þessum aðiium þannig aö hinn sanni tónn jólanna gleymist ekki.“ r„Afskipti Bisk- upsstofu af því hvernig kaup- menn kjósa að haga störfum sín- um þótt jólin séu í nánd era hreint og beint fáránleg og Biskupsstofa hefur í mínum huga sett mikið niður vegna þessa máls. Það er t.d. með eindæmum að einhver mellusjoppueig- ________ andi í Reykjavík skuli fá bréf um að hann sé orðinn þátttakandi í sameiginlegu verkefni verslunar- manna og Biskupsstofu. Svo kemur fulltrúi biskups fram og segir að þar á bæ viti menn ekk- ert um það hverjir séu þátttakendur V Sverrir Leósson útgeróarmaóur á Akureyri. í verkefninu, það sé annarra að senda út bréf tO verslunar- manna. Það er alveg furðulegt að Biskupssstofa skuli telja það sitt mál að standa í verkefn- um úti í bæ sem hafa ekkert með kirkjuna að gera og að kirkjunnar menn viti svo ekkert með hverjum þeir era að starfa, hvort það er kjöt- búð eða mellubúlla. Kirkjan hefur sett verulega niður vegna þessa máls og það er furðulegt að velta því fyrir sér á hvaða ferðalagi hún er þessa dagana. Ég spyr bara: Hvar er heilagleik- inn?“ Ummæli Haldi sig á línunni H„Framhaldsskóla- kennarar gera kröfu um 34% hækkun dag- vinnulauna strax og síðari 15% á ári næstu tvö árin.J forsendum Qárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir 3% launa- hækkunum. Ef einn hópur opinberra starfsmanna fær slíkar hækkanir, og þótt ekki væri nema eitthvað í áttina að kröfum framhaldsskólakennara, þá er það ávísun á að aðrir munu fara fram á slíkt hið sama...Þeir kjarasamningar sem gerðir voru síðastliðið vor mörk- uðu stefnuna fram á árið 2003. Við þá línu þurfa stjórnvöld að halda sig.“ Arnbjörg Sveinsdóttir alþm. í Viöskipta- blaöinu 15. nóvember. Efnum til ráðstefnu „Hvemig væri að efna til ráðstefnu um ráðstefnur? Fá fyrirlestra um þýð- ingu ráðstefna eða þýðingarleysi? Ræða hverjir sitja svona fundi, hversu margar (tapaðar) vinnustundir fara í ráðstefnur, hvemig á að halda ráð- stefnu, hvað á að koma út úr þeim og hvar á að koma niðurstöðum á fram- færi. - Efnum því til ráðstefnuráð- stefnu. verðleggjum hana nógu hátt.“ Úr pistli Víkverja Mbl. 15. nóvember. í vændishugleiðingum „Hannes (Hólm- steinn Gissurarson) talar eins og vændi sé löglegt...Ef hann vill lögleiða vændi liggur beinast við að hann pressi á sina flokks- menn að koma með tillögur til að breyta löggjöfinni. Svo spyrjum við um útkomu Sjálfstæðis- flokksins ef það verður eitt helsta bar- áttumál hans fyrir næstu kosningar að lögleiða vændi.“ Guörún Ögmundsdóttir, þingmaöur Sam- fylkingarinnar, í Degi 15. nóvember. Úrkynjun blasir við „Blaðamannastéttin íslenska er ein starfs- stétta hérlendis án reglubundins aðhalds og eftirlits sem miðar að því að skila almenn- ingi betri þjónustu. Og þeir sem höfúðábyrgð- ina bera, blaðamenn sjálfir og ritstjórar, virðast hæstánægðir með stöðu mála. Starfsleg úrkynjun blasir við þeirri stétt sem hefur það hlutverk að standa vörð um málfrelsi og upplýsta þjóðfélagsum- ræðu...íslensk blaðamennska er í kreppu vegna þess að stéttin sjálf og for- ráöamenn fjölmiðla eru í þegjandi sam- komulagi um að grið skuli haldin og fiölmiðlagagnrýni höfð í lágmarki." Páll Vilhjálmsson fjölmiölafræöingur. Úr Mbl. 15. nóv. íslenska frekjumenningin Ein sú goðsögn um íslend- inga sem við höfum hvað mest í hávegum er að hér sé gósenland „einstaklings- hyggju". En sú goðsögn byggir á að hugtakið „ein- staklingur" sé skilgreint álíka þröngt og i stjómmála- ályktunum Heimdallar. Hið rétta er að við búum í sam- félagi þar sem hinir frek- ustu fara sínu fram Eigum engin svör Á íslandi ríkir frjálsræði sem stundum verður að agaleysi. Hér eru reglur iðulega beygðar til að þóknast þeim sem vilja laga allt að eigin geðþótta. Það væri í sjálfu sér ágætt ef allir íslendingar gætu beygt reglur að vild en þannig er það einmitt ekki, það eru aðeins frekjurn- ar sem gera það en láta síðan eins og frekja sé þjóðareinkenni íslendinga. Islenskum frekjum þykir sjálfsagt að koma of seint á hvaða viðburö sem er og dagskrá er hnikað fram og aftur til að þóknast þeim sem það vilja. Þar sem til eru reglur heimta frekjumar undanþágu og fá oft því framgengt að á Islandi reyna yfirleitt Armann Jakobsson íslenskufræöingur allir að þóknast frekjunum. Enda er fátt sem frekja með auðugt ímyndunarafl kemst ekki upp með á ís- landi. íslenska frekjumenning- in tengist þeirri virðingu sem hér er borin fyrir valdi. Hér þykir gott að vera „fylginn sér“, en lítið er gert með kurteisi og lip- urð. Sá sem lætur undan þykir maður að minni. En jafnvel þegar okkur ofbýð- ur framkoma frekjunnar eigum við engin svör við henni, eng- ar reglur sem allir standa saman um. Hér er kerfið lipurt en athafnamenn- imir eru stífir og fara sínu fram. Lotning fyrir frekjum Víða erlendis nýtur stjórnarand- staðan virðingar, á íslandi hefur hún ekkert hlutverk og lítið mark er tek- ið á henni. 1 Danmörku kallar for- sætisráöherrann reglulega alla flokka á sinn fund til viðræðna og reynir að skapa samkomulag um stærri mál. Á íslandi þykir fráleitt að forsætisráðherrann hlusti á stjórnarandstöðuna. Orðið „viðræð- „Hvergi í heiminum getur ýtinn einstaklingur komist jafnlangt án þess að virða reglur og siði. Sjálfsagt þykir að liðka til, jafnvel að samþykkja lagafrumvörp á Al- þingi um að frekjan fái að fara sínu fram.“ ur“ er varla til í íslenskri stjórn- málamenningu. íslendingar bera lotningu fyrir frekjum. Hvergi í heiminum getur ýtinn einstaklingur komist jafnlangt án þess að virða reglur og siði. Sjálfsagt þykir að liðka til, jafnvel að samþykkja laga- frumvörp á Alþingi um að frekjan fái að fara sínu fram. Á íslandi mega reglur sín lítils þegar „athafnamaöur" þarf að ryðj- ast áfram. íslendingum þykir reglu- leysið aðlaðandi en því miöur er það frelsi hinna fáu. í reglum felst ákveð- ið jafnræði sem íslendingar hafa lög- leitt til að vera eins og aðrar þjóðir en skeyta aldrei um. Reglurnar tryggja að ekki sé vaðið yfir þá ófreku. í íslenskri menningu er lítið gert með slíkt jafnræði. Engin virðing er borin fyrir hin- um venjulega borgara og hann ber ekki næga virðingu fyrir sjálfum sér til þess að veita frekjunum aðhald. Agi og regla eru að sönnu vandmeð- farin og mörg sorgleg dæmi eru um misbeitingu reglna sem settar voru í góðu skyni. Á hinn bóginn leiðir skortur á reglum og aga til frekju- samfélags. Best væri að reglurnar væru sem flestar óskráðar og besti aginn er sjálfsagi. En þá er nauðsynlegt að þeir ófreku læri að standa vörð um reglurnar og jafnræðið og leyfi ekki stöðugt frekjunum að fara með allt eftir eigin höfði. Þá fyrst verður ís- land raunver-ulega land einstaklings- hyggjunnar þar sem virðing er borin fyrir öllum einstaklingum. Ármann Jakobsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.