Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 13
13
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
I>V
Opinberunarbók við aldarlok
Turninn eftir Steinar Braga hefur
undirtitilinn skáldsaga. Auðvitað eru
engin takmörk lengur fyrir því hvað
rúmast innan skáldsöguformsins;
samt er ástæða til að velta fyrir sér
hvort það fer vel um sögu eins og
Turninn innan þess ramma. Manni
detta í hug ýmsar bókmenntagreinar
sem hún tilheyrir ekkert síður:
Óvenjulega langt prósaljóð, dæmi-
saga, goðsaga, veraldarsaga, jafnvel
leiðslubókmenntir eða opinberanir.
Við fyrstu sýn dettur manni líka í
hug skyldleiki við barnabækur, ekki
síst vegna stílsins, og kannski vegna
þess að heimssköpun af því tagi sem
hér fer fram er algengari þar en í
skáldsögum fyrir fullorðna.
Þetta breytist þó fljótt, enda er
heimi sögunnar rústað og ekkert lif-
ir af nema turninn sem bókin dregur
nafn sitt af, turn sem vex og dafnar
eins og lifandi vera þannig að turn-
spíran ásamt íbúum sinum, tveimur
börnum, vex stöðugt og færist fjær
því lífi sem smám saman rís úr eyði-
leggingunni.
Turninn er bók sem tekur sjálfa
sig alvarlega, næstum hátíðlega. i henni skipt-
ast á kaflar þar sem lýst er tilurð heimsins eft-
ir ragnarök og kaflar þar sem þróun mannsins
er lýst frá forvitnum apa til firrts nútima-
manns með viðkomu í blóðugum helgisiðum og
stríði. Söguna má lesa sem allegóríu eða tákn-
sögu um sögu heimsins og þróun mannsins.
DV-MYND
Steinar Bragi skáld
Lýsir í skáldlegum myndum hvernig hugmyndakerfi manns-
ins, ekki síst tungumáliö sjálft, fjarlægja hann sífellt upp-
runa sínum.
Lesin á þennan hátt er hún menningargagn-
rýni, svört sýn á siðmenninguna eins og hún
leggur sig, saga sem lýsir í skáldlegum mynd-
um hvernig hugmyndakerfi mannsins, ekki síst
tungumálið sjálft, fjarlægja hann sífellt upp-
runa sínum, náttúrunni og guði. Stíllinn á
Turninum er blátt áfram og allur óþarfi skor-
inn burt.
Þetta er vel skrifuð bók, á því
leikur ekki vafi. Sjónarhomið er
tvenns konar og notað á mjög
meðvitaðan hátt, annaðhvort er
það svo vítt að öllum heiminum
og framvindu hans er lýst f að-
sópsmiklum sýnum eða það
beinist óvænt að því smágerða
og næstum ósýnilega.
Ekkert i þeim tveimur ljóða-
bókum sem Steinar Bragi hefur
sent frá sér hefði getað undirbú-
ið mann undir þessa bók.
Umskiptin frá harð-
neskjulegri lifssýn
ijóðabókanna til
spádómslegrar og
kosmískrar sýnar
Turnsins em ekki þró-
un heldur alger kúvend-
ing. Spurningin er bara
hversu nýstárleg þessi nýja
stefna Steinars Braga er. Og
eiginlega er Turninn bæði
frumleg bók og ófrumleg. Stíll-
inn og efnið, veraldarsaga í táknrænum bún-
ingi, eru óvenjuleg og oft áhrifamikil. En for-
sendur sögunnar, menningarsvartsýnin og goð-
söguleg formgerð þar sem saga heimsins bítur
í skottið á sér og jörðin rís að nýju eftir algera
eyðileggingu eru gamalkunn; ekki sist nú við
aldarlok, á hefðbundnum tímum heimsslitaspá-
dóma og heimsósóma.
Jón Yngvi Jóhannsson
Steinar Bragi: Turninn. Skáldsaga. Bjartur 2000.
Þetta lítt tempraða óp
„Ekkert er jafn óendanlega
tilgangslaust og að reyna að
finna algilda skilgreiningu á
skáldskap,“ skrifar Sigfús
Daðason í frægri grein sinni Til
varnar skáldskapnum. Enda
reyndi Sigfús það ekki þó að
hann skrifaöi fjölmargar grein-
ar um skáldskap og listir, held-
ur var hugur hans sifellt leit-
andi nýrra sanninda, síhungr-
aður eftir nýmeti, alltaf að
benda á það sem betur mætti
fara eða verja það sem vel er
gert.
Nú er nýkomið út hjá
Forlaginu safn ritgerða og
pistla Sigfúsar Daðasonar og
þótti mörgum tími til kominn.
Sigfús var ötull ritgerðasmiður og hafði
ákveðnar skoðanir á bókmenntum og umræðu
um þær. I bókinni eru prentaðar vönduðustu
greinar hans og pistlar.
Greinin Til varnar skáldskapnum, sem vitn-
að er í hér að ofan, varð til þegar Sigfús var
ásamt öðrum ungum skáldum að umbylta ís-
lenskri kveðskaparhefð. Þá risu upp rímóðir og
stuðlasjúkir með ýmsar ásakanir á hendur
þeim voðalegu mönnum sem
ætluðu að „skemma ljóðlistina"
og fann Sigfús sig knúinn til
þess að svara fyrir sig og sína.
Þar reyndi skáldið að „minnka
bilið milli almennings og nú-
tímaskáldskapar" og á í grein-
inni m.a. þá góðu setningu:
„Bein túlkun sannrar reynslu,
það er nútímaskáldskapur, það
er þetta lítt tempraða óp.“ (45)
Sigfús skrifaði einnig um ein-
staka bækur og höfunda. Það er
hressandi að hjá honum er eng-
inn höfundur „óumdeilanlega
góður“ heldur verða allir að
sætta sig við að vera rannsakað-
ir með röntgenaugum. Til dæm-
is kveður Sigfús upp þann dóm 1
umsögn um Svartálfadans Stefáns Harðar
Grímssonar frál953 að Stefán Hörður „gefi til-
efni til að ætla að íslensk Ijóðlist stefni upp á
við“ en gefur engu að síður nokkrum ljóðum
falleinkunn: „Mér finnst að Eirlitir dagar og
nætur með svartar hendur hefði átt að fella nið-
ur úr handritinu...Bifreiðin sem hemlar hjá
rjóðrinu er líklega...unnið af ofmikilli létt-
úð....Halló litli villikötturinn minn, kann ég
ekki að meta. (51-52)
í ljósi þess hvaða sess nefnd ljóð hafa öðlast
í íslenskri bókmenntasögu er þetta skringilegt
í meira lagi.
Stórsniðug er greinin um samtalsbók Matth-
íasar og Tómasar Guðmundssonar, Svo kvað
Tómas, sem Sigfús skrifar um með illa dulinni
fyrirlitningu. Hann segir þar m.a: „Tómas Guð-
mundsson er sæll í þeirri trú að hann sé
„normal" maður og tilfinningar hans „normal."
Til dæmis elskar hann átthaga sína og því úr-
skurðar hann að það sé „áreiðanlega eitthvað
bogiö við það fólk sem þykir ekki átthagar sín-
ir fegurstir og fólk æskustöðvanna geðfelld-
ast...“
Ritgerðir Sigfúsar um Þórberg Þórðarson eru
án efa það vandaðasta sem um Þórberg hefur
verið skrifað. Löng og fróðleg er ritgerð hans í
Andvara (1981) um ævi hans og störf - auk
greina í TMM um nýmæli í verkum Þórbergs,
svo sem bréfabækur og dagbókaslitur. Ritgerð-
ir um HKL og Stein Steinarr er þar líka að
finna, auk nokkurra greina um erlendar bók-
menntir, svo sem um verk Paul Éluard.
Aðdáendur Sigfúsar Daðasonar hafa ástæðu
til að fagna útgáfunni. Þeir sem hafa ekki lesið
verk hans eru öfundsverðir af því að eiga það
eftir. -þhs
Tónlist
í,- - IH
í beinu sambandi við almættið
Gunnar Kvaran. Sigrún Martial Nardeau.
Eðvaldsdóttir.
Sjaldan eða aldrei hefur tónlist Jo-
hanns Sebastians Bachs verið vin-
sælli en nú, 250 árum eftir dauða
hans. Ástæðan er kannski sú að á
okkar fleygiferð gegnum lifið er öll-
um nauðsynlegt að pústa einstaka
sinnum og hvaða leið er betri til þess
en að setjast niður og njóta góðrar
tónlistar. Þá er tónlist Bachs tilvalin.
Það er í raun sama hvar maður ber
niður, kirkjuleg verk, kórverk, hljóm-
sveitarverk eða einleiksverk, allt er
þetta stórkostlegt og ótrúlega fjölbreytt enda
virðast sem ímyndunarafli hans hafi engin tak-
mörk verið sett.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bú-
staðakirkju á sunnudagskvöldið voru helgaðir
.verkum þessa meistara meistaranna. Á efnis-
skrá voru þrjú einleiksverk frá þvi um 1720 eða
frá Köthen-tímabilinu þar sem Bach leið hvað
best og eru flest veraldleg Verk hans frá þeim
tíma, ef hægt er að tala um veraldleg verk í
sambandi við Bach sem alltaf hafa verið í beinu
sambandi við almættið. Það hvarflaði líka að
mér við flutning fyrsta verksins, sellósvítu nr.
5 i c moll, að Gunnar Kvaran væri einnig vel
tengdur, svo himnesk var túlkun hans á verk-
inu. Algjör ró og yfirvegun var yfir flutningn-
um og túlkunin djúp og svo persónuleg að það
var líkt og hann opnaði glugga inn í sinn
dýpsta sáiarkima og leyfði áheyrendum að
skyggnast inn. Einkum á þetta við sarabönd-
una þar sem heyra mátti saumnál detta, slík
var andaktin í áheyrendasalnum.
Tónlist Bachs er hrein og tær og gefur flytj-
andanum mikið svigrúm til persónulegrar túlk-
unar. Sigrún Eövaldsdóttir er þekkt fyrir tján-
ingaríka túlkun á flestu því sem hún leikur og
getur upplifunin fyrir áheyrandann verið mjög
sterk ef hann er reiðubúinn að taka við því sem
hún hefur að gefa. Flutningur hennar á Partít-
unni nr. 2 í d moll fyrir einleiksfiðlu var engin
undantekning frá því, þar var á ferðinni öllu
heitari Bach en þó jafnsannfærandi og inni-
haldsríkur og í fyrsta verkinu. Hin ókrýnda
drottning einleiksfiðlubókmenntanna, Chac-
connan, sem hljómar í lok verksins, var vægast
sagt glæsileg í meðförum hennar. Hún gaf allt í
flutninginn og tók það dálítinn tima fyrir mann
að jafna sig á eftir.
Martial Nardeau lék svo þriðja einleiksverk-
ið, Partítu fyrir flautu í a moll, og gerði það
einnig glæsilega, púlsinn lifandi og blæbrigðin
falleg svo tónarnir dönsuöu um kirkjuna og
hrifu mann með sér stundarkorn inn í aðra
heima. Það var því viðeigandi að listamennirn-
ir legðu saman krafta sína í lok tónleikanna i
Tríósónötu í c moll úr Tónafórninni en þar
bættist í hóp flytjenda Elín Guðmundsdóttir
semballeikari. Allur flutningur þeirra var hinn
ágætasti og jafnvægið gott en jarðtenging þó að-
eins meiri en í hinum verkunum þremur.
Á leiðinni heim gat ég ekki annað en hugsað
um það hve lánsöm við erum að Bach skuli
hafa skilið þennan fjársjóð eftir handa okkur
og að eiga frábært listafólk sem getur miðlað
honum til okkar af slíkri snilld.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Tvær flugur í einu hö ggi
Barnafólk ætti að athuga að á laugardaginn
kl. 15 gefst einstakt tækifæri til að uppfræða
ungdóminn þegar Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur í Háskólabíói undir þremur þöglum
snilldarverkum kvikmyndasögunnar, Inn-
flytjandanum eftir Chaplin, Löggunum eftir
Buster Keaton og Að duga eða drepast eftir
Harold Lloyd. Þeir fjölmörgu sem sótt hafa
kvikmyndatónleika Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar undanfarin ár vita hvílík skemmtun þetta
er - ekki síst fyrir börn.
Fyrri kvikmyndatónleikarnir verða í kvöld
kl. 19.30,
Dagskrá um Vísnabók
Um helgina verður fjöl-
breytt dagskrá að Hólum í
Hjaltadal í tilefni af út-
komu Vísnabókar Guð-
brands Þorlákssonar og
fyrsta bindis Ljóðmæla
Hallgríms Péturssonar.
Hún hefst á laugardaginn
kl. 20.30 með kvöldvöku í
Hólaskóla þar sem Kristján Árnason kynnir
Vísnabókina, Álfrún Gunnlaugsdóttir spjailar
um hana sem lesandi og Þórarinn Hjartarson
kveður rimur úr henni og Ljóðmælum Hall-
gríms Péturssonar. Leikararnir Þorsteinn
Gunnarsson og Valgerður Dan lesa líka úr
Vísnabókinni og Kristján Eiríksson verður
með óábyrgt spjall um Hallgrím Pétursson.
Á sunnudaginn hefst dagskrá með messu í
Hóladómkirkju kl. 11, prestur er séra Dalla
Þórðardóttir og sálmarnir sem fluttir verða
eru úr Vísnabók Guðbrands.
Kl. 13 hefst dagskrá í Hólaskóla. Meðal þátt-
takenda eru Skúli Skúlason rektor, Bergljót S.
Kristjánsdóttir, Jón Torfason, Einar Sigur-
björnsson og Kristján Eiríksson. Þorsteinn
Gunnarsson og Valgerður Dan flytja texta úr
Vísnabókinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir og er að-
gangur ókeypis.
okkar
Æskan hefur gefið út
bókina Veröldin okkar eft-
ir Angelu Wilkes í þýð-
ingu Árna Árnasonar,
Guðna Kolbeinssonar og
Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.
Þetta er stór og glæsileg
bók handa börnum með
stóru letri og faglega
myndskreytt, full af Qölfræðilegu efni sem
börn hrífast af. Málefni eru gædd lifi með
vönduðu, upplýsandi myndefni og textinn sett-
ur fram í stuttu og hnitmiðuðu máli.
Hér geta fjölfræðingar framtíðarinnar kynnt
sér pláneturnar og stjörnurnar, geimförin sem
kanna geiminn, regnskógana, heimskautin og
eyðimerkurnar, fornöldina og risaeðlurnar,
komu mannsins inn í veröldina, jurtir heims-
ins og dýralíf, mannslíkamann, líf fólks á ólík-
um svæðum jarðar og margt fleira.
Bókin er gefin út í tilefni af 70 ára afmæli
bókaútgáfu Æskunnar.
Baldur á þýsku
í dag milli kl. 18 og 20 verður kynning í
Pennanum-Eymundsson, Austurstræti, á ljóð-
um Baldurs Óskarssonar á þýsku. Þau eru
komin út með myndum eftir Bernd Koberling
í bókinni Timaland / Zeitland, þýdd af kunn-
um þýskum ljóðskáldum. Á kynningunni les
Baldur upp úr bókinni.
Ennfremur verður til sýnis bókin Wortlaut
Island, sýnisbók islenskra samtímabókmennta
á þýsku er út kom í haust.
degi Jónasar
Dagur íslenskrar tungu
verður helgaður Pétri
Gunnarssyni á Súfistanum,
Laugavegi 18. Þar verður
flutt dagskrá í tilefni af út-
komu nýrrar skáldsögu eft-
ir Pétur, Myndin af heimin-
um. Jón Karl Helgason
ræöir um skáldið og verk
hans og Pétur les úr bókinni. Einnig verður
lesið úr eldri verkum hans og Kristján Eld-
jám gítarleikari og Brynhildur Björnsdóttir
söngkona flytja nokkur þekkt lög við texta eft-
ir Pétur.
Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Pétur a
Veröldin
ERÖLDIN
qkkar
Q « *
Alfræöi handa bömum