Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Fjölmiðlakönnun Gallups fyrir Samband íslenskra auglýsingastofa og helstu fjölmiöla:
DV á flugi
Lesendum DV hefur fjölgað veru-
lega á undanfijmum mánuðum, sam-
kvæmt niðurstöðu nýjustu fjölmiðla-
könnunar Gallups. Mest aukning er á
mánudögum, funmtudögum og á
lestri Helgarblaðs DV.
DV Fókus styrkir einnig stööu sína
og er staða hans mjög sterk meðal
yngri lesenda. Helgarblaðið og Fókus
gefa bestan aðgang aö ungu fólki á
íslandi í dag. Þá er gríðarleg aukning
á fjölda þeirra sem lesa DV-Sport.
Þú ert að lesa vinsælasta
laugardagsblaðið
- hjá fslendingum sem eru 35 ára og yngri
Samkvæmt nýjum niðurstöðum úr ít-
arlegri fjölmiðlakönnun Gallups nýtur
Helgarblað DV mikilla vinsælda. Lestur
DV í heild eykst um 2,2% milli ára og er
meðallestur blaðsins nú 49,6%.
Helgarblaðið nýtur sérstaklega mik-
iila vinsælda meðal yngri aldurshópa en
í aldurshópnum 12-34 ára lesa 51,1%
Helgarblað DV. Sé þetta borið saman
við laugardagsútgáfu Morgunblaðsins
er samanburðurinn DV í hag þar sem
47% lesa laugardagsblað Mbl.
Helgarblað DV hefur töluverða yfir-
burði yfir sunnudagsblað Morgunblaðs-
ins meðal lesenda undir tvítugu og milli
25-35 ára.
Spurt var í könnuninni hvort lesend-
ur læsu blaðið oftar en einu sinni, þ.e.
kæmu að því aftur og aftur. í þeim sam-
anburði fékk Helgarblað DV 46% en
Mbl. 40,6%. Þetta staðfestir að Helgar-
blað DV býður upp á fjölbreytt leseftii
sem lesendum fellur vel í geð.
Þátttakendur í könnuninni voru
einnig spurðir hvað þær læsu helst í
Helgarblaði DV. Þar kom í ljós að vin-
sælasta lesefni blaðsins er opnuviðtalið
en 83,1% lesenda sögðust lesa það.
tn ©
5CM
Lestur Helgarblaðs DV
- til samanburðar við laugardagsblað Mbl.
51,1
50
%
I
PM
r»^a
50
45
40
35
30
25
20
15
10
5
%
F j ölmiðlakönnun
2000
Lesa blaðið oftar
en einu sinni
46,0
TCrai pu
Breyting Fjölmiðlakö-- - í prósentustigum
3 2,7 J
2 4
±
%
-1
-2 -1,7
Jlfi )*k*á
Á fleygiferð
• Þeim fjölgar verulega sem lesa
DV-Sport á mánudögum en 66%
lesenda DV lesa DV-Sport eða
hlutfallslega mun fleiri en lesa
íþróttir í Morgunblaðinu á
þriðjudögum.
• DV hefur töluverða yfirburði yf-
ir Morgunblaðið á fimmtu-dög-
um á meðal þeirra sem eru á
aldrinum 20-24 ára.
• Á laugardögum hefur DV mikla
yfirburði yfir Morgunblaðið
meðal landsbyggðarfólks en lið-
lega 52% lesa DV en aðeins tæp
42% Morgunblaðið. DV hefur
vinninginn yflr Morgun-blaðiö
úti á landi í meðallestri yflr
heila viku.
• Nær 60% lesenda DV lesa Menn-
ingarsíðu blaðsins á mánudög-
um.
• Tæp 69% lesenda lesa Tilveru-
síður DV.
• Liðlega 57% lesenda DV lesa
fréttir og umfjöllun um neyt-
endamál.
Athyglisvert!
• Um 53% íslendinga undir þrítugu lesa DV Fókus, vikurit sem fylgir DV
á föstudögum.
• 46% lesenda DV lesa Helgarblað DV oftar en einu sinni.
• Prentmiðlar eru besti vettvangur til að koma á framfæri upplýsingum
um vöru og þjónustu, samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup.
• Yfir 72% lesenda DV lesa DV-Heim sem fylgir blaðinu á þriðjudögum.
• Yfir 63% íslendinga undir tvítugu lesa Fókus
• Meðallestur DV hefur apkist um 2,7 prósentustig á sama tíma og meðal-
lestur Morgimblaðsins minnkar.
• Lestm- DV á mánudögum hefur aukist um 6,1% og á fimmtudögum um 9,1%.
Smáauglýsingar eru vinsælar Fjölmiölakön2"^
- hlutfall þeirra sem lesa smáauglýsingar DV*
Mánudagur Þriðjudagur MUMIuidagur Flmmtudagur Fostudagur Laugardagur
Smáuglýsingar DV sækja a:
Smáar og sterkar
Smáauglýsingar DV eru eitt vin:
sælasta blaðaefni landsmanna,
hvort heldur er meðal karla eða
kvenna, höfuðborgarbúa eða lands-
byggðarbúa. Alla daga vikunnar
lesa yfir 62% lesenda DV smáaug-
lýsingar blaðsins sem sýnir betur
en flest annað styrkleika þeirra.
DV hefur alla tíö lagt verulega
áherslu á þjónustu við auglýsendur
og smáauglýsingar eru stór hluti
þeirrar þjónustu. Á hverjum degi
birtast allt aö eitt þúsund smáaug-
lýsingar í DV. Tæplega 170 flokkar
eru í smáauglýsingum, allt frá bíl-
um til sumarhúsa, fá veiði til hljóm-
tækja, frá bamagæslu til húsgagna,
frá ökukennslu til hestamennsku.
SmáauglýsingadeUd DV er opin
alla virka daga frá ki. 9 tU 22 og á
sunnudögum frá 16 til 22. Smáaug-
lýsingar DV eru einnig á Vísi.is, þar
sem hægt er að leita eftir vöru eða
þjónustu. -rt
Fókus stærsti miðillinn:
Ungt fólk vel-
ur Fókus
Lestur Fókuss og föstudagsblaða Mbl.
- í aldurshópnum 12-25 ára
% 10 20 30 40 50 60
Vikuritið Fókus,
sem fylgir DV á fóstu-
dögum, er mest lesna
blaöiö á íslandi í ald-
urshópnum 12-25 ára,
samkvæmt nýrri fjöl-
miðlakönnun GaUups
sem birt var á flmmtu-
dag. Alls sögðust
58,0% aðspurðra lesa
blaðið en 53,8% sögð-
ust lesa föstudagsblað
Morgunblaösins sem
kom næst í röðinni.
Þetta sést betur á meðfylgjandi
grafi. HeildarhlutfaU þeirra sem
lesa Fókus var 40% aðspuröra í
könnuninni sem er hækkun frá síð-
ustu könnun i vor.
í aldurshópnum 12-25 ára kom
það berlega í ljós aö Fókus er
sterkasti prentmiðUlinn á íslandi
með 58% lestur, fóstudagsblaö
Morgunblaðsins kemur þar á eftir
og svo sunnudagsblað Morgunblaös-
ins með 50,7% lestur. 49% aö-
spurðra sögðust lesa fimmtudags-
blað Morgunblaðsins og 45,9% lesa
Helgarblað DV. Fókus kemur einnig
mjög vel út í aldurshópnum 12-35
ára, með 50,67% lestur.
Lelðarvíslrinn Lífiö
Fókus hefur nú verið gefinn út í
rúm tvö ár og hefur greinUega
stimplað sig vel inn hjá landsmönn-
um eins og tölumar gefa tU kynna.
AUs lesa 52,9% landsmanna á aldr-
inum 12-29 ára blaðiö og 76,5% les-
enda DV á aldrinum 12-34 ára, en af
lesendum DV lesa 66,9% Fókus. Af
þeim sem lesa Fókus lesa 69% Llfið
eftir vinnu. Virðist sem Lífið hafi
skapað sér sterkan sess sem leiðar-
vísir um skemmtana- og menning-
arlífið.
Fókus ber einnig höfuö og heröar
yfir aðra miðla þegar litið er tU ald-
urshópsins 12-25 ára meö 41% lest-
ur. Bráðavaktin er vinsælasti sjón-
varpssþátturinn, en 33,11% að-
spurðra horfðu einhvem tímann á
hann í könmmarvikunni. Djúpa
laugin á SkjáEinum er vinsælasti is-
lenski þátturinn í aldurshópnum
með 15,6% áhorf, íslensk kjötsúpa
er með 12% og Ok í Sjónvarpinu er
með 8,6% áhorf, eUítið meira en
SUikon á SkjáEinum sem er með
7,6% áhorf. -hdm
Sandkorn
________ 9m U msjórth
Hörður Kristjánsson
netfang: 8andkom@ff.is
Atgervisflótti
Mikið hefúr verið
talað um yfirvof-
andi brotthvarf
Matthiasar Jo-
hannessens af
Morgunblaðinu um
áramótin en þá
verður skáldið að
setjast í helgan
stein fyrir aldurs
sakir. Hitt hefur ekki verið haft í há-
mæli að golfáhugamaðurinn og arki-
tektúrfikUlinn Gísli Sigurðsson les-
bókarritstjóri verður líka sjötugur
og hættir um áramótin. Gísli hefur
stýrt Lesbókinni lengur en elstu
menn muna og skrifað margan lang-
hundinn um golf, bUa og byggingar-
list. Þegar hann og Matti hverfa báð-
ir um sömu áramótin er þetta eins
og atgervisflótti af Mogganum. En á
móti kemur að meðalaldur starfs-
manna snarlækkar við brotthvarf
þeirra. Lesendumir eldast áfram...
Dýr soðning
Meint morð á I
dýrustu lúðum í
heimssögunnar er í [
uppnámi. Sex pUt-
um sem duttu í það I
og varð það á að
ráfa síðan vel við
skál inn í aðstöðu
Hafrannsókna-
stofnunar í
Grindavík, sáu þar flatfiska synd-
andi í kari. „Við héldum að þetta
væri bara venjuleg lúöa,“ sagði einn
þeirra fyrir rétti. Þeim er nú gefið
að sök að hafa myrt fimm lúður með
köldu blóði. (Ekki voru þær með
heitu blóði, svo mikið er víst.) Lúður
sem metnar era á 15 mUljónir króna.
Ein lúða fannst á bUastæði og var að
sögn sett sem sönnunargagn í frysti
Hafrannsóknastofnunar. Fyrir réttin-
um kom hins vegar fram að starfs-
menn stofnunarinnar vora búnir að
éta sönnunargagnið. Sem sagt ekkert
lík - ekkert morð. Gárangar telja
víst að starfsmenn Hafró verði nú
rakkaðir fyrir dýrasta málsverð í
heimi...
Flott á Hrauninu
Sagt er að mikU
ásókn sé nú í að
komast á bak við
lás og slá á Litia-
Hrauni. Ýmis gæði
munu fylgja ver-
■ unni þar. Ef ekk-
I ert skemmtilegt er
■ í sjónvarpinu má
fá að kíkja í eftir-
litsmyndavélar fangavarða og fylgj-
ast náið með heimUislífi Ibúa í ná-
grenninu. Þessu tU viðbótar hefúr
sjaldan þótt skortur á vímugjöfum af
ýmsum toga, fóngum tU óblandinnar
ánægju. Nú hefur verið upplýst um
enn einn kostinn við fangavistina.
Næst á dagskrá munu vera heim-
sendingar á kvenfólki fyrir strákana.
Skartgripaþjófurinn Dinu Florin og
e-töflusmyglarinn Femandi Andrade
hafa riðið á vaðið og auglýst eftir
kvenfólki í einkamáladálki smáaug-
lýsinga DV. Gárungar búast við hóp-
feröum á næstunni austur á Eyrar-
bakka...
Góðir Akureyringar
Hjón frá
Akureyri
gerðu sér
glaðan
dag í Uug-
ferð tU
Dublin.
Nokkuð við skál fengu þau sér
„smók“ eins og gengur, við miður
góðar undirtektir áhafnarinnar. Mun
hjónunum hafa ftmdist fjandi hart að
fá ekki einu sinni frið á klósettinu.
Fór svo að á erlendum UugveUi voru
hjónakomin leidd frá borði i fylgd
þungvopnaðra öryggisvarða. Gárang-
ar velta því fyrir sér hvort þetta sé
nokkuð sama fólkið og fyrir nokkrum
áram fór i verslunarferð tU írlands
að kaupa jólagjafir. Fundu þau þar
forláta konfekt á útsölu og keyptu því
birgðir fyrir aUa fjölskylduna. Þegar
heim kom var hins vegar upplýst að
konfektið góða var ætiað hundum en
ekki mannfólki...