Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 11 DV Skoðun Hugsað á norsku „Jeg er lærer,“ sagði ferðafélag- inn og óræður svipur hans gaf til kynna að hann vissi ekki hvort hann ætti að vera stoltur eða sorg- mæddur. Mennirnir tveir sem sátu í næst- fremstu sætaröð þotunnar höfðu kynnst örfáum mínútum áður og tekið tal saman. Þeir áttu samleið í norsku innanlandsflugi á flugleið- inni Ósló-Bergen. Með þeim tókst spjall um lands- ins gagn og nauðsynjar. Hinn póli- tíska staða Carls I. Hagens varð þeim tilefni mikilla vangaveltna og gáfulegar umræður á norsku héldu þeim uppteknum í nokkrar mínútur mmmmmmmiá meðan þotan leið út á brautarendann og sneri við. Síðan voru hreyflarnir þandir til hins ýtrasta og léttur titringur fór um skrokkinn þar sem hún kipptist af stað, tókst síðan á loft og klifraði þunglamalega upp í gegnum skýin og i norskan kvöldhimin. Tríó af túlkum Blaðamaðurinn hafði dvalið um nokkurra daga skeið í höfuðborg Noregs, sjálfri Ósló, sem stundum hefur verið kölluð stærsta sveita- þorp í heimi. Með honum í fór voru tökumaður og sjónvarpskona frá is- lenskri sjónvarpsstöð, að ónefndum fulltrúa norska sendiráðsins i Reykjavík. Tilgangur fararinnar var að kynna sér j . skóladönsku eða ensku eftir atvik- um en fann að slík tungumál féllu í fremur grýttan jarðveg, bæði meðal innfæddra og þá ekki síður ferðafé- laganna sem krydduðu nýnorskuna meðaumkunartóni þegar hann tjáði sig. Hann fann til þess að vera tjá- heftur i hinum stóra Noregi og fékk því fljótlega minnimáttarkennd. Hann lét hina um að tala en kinkaði reglulega kolli og sagði „Jo“. Ef honum sýndist umræðuefnið vera sérstaklega gáfulegt lengdi hann í oinu og sagði „Joooo“. Höfuðverkur Þannig leið ferðin. Sjónvarpskon- an, sendiráðsmaðurinn og tökumað- urinn tjáðu sig en blaðamaðurinn kinkaði svo ákaft kolli að á þriðja degi var hann kominn með höfuð- verk. Þar kom að leiðir blaðamannsins og annarra í föruneytinu skildu. Hann var hálft í hvoru feginn þar sem hann veifaði þrenningunni bless á Gardermoen. Hann vildi þó sem minnst láta bera á kæti sinni þar sem hann stóð einn í ris'astórri flugstöðinni og málvitringarnir gengu ákveðnum skrefum að ranan- um sem lá út í þotu Flugleiða. Þar sem sjónvarpsstjarnan leit um öxl brá hann hendinni snöggt upp að augnahvarmi sínum og lét sem hann þerraði tár. Þegar ferða- fólkið var horfið „Det er bra, “ hugsaði hann með sér og andlit hans Ijómaði þegar hann uppgötvaði að hann var ekki einungis altalandi á norska tungu heldur hugsaði hann einnig á þessu tungumáli frænd- þjóðarinnar. hans. íslendingurinn norskumæl- andi hló enn i ofsakæti sinni yfir því að vera ekki mállaus en öryggis- vörðurinn varð eins og Clint Eastwood í framan. Hann kipraði augun og vinstri höndin var tilbúin við byssuskeftið - hálfopin. Skyndi- lega uppgötvaði blaðamaðurinn að ekki var allt með felldu og ógn kynni að steðja að honum ef forviða og hræddur öryggisvörðurinn missti stjórn á sér og hann sagði „hadet" svo sem hann hafði heyrt sjónvarpskonuna segja að skilnaði. Svó hraðaði hann sér á brott. Skap hans var með besta móti og hann sagðis ýmist jo eða bra við þá sem hann náði augnsambandi við á leiðinni um borð i norsku þotuna sem flytja átti um borð í vélina og miðjusætið óskipað brostu þeir hvor til annars og sögðu sitt braið hvor. Þeir tóku tal saman og ræddu fram og til baka þau mál sem voru efst á baugi í norsku samfélagi. Blaðamaðurinn velti fyrir sér hvað sætisfélaginn starfaði en þar sem kunningsskapurinn var aðeins á frumstigi ákvað hann að bíða með spurninguna en ályktaði sem svo að hann væri rithöfundur eða bóndi. Kannski var hann hvort tveggja og átti smábýli utan við Bergen. Vélin var komin á loft og félagarnir búnir að greina innflytjendavandann í Noregi, auk þess að ræða af innsæi ástæðu þess að íslendingar flykkt- ust til búsetu í Noregi. Lærer og journalist Á þessu stigi samtalsins ákvað blaðamaðurinn að tímabært væri að spyrja hinn hvað hann starfaði. Þar sem hugmyndinni sleppti rann spurningin viðstöðulaust upp úr honum á syngjandi Bergenarmál- lýsku. Hinn svaraði að bragði að hann starfaði sem kennari. Blaðamaðurinn brosti skilnings- ríkur, minnugur þess að kennarar á íslandi höfðu um árabil lýst bág- um kjörum sínum og stóðu einmitt þessa dagana í harðvítugu verkfalli. „Jeg er journalist," sagði hann, ánægður með að fara aldrei í verk- fall. Svo spurði hann hinn hvort kjör kennara væru ekki þolanleg. Hann hafði nefnilega heyrt því fleygt að norskir kennarar hefðu tvöföld laun á við íslenska. Svarið kom strax: „Nei“, og hinn ís- . • 'j ■' Ö •»■•"■ ____1' .v. norskt þjóðfélag frá sem flestum hliðum með því að ræða við fulltrúa hinna ýmsu stofnana. Sjónvarps- konan tjáði sig óspart á bergensku eftir að hafa átt heima þar um ára- bil. Þá var tökumaðurinn ekki síður gjarn á að tjá sig á norsku eftir að hafa búið þarlendis um nokkurra mánaða skeið. Norski sendiráðs- maðurinn úr Reykjavík var ekki síður málglaður á nórska tungu, enda fékk hann aðeins notið þess að tala móðurmál sitt að staðaldri á slíkum ferðalögum. Blaðamaðurinn átti framan af innskot á gagnfræða- bærðust i brjósti hans blendnar til- fmningar trega og ánægju með að eiga allt undir sjálfum sér og hann tók stefnuna á þann hluta flugstöðv- arinnar sem hýsti innanlandsflugið. Hann var einn innan um fjöldann allan af Norðmönnum. í huganum fór hann yfir dönsk- una og ákvað að láta reyna á málið. Hann vék sér að pelsklæddri veru sem kom svífandi út úr snyrtivöru- verslun. „Snakker du dansk?“ spurði hann um leið og hann freist- aði þess að ná augnsambandi við hana. Konan lét sem hún sæi hann ekki en hvæsti um leið og hún gekk fram hjá: „Ek er norsk.“ Jo og bra Þá gaf hann sig á tal við öryggis- vörð og uppgötvaði að hann gat tjáð sig hindrunarlaust á norskri tungu. Hann skipti hiklaust á milli Bergen- armállýsku og grjótharðrar norð- urnorsku. Og ekki stóð á nýnorsk- unni. Hann byrjaði að skellihlæja framan í öryggisvörðinn sem horfði á hann í forundran og með vísi- fingri vinstri handar opnaði hann byssuhylkið sem hvíldi við mjöðm hann til Bergen. Hann bar höfuðið hátt og hugleiddi þá stökkbreytingu sem orðið hafði síðan hann var háð- ur þremur túlkum sem töluðu þrjár mállýskur. Hann svipaðist um aftur eftir vélinni. Hann var einn innan um fólk sem talaði tungum. „Det er bra,“ hugsaði hann með sér og and- lit hans ljómaði þegar hann upp- götvaði að hann var ekki einungis altalandi á norska tungu heldur hugsaði hann einnig á þessu tungu- máli frændþjóðarinnar. Eitt andar- tak hugleiddi hann hvort hugsunin væri á Bergenarmállýsku eða nýnorsku. Niðurstaðan varð sú að hugur hans ynni á fljótandi nýnorsku. Yfirvegaður flautaði hann lagstúf og valdi sæti við hlið góðlegs mið- aldrá manns sem hann taldi víst að væri frá Bergen. Þegar hann hafði fest sætisólarnar svo sem fyrirskip- að var á skilti í loftinu hallaði hann sér makindalega aftur á bak í sæt- inu og leit siðan á ferðafélagann og sagði „Det er bra“. Hinn svaraði að bragði: „Jo, det er bra.“ Báðum til léttis settist enginn i sætið milli þeirra og þar sem allir voru komnir lenski norskumælandi blaðamaður skynjaði hörku í málrómnum sem gat gefið til kynna að félaginn hefði snögglega skipt yfir í norðurnorsku. En það var eitthvað meira að baki hinu harða neii. Kennarinn tók til máls og sagði kjör sin og kolleganna vera svo bág að þeir væru komnir í verkfall. „Nu,“ sagði blaðamaðurinn og lýsti því að hann hefði ekkert heyrt af verkfalli kennara í Noregi. Þetta hlyti að vera allsherjarverkfall á Norðurlöndum þvi kennarar á Is- landi væru líka í verkfalli. „Jeg er Islænding," sagði kennarinn þá og leit út fyrir að vera hálfhissa á þvi hve kunnugur blaðamaðurinn væri verkfailsmálum sínum og annarra kennara á íslandi. „Det er bra, jeg er ogsá Islænding," sagði blaðamað- urinn. Hann var svo undrandi að hann var ekki hættur að hugsa á norsku þegar hann gaf yfirlýsing- una um þjóðerni sitt. „Við erum báðir íslendingar," sögðu þeir í einum kór. Það sem eftir var ferðarinnar yfir Noreg þveran töluðu þeir um bág kjör kennara - á íslensku. Skoðanir annarra Afleitar kringumstæður „I raun var (loftslags)ráðstefnan í Haag haldin við einhverjar verstu pólitísku kringumstæður sem hægt var að ímynda sér. Valdatómið í Washington og hugsanleg valdataka Bush yngri, sem eins og varafor- setaefni sitt er hallur undir hags- muni olíuframleiðenda, urðu ekki til að auðvelda bandarísku sendi- nefndinni að sýna sveigjanleika. Og fulltrúar tveggja stærstu efnahags- kerfanna í Evrópu, Trittin og Voy- net (umhverfisráðherrar Þýska- lands og Frakklands), voru beinir fulltrúar flokka umhverfissinna sem eru, eðli sínu samkvæmt, and- vígir málamiðlun. Allar samninga- viðræður fela i sér hálfkáksaðgerð- ir. Að þessu sinni var bilið of breitt til að þær næðu fram.“ Úr forystugrein Libération 27. nóvember. Erfið kerfisbreyting „Slobodan Milosevic var um liðna helgi endur- kjörinn formaður sósíalistaflokks síns, SPS, á flokks- þingi sem hann stjórnaði frá upp- hafi til enda. Sjálfs- gagnrýni og greiningu á skýrum ósigri í kosningunum var sópað undir teppið. Kona hans, Mira Markovic, óvinsælasta manneskja landsins, hefur skotið upp kollinum sem þingmaður á júgóslavneska þinginu. Hún vann það sæti í kosn- ingunum. Þetta eru aðeins tvö teikn um að kerfisbreytingarnar í Júgóslavíu séu langt og erfítt ferli. Það er ekki fyrr en eftir kosningarn- ar til serbneska þingsins 23. desem- ber að útlit er fyrir eiginlegar um- bætur og réttarhöld yfir Milosevic og klíku hans fyrir svindl, pólitísk morð og stríðsglæpi.“ Úr forystugrein Politiken 30. nóvember. Heiðursmorð „í júní í fyrra var 19 ára kúrdísk stúlka myrt í írak. Það var svokall- að heiðursmorð. Fjölskyldu kon- unnar þótti hún hafa lifað of frjálsu lífi og valdið ættinni skömm. Hún var flutt frá Svíþjóð til íraks og myrt. Tveir menn hafa verið ákærð- ir fyrir morðið. Réttarhöldin verða líklega haldin i Svíþjóð. Það er áfangi fyrir þær stúlkur og konur sem þvert á vilja fjölskyldna sinna neita að viðurkenna undirokun kvenna. Ofbeldi gegn konum er auð- vitað óásættanlegt hvar sem það kemur er framið. Morð á konu í írak er jafn alvarlegt og morð á konu í Svíþjóð. En við megum aldrei láta hjá líða að skoða samfé- lagsmynstrið sem leiðir til ofbeldis og morða á konum. Það er engin ástæða til að fullyrða að menningar- heimur múslíma sé fjandsamlegur konum en þeir sem fullyrða að heið- ursmorðin eigi sér ekki rætur í ákveðinni menningu horfa fram hjá samfélagsmynstrinu á bak við morðin. Þannig verður ofbeldið gegn konunni mál fórnarlambsins og gerandans. Kúgunarmynstur, sem sópað er yfir, verður eilíft.“ Úr forystugrein Aftonbladet 28. nóvember. Mútur fordæmdar „Fyrirtæki á Vesturlöndum nota 2,2 prósent tekna sinna í fyrrver- andi Austur-Evrópulöndum i mút- ur. Þetta hefur Alþjóðabankinn reiknað út eftir viðtöl við fjölda stjórnendur fyrirtækja. íþróunar- löndunum er ástandið svipað. Alls er um að ræða gífurlegar upphæðir. Samt sem áður hefur afstaðan til spillingar breyst mikiö undanfarin ár. Áður þóttu mútugreiðslur í þró- unarlöndunum og Austur-Evrópu leiðinlegar staðreyndir. Ekki er langt síðan norsk fyrirtæki hættu að fá skattaafslátt vegna nauðsyn- legra mútugreiðslna í slíkum lönd- um. Nú er spilling á öllum sviðum fordæmd og fátæk lönd eru ekki undanskilin. Þvert á móti. Rann- sóknir hafa sýnt að spilling gerir þau enn fátækari.“ Úr forystugrein Aftenposten 30. nóvember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.