Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 13
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Fréttir 13 I>v Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar: Landsbyggðin þarf allt annað en skattahækkun - segir Reinhard Reynisson bæjarstjóri DV, AKUREVRI: „Eins og fyrir liggur í því frumvarpi að fjárhags- áætlun næsta árs sem hér er lagt fram er ljóst að Húsavíkurkaupstaður, eins og flest sveitarfélög landsins, og þá einkum sveitarfélögin á lands- byggðinni, á þann kost ein- an að fullnýta allar þær viðbótarheimildir sem veittar verða til hækkunar útsvars. Búseta á lands- byggðinni þarf hins vegar á allt öðrum aðgerðum að halda en skattahækkunum á tekjur launafólks. Nær væri að löggjafinn tæki á þeirri mis- munun sem íbúar landsbyggðarinn- ar búa við á ýmsum sviðum vegna áhrifa skattlagningar rikis- valdsins, sem í mörgum tilfellum leggst þyngra á þá en hina sem búa á höfuðborgarsvæðinu" sagði Reinhard Reynis- son, bæjarstjóri á Húsa- vík, í greinargerð sinni þegar fjárhagsáætlun Húsavikurbæjar var tek- in til fyrri umræðu. Heildartekjur bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 793,5 millj- ónir króna en heildar- rekstrargjöld 752,8 millj- ónir. Til verklegra framkvæmda og íjárfestinga hjá bæjarsjóði og bæjar- Reinhard Reynisson Allan þennan áratug hafa sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að búa við hallarekstur. fyrirtækjum er áætlað að verja 685,5 milljónum. Heildarlántökur eru áætlaðarll87,8 milljónir og heildar- afhorganir lána 123,2 milljónir, þannig að nettólántaka bæjarsjóðs og fyrirtækja hans á árinu er 64,6 milljónir samkvæmt áætluninni. Langtímaskuldir eru áætlaðar 1,720 milljarður i árslok 2001, þar af 858 milljónir vegna orkuveitu. Til við- bótar er gert ráð fyrir að lífeyris- skuldbindingar nemi 625 milljónum. Reinhard Reynisson bæjarstjóri sagði að fjárhagsáætlunin beri um margt merki þeirra aðstæðna sem sveitarfélögin í landinu, og þá sér- staklega sveitarfélögin á lands- byggðinni, búa við. Allan þennan áratug hafi þau þurft að búa við við- varandi hallarekstur. -gk DV-MYND INGÓ Góðir félagar Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson viröist kunna bærilega viö sig í hópi ungra framsóknarmanna. Sameining Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks: Olíklegt en skynsamlegt - segir Hannes Hómsteinn Gissurarson sem ræðir málið á fundi SUF í kvöld „Það eru svo miklir sameiningar- tímar,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem ræddi sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks á opnum fundi SUF í fyrra- kvöld. Samband ungra framsóknar- manna stóð fyrir opnu húsi í húsa- kynnum Framsóknarflokksins. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands, var gestur kvöldsins. Yfirskrift fundar- ins er: Ætti að sameina Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokkinn? „Rétt er að taka fram að hvorug- um formanninum líst vel á þessa hugmynd. Ég hef nú sett hana fram áður og er þeirrar skoðunar að hér ætti að vera stór og öflugur flokkur sem tryggði festu í stjórnarfarið. Hann væri sambærilegur við Kristi- lega flokkinn í Bæjaralandi sem er með 60% fylgi og stjórnar þar af miklum skörungsskap. Slíkur borg- aralegur, frjálslyndur flokkur sem um leið virðir gömul verðmæti og heilbrigða íhaldssemi er að mínum dómi mjög æskilegur," sagði Hann- es Hólmsteinn í samtali við DV. - Sérðu fyrir þér að hægt sé að samræma sjónarmið þessara flokka? „Ég held að það sem greinir Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn að sé ekkert meira en greindi að þá flokka sem sameinuð- ust í Samfylkingunni. Auðvitað er þar ágreiningur og menn með ólík- ar skoðanir, en það er ekkert meira bil á milli þessara flokka en t.d. hægri arms Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans sem sameinuðust í Samfylking- unni.“ - Áttu von á að þetta verði að veruleika? „Ég tel það fremur ólíklegt, en ég held að það sé skynsamlegt. Þá yrði hér festa f stjórnarfari, líkt og í Svisslandi og Bæjaralandi. Þannig að þrætupokamenn eins og Össur Skarphéðinsson gætu farið að sinna einhverjum arðbærari störfum," segir Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sem einnig ræddi á fundinum í gamansömum tón um Jón Þorláks- son og Jónas frá Hriflu sem hann segir guðfeður islenska flokkakerf- isins. -HKr. Fréttaritari DV í Húnaþingi á bandarískum kjörstað í gær: Lítill almennur áhugi DV. CHICAGO:________________________ Það var fróðlegt fyrir húnvetnsk- an bónda að koma á kjörstað í út- hverfi Chicago í Bandaríkjunum í gær og fylgjast með kosningunum. Þar virtust allir þekkja alla eins og væri á íslandi enda voru aðeins 490 manns í kjördeildinni. Það sem kom þó mikið á óvart var að í kjördeild- inni var reiknað með metkosninga- þátttöku eða um 90%. Kjörgögn voru allt öðruvísi en á íslandi. Kjörseðillinn var ekki stór og kosið var með því að stinga með prjóni í gegnum hann í afmarkaða reiti. Alls gat hver kjósandi í þess- ari kjördeild kosið um 18 mismun- andi atriði, allt frá því að kjósa for- seta Bandaríkjanna í það að segja álit sitt á því sem við myndum telja fremur ómerkilega hluti. Til þess að auðvelda kosninguna var kjörseðillinn settur í möppu og með því að fletta henni var auðvelt að stinga prjóninum á réttan stað í hverri kosningu. Að kosningu lok- inni voru kjörseðlar settir í tölvu sem taldi hvernig atkvæði féllu í hverri kosningu á mjög skammri stundu. Áhugi á kosningunum virðist þó fremur lítill og ekki mikið um þær talað manna á milli. Fréttir eru þó uppfullar af þessu en áhugi almenn- ings ekki eins og á íslandi. -MÓ Malarhöfða 2, 110 Reykjavík Sími: 567-2000 - Fax: 567-2066 bilfang@bilfang.is www.bilfang.is BMW 750 IA (upptekin vél), árg. 1992, ek. 170 þ. km, ssk., grár. Verð 1450 þús., staðgr. 880 þús. Range Rover, árg. 1992-4, 5 gíra, ek. 118 þ. km, blár. Verð 1250 þús., staðgr. 900 þús. Volvo 850 GLT station, árg. 1996, ek. 65 þ., 5 gíra, grænn. Verð 1600 þús., staðgr. 1300 þús. VW Vento, árg. 1995, ek. 102 þ. km, 5 gíra, blár. Verð 760 þús., staðgr. 600 þús. M. Benz 280 E, árg. 1993, ek. 140 þ. km, ssk. Verð 1650 þús., staðgr. 1250 þús. Opel Senator, 3,0 I, V6, árg. 1992, ek. 130 þ. km, ssk., vínrauður. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. Opel Calibra 2,0 i, 16 v., árg. 1992, ek. 137 þ.. 5 gíra, svartur. Verð 780 þús., staðgr. 480 þús. Ford Bronco II, árg. 1988, ek. 115 þ. km, 5 gíra, brúnn.Driflæsingar, lækkuð hlutföll, Verð 450 þús., staðgr. 330 þús. Peugeot 605 SRI, 2,0 I, árg. 1991, ek 232 þ. km, ssk., drapplitur. Verð 450 þús., staðgr. 250 þús. Daihatsu Grand Move, 1,5 I, árg. 1998, ek. 40 þ. km, 5 gíra, grænn. Verð 850 þús., staðgr. 720 þús. Grand Cherokee LTD, 5,2 I, ssk., árg. 1996, ek. 80 þ. km, reyklitur. Verð 2500 þús., staðgr. 1950 þús. BMW 735 IA (ný sjálfsk.), árg. 1990, ek. 230 þ. km, ssk., svartur. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. _ I 1EUROCARD V/SA I | MasterCarú Raðgreiðslur Skuldabréf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.