Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Page 14
14
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Frettir
Gjaldþrot NASCO ehf.:
Enn eitt stjörnuhrapið
- skaust upp á himininn á miklum hraöa en fataðist flugið og brotlenti
DV-MYND HKR
Samviskusamt starfsfólk rækjuvinnslu NASCO í Bolungarvík
Starfsfólk, bæjaryfirvöld og íbúar vestra bíöa nú á milli vonar og ótta um þaö hvort nýjir eigendur komi fótum undir verksmiöjuna á nýjan leik.
Fyrirtækið NASCO ehf., sem
nú hefur verið lýst gjaldþrota,
var stofað í október 1996 eftir að
fyrirtæki með sama nafni komst í
þrot.
Egill Guðni Jónsson var skráð-
ur stjórnarformaður hins nýja
NASCO-fyrirtækis sem í upphafi
var sölufyrirtæki á sjávarafurð-
um. NASCO keypti sig inn í
rekstur Rækjuvinnslunnar Bakka
hf. í Bolungarvík er keyptur var
60% hlutur í fyrirtækinu af Þor-
birni hf. i Grindavík. Þá var
NASCO komið með umtalsverð
veiðileyfi á Flæmingjagrunni og-
fékk Bakki iðnaðarrækju þaðan.
Var þvi kominn góður skriður á
fyrirtækið sem nú var að komast
i hóp sannkallaðra „spútnik“-fyr-
irtækja hérlendis. Ýmsir sáu í
Agli álíka galdramann í fyrir-
tækjarekstri og Katli Helgasyni,
herforingja Rauða hersins svo-
kallaða á Vestfjörðum. Ekki var
dans Ketils þó á eintómum rósum
og reyndist veldi hann vera
glæsileg spilaborg um frystihúsa-
rekstur sem hrundi síðan með
látum. Sá munur er þó á brotlend-
ingu fyrirtækis Egils að þar voru
komnir til meirihlutavalda þekkt-
ir og öflugir fjárfestar þegar
ósköpin dundu yfir. Katli tókst
hins vegar að spila í bönkum og
fjármálastofnunum út á innan-
tóm orð um stór-fjárfesta frá New
York.
Hörður Kristjánsson
blaðamaður
Eignast meirihluta í
rækjuverksmiðju
í júní 1999 tóku forsvarsmenn
NASCO ehf. enn upp veskið og
keyptu 39,76% hlutafjár í Bakka
hf. í Bolungarvík af Þorbirni hf.
Með þessum kaupum átti NASCO
ehf. 100% hlut í Bakka hf. Var þá
unnið að stækkun á verksmiðj-
unni úr 3 pillunarvélum í 6. Gert
var ráð fyrir að auka vikuleg af-
köst 220 tonn. Skipt var um nafn
á fyrirtækinu og hét verksmiðjan
nú NASCO Bolungarvík hf., þar
sem Egill var skráður stjórnarfor-
maður.
Fjögurra milljaröa velta
Velta NASCO ehf. árið 1999 var
um fjórir milljarðar króna en
helsta starfsemi NASCO var út-
gerð og þjónusta við 12-15 rækju-
veiðitogara á Flæmingjagrunni
og í Barentshafi, rekstur rækju-
verksmiðju Bakka hf. í Bolungar-
vík, rekstur söludeildar sjávaraf-
urða, rekstur umboðsskrífstofu í
Kanada, Englandi og Danmörku
og eignarhald dóttur- og hlut-
deildarfélaga í Eistlandi, Litháen
og Rússlandi sem höfðu yfir
veiðiheimildum að ráða í viðkom-
andi löndum.
Alvörufjárfestar
íslenskur viðskiptaheimur virt-
ist á þessum tíma ekki i nokkrum
vafa um ágæti NASCO sem kom-
ið var á fljúgandi ferð. Á fyrsta
mánuði ársins 2000 var gengið frá
kaupum Skagstrendings hf. og
Burðaráss hf. á nær 25% hlut í
NASCO ehf. Jafnframt var samið
um kauprétt á 26% til viðbótar
síðar á árinu, eða samtals 51%.
Hlutur Skagstrendings í kaupun-
um var þá um 15% og Burðaráss
um 10%. „Með kaupunum er
stefnt að því að efla samstarfið
enn frekar," sagði þá í tilkynn-
ingu frá Burðarási og Skagstrend-
ingi.
Mikil kvótayfirráð á
Flæmska hattinum
NASCO réð þegar hér var kom-
ið sögu yfir stórum hluta þess
kvóta sem gefinn er út á Flæm-
ingjagrunni eða svokölluðum
Flæmska hatti við Kanada. Fyrir-
tækið kom að útgerð hátt í 20 tog-
ara og sá um rekstur þeirra án
þess að eiga þó beinlínis öll skip-
in.
í maí á þessu ári var greint frá
því að NASCO gerði út á annan
tug skipa frá Kanada og hafði þá
náð yfirráðum yfir stærstum
hluta rækjukvótans þar. NASCO
rak þá einnig útgerðarfélög í Lett-
landi, Litháen, Eistlandi og Rúss-
landi auk rækjuverksmiðju í
Kanada. I þessum sama mánuði
jók Skagstrendingur enn hlut
sinn í NASCO var þá kominn
með 37% hlut i fyrirtækinu og
orðinn stærstur eigenda. Saman
voru Skagstrendingur og Burða-
rás þá komnir með meirihluta í
fyrirtækinu, en i janúar keypti
Burðarás hf. 24,4% hlut i NASCO.
Þá var samið um kauprétt á 26%
til viðbótar sem nýju eigendurnir
nýttu sér ásamt kaupum á 10%
hlut fyrri eigenda.
Fljótt skipast veður
Þar sem NASCO stundaði út-
gerð fjölda skipa hafði ört hækk-
andi eldsneytisverð mikil áhrif á
reksturinn. Á haustdögum var
ljóst að dæmið var hreint ekki
eins glæsilegt og menn ætluðu og
virkilega farið að hrikta í undir-
stöðum.
f nóvember var svo komið að
félagið gat ekki staðið í skilum
við skuldheimtumenn sína.
Stjórn NASCO ehf. ákvað því að
óska eftir gjaldþrotaskiptum á
búi félagsins. Ástæður þessa voru
sagðar þær helstar að mikið tap
hefur verið á rekstri félagsins
undanfarin misseri, sem skýrist
aðallega af silækkandi afurða-
verði og hækkun á útgerðar-
kostnaði.
Fram kom í tilkynningu frá fé-
laginu að í upphafi árs var rækju-
verð mjög lágt og talið að það
hefði náð lágmarki. Á árinu hefði
afurðaverðið lækkað enn frekar,
auk þess sem stærðarsamsetning
aflans hefði verið óhagstæö. Út-
gerðarkostnaður hækkaði veru-
lega á árinu og vó tvöföldun olíu-
verðs þar þyngst.
Meginstarfsemi félagsins á ís-
landi var rekstur rækjuvinnslu í
Bolungarvík sem til stóð að selja
nýjum eigendum í vikunni, AG-
fjárfestingu ehf., en þar eru Agn-
ar Ebenesersson, framkvæmda-
stjóri verksmiðjunnar í Bolungar-
vik, og Guðmundur Kr. Eydal,
sölustjóri NASCO.
Nær 400 milljónir í
vaskinn
Bókfært verð eignarhluta Skag-
strendings hf. í NASCO ehf. var
236 milljónir króna. í árshluta-
uppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex
mánuði ársins voru 100 milljónir
króna gjaldfærðar vegna eignar-
hlutans. Burðarás fjárfesti fyrr á
þessu ári í hlutabréfum NASCO
fyrir að andvirði 157,6 milljónir,
sem er 24,4% eignarhlutur. Lík-
lega er þetta allt tapað fé.
Kaupin í biðstöðu
Ráðgert var að kaupin á rækju-
verksmiðjunni yrðu gengin í gegn í
gær. Stærstu kröfuhafarnir,
Byggðastofnun og Sparisjóður Bol-
ungarvíkur, munu hins vegar ekki
hafa verið tilbúnir að bakka upp
kaup AG-fjárfestingar á fyrirtækinu
að svo stöddu. Að sögn Guðmundur
Kr. Eydal er þetta stærra mál en svo
að það verði hrist fram úr erminni
með svo skömmum fyrirvara. Hann
segist ekki líta svo á að búið sé að
loka á þá dyrum og frekari fregna sé
því að vænta eftir helgina.
Verksmiðjan er með trygga sölu-
samninga og trúlega mun það skipta
sköpum fyrir atvinnulifið í Bolung-
arvik að þessi rekstur haldi áfram,
en um 60-70 manns hafa starfað hjá
fyrirtækinu.
Athygli hefur vakið að rækju-
verksmiðja NASCO í Bolungarvík
keypti sáralítið af sínu hráefni frá
skipum NASCO. Samkvæmt heim-
ildum DV var m.a. kennt um óvönd-
uðum vinnubrögðum i meðhöndlun
rækjunnar um borð í sumum skipa
fyrirtækisins. NASCO-menn sjálfir
treystu sér því ekki til að vinna úr
því hráefni. Velta rækjuverksmiðj-
unnar það sem af er ári er um 1.100
milljónir króna, þrátt fyrir að fram-
leiðsla hafi legið niðri í tvo mánuði
framan af árinu.
Menn hafa velt því fyrir sér hvort
hrun NASCO hafi áhrif á viðskipti
með hlutabréf í íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Enn sem komið er
virðist slíkt ekki vera raunin en
þess ber þó að geta að markaðurinn
hefur verið í lægð og vart er að bú-
ast við niðurstöðu fyrr en hann fer
að taka við sér aftur. Kunnugir telja
að vissulega skipti þetta máli fyrir
eigendur en hjá fyrirtæki eins og
Burðarási sé þetta aðeins eitt egg í
körfu fyrirtækis sem sé með eignar-
hald á fjölda annarra fyrirtækja í ís-
lenskum sjávarútvegi. Grein sem
stórt spumingarmerki er þó sett við
af fjárfestum um þessar mundir.
Volvo S40 T-4
skr. '98,ekinn 58 þús. km, leöur,
r.aKstur
lúga, álfelgur,
allt raídr.
sturstölva,
og m. fl.
Sjón er
sögu ríkari.
Verð kr. 2.390.000,-
áhvílandi kr. 1.200.000,-
EVRÓPA
BILASALA
tákn um traust
Faxafen 8 / Sfmi 581 1560 / Fax 581 1566
www.evropa.is
Opib alla
helgina.