Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Roland Dunzendorfer var fararstjóri í rútuleiðangrinum sem lenti í Jökulsá á Fjöllum: - hefðbundin för erlendra ferðamanna var vörðuð hryllingi í nýjustu Útkallsbók Óttars Sveinssonar, Útkall upp á líf og dauða, er fjallað um viðburðaríka för erlendra ferðamanna um há- lendi Islands. Ferðamennimir lentu í lífshættu þegar rúta þeirra barst út í Jökulsá á Fjöllum og sið- an um langan veg með straumi. Roland Dunzendorfer er austur- rískur fararstjóri sem hefur nokkra reynslu af ferðalögum um Island. Ferðin viðburðaríka sem farin var síðasta sumar átti að vera síðasta ferð hans um ísland. Venjuleg ferð - til að byrja með Roland segir að ferðin hafi í upphafi ekki verið frábrugðin öðr- um ferðalögum hans um ísland. „Veðrið var vont sem er ekki óvenjulegt. Hópurinn sem ég var með var um margt sérstakur; fólk- ið tók til dæmis mikið af myndum. Fyrri hluta ferðarinnar, allt þar til við komum að Mývatni, gekk allt eins og í sögu. Þegar þangað var komið barst okkur fregn um að veður og færð á hálendinu væri að versna. Við ákváðum samt að fara daginn eftir því aðstæður eru oft fljótar að breytast á íslandi." Tignarlegar ishallir Tignarleg fegurð Jökulsárlóns. Synt um í rútunni Ástandið var slæmt daginn eftir. Bíllinn var hins vegar góður svo þau héldu áfram og gekk fórin ágætlega þar til kom að Jökulsá. „Þegar kom að ánni gerðist allt mjög hratt,“ segir Roland. „Fólkið varð skelfmgu lostið. Ég reyndi að róa það en ástandið var slæmt; vatn flæddi inn í rútuna og við þurftum að synda inni í rútunni. Eftir nokkra erfiðismuni tókst að opna dyrnar og við komumst að lokum öll upp á þak rútunnar." Fyrsta fólkið sem kom að slys- inu voru landverðirnir Kári og El- ísabet. „Þau komu út að rútunni á bát. Hann var lítill og gat fáu bjargað en Kári og Elísabet héldu voninni lifandi, létu okkur syngja og halda á okkur hita. Biðin eftir björgunarfólkinu var löng. Rútan sökk æ dýpra og flöt- urinn sem við höfðum á þakinu minnkaði stöðugt. Eftir þrjá tíma komu björgunar- menn á bátum og okkur var borg- ið.“ Mínútum fyrir slysib Þessi mynd er tekin af rútunni í Lindahrauni stuttu áður en slysið verður. Dauöinn við Dettifoss Ferðalangarnir voru strax færð- ir til Húsavíkur þar sem þeir fengu læknisskoðun og aðra að- hlynningu. „Húsvíkingar voru einstaklega gestrisnir. Þeir tóku vel á móti okkur og gáfu okkur að borða - það var allt fullkomið." Roland segir að góðar móttökur Húsvíkinga hafi vegið þungt þegar ákveðið var að halda áfram ferð- inni eftir nokkrar rökræður. Strax næsta dag lögðu þau af stað og komu fljótlega að Detti- fossi. Þegar þau stönsuðu á plan- inu kom maður hlaupandi til þeirra og sagði við Roland: „Kona datt. Getið þið hjálpað okkur.“ „Ég hélt fyrst að konan hefði bara dottið og meitt sig en fljótlega kom maðurinn mér í skilning um að konan hefði dottið 43 metra nið- ur í gljúfrin við kraftmesta foss Evrópu. Hún var látin þegar kom- ið var að henni." Á sökkvandi rútu Hnípnir bíða ferðalangarnir björgunar. Rútan sekkur stöðugt dýpra í belj- andi árflauminn. Rútan hverfur í fljótið Öllum hefur verið bjargað í land. Örfáum mínútum síðar hvarf rútan í beljandi stórfljótið. Eins og dauöinn elti „Fólkið varð aftur mjög sorg- mætt við þennan atburð," segir Roland. Aftur byrjaði umræða um það hvort ætti að halda förinni áfram eða ekki. Ákveðið var að halda áfram. „Næsta dag vorum við stödd á Egilsstöðum. Það var laugardagur og ég gekk inn i kirkjuna á staðn- Dauöinn við Dettifoss Þegar hópurinn kom að Dettifossi var tekið á móti þeim með þeim fregnum að kona hefði fallið 43 metra ofan í gljúfrin og látist samstundis. um. Þegar ég var kominn vel inn í kirkjuna sá ég líkkistu. Ég varð miður mín. Ég hafði ekki tekið eft- ir fánum í hálfa stöng sem voru um bæinn. Ég lét hina vita svo þeir færu ekki að æða inn í kirkj- una. Okkur fannst þetta mjög óþægilegt. Það var eins og dauðinn elti okkur.“ Góður endir á erfiöri ferö Sólin skín þegar hópurinn heimsækir Lakagíga, sögusvið mestu náttúruham- fara íslandssögunnar. Kemur aftur Roland var fyrir ferðina til ís- lands búinn að ákveða að þetta yrði síðasta ferðin. „Ég get ekki látið þessa ferð verða þá síðustu. Ég ætla að koma aftur. Ferli mínum sem fararstjóra á íslandi verður að ljúka öðru- vísi.“ -sm Dverghamrar Hópurinn í góðu veðri við Dverghamra á Síðu við upphaf ferðar. Allt með kyrrum kjörum Hópurinn er staddur í Námaskarði á leiðinni inn í Herðubreiðarlindir. Tvö slys og ein líkkista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.