Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V ■ Hundurinn Týra er frá náttúrunnar hendi í nýjustu tísku: Ben Affleck: Mamma og dólgurinn Ben Afíleck á llka mömmu. Og það er engin smámamma því hún náði að að færa Puff Daddy aðeins nær jörðinni. Þannig er mál með vexti að Ben bauð móður sinni, sem er kenn- ari, í þrítugsafmæli vinar síns, Matts Damon. Þar var í góðu stuði Puff Daddy og spúsa hans, Jennifer Lopez. Ben datt í hug að mynd af móður hans og Puffy myndi gera það að verkum að allur skólinn myndi líta upp til hennar í eilífri lotningu. Þvi kynnti hann mömmu fyrir rapp- aranum. Hann var mjög almennilegur við mömmu og var dálítið vígalegur með stóran kross um hálsinn og allur í sínu fínasta pússi. Mamma spyr hvort hann sé Puffy og svarar hann því játandi. Puffy var klæddur í víga- legan bol og var eitthvað skrifað á hann. Spyr þá mamma hvað standi þar fær þá Puffy þrúgandi augnaráð frá ektakvinnu sinni sem var þýtt á þann hátt að hann hefði ekki átt að vera í þessum árans bol. Puffy svar- ar spurningu mömmu: það þýðir dólgur. Mamma segir: Dólgur, það er sætt. Ert þú dólgur? Mig hefur alltaf langað til að hitta einn slíkan. Nú á hún myndir af sér og Puffy og ræður skólanum. Þyrfti ekki að kynna íslenska kennara fyrir ein- hverri stjömu og athuga hvort það hefði áhrif á samninganefnd ríkis- ins? - einstaklega vel sköpuð og skemmtileg, segir Reinhardt, eigandi hennar Fuglar og menn inga. Þegar á þetta var bent í nokkrum greinum í Morgunblaðinu af fólki sem býr við Amarnesvog var aldeilis komiö nýtt hljóð í strokkinn hjá hinum skammvinna fúglavemd- ara. Þá brást Björn afar illa við í grein sem hann kallaði „Pödduvemd- arar unnu rolludýrkendur". í þeirri grein fer hann vítt um völl og lætur meðal annars að því liggja að annar- leg sjónarmið liggi að baki blaða- skrifum íbúanna, sem ber þá væntan- lega að skilja svo að sjálfur láti hann eingöngu stjómast af frómri löngun til að fegra og prýða umhverfíð. í greininni rekur hann og sögu um- hverfísvemdarhreyfinga og er á hon- um að skilja að þær hafi farið af stað með góðan og hollan boðskap en séu löngu komnar út í öfgar með mál- flutning sinn. Því til sönnunar nefnir hann járnsmiðstegund sem þurfi að komast leiðar sinnar undir einhverja hraðbraut við landamæri Frakklands uuumuiiuui nuuii itiuiauuii skrifar í Helgarblaö DV. og Þýskalands, og síðar í greininni talar hann um ótrúlegan áhuga „á ormum, gæsum eða öðrum pöddum sem enginn hafði áður áhuga á“ Áhugafólk um að vemda eitt sið- asta griðland fugla hér heitir þannig pödduvemdarar í máli arkitektsins. Margæsirnar sem gleöja mig á vorin úti á Álftanesi og stappa í mig stálinu eru í augum hans pöddur og hann þykist þess umkominn að ákveða að enginn hafi áhuga á þeim. Þessi mað- ur á að fara að móta umhverfl mitt. Nú kann Bjöm Ólafs að hafa dval- ið um langan aldur í París og for- „Áhugafólk um að vemda eitt síðasta griðland fugla hér heitir þannig pödduverndarar í máli arkitektsins. Margœsimar sem gleðja mig á vorin úti á Álfta- nesi og stappa í mig stál- inu eru í augum hans pöddur og hann þykist þess umkominn að ákveða að enginn hafi áhuga á þeim. Þessi mað- ur á að fara að móta um- hverfi mitt.“ Fegurðardrottning Týra er mikið fyrir sjónvarp, og þá aöallega dýralífsmyndir og fótbolta. Ólíkt Snoppu, forvera Týru á heimili Reinhardts, fær Týra ekki að stíga á fjalir Þjóöleikhússins í verki Laxness. dálítil læti í henni. Hún gengur ekki þögul.“ Reinhardt setti Týru í hlýðni- skóla skömmu eftir að hann fékk hana. „Ég dekra hana alltof mikið. Ég eyðilegg alla hunda á dekrinu í mér. En hún er góður vinur minn og er alltaf ofan í mér. Hún er eiginlega miklu frekar eins og bam en hund- ur.“ Sérvitur með sjónvarp Á meðan Reinhardt og konan hans eru i vinnunni hefur Týra heilan bílskúr út af fyrir sig. „Ég hef kveikt ljós fyrir hana og svo spila ég líka tónlist fyrir hana. Þegar hún er í skúrnum er eins og það slokkni á henni. Hún leggst bara niður og sofnar. Þegar við komum heim tekur hún gleði sína á ný og það verða fagnaðarfundir. Týra er alæta á tónlist en aftur á móti hefur hún mjög ákveðinn smekk fyrir sjónvarpsþáttum. Hún vill horfa á dýralífsmyndir og fót- boltaleiki. Það er kannski ekki al- veg óskylt." Fer ekki á svið Týra er fjórði hundur Rein- hardts. Hann ætlar ekki að hleypa Týru á svið Þjóðleikhússins. „Ég vil ekki leggja það á hana. Ég átti einu sinni hund sem hét Snoppa og hún lék einu sinni í Sjálfstæðu fólki eftir nóbelsskáld- ið, undir leikstjóm Baldvins Hall-' dórssonar. Hún var reyndar bara staðgengill og leysti aðra tík af tvær eða þrjár sýningar. Snoppa, var hins vegar í hróplegu ósam- ræmi við hlutverkið. Hún var vel í holdum og alls ekki það rólegheita-f grey sem aðalleiktíkin var. í atrið- inu sem hún átti að liggja kyrr á - dimmu sviðinu og horfa út í myrkvaðan salinn vildi hún alls ekki hlýða skipunum. Þess í stað fór hún fram á sviösbrúnina og starði út í þéttskipaðan salinn, sá fáa en fann fyrir mörgum. Hún rakst því ekki vel í leikhúsi." Byggð á höfuðborgarsvæðinu hef- ur löngum miðast við hagsmuni verktaka sem fjárfest hafa í fimbul- græjum og þurfa með öllum ráðum að koma þeim í not ekki seinna en í gær. Nýjasta dæmið um fram- kvæmdaþörf af þessu tagi eru áform um sjö komma sjö hektara landfyll- ingu í Arnarnesvogi þar sem á að rísa 1250 manna byggð með bryggju, bílaumferð og bátafjöri um helgar. Fyrirtækið Björgun virðist þannig hafa orðið sér úti um svo volduga sanddælu til framkvæmdanna í Graf- arvogi að ráðamenn þar skima nú ör- væntingarfullir um alla voga í leit að verðugum verkefnum. Þessar hug- myndir eru þeim mun einkennilegri fyrir þá sök að leitun mun á sveitar- félagi hér um slóðir sem á kost á öðru eins landrými og Garðabær. Til dæmis er við voginn töluvert land sem sóað er í hundljótt iðnaðarhús- næði að hætti Reykvíkinga sem markvisst drituðu slíkum mann- virkjum niður meðfram sinni strand- lengju. Þar væri tilvalið að reisa íbúðabyggð. Þessi sandæling virðist hins vegar fyrst og fremst til komin vegna knýj- andi þarfar nokkurra manna til að dæla upp sandi. Og slikt athæfi er vanabindandi - byrji þeir á annað borð verða þeir að halda áfram og hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að fylla voginn. *** Arkítektinn, Bjöm Ólafs, hefur far- ið fram með nokkru kappi við að reyna að sannfæra okkur um öllu varði að koma upp bryggjuhverfl í Arnamesvogi. í kynningu á framkvæmdinni var lögð á það rík áhersla að þess yrði gætt að fjörur í voginum yrðu vernd- aðar og þess gætt að fuglalíf raskað- ist sem allra minnst og var haft eftir Bimi í Morgunblaðinu að með fram- kvæmdinni „verði allt þetta svæði enn betur friöað i framtíðinni". Engu var likara en að bryggjan, bílarnir og bátafjöriö um helgar væri allt sett niður beinlínis í þeim tilgangi að friða fuglalífið enn betur en nú er. Hvað sem þeim ásetningi líður virðast framkvæmdaaðilar ekki hafa skeytt um það að gjörvallur Skerja- fjörður er á náttúruminjaskrá, skil- greindur sem alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir fugla, og þar með fer landfylling á þessum stað í bága við alþjóðlegar skuldbindingar íslend- framast margvíslega þar en því verð- ur á hinn bóginn ekki neitað að rök-; þrætulist hans er afar íslensk. Á vog-f inum eiga margæsir viðdvöl á leiö sinni vor og haust og heiðra að auki*. okkur sem búum á Álftanesi með; nærveru sinni - þetta er í hættu. Á| voginum halda til endur af ilestum* tegundum öðrum en brauðöndum - fæðusvæði þeirra er i hættu. Og þegar fólk viðrar eðlilegar áhyggjur af því sem í húfi kann að; vera svarar Bjöm Ólafs með þvætt- ingi um einhvern jámsmið á landa- mærum Frakklands og Þýskalands. *** Menn eða fuglar? spyrja menn og hafa áhyggjur af því að fuglar fái for- gang og virðast halda að íslendingar hafi alla tuttugustu öldina verið á þönum við aö þóknast fuglum. Menn eða fuglar? Fáránleg spurning: fuglar og menn. Það eru forréttindi í heimin- um að skynja í kringum sig lif sem fer fram á öðrum forsendum en mannleg- um og er ómótað af manninum. Sama þótt sá maður heiti Björn Ólafs. Reinhardt Á. Reinhardtsson, sviðsstjóri Stóra sviðsins í Þjóðleikhúsinu, er á fjórða hundi ef svo má segja. Fyrir einu og hálfu ári eignaðist hann Týru, is- lenska tík sem þá var fjögurra mán- aða gömul. „Ég var svo sem ekki að leita mér að hundi en ég gat ekki hafnað henni. Hún er hreinræktuð íslensk tík, með ætthók og allt sem því fylg- ir,“ segir Reinhardt. „Ég hef alltaf verið ofboðslega veikur fyrir ís- lenskum hundum. Þeir eru að mínu mati fallegustu hundar sem hægt er að fá.“ í greindari kantinum Týra er mjög falleg og er þrílit. íslenskir hundar eru ýmist með snöggan feld eða loðinn og er Týra mjög vel hærð á réttum stöðum og með glæsilegan makka. „Að mínu mati er þetta falleg- asta afbrigði íslenska hundsins. Hún er mjög vel byggð og svo ein- staklega vel sköpuð að hún er með náttúrulegan ælæner í kringum augun. Svo myndi ég segja að hún væri í greindari kantinum. Hún á auð- vitað bolta sem hún leikur sér mik- ið að. Týra kastar og sparkar og vill helst að ég sé með henni í fót- bolta allan daginn. Hún gleymir engu. Ef hún miss- ir boltann undir einhver húsgögn eða eitthvað þar sem hún nær ekki til hans þá teymir hún mig þangað næst þegar hún nær í skottið á mér og lætur mig redda sér. Þegar ég kem frá þvi að viðra hana og gleymi að loka dyrunum á veröndinni er hún fljót að láta vitá að ekki sé allt með felldu. Hún vill hafa reglu á hlutunum." Góður vinur íslenskir hundar hafa orð á sér fyrir að vera háværir og tekur Rein- hardt að nokkru leyti undir það. „Þegar hún fer með mér út að skokka eða hjóla þá eru stundum Tík með ælæner
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.