Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
37
Helgarblað
Vetrarmynd úr Camp Knox. Ljósm. óþekktur
aldrahópamir sérstaklega fámennir og
þar bar mest á því að ólíkir aldurshóp-
ar léku sér ætíö saman, jafhvel þótt
einstakir leikir væru allajafna meira
bundnir við annað kynið. Þannig voru
stelpumar t.d. mikið í sippi, parís, snú-
snú, búaleik og drullumalli, þar sem
vom bakaðar drullukökur og skreyttar
með sóleyjum, en strákamir í fótbolta,
stofhuðu meira að segja fótboltafélög,
og fimmauraharki. Víða í braggahverf-
unum sameinuðust þó allir krakkamir í
flestum leikjum enda samstaða þeirra
og samhugur yfirleitt rík. Sveiflur í gos-
drykkjaverði gátu haft áhrif á
fimmauraharkið; t.d. þótti strákunum
slæmt þegar verð á kókflösku fór úr
tveimur krónum í 2,05, það hefði komið
sér mun betur að það færi í 2,10 því
fimmeyringamir vom dýrmætir í hark-
inu!
RHhir og tættir og alblóöugir
Svokallaðir götubardagar vom al-
gengir í Reykjavík á sjötta og sjöunda
áratugnum og vora háðir vítt og breitt
um bæinn. Krakkamir í herskála-
hverfunum fóm ekki varhluta af þeim
frekar en aðrir. Böm og ung-
lingar í mörgum bragga-
hverfum öttu kappi við jafn-
aldra í næstu götum eða
íbúðahverfum. Harðastir
virtust þó þeir sem bjuggu í
Camp Knox en í því hverfi
vora jafhvel bardagar á milli
einstakra hverfahluta.
Þannig börðust þeir sem
bjuggu Ld. í R- og C-hluta
hverfisins saman gegn þeim
sem bjuggu í H-hlutanum.
En þegar barist var við and-
stæðinga utan hverfis, td. þá
sem áttu heima á Melunum
eða í Skjólunum, sameinað-
ist hópurinn í hverfinu og
stóð saman sem ein heild.
Oft var hraustlega tekist á,
jafhvel svo fast að lögreglu og
fullorðnu fólki leist ekkert á ástandið.
En samstaðan í Camp Knox var óvenju
rík og þess nutu sumir krakkamir þar,
ekki síst fyrirferðarmiklir strákar sem
áttu það til að gera skammarstrik utan
hverfisins. Þegar tveir gamlir félagar
úr Camp Knox ræddu saman um þess
Sængur og koddar viöruö í Laugarneskampi á sjötta áratugnum.
Ljósm. Páll Sigurösson
alblóðugir og lafhræddir með þetta lið
á eftir okkur, þá vora þessir karlar
búnir að stilla sér upp og kerlingar
jafnvel - þó maður hafi verið búinn að
gera þessu fólki lifið leitt.
Þarrnig virtust eins konar ósýnileg
landamæri umlykja Camp Knox og
bömum sem áttu heima í nágrenni við
hverfið voru jafnvel settar sérstakar
„lífsreglur" og bannað að fara inn í
kampinn. Maður sem fæddist árið 1949
og ólst upp á Brávallagötunni sagði
svo frá síðar: ,,[É]g man ... vel þegar
farið var á æfmgar hjá KR í Frosta-
skjólið þá var okkur stranglega bann-
að að fara í gegnum Camp Knox ...
Þetta sýnir kannski fordómana sem
voru í gangi því seinna kynntist mað-
ur mörgum góðum drengjum sem þar
voru aldir upp.“
háttar bemskubrek nokkrum áratug-
um síðar fórust þeim m.a. svo orð:
A. : Ef maður var að koma úr svona
reisu, búinn að gera allt vitlaust á
heilu götunum og í heilu hverfunum,
var kominn með foreldra þessara
krakka á eftir sér, var maður laf-
hræddur og þreyttur að koma sér heim
imdan öllum látunum. Það var hjólað
á eftir okkur, keyrt á eftir okkur og
reynt að króa okkur af og [það var þot-
iðj yfir garða og runna og allt sem [fyr-
ir var] til að komast í burtu. - Ef mað-
ur komst inn í hverfið var maður
sloppinn því við tók svona vamarlína.
Þar var ekkert kynslóðabil. Þessir
karlar sem áttu heima þama vora
komnir til að verja okkur.
B. : Þegar þú varst sloppinn inn í
kampinn varstu kominn heim. Það
þekkjast allir. Vita allir hver þú ert og
standa ailir með þér.
A. : Þó þeir viti ekkert hvað þú hefur
gert af þér. Það veður enginn þama
inn til að lemja þig.
B. : Það skiptir ekki máli, það er ekki
meginmálið.
A.: Það var ekkert kynslóðabil í því.
Þó við kæmum allir rifnir og tættir og
Loítpmssur
Sðmtóupressur - stæmqMðprossur
«túarwai - gott verð
Nýtt! GIRAIR-plastlagnakerfi
fyrir þrýstiloftslagnir - auðvelt í uppsetningu.
Bjóðum heildarlausnir
í þrýstiloftsbúnaði
AVSHftGTSKlHR
Akralind 1 - 200 Kópavogur - lceland
Sími.: 564-3000 - Fax.: 564-0030
Plaggöt, mikið úrval
RAMMA
MIÐSTOÐIN
rm
Opið 8-18, laugard. 10-18, sunnud. 12-17, til jóla. síðumúla 34 • 108 Reykjavík • Síml 533 3331 * Fax 633 1633
350 gerðir af rammalistum
á lager.
nnrommun
25% afsláttur
laugardag og sunnudag
Innrömmun Rammar
Speglar Plaggöt
Eftirprentanir
eftir Ásgrím Jónsson
Verð 6.900 - tilboð 4.900
r
Islensk myndlist