Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 40
40
49
Heigarblað
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
n>v
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
DV
Aftur í hempuna
séra Hjálmar Jónsson, þingmaður og nýráðinn dómkirkjuprestur, talar um ferilinn í stjórnmál-
um, kosti og galla ríkisstjórnarinnar og deilurnar innan kirkjunnar.
Nú eöa aldrei
Fyrir fáeinum dögum komst val-
nefnd Dómkirkjusafnaðarins í
Reykjavík að þeirri einróma niður-
stöðu að velja séra Hjálmar Jónsson
sem prest safnaðarins. Valnefndin
er skipuð fimm fulltrúum úr sókn-
arnefnd kirkjunnar, Jóni Dalbú
Hróbjartssyni, prófasti Reykjavík-
urumdæmis, og Sigurði Sigurðs-
syni, vígslubiskupi í Skálholti.
Séra Hjálmar er fæddur og uppal-
inn í Biskupstungum og síðar á Ak-
ureyri. Hann þjónaði sem prestur í
Bólstaðarprestakalli í Húnaþingi frá
1976 en á Sauðárkróki frá 1980.
Hann haslaði sér völl í stjómmál-
um, fyrst sem varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Norðurlandi
vestra frá 1991 og siðan sem kjörinn
þingmaður frá 1995 og fyrsti þing-
maður kjördæmisins frá 1999.
Með þessu má því segja að séra
Hjálmar sé að ljúka 10 ára ferli sín-
um í stjómmálum og hverfa aftur
til kirkjunnar. Margt er ólíkt með
þessum tveimur prestaköllum. Á
Sauðárkróki eru 3000 manns í
prestakallinu, bæði í sveit og þétt-
býli, en prestakall Dómkirkjunnar
nær frá Hringbraut í suðri, Berg-
staðastræti í austri og til sjávar í
vestri og norðri. í Dómkirkjusöfn-
uðinum em um 7000 manns og tveir
prestar þjóna söfnuðinum, en séra
Hjálmar tekur við embætti af séra
Hjalta Guðmundssyni sem lætur af
störfum fyrir aldurs sakir.
Góö ár í Skagafirði
DV hitti séra Hjáímar að máli og
spurði hvort eins mikiil munur
væri á dreifbýlisprestum og þéttbýl-
isprestum og er á landsbyggðarþing-
mönnum og þéttbýlisþingmönnum:
„Prestsstarflð er alls staðar hið
sama í eðli sínu þótt vissulega geti
áherslur verið ólíkar og skapist af
ytri aðstæðum. Fýrstu árin mín á
Sauðárkróki var lítið um félags- og
sálfræðiþjónustu og því reyndi
meira á sóknarprestinn á þeim svið-
um eins og víða annars staðar. Ég
tók virkan þátt í samfélaginu þar
nyrðra með ýmsum hætti, sat í
nefndum og tók þátt í félagsstarfi.
Ég taldi það samfélagslega skyldu
mína að axla þá ábyrgð þegar eftir
því var leitað. Við hjónin og bömin
okkar áttum góð ár í Skagafirði og
þar áður meðal Húnvetninga,“ segir
séra Hjálmar og tekur síðasta sím-
talið með hamingjuóskum um nýtt
starf áður en hann slekkur á síman-
um.
„Dómkirkjan hefur að mörgu
leyti nokkra sérstöðu í kirkjusamfé-
laginu. Hún er heimakirkja bisk-
ups, þar era prestar vígðir og flest-
ar meiri háttar kirkjulegar athafnir
fara fram þar. Dómkirkjan er virðu-
leg og glæsileg kirkja og sem slík
fyrirmynd margra annarra, enda er
um að ræða eitt af elstu húsum
þjóðarinnar. Hún er einnig nokkurs
konar móðurkirkja Reykjavikur en
þó fyrst og fremst safnaðarkirkja.
Það má segja að Dómkirkjusókn-
in hafi þá sérstöðu að fremur fátt
fólk býr i næsta nágrenni kirkjunn-
ar en skammt undan, báðum megin
við kvosina, eru gróin hverfi þar
sem veruleg endumýjun hefur verið
að eiga sér stað.“
Kveöur Alþingi sáttur
Séra Hjálmar segist kveðja starf
þingmannsins mjög sáttur og telur
að reynsla sín af störfum þar geri
sig betur færan um það að takast á
við embætti prests. Meöan séra
Hjálmar leiddi lista sjálfstæðis-
manna á Norðurlandi vestra bætti
flokkurinn fylgi sitt í kjördæminu.
Haustið 1994 tók Hjálmar harðan
slag 1 prófkjöri og varð efstur þátt-
takenda og í kosningunum vorið
1995 varð talsverð fylgisaukning. í
siðustu kosningum fékk flokkurinn
síðan enn betri útkomu og varð
stærsti flokkur kjördæmisins.
Séra Hjálmar kveður stjórnmálin eftir 10 ára feril.
Einn þátturinn í velgengni ftokksins i kjördæminu er sá aö samstarf okkar
Vilhjálms Egilssonar
hefur veriö prýðiiegt og meö okkur myndast góö vinátta. Nú verö ég prestur
Vilhjálms, en hann býr í vesturbænum, “
„Kirkjan hefur alltaf togað í mig
og mér fannst að þetta væri í raun
síðasta tækifærið sem ég hefði til að
hverfa að prestsskap aftur. í næstu
kosningum 2003 verður kosið eftir
nýrri kjördæmaskipan og ef ég
hefði ákveðið að taka þann slag
hefði það þýtt skuldbindingu til að
sitja a.m.k. næsta kjörtimabil á
þingi, eða fram til ársins 2007, og
þess vegna fannst mér þetta góður
tími sem gefur öllum sem málið
varðar góðan aðlögunartíma."
í næstu kosningum sameinast
Vesturlandskjördæmi, Vestfjarða-
kjördæmi og Norðurland vestra í
eitt. Reiknað er með að Sjálfstæðis-
flokkurinn nái þar inn þremur þing-
mönnum, hugsanlega fjórum. í
Vesturlandskjördæmi sitja Guðjón
Guðmundsson og Sturla Böðvarsson
ráðherra á þingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, frá Vestfjörðum koma Ein-
ar K. Guðfinnsson og Einar Oddur
Kristjánsson og séra Hjálmar og Vil-
hjálmur Egilsson frá Norðurlandi
vestra. Allt eru þetta þingmenn á
besta aldri og því ljóst að við flokkn-
um blasti nokkur vandi við skipan í
örugg sæti listans. Brotthvarf séra
Hjálmars leysir því óumdeilt hluta
þess vanda. Eiga þessi vistaskipti
einhvem pólitískan bakgrunn?
Mín ákvörðun og engin
pólitík
„Þetta er ákvörðun sem ég tók al-
gerlega einn og sjálfur i samráði við
fjölskyldu mína. Ég sagði formanni
og varaformanni flokksins frá af-
stöðu minni sama daginn og ég skil-
aði inn umsókn um embætti dóm-
kirkjuprests.
Þetta er alfarið mitt val. Vilji
menn leggja einhverja pólitíska
meiningu i þetta vil ég benda á að
staða min í kjördæminu gefur
ástæðu til að ætla að ég hefði getað
tekið tryggt sæti á listanum ef svo
hefði farið. f samræmi við löngun
mína til að þjóna kirkjunni þá var
þetta í mínum augum rétti tíminn
til að skipta en ég hefði ekkert ótt-
ast kosningar."
Sérfræðingar DV innan Sjálfstæð-
isflokksins fullyrða að þegar sé
ákveðið að Vilhjálmur Egilsson
flytji sig um set til Reykjavíkur og
Einar Oddur muni ekki bjóða sig
fram. Þetta leysi vanda flokksins í
hinu nýja kjördæmi þar sem Sturla
Böðvarsson muni leiða listann með
Einar K. Guðfinnsson í öðru sæti en
Láttu ganga
ljóðaskrá
Séra Hjálmar er þekktur hagyrð-
ingur, enda afkomandi Bólu-Hjáhn-
ars, og hafa ýmsar vísur hans fengið
fætur. Hagyrðingar eru nokkrir í
hópi þingmanna og stytta þeir sér
iðulega stundir við það milli póli-
tískra orrahríða að kasta fram stök-
um að þjóðlegum sið. Hjálmar Jóns-
son á einn nafna í þinginu og er sá
Ámason og vaskur framsóknarmað-
ur. Með þeim nöfnum er ágætur
kunningsskapur og þeir hafa með sér
félag sem þeir kalla Nafnabandalag-
ið. Sighvatur Björgvinsson, samfylk-
ingarmaður, er meðal þekktari hag-
yrðinga í hópi þingmanna. Hann orti
eitt sinn um nafnana Hjálmar og
Hjálmar:
Hjálmara tvo í hópnum ég tel
hérna um sinn.
Annar er séra og sómir það vel,
svo er það hinn.
í vikunni ffétti Sighvatur af um-
skiptum séra Hjálmars og flutningi
til Dómkirkjunnar. Þá orti hann þeg-
ar í stað undir sama hætti.
Leggðufaðir líkn meö þraut
sem löngum fyrr.
Hjálmar séra hvarf á braut
en hinn er kyrr.
Við þetta mætti bæta að Sighvatur
gekk þegar á fund séra Hjálmars og
bauð fram krafta sína sem meðhjálp-
ari við Dómkirkjuna. Kvaðst hann
hafa marga kosti til starfans, ekki
síst þá að hann væri svo hávaxinn að
hann ætti mjög auðvelt með að
skrýða prestinn. Þá hefði hann
virðuleik og fas sem hæfði.
ísólfur Pálmason, framsóknarmað-
ur af Suðurlandi, var nærstaddur.
Hann er ekki eins hávaxinn og Sig-
hvatur og bauðst þegar í stað til þess
að verða kórdrengur við embætti
Hjálmars. Sighvatur sagði þá að
vegna stærðar ísólfs og stríðs
hárafars væri hann mun efhilegri
kirkjurotta en kórdrengur.
En Hjálmar er meðlimur í lítt
þekktu samfélagi hagyrðinga sem
skiptist oft á visum og stundum verð-
ur kersknin þar meiri en þegar ort er
á opinberum vettvangi. Sverrir Páll
Erlendsson, menntaskólakennari á
Guðjón Guðmundsson muni berjast
um þriðja sæti við einhverja konu
sem flokkurinn leitar nú að.
Hjálmar hefur verið formaður
landbúnaðarnefndar og setið í fjár-
laganefnd og allsherjamefnd. Hann
hefur af kaffihúsaspekingum stund-
„Það var jöfn og góð stígandi í
þessu sem ég er ánægður með. Það
er náttúrlega starf og árangur
margra sem slíku ræður og ég vil
nota tækifærið og þakka þann góða
stuðning sem ég hef notið til minna
starfa fyrir kjördæmið. Einn þáttur-
inn í velgengni flokksins í kjördæm-
inu er sá að samstarf okkar Vil-
hjálms Egilssonar hefur verið prýði-
legt og með okkur myndast góð vin-
átta. Nú verð ég prestur Vilhjálms,
en hann býr í vesturbænum,“ segir
Hjálmar með bros á vör.
Hjálmar seglr að engin ástæða sé til þess að leggja pólltíska merkingu í vistaskipti hans.
„Þetta er ákvöröun sem ég tók algerlega einn og sjálfur í samráöi viö fjölskyldu mína. Ég sagöi formanni og varafor-
manni flokksins frá afstööu minni sama daginn og ég skilaöi inn umsókn um embætti dðmkirkjuprests.
Akureyri, orti um vistaskipti Hjálm-
Ljúft mun Hjálmar leggja af stað,
labba götu þvera.
Þar, hann sjálfsagt einn veit, að
er enn þá minna að gera.
Hjálmar vfldi ekki láta kennarann
í verkfalli eiga neitt hjá sér og svar-
aði að bragði:
Mörgu þarf sérann að sinna,
sjaldan mun tómstundir frnrn
frá amstri og erli
í atvinnuferli,
meóan Sverrir Páll vill ekki
vinna.
Séra Hjálmar hefur sjáifur oft ort
um félaga sína í þinginu. Beðinn að
fara með dæmi um eigin kveðskap
riljar hann upp 80 afmæli Framsókn-
arflokksins í desember 1996. Fram-
sókn fagnaði afmælinu með hófi í
þingflokksherbergi sinu og mim hafa
verið.skálað í tflefhi dagsins. Hjálm-
ar sá nafna sinn Ámason skjótast
milli atkvæðagreiðslna aftur í fjörið
og orti þá:
Framsókn inn í flokksherbergi
þreyir,
fyllir glasió nafni minn og segir:
Á mig sœkir ógurlegur þorsti,
eitt sinn skal hver deyja að minnsta
kosti.
Fyrir nokkrum árum var Hjálmar
spurður um það hvemig breytingin
væri að fara úr kirkjunni á þing. Það
var á síðasta kjörtímabili þegar Ólaf-
ur G. Einarsson var forseti þingsins
og að sjálfsögðu ávarpaður, herra
forseti, í hverri ræðu. Hjálmar svar-
aði með þessari vísu.
Út úr kirkju með eftirsjá
inn á þing ég er dottinn.
Þaó er ólíkt aö ávarpa þá
ÓlafG. eða Drottin.
Það er mat manna að Hjálmar sé
meðal öflugustu hagyrðinga í þing-
inu en aðrir í þeim hópi era taldir
Sighvatur Björgvinsson, Jón Krist-
jánsson, Páll Pétursson, Halldór
Blöndal og Steingrímur J. Sigfússon.
um verið staðsettur vinstra megin
við miðju í pólitísku litrófi sjálf-
stæðisþingmanna. Er það rétt mat?
„Ég held að ég sé ósköp venjuleg-
ur sjálfstæðisþingmaður,“ svarar
Hjálmar.
„Ég er ekki alinn upp í Sjálfstæð-
isflokknum og gekk reyndar ekki í
hann fyrr en 1990. Ég hef átt gott
samstarf við formann og varafor-
mann flokksins. Skoðanir mínar
hafa farið vel saman við þeirra og
ég er ánægður með forystu þeirra.
Sama gildir um þingmannahópinn i
heild.“
Öryrkjar eiga erfitt
En hefur þú alltaf verið sáttur við
stefnu flokksins og þar með aðgerð-
ir ríkisstjómarinnar?
„Ég hef oft lýst því að ég hefði
viljað sjá betur sinnt hlut þeirra
sem minnst mega sín í samfélaginu.
Það eru ýmsir hópar sem eiga erfitt
uppdráttar og í upplýsingasamfélagi
nútímans er vel hægt að koma til
móts við þá án þess að það leiði af
sér fjáraustur til annarra sem ekki
þurfa eins á aðstoð að halda.“
Finnst þér þá réttmæt sú gagn-
rýni sem öryrkjar og aldraðir hafa
sett fram á þessa rikisstjóm?
„Margt í málflutningi þeirra hef-
ur hitt mig beint í hjartastað. Þessi
ríkisstjórn hefur þó síst verið lakari
gagnvart þessum hópum en aðrar
og að því leyti er gagnrýnin órétt-
mæt. Því má ekki gleyma að sá þjóð-
félagshópur sem bágust hefur kjörin
í þjóðfélaginu hefur þó aldrei haft
skárri afkomu en síðustu 10-20 árin.
Mér hefur leiðst það þegar stjórn-
málamenn deila um kjör aldraðra
og öryrkja. Enginn einn flokkur get-
ur eignað sér það að hafa gert öðr-
um meira fyrir þessa hópa. En allir
ættu að geta heitið því að gera
meira af því að það er hægt.“
Horfiö frá ofstjórn
Hvað er það merkasta sem þessi
ríkisstjórn hefur fengið áorkað?
„Mér finnast. síðustu 10 ár hafa
verið mjög merkileg í íslenskri póli-
tík. Við höfum horfið stöðugt lengra
frá gamla fyrirgreiðslusamfélaginu,
þar sem maður varð að þekkja
mann til að koma hlutum í verk, og
farið í átt til gagnsærra og opnara
samfélags. Afskipti opinberra aðila
af mörgum þáttum efnahags- og at-
vinnulífs hafa stórminnkað. Það er
stutt síðan ríkið hafði afskipti af
fiskverði, matvöruverði og ótal öðr-
um málum. Þetta var að mörgu leyti
ofstjórnað samfélag og ég er ánægð-
ur með að hafa átt svolítinn þátt í
þessum breytingum."
Áherslan í byggðamálum
ekki rétt
Nú hljóta byggðamál og búsetu-
þróun að hafa verið ríkur þáttur í
starfi þínu sem þingmanns. Ertu
ánægður með hvemig stjórnin hef-
ur haldið á málum á því sviði?
„Vinnubrögð stjórnvalda í þeim
efnum hafa líka mikið lagast. Spyrja
má á móti hvað sé eðlileg búsetu-
þróun. Ég tel þó að enginn geti ver-
ið ánægður með mikla tilflutninga
eins og á undanförnum árum. Þeir
valda erfiðleikum á þeim svæðum
sem flutt er frá og einnig þeim sem
flutt er til. Það eru tvær hliðar á
þessu vandamáli.
Mér finnst áherslan í byggðamál-
um ekki vera rétt. Það á ekki að
rembast við að halda öllu óbreyttu.
Auðvitað á fólk að ráða sinni búsetu
en allir sjá að ekki er hægt vegna fá-
mennis að halda hvarvetna úti
sömu þjónustu.
Það er ekki hægt að skella allri
skuldinni'á stjórnvöld. Stjórnmála-
menn ráða ekki svo miklu um
breytingarnar þótt sumir vilji svo
vera láta. Flestir, ef ekki allir, nýir
frambjóðendur á landsbyggðinni
telja vænlegt til fylgis að tala um
byggðamál, menn hafi staðið sig illa
og þeir ætli að gera betur. Það er þó
háskaleikur því að fólk má ekki
trúa því að þingmenn og ráðherrar
komi með lausnimar, atvinnuna og
fjármunina á silfurfati. Það er bara
blekking. Stjómvöld styrkja at-
vinnulífið eftir því sem mögulegt og
skynsamlegt er en frumkvæðið og
þrótturinn verður að koma frá
heimamönnum. Ef fólk sér betri
tækifæri annars staðar en í sinni
heimabyggð þá er lítið sem stjórn-
völd geta gert við því. Það sem
skiptir mestu máli í byggðamálum
er frumkvæði og kraftur heima-
manna, ásamt þvi að þeir sjái kosti
sinna byggða og haldi þeim fram en
tali ekki sífellt um bágt ástand í
kringum sig. Einnig þetta hefur
breyst til batnaðar að undanförnu."
Þýðir ekki aö sitja heima og
biöa
Hefur byggðastefnan þá ekki bor-
ið neinn árangur?
„Þar sem menn sitja og bíða eftir
lausnum þar ber hún engan árang-
ur. Sjálfstraust heima í héraöi og
trú á búsetu og batnandi lífsskilyrði
dugir best. Engir vita betur hvaða
möguleika staðir bjóða upp á en
einmitt þeir sem þar búa.“
Kirkjan axli ábyrgö
Séra Hjálmar tekur við starfi
dómkirkjuprests fljótlega eftir ára-
mót og mætti halda að hann sigldi
þar inn í friðarhöfn. I síðasta Helg-
arblaði DV var viðtal við séra
Gunnar Kristjánsson, prófast á
Reynivöllum, og þar sást glöggt að
þær deilur sem staðið hafa undan-
farin ár innan kirkjunnar eru síður
en svo að baki. Sr. Gunnar skil-
greindi deilurnar í viðtalinu sem
valdabaráttu milli presta og bisk-
ups. Er kirkjan i kreppu?
„Kirkjan hefur við ýmis mál að
glíma. Hún hefur fengið nánast
óskorað sjálfstæði í öllum sínum
málum. Sú breyting var gerð með
lagasetningu 1997. Ég minnist und-
irbúnings þeirrar lagasetningar
með ánægju, fyrst í undirbúnings-
nefnd, skipaðri þingmönnum og
kirkjunnar mönnum, og síðan í
Allsherjarnefnd þingsins, undir
góðri forystu Sólveigar Pétursdótt-
ur, núverandi dóms- og kirkjumála-
ráðherra.
Kirkjan verður að geta axlað þá
ábyrgð að stjórna málum sínum og
það verður að geta gerst með álíka
snurðulausum hætti og annars stað-
ar í mannlegu félagi. Ég sé ekki
þjóðkirkjuna fyrir mér með áhrifa-
lausan biskup. Hann er fremstur
meðal jafningja, hann á að hafa for-
ystu í kirkjunni sem prestur prest-
anna og biskup íslands, þjóðarinn-
ar.
Pólitískar deilur
Öll mál sem koma upp innan
kirkjunnar verða að eiga lausnir.
Tímanleg mál þurfa tímanlegar
lausnir. Kirkjan þarf að ná betri
stjóm á sínum málum svo að friður
ríki. Kirkjuþing er stjórntæki,
stjómlagaþing kirkjunnar, og þar
verða menn að leiða þau mál til
lykta sem undir það heyra. Það er
ekki í anda þess boðskapar sem
kirkjan flytur heiminum að standa i
sífelldum deilum, að ekki sé nú
minnst á illdeilur. Þær deilur sem
uppi eru í kirkjunni snúast ekki um
boðskap kirkjunnar eða guðfræði.
Þær eru pólitískar í eðli sínu og
sumpart til komnar vegna aukins
sjálfstæðis kirkjunnar. Þær eru
kannski ekki í heppilegum farvegi.
Ég tel að þjóðin hafi fengið yfir sig-
nóg af deilum og ósætti innan kirkj-
unnar og mál sé að linni. Það mikla
og mikilvæga starf sem kirkjan
vinnur á svo mörgum sviðum liður
fyrir þetta. Embætti prestsins er
þjónusta, ekki valdastaða. Prestur-
inn boðar fagnaðarerindið og útdeil-
ir sakramentunum, stundar sál-
gæslu - þjónar í anda Jesú Krists á
allan mögulegan hátt.
Presturinn er að sjálfsögðu lika
leiðtogi í sínum söfnuði og vissu-
lega veltur safnaðarstarf mikið á
því hvernig leiðtogi presturinn er.
Ég hugsa gott til starfsins við Dóm- -
kirkjuna. Þar er hópur af hæfileika-
ríku og skemmtilegu fólki að starfi.
Ég tek við af mætum manni, séra
Hjalta, sem ég hef lengi þekkt og að
góðu einu. Séra Jakob var þrem
árum á undan mér í guðfræðinámi
þannig að okkar kynni eru bæði
löng og góð.“ -PÁÁ
Helgarblað
Séra Hjálmar telur að deilur innan klrkjunnar séu af pólitískum toga.
Ég sé ekki þjóökirkjuna fyrir mér meö áhrifalausan biskup. Hann er fremstur
meöal jafningja, hann á aö hafa forystu í kirkjunni sem prestur prestanna og
biskup íslands, þjóðarinnar.