Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 56
Tilver'a
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Hugað að
Ólympíuleikum
Einum Ólympíuleikum er ekki
fyrr lokiö en fólk fer að huga að
þeim næstu. Það eru að sjálfsögðu
vetrarólympíuleikamir sem haldnir
- verða í Salt Lake City í Bandaríkj-
unum árið 2002. Á dögunum hófst
forsala aðgöngumiða á hina ýmsu
atburði leikanna og lýkur henni
þann þessa mánaðar. Miðasala hefst
svo ekki aftur fyrr en með vorinu.
Hótel og gistihús eru þegar farin að
taka við bókunum og aðsókn að
sögn ágæt. Aðgangseyrir á íþrótta-
viðburði mun vera frá 25 dölum en
dýrustu sætin á opnunarhátíð leik-
anna kosta um 900 dali. Hægt er
skoöa dagskrá leikanna á slóðinni
www.saltlake2002.com á Netinu.
Járnbrautastöð
skemmtistaður
Termini-járnbrautastöðin, sem er
%*>ú stærsta í Rómaborg, hefur fengið
andlitslyftingu. Það er af sem áður
var þegar stöðin þótti hættulegur
staður, einkum vegna þess að fjöldi
umrenninga, óprúttinna vasaþjófa
og eiturlyfjasjúklinga höfðu gert sig
heimakomna á stöðinni. Fyrir um
ári var ráðist í miklar endurbætur
og loks fær glæsilegur arkitektúr
stöðvarinnar, sem er i anda áranna
frá 1920 til 1950, að njóta sín. Þak
stöðvarinnar þykir vert skoðunar
því það mun vera stærsta steinþak
veraldar. Þá hefur stærsta bókabúð
Rómar verið opnuð í stöðinni auk
þess sem þar er nú að finna fjölda
vandaðra verslana, kaflihúsa, bara
og matsölustaða.
. Öryggisgæsla hefur verið hert
svo að nú þykir jámbrautarstöðin
einn öruggasti staður borgarinnar
Gististaðir:
Áning 2001
Upplýsingabæklingurinn Áning
2001 - Gististaðir á íslandi er kom-
inn út. í bæklingnum er að flnna
upplýsingar um 312 gististaði,
^samt 110 tjaldstæðum, og myndir
og auglýsingar frá 65 sundlaugum
víðs ýtegar um landið. Áning kemur
nú út í sjötta sinn og er gefln út á ís-
lensku, ensku og þýsku. Upplagið er
42.000 eintök og er dreift ókeypis á
helstu viðkomustöðum ferðamanna,
en einnig má nálgast upplýsingar
um gististaði á heimsíðunni
.-www.gisting.is.
Þúsundir manna slasast á hverju ári vegna gáleysis:
Skíðaglönnum sagt
stríð á hendur
- 34 ára gamall maður fór inn á bannsvæði og olli dauða þriggja manna
Á skíöum skemmti ég mér
Skíða- og snjóbrettamenn sem ekki hlýöa reglum eiga það á hættu að missa lyftupassann eða verða reknir
af svæðinu.
Skíða- og snjóbrettamenn sem
staðnir eru að þvi að stofna lífi og
limum annarra snjódýrkenda í
hættu verða að fara að vara sig. The
Sunday Times greindi frá því fyrir
skömmu að yfirvöld víða í Evrópu
og Bandaríkjunum ætluðu að fara í
herfór gegn snjóglönnum.
Á Italíu hafa nokkrir skíðamenn
verið handteknir fyrir að renna sér
í brekkum sem sagðar eru varasam-
ar vegna snjóflóðahættu. Svipaða
sögu er að segja frá Austurríki þar
sem skíðamaður var sóttur til saka
fyrir að setja af stað snjóflóð sem
olli dauðaslysi með því að hoppa
fram af hengju.
Þrír látast í snjóflóði
í Þýskalandi standa yfir réttar-
höld vegna slyss sem átti sér stað í
kjölfar þess að 34 ára gamall maður
fór inn á bannsvæði og setti af stað
flóð sem olli dauða þriggja manna.
Yfirvöld þar í landi telja löngu tíma-
bært að herða refsingar fyrir að
fara inn á bannsvæði og benda á að
menn séu sektaðir fyrir umferðar-
lagabrot. Umsjónarmaður ferða-
mála í St. Aston í Þýskalandi segir
að ef menn stofna lífi samborgara
sinna í hættu með því að keyra
ógætilega gerist þeir brotlegir við
lög og hljóti refsingu fyrir og að það
sama ætti að gilda í skíðabrekkum.
íslenskar reglur að breytast
Grétar Hallur Þórisson, rekstrar-
stjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum,
segir að Islendingar séu á leið inn i
svipað umhverfi. „Það er allt að
verða strangara en reglurnar eru
ekki fullmótaðar. í gangi er vinna
við aö búa til reglur og þýöa erlend-
ar reglur yfir á íslensku og að öllum
líkindum verður búiö ganga frá nýj-
um öryggisreglum fyrir veturinn.
Við berum ábyrgð á fólki meðan
það er í lyftunum eða notar búnað á
okkar vegum en ekki þegar það er í
brekkunum.
Ef slys verða vegna gáleysis
skíðamanna verður að fara með það
sem einkamál. Við höfum reyndar
farið út í að taka harðar á gáleysi og
menn geta átt á- hættu að verða
reknir af svæðinu fyrir endurtekin
brot. Fyrir nokkrum árum var gerð
tilraun með að hafa eftirlitsmenn á
ferli á svæðinu og það gafst vel.
Rekstrinum er bara svo þröngur
skakkur skorinn að þetta náðist
ekki að festast i sessi.“
Manndráp vegna gáleysis
Árið 1997 dæmdi kviðdómur í
Colorado í Bandaríkjunum 21 árs
gamlan skíðamann sekan um
manndráp vegna gáleysis þegar
hann skall á ofsahraða á manni
sem stóð kyrr. Málið er talið hafa
fordæmisgildi því fram til þessa
hafa mál vegna gáleysis skiða- og
snjóbrettamanna endað með
dómsátt eða veriö meðhöndluð
sem slys.
Saksóknarinn sem fór með mál-
ið segir að á hverju ári verði þús-
undir manna fyrir slysum vegna
gáleysis skíða- og snjóbrettamanna
en að fæst þeirra fari fyrir dóm-
stóla.
Skíðalöggur
I Colorado-ríki hefur verið kom-
ið á fót sérstakri deild innan lög-
reglunnar, gulstökkum, sem hefur
það verkefni að sjá um að fólk fari
að reglum á skíðasvæðum. Þeir
skíða- og snjóbrettamenn sem ekki
hlýða reglum eiga það á hættu að
missa lyftupassann eða verða
reknir af svæðinu.
Bandaríska snjóbrettadrottning-
in Barrett Christy hefur einnig
lagt málinu lið og komið fram í
auglýsingum í sjónvarpi sem
hvetja menn til að fara gætilega á
skíðum og á snjóbrettum. -Kip
Dómkirkjan í Dublin:
Ætti að vera löngu sokkin
Dómkirkja heilags Patreks í
Dublin skipar stóran sess í lífi íra. í
fyrsta lagi er kirkjan sameiginleg
dómkirkja írska lýðveldisins og
Norður-írlands. Kirkjan á sér einnig
langa sögu og líta margir á hana
sem sameiningartákn þjóðarinnar.
Allt frá upphafi hefur tónlist spil-
að stórt hlutverk í starfsemi kirkj-
unnar. Tvisvar á dag eru sungnar
þar messur, hvemig sem viðrar, og
skiptir engu hvort þar séu kirkju-
gestir eða ekki.
Kirkjan stendur á sögufrægum
stað. Áin Poddle rennur undir hana
og því er enginn kjallari undir
henni. Því hefur verið haldið fram
að kirkjan ætti fyrir löngu að vera
sokkin vegna þess hve blautt er
undir henni en að hún standi vegna
trúarhita heilags Patreks. Sagan
segir að heilagur Patrekur hafi skírt
fylgjendur sína á staðnum og að þar
hafi staðið kirkja frá því á fimmtu
öld. Átta hundruð árum eftir að
Patrekur vætti höfuð safnaðarins
með vatni úr litlum brunni var haf-
ist handa við að reisa dómkirkjuna
við minnismerki með handarfari
hans.
Á valdatíma Hinriks II skipaði
hann John Comyn erkibiskup í
Dublin og það var hann sem lét
reisa kirkjuna þar sem hún stendur
í dag. I byrjun fjórtándu aldar
skemmdist kirkjan Ula í borgara-
styrjöld, í valdatíð Cromwells var
kirkjan afhelguð og notuð sem skrif-
stofuhúsnæði og um tíma var þar
fyrsti háskólinn á írlandi. Prestur-
inn og rithöfundurinn Jonathan
Swift er jarðsettur í kirkjunni
ásamt eiginkonu sinni.
Árið 1864 kostaði bruggarinn
Benjamin Lee Guinness stórfelldar
endurbætur á húsinu og því hefur
verið haldið fram að bjórdrykkja íra
haldi kirkjunni á flotti frekar en
trúarhitinn.
-Kip
Dómkirkja heilags Patreks í Dublin