Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 66
-«i74
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Viltu líta vel út í jólakjólnum?
Nú bjóðum við mánaðarkort
í Trimformi
á aðeins kr. 5.900. TRIM/\FORM
Munið sivinsælu GraSSSgSO
gjatakortin. Qpið. mán _fim 8_22i fös 8_20> laug 10_14
Völusteinn 10 ára
hvJ,in Sem
hfur steg/a
af»,'gegní
afm*//stí(bo
3l-977stgr.
Husqvarna Viking Sarah
©VÖLUSTEINN
Völusteinn / Mörkinni I / l08Reykjavík
Sími 588 9505 / www.volusteinn.is
ÍSLANDSMEISTARAMOTIÐ
í JCTJli R R
n
■■
■íp'-wv'. ;
fflíSSWSITD j
SKEtFAN 19, SÍMI: 568 1717
ARIÐi20m
H Ásk-o I abjííó,
laitgjArdMginG
die.s.ember.
ADOm^
Verslun með fæðubótarefni
Foi kepp.m liefst
kt. 13.00 og
Úiifsliiit kl), 20.00.
BASNATI
Forsnki i
H.isko labio.
V/eró kr. 1.800,-
nuðinn gildir
b.eði a forkeppni
o.g urslit.
Vörukynningar í
an.d.dyri. Hií.siö
opiö allan daginn..
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Tilvera
DV
Heimsmeistaramót FIDE:
Stórmeistaramót á
framandi slóðum
Eftir aö Kirsan Iljusjinov tók viö
embætti forseta FIDE hefur skák-
mótahald verið haldið á fjarlægum
og ókunnum slóðum. Það er örugg-
lega skemmtilegt fyrir atvinnuskák-
menn að koma á nýjar slóðir en um
leið eru nýjar aðstæður framandi,
svo ekki sé talað um veðurfar. Það
ku vera heitt á Indlandi en ekki hef
ég heyrt skákblaðamenn á Netinu
tala um slæmar aöstæður á skák-
stað.
Nú fer heimsmeistarakeppni
FIDE fram í Nýju-Delhí og ýmsir
halda þvi fram að vagga skáklistar-
innar liggi í Indlandi. Kirsan getur
verið diplomatískur ef hann leggur
sig mikið fram. Lokaeinvígið verð-
ur haldið í Teheran í íran, en aðrir
halda því fram að vagga skáklistar-
innar sé þar í Persíu. Persía hin
foma var i bæði írak og íran og var
ætlunin fyrir 2 árum að halda
heimsmeistarakeppnina í Bagdad,
en af einhverjum slungnum ástæð-
um, sem verður ekki farið nánar út
í hér, var keppnin flutt til Las Veg-
as. Þar sigraði mjög óvænt Alexand-
er Khalifman frá Leningrad, afsak-
ið, Sánkti Pétursborg. Khalifman er
mjög sterkur skákmaður en margir
voru og eru stigahærri á FIDE-list-
anum. Anand frá Indlandi er stiga-
hæstur keppenda núna en ég reikna
með því að hann verði ekki spámað-
ur í sínu föðurlandi (þess ber að
geta aö ég er ekki slyngur í reikn-
ingi). Alexei Shirov er skeinuhætt-
ur en einhvem veginn reikna ég
ekki með honum heldur. Ég held að
Alexander Grischuk eigi eftir að ná
langt, hann tefldi hér á alþjóðlega
Reykjavíkurskákmótinu i fyrravet-
ur og er ungur að árum, 17 eða 18
ára.
Þeir Kasparov og Kramnik eru
ekki með en var þó boðið. Judit Polg-
ar er ekki með, né gamli refurinn
Viktor Kortsnoj. Kortsnoj er að
verða sjötugur og er líklega búinn að
gefa upp vonina að verða nokkurn
tíma heimsmeistari. Hannes Hlífar
Stefánsson var sleginn út í 1. umferð,
eftir að hcifa verið með unna stöðu
gegn Bologan frá Moldavíu.
Yngsti stórmeistari heims, Ponom-
ariov, sem ég reiknaði með sem ein-
um af þeim sem áttu sigurmögu-
leika, var sleginn út af sterkasta
skákmanni Víetnama, Thien Hai
Dao. Þeir úr Asíu eru famir að vera
ansi skeinuhættir. Lítum á sigur-
skák Víetnamans, sem er mjög
skemmtileg og spannar stórt litróf
skáklistarinnar. Én drengurinn frá
Úkraínu tefldi stíft til vinnings með
svörtu í seinni skákinni, of stíft og
fékk reisupassann.
Hvítt: Thien Hai Dao (2555)
Svart: Roman Ponomariov (2630)
Kóngs-indversk vörn,
Nýju-Delhi (1.2), 28.11.2000
l.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. RÍ3 0-0. Næsti leikur mun
vera runninn undan riíjum Bent
Larsens. Þeir þekkja skáksöguna
vel, stórmeistaramir hvaðanæva úr
heiminum. En kóngs-indverska
vömin er baráttubyrjun og hvar á
að tefla indverskar varnir ef ekki á
Indlandi 6. h3 e5 7. d5 Ra6 8. g4
Rc5 9. Dc2 a5 10. Be3 c6 11. g5
Rh5 12. 0-0-0 cxd5.
Hér áður fyrr var nær undan-
tekningarlaust leikið án umhugsun-
Sævar
Bjarnason
skrifar um
skék
0
Skákþátturinn
ar af flestum 13. cxd5. En skákin
þróast og menn em óhræddari við
að fara ótroðnar slóðir. Eins og
Bent. 13. Rxd5 b6 14. Rd2 Bb7 15.
h4 Rf4. Skemmtileg peðsfóm sem
hefur það að markmiöi að gera bisk-
upinn á g7 virkan. En gömul sann-
indi segja, ekki þiggja fómir and-
stæðingsins þegar hann vill. 16.
Kbl Hc8 17. Bxf4 exf4 18. Bh3
Re6 19. Db3 Bc6.
Hann er brögðóttur, drengurinn.
Ekki er hollt að éta peðið á b6 vegna
Hb8. 20. h5 er hvassasti leikurinn en
það er oft ágætt að halda í horfinu.
20. Rf3 Hb8 21. Bxe6 fxe6 22. Rc3
a4 23. Dc2 b5. Svartur hefur náð
frumkvæðinu, en það er víst ekki
nóg aö fá betra, það verður að vinna
vel úr þvi! 24. Rd4 Bxd4 25. Hxd4
b4 26. Rb5 b3 27. Dd3 d5 28. exd5
exd5 29. Hdl! bxa2+ 30. Kxa2 Db6
31. Hd2 Hf7 32. Ra3 He7 33. cxd5.
Sérkennileg staða, svartur leggur
allt í sölumar fyrir mátsókn og
hvítur verst. Stendur svartur enn
aðeins betur? Nei, líklega ekki, og
hér var sennilega best að leika 33. -
Db3+ 34. Dxb3 axb3+ 35. Kbl dxc4 og
jafntefli er líkleg niðurstaða. En
þeir ungu eru hugrakkir. 33. - Hel.
Hótar máti en nú kemur góður
varnarleikur. Svartur getur ekki
drepið sín eigin peð og hvitur drep-
ur það þegar honum hentar. Aust-
ræn speki eða venjuleg hagsýni? 34.
b4! axb3+ 35. Kb2 Bd7 36. d6 Be6
37. d7 Hd8 38. Dc3 Bf7 39. Hd6
Db7 40. Df6 Db8.
Vopnin hafa heldur betur snúist í
höndum unga mannsins. Ótrúleg
umskipti! 41. Hc6 Kf8 42. Hc8
Hxc8 43. dxc8D+ Ðxc8 44. Hd8+
Dxd8 45. Dxd8+ He8 46. Dd6+ Kg8
47. Dxf4 He2+ 48. Kc3 Ha2 49. Rc4
Hc2+ 50. Kxb3 Hxc4 51. Dxc4 KÍ8
52. Kc3 Bxc4 53. Kxc4 Ke7.
Úrvinnsla hvíts er hámákvæm.
Því miður, Ponomariov verður að
bíða betra tækifæris til að láta ljós
sitt skína. 54. Kd5 Kd7 55. Ke5
Ke7 56. f3 Kf7 57. Kd6 Kf8 58. Ke6
Ke8 59. Kf6 Kf8 60. f4 Kg8 61. Ke7
Kg7 62. h5 h6 63. gxh6+ Kxh6 64.
hxg6 Kxg6 65. Ke6 Kg7 66. f5 Kf8
67. Kf6. 1-0.
Annar snillingur sem enn hefur
ekki fengið reisupassann er Alex-
ander Morozevich. Hann kom til
landsins á síðasta ári, minnir mig, í
Evrópukeppni taflfélaga og tapaði
fyrir Margeiri Péturssyni eins og
frægt er. Og Gilberto Milos tapaði
fyrir Hannesi Hlífari á ólympíu-
skákmótinu í Istanbúl. Sannir ís-
landsvinir?! Skák þeirra er sú fyrri
úr 2. umferð.
Hvitt: Alexander Morozevich (2756)
Svart: Gilberto Milos (2633)
Sikileyjarvöm,
Nýju-Delhi (2.1), 30.11.2000
l.e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. c3 e6 4. d4
d5 5. e5 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8.
cxd4 Rf5. Svona tefli ég oft sjálfur
með svörtu, venjulega er leikið hér 9.
Bb2 En Móri hefur annað í huga. 9.
Be3 g6. Undarlegur leikur sem veik-
ir svörtu reitina og seinna meir
kóngsstöðu svarts. Ég myndi leika
öðru! 10. Bd3 Rxe3 11. fxe3 Bh6 12.
Dd2 Bd7 13. Rc3 Re7.
Þegar stöðurnar eru lokaðar eins
og í þessu tilviki er óhætt að hræða
svart með svona peðsframrás. Sem
að auki er besti leikurinn. 14. g4!
Bg7 15. 0-0 Hc8 16. a4! 0-0. Peða-
árásir á báðum vængjum, ekki
gengur 16. - Dxb4 17. Rb5! og hvítur
er með vinningsstöðu. 17. Rb5
Bxb5 18. axb5 f6 19. exf6 HxfS 20.
Kg2 HcfB 21. Dc2 Rc8 22. h4 Rd6
23. h5 Hc8. Hvað á svartur til
bragðs að taka? Hvítur hefur yflr-
spilað hann. Hann fómar peði til að
reyna að blíðka goðin. 24. De2 Dd8
25. hxg6 hxg6 26. Hxa7 De7 27.
Re5 Hxfl 28. Dxfl Bxe5 29. dxe5
Re4 30. Bxe4 dxe4.
Hér á hvítur rothögg í fórum sín-
um. 31. Df6 DxfB 32. exf6 Hc7 33.
g5 Kf7 34. Kg3 e5 35. b6 Hd7 36.
Kg4 Ke6 37. Ha8 Kd6 38. Hg8. 1-0.