Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 74
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
-E
Tilvera DV
lí f iö
Jólasýning
Árbæjarsafns
Árbæjarsafn verður opið á
morgun og næsta sunnudag frá
kl. 13 til 17. Gestum gefst tæki-
færi til að fylgjast með undir-
búningi jólanna eins og hann
var í gamla daga, flest hús safns-
ins verða opin og mikið um að
vera. í Dillonshúsi verður m.a.
boðið upp á heitt súkkulaði,
pönnukökur og heimagerðar
^Jólasmákökur.
Klassík
■ TONLEIKAR TONSKOLA SIGUR-
SVEINS I LANGHOLTSKIRKJU.
100 nemendur koma fram á tónleik-
um Tónskóla Sigursveins í Lang-
holtskirkju klukkan 14 í dag. A jól-
unum er gleði og gaman er yfir-
skrift tónleikanna. Flutt veröa jólalög
frá ýmsum löndum.
Sveitin
■ JOLASYNING I dag verða haldnar
jólasýningar safnanna á Eyrar-
bakka. í Sjóminjasafninu hefst Ijós-
rmyndasýningin I landi... í Húsinu
hefst jólasýning Byggðasafns Ár-
nesinga.. Sýningarnar eru sam-
starfsverkefni safnanna og opnar frá
kl. 14-17.
■ AÐVENTUTÓNLEIKAR Á HEIMA-
LANDI l dag verða aðventutónleikar
á Heimalandi undir Eyjafjöllum. .
Samkór Rangæinga, Kvennakórinn
Ljósbrá og Karlakór Rangæinga
halda sameiginlega söngskemmtun.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.
■ AOVENTUTÓNLEIKAR í EGILS-
BUÐ I NESKAUPSTAÐ Kór Fjarða-
byggðar ásamt hljómsveit og ein-
söngvurum kl. 16.00. Trúbadorarnir
Jón Oddur og Jón Bjarni í Stúkunni
frá 23.00-3.00.
•^leikhús
■ ABIGAIL HELDUR PÁRTI Abigail
heldur partí eftir Mike Leigh á Litla
sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld kl.
19.
■ AUÐUN OG ÍSBJÖRNINN ís-
lenski dansflokkurinn sýnir Auðun
og ísbjörninn, dansverk fyrir börn,
eftir Nönnu Ólafsdóttur á Litla sviði
Borgarleikhússins í dag kl. 14.
■ DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT
Draumur á Jónsmessunótt verður
sýndur í kvöld kl. 20.00 á Stóra
sviði Þjóðleikhússins. Takmarkaður
sýningafjöldi.
■ OFVIÐRIÐ Ofviöriö verður sýnt í
Smiðjunní, nýju leikhúsi Nemenda-
leikhússins, við Sölvhólsgötu 13 í
._kvöld kl. 20. Miðaverö 500 krónur.
m
■ PRINSESSAN í HÖRPUNNI Leik-
brúðuland sýnir Prinsessuna í hörp-
unni í Tjarnarbíói í dag kl. 15.
Nansenskólinn í Lillehammer vinnur að friðarátaki:
Stefna saman þjóð-
um gömlu Júgóslavíu
- vilja gjarnan fá íslendinga í skólann
DV, LILLEHAMMER:___________________
Nansenskólinn í Lillehammer er
með merkilegt skólastarf í gangi,
auk hefðbundins náms, þar sem
fulltrúum þjóðarbrota gömlu
Júgóslavíu er stefnt saman. Á
þriggja mánaða námskeiðum er
þjóðarbrotunum stefnt saman og
nemendurnir hristir saman. Fólkið
ræðir pólitísk málefni fram og aftur
og harkalega er deilt. Tilgangurinn
er sá að þeir eyði því hatri sem er
rótgróið. Inge Eidsvág, lektor við
Nansenskolen, sagði að framan af,
þegar námskeiðin hófust, hefði ver-
ið erfitt að ná fólkinu saman.
„Það komu tímar þar sem maður
var að gefast upp en nú sjáum við
árangur starfs okkar því það fólk
sem hefur verið á námskeiðunum
hefur snúið aftur til síns heima og
staðið fyrir stofnun sambærilegra
hópa. Þetta er friðarstarf ofan í
grasrótinni," segir Inge sem um ára-
bil var skólameistari við Nansen-
skólann.
Einn nemendanna sem er frá
Bosníu er nú er leiðbeinandi í
heimalandi sínu. Hann segir námið
hafa verið ómetanlegt og friðarstarf-
ið skili sér.
„Við sem hér höfum farið í gegn-
um friðarnámið erum góðir vinir í
dag. Þetta nám hefur fært okkur
saman. Við skiljum hvert annað og
höfum náð að brjóta niður múrana
sem áður skildu okkur að. Ég hef
farið til hluta gömlu Júgóslavíu,
Elstur og yngstur
Þessir tveir herramenn eru sinn af hvorri kynslóðinni í Nansenskólanum.
Sá elsti sem stundað hefur nám viö skólann losar áttrætt en
sá yngsti er 17 ára.
Friöarvinna
Hér eru saman komnir leiðbeinendur sem vinna að friði meðal þjóða gömlu Júgóslavíu.
Allir hafa þeir lokið námskeiði við Nansenskólann.
þangað sem ég hafði aldrei komið
áður, svo sem Makedóníu. Þetta hef-
ur eytt ákveðnum fordómum mín-
um,“ segir nemandinn.
„Við höfum kynnt okkur málin
frá öllum hliðum með því að lesa
blöðin í hverju landi fyrir sig og
ræða málin frá öllum sjónarhorn-
um,“ segir hann.
Inge lektor segir að hið hefð-
bundna nám í skólanum sé einnig
mjög gefandi og nýtist fólki.
“Nemendahópurinn er á öllum
aldri og sá elsti sem stundað hefur
nám við skólann er rúmlega áttræð-
ur en þeir yngstu um 17 ára. Þetta
er gott nám og ég skora á íslendinga
að sækja um hjá okkur,“ segir Inge.
-rt
Inge Eidsvág:
- gefandi nám.
Hljómplötur
Helgi Björnsson og Bergþór Pálsson - Strákarnir á Borginni: ★ ★
Sitt lítið af hvurju
■ SÝND VEIÐII kvöld kl. 20 veröur
sýnt leikritið Sýnd veiði í lönó. Örfá
sæti eru laus.
■ VITLEYSINGARNIR Vitleysing-
arnir, nýtt leikrit eftir Olaf Hauk Sím-
onarson, verður sýnt í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Órfá
sæti laus.
■ Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI Aukasýn-
ing í kvöld á leikritinu A sama tíma
;~3?ð ári í Loftkastalanum kl. 20.
Kabarett
■ HRATT OG BITANDI Hátíöar og
lokasýning á Hratt og bítandi,
skemmtikvöldi fýrir sælkera, í Kaffi-
leikhúsinu. Um er aö ræða fjögurra
rétta máltíö með lystilegri listadag-
skrá sem hefst kl. 19.30.
-x^Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Það var einhver hugvitssamur
viðskiptajöfur sem fékk þá Helga
Björnsson og Bergþór Pálsson til
þess að syngja saman í dagskrá sem
heitir Strákarnir á Borginni. Þeir
voru til í tuskið og það hafa kúnn-
arnir líka verið því þetta hefur svín-
virkað og gengið vikum saman fyr-
ir fullu húsi, þríréttaðri máltíð og
réttri stemningu á Borginni.
Nú hefur þessari söngdagskrá
verið rennt inn á geisladisk eða að
minnsta kosti 11 lögum af henni.
Þetta er hljóðritað í Sýrlandi og það
eru þeir Kjartan Valdemarsson á
slaghörpu, Matthías Hemstock á
trommur og Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson á kontrabassa sem leika
undir hjá strákunum og gera það
óaðfinnanlega.
Þetta mun vera tekið upp „læv“
eins og það er orðað á umslaginu
sem þýðir að allt er tekið upp í einu.
Þetta er sagt gert til þess að endur-
skapa stemninguna á Borginni en
þess verður samt ekki vart í hljómi
plötunnar.
Helgi Björnsson hefur sungið í
fleiri ár en hann kærir sig um að
muna og rödd hans er komin með
þessa þreytulegu fágun sem minnir
á leður, viskí og vindlareyk og fell-
ur því einkar vel að mörgum lögum
af þessari tegund léttrar tónlistar.
Bergþór Pálsson er óperusöngv-
ari sem á, öfugt við marga kollega
sína, afar létt með að syngja alls
konar tónlist sem á ekkert skylt við
klassík því hann er mjög fjölhæfur.
Það sem hann syngur á þessum
diski gerir hann vel.
Nú skyldi maður ætla að þá væri
allt í lagi en svo er ekki. Þó einstök
hráefni séu til staðar og í góðu lagi
þá fmnst mér blandan ekki virka
sem skyldi. Mér finnst raddir þeirra
félaga betri hvor í sínu lagi en sam-
an. Lagavalið er einkennilegur sam-
tíningur héðan og þaðan eins og all-
ir sem komu að verkefninu hatl
fengið að velja sín óskalög. Skalinn
liggur alveg frá lummum eins og
Volare sem allir geta sungið með,
gegnum Cole Porter yfir i íslenska
slagara eins og Ó, borg mín borg eft-
ir Hauk Morthens.
Þetta er sennilega gert til að sæt-
kenndir Borgargestir fmni allir eitt-
hvað við sitt hæfi. Ég er sannfærð-
ur um að þetta svínvirkar þar í
glasaglaumi og skemmtilegheitum
en heima í stofu vantar allan neista
í þessa sundurlausu romsu.
Páll Ásgeir Ásgeirsson