Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Side 13
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001
13
Menning
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Galdrasproti
DV-MYND ÞÖK
Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni
„Stjómandinn kallaöi á meitlaöa en ótrúlega IJölbreytilega túlkun og haföi í raun allan salinn
á valdi sínu. Ekki er ólíklegt aö einhverjir hafi hreinlega gleymt aö anda ..."
Það virðist óhætt að fullyrða
að aldrei hafi gestir Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verið
teknir með eins áhrifamiklu
trompi strax í upphafi tónleika
og gerðist í gærkvöldi.
Það var ijóst strax og gengið
var inn í salinn að andrúmsloft-
ið var sérstakt. Hvert sæti virt-
ist skipað og einhver gleðileg
spenna i loftinu. Þegar hljóm-
sveitarstjórinn, Vladimir Ash-
kenazy, gekk inn á sviðið
braust út óvenjumikið og þétt
lófatak. Móttökur sem lista-
maðurinn svaraði með því að
snúa sér eftir viðeigandi hneig-
ingar á hæl og hefja leikinn af
einstæðum krafti.
Fyrst á metnaðarfullri efnis-
skránni var Sinfónía nr.9 eftir
Shostakovich frá árinu 1945.
Ashkenazy virtist halda á töfra-
sprota því efni fyrsta kaflans,
Allegro, varð svo lifandi, ákaft
og eldfimt í þessum flutningi að
erfltt er að ímynda sér þetta
betur flutt. Einbeiting flytjenda
var algjör. Stjómandinn kallaði
á meitlaða en ótrúlega fjölbreytilega túlkun og
hafði i raun allan salinn á valdi sínu. Ekki er
ólíklegt að einhverjir hafi hreinlega gleymt að
anda, svo sláandi var þessi byrjun. Hraði og tær-
leiki i túlkuninni veitti krafti og stundum
groddahætti verksins viðnám sem skapaði nánast
gneistaflug. Umræddur fyrsti kafli verksins
reyndist vera sá besti frá hendi höfundar, en
margt var samt hrífandi og allt vandað og vel út-
fært.
Eftir hlé hljómaði verk í síðrómantískri stærð,
Ljóð af jörðu, eftir Gustav Mahler. Verkið er
samið á fyrsta áratug þessarar aldar, höfundur þá
Tónlist
á flmmtugsaldri. Hann lést nokkrum árum síðar
og þessi mikli hljómsveitarstjóri fékk þannig
aldrei tækifæri til að stjórna verkinu. Það var
frumflutt nokkrum mánuðum eftir andlát hans.
Þetta er sérkennilegt samsafn ljóða sem eru kín-
versk að uppruna. Mikil gleðilæti má flnna í
þeim hluta sem skrifaður er fyrir tenór. Altrödd-
in fær meira íhugandi og dýpra efni til að moða
úr.
I hóp flytjenda bættust nú tveir söngvarar, þau
Iris VermiUion mezzosópran og Robert GambUl
tenór. Það var hann sem
reið á vaðið og söng fyrsta
ljóðið, Harmljóð við skál,
með miklum tilþrifum.
Kraftmikil röddin og
hrein var aldrei spöruð og
túlkunin dramatísk og
ágeng. Það skal játast að
heit ósk um að fá að
heyra þennan mann flytja
tónlist Wagners bjó um
sig í hugskotinu. Og ekki
var túlkun hans á þriðja
Ijóðinu, Æska, verri. Þátt-
ur Mahlers er auðvitað
óumdeildur. Tónlistin er
með hugstreymislegu yf-
irbragði, fjölbreytt og
frjáls. Ógleymanleg eru tU
dæmis þau andartök þeg-
ar sungið hefur verið um
„vatnsins kyrru kristals-
fleti“. Hugmyndin er Sett
snilldarlega fram í tónum
og var flutningurinn
þarna hreint frábær.
Tónsvið ljóðanna virt-
ist ekki vefjast sérstak-
lega fyrir mezzósópran-
söngkonunni. Hún bar fyrst í stað túlkunina eins
og utan á sér, líkt og þeir gera sem vanir eru að
leika fyrir stóru húsi. En hún vann sig inn í efn-
ið og flutti viðamikið lokaljóðið mjög vel. Eilífð-
aráköllin í lokin orðin sem bergmál úr brjóstum
þeirra sem í salnum voru.
Tónleikagestir þökkuðu fyrir sig með uppi-
standi og löngu lófataki. Þessara tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar íslands undir stjórn Ashkenazy
verður minnst sem eins af hápunktunum í tón-
leikahaldi hennar.
Sigfriður Bjömsdóttir
Hitavættir
og tröll
DV-MYND PJETUR
Páll frá Húsafelli viö eitt verka sinna
/ Ásmundarsafni veröa sýnd verk úr grjóti, eftir
Pál Guðmundsson og Ásmund Sveinsson.
Á morgun veröa opnaöar í Listasafni Reykjavíkur
tvœr áhugaveróar sýningar. í Hafnarhúsinu verða
sýndar höggmyndir eftir Robert Dell undir titlinum
Hitavœttir, en í Ásmundarsafni veröur opnuð sýn-
ingin Fjöll rímar viö tröll, sem eru verk eftir Pál
Guömundsson frá Húsafelli og Ásmund Sveinsson.
Það býr margt tröllslegt í björgunum sem PáU
frá HúsafeUi hefur skapað listaverk sín úr. PáU
hefur lengi unnið beint í náttúruna í sínu næsta
nágrenni, þar sem hann sækir efni sitt, íslenskt
grjót í öllum regnbogans litum. En hann er ekki
sá eini íslenskra listamanna sem sækir hug-
myndir sínar í hina hrikalegu og stórbrotnu feg-
urð sem fjöhin búa yfir. Ásmundur Sveinsson
nefndi oftar en einu sinni að tröUin hans ættu
upphaf sitt að rekja tU íslensku fjallanna. Dæmi
um þetta er að finna í verkum hans eins og Tón-
um hafsins, TröUið á fjöUunum, Sonartorreki og
Helreiðinni. I sýningunni í Ásmundarsafni er
þessum tveimur listamönnum stUlt upp saman.
Útkoman er rammíslensk sýn tveggja ólíkra
listamanna, sem sækja hugmyndir sínar í harð-
gerða náttúruna og meitla hana af fingrum fram.
Á sýningunni gefur einnig að líta forláta stein-
hörpu sem PáU lagði nýverið lokahönd á. Harp-
an spannar tæpar fjórar áttundir en Áskell Más-
son tónskáld hefur samið tónverk við hana og
víólu sem frumflutt verður i tilefni af opnuninni.
Hitavættir Roberts DeU samanstanda af
svokölluðum jarðhitahöggmyndum. Að sögn
listamannsins eiga verk hans að „vera brú til að
hjálpa okkur að skUja og lifa í sátt og samlyndi
við stoðkerfl tilveru okkar - jörðina sjálfa. Þetta
er ný goðafræði, með notkun nútímatækni. Þetta
eru sjáanleg sagnakvæði, sem syngja ofurmjúkt
ljóð jarðarinnar til þeirra sem vilja hlusta."
Myrk stemning
Á geisladiski með Tríói Reykjavíkur, sem kom
út fyrir skemmstu, eru þrjú tónverk; Tríó opus 70
nr. 1 eftir Beethoven; „Ándað á sofinn streng" eft-
ir Jón Nordal og hið svokaUaða Dumky tríó eftir
Dvorák. Miklar andstæður einkenna verkin, tU
dæmis er hægi þátturinn í Beethoventríóinu ein
tregafyUsta tónsmíð meistarans en gleðin hins
vegar allsráðandi í hröðum lokakaflanum. Sömu-
leiðis túlka sex dansþættir í tríói Dvoráks aUs
konar tilfmningar og er það helst tónlist Jóns
Nordals sem er einlit, þó hún sé langt frá því að
vera einhæf.
„Andað á sofinn streng“ er tUvitnun i ljóð eft-
ir Snorra Hjartarson og hefst á einmanalegum
tónum fiðlu og síðar seUós. Stemningin er afar
myrk og innkoma nöturlegra hljóma píanósins
undirstrikar vonleysið. Þó úrvinnsla grunnhug-
myndanna sé tilflnningaþrungin og markviss
endar verkið á svipaðan hátt og það byrjaði, í
þögn og einsemd. HeUdaráhrifin eru eins og ein-
tal þriggja persóna sem búa saman en þó í óra-
vegu hver frá annarri. Er þetta er vel samin og
mögnuð tónlist, auðvitað ekki skemmtUeg, en á
heldur ekki að vera það.
Geislaplötur
Flutningur Tríós Reykjavíkur á verki Jóns er í
fremstu röð. Túlkunin er hástemmd og alvörugef-
in og hver tónn er þrunginn innri merkingu. Er
það ekki að undra því hér eru á ferðinni þau Guð-
ný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Peter Maté píanóleikari, allt sam-
an afburða tónlistarfólk. Skiptir ekki máli hvert
viðfangsefni þeirra er, hljóðfæraleikurinn er
þrunginn lífi og tilfinningu, án þess að það komi
niður á nákvæmni í samspili eða bjögun ein-
stakrar raddar. Flutningurinn á tríói Beethovens
er afar sannfærandi, bæði formfastur og ástríðu-
þrunginn, tæknilega fullkominn og hver einasti
tónn fagurlega mótaður. Sama má segja um hið
skemmtilega tríó eftir Dvorák, þar leiftrar túlk-
unin af lífsgleði sem í óhömdu tUfinningaflæðinu
jaðrar við að vera frumstæð.
Upptakan, sem var í höndum Bjarna Rúnars
Bjamasonar, er vönduð og fagmannleg, samræmi
hljóðfæranna ágætt og endurómunin hæfilega
mikil. Bæklingurinn, sem inniheldur greinar eft-
ir Jón Ásgeirsson um verk Dvoráks og Beet-
hovens, er einnig prýðilega unninn. I stuttu máli
er þetta frábær geisladiskur og vel þess virði að
eiga.
Jónas Sen
Tríó Reykjavíkur flytur verk eftir Beethoven, Dvorák og
Jón Nordal. Japis 2000.
Mikið um að
vera í
Listasafni íslands
I Listasafni ís-
lands verða á morg-
un opnaðar þrjár
sýningar.
Yfirsýn nefnist
sýning þýska mál-
arans Gerhards
Richters en hann er
viðurkenndur sem
einn fremsti málari sinnar kynslóðar.
Hann hefur á ferli sínum fengist við
að kanna möguleika málverksins,
m.a. með notkun eftirprentana, ljós-
mynda og mynda úr fjölmiðlum. Verk
Richters eru ýmist fígúratíf eða
abstrakt en margbreytileiki vinnuað-
ferða hans gerir það að verkum að
ekki er alltaf auðvelt að átta sig á
hvort heldur er. Flest verkin á sýn-
ingu Listasafns íslands eru frá síðustu
fjórum árum en hún er skipulögð af
Institut fúr Auslandsbeziehungen i
Þýskalandi.
Einnig verða til sýnis í Listasafni
Islands verk í eigu safnsins eftir Jón
Stefánsson, einn af frumherjunum 1
íslenskri myndlist. Jón Stefánsson
(1881-1962) hóf listnám sitt í Kaup-
mannahöfn en varð síðan fyrstur is-
lenskra málara til að sækja slíkt nám
utan Norðurlandanna. List Jóns ein-
kennist öðru fremur af formrænu
samræmi, innra jafnvægi og rök-
rænni byggingu. Sýning Listasafns ís-
lands á úrvali verka eftir Jón Stefáns-
son í eigu safnsins gefur gott yfirlit
yfir listferil hans.
Þriðja sýningin,
sem opnuð verður í
Listasafni íslands á
laugardaginn, er á
innsetningunni
Glerregni, frá 1984
eftir Rúri (f. 1951).
Verk eftir Rúrí eru
gjarnan umfangs-
mikil umhverfislistaverk og viðfangs-
efni þeirra andstæða sjálfhverfrar
íhugunar. Þau vísa út í tilveruna og
taka fyrir ýmsa þætti hennar, svo sem
afstæðið, alheiminn eða tímann. Við-
fangsefni Glerregns er tími og ógnir,
en verkið er ein af fyrstu innsetning-
rrnum sem sýnd var á íslandi. Lista-
safn íslands eignaðist verkið árið 1988
en sýnir það nú í fyrsta sinn.
Sýningarnar þrjár standa til 18,
febrúar. Listasafn íslands er opið frá
kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga.
Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Svava og verk
hennar
í nóvember var
haldið þing í Þjóð-
arbókhlöðunni
um verk Svövu
Jakobsdóttur í til-
efni af sjötugsaf-
mæli hennar 4.
október. Fyrirles-
arar voru bókmenntafræðingamir
Ástráður Eysteinsson, Birna Bjarna-
dóttir, Soffia Auður Birgisdóttir, Pét-
ur Már Ólafsson og Dagný Kristjáns-
dóttir. Á morgun verða á Rás 1. kl.
16.08 flutt valin atriði úr fyrirlestrin-
um, sem meðal annars fjölluðu um
raunveruleika innri reynslu í sögum
Svövu og samhengi hugmynda og
hins ritaða orðs. Umsjón hefur Sigríð-
ur Albertsdóttir.
m m
í£.» T>
Ný sögubók
Nýja bókafélagið
hefur sent frá sér Is-
lands- og mannkyns-
sögu NB II - Frá lok-
um 18. aldar til alda-
móta 2000. Bókin er
ætluð til kennslu í
gmnnáfanganum
SAG-203 í framhaldsskólum og er
framhald af Islands- og mannkynssögu
NB I sem kom út í haust.
Bókin er ríkulega skreytt myndum
og kortum með litmyndum á hverri
blaðsíðu. Höfundar eru sagnfræðing-
amir Margrét Gunnarsdóttir og Gunn-
ar Þór Bjarnason en þau hafa bæði
reynslu af sögukennslu. Bókin er sam-
in með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá
fyrir framhaldsskóla, en þar er mælst
til þess að sögu mannkyns og íslend-
inga sé fléttað saman.