Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001
Fréttir I>'V
Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar:
53,3% andvíg
ríkisstjórninni
- tæp 32 prósent framsóknarmanna svíkja lit
Samkvæmt skoðanakönnun DV sem
gerð var á sunnudag mælist 53,3 pró-
sent andstaða við við ríkisstjómina
sem er álíka og í könnun sem fram-
kvæmd var 12. janúar sl. í þeirri könn-
un urðu veruleg umskipti frá fyrri
könnunum DV og virðist óánægja með
stjómina haldast þrátt fyrir að íleiri
segist myndu kjósa stjómarflokkana
nú en i síðustu könnun.
í skoðanakönnuninni sem fram-
kvæmd var sunnudagskvöldið 28. jan-
úar var spurt: Ert þú fylgjandi eða and-
víg(ur) ríkisstjóminni? Úrtakið var 600
manns, skipt jafht á milli landshluta
og milli kynja. Svörun var mjög góð og
tóku 510 manns, eða 85%, afstöðu til
spumingarinnar en 90 manns, eða
15%, vom óákveðin eða svömðu ekki
spumingunni.
Ósamræmi í afstöðu kjósenda
Af þeim sem afstöðu tóku voru
53,3% andvíg ríkisstjórninni, en
46,7% voru henni fylgjandi. Er
þetta lítill munur frá fyrri könnun,
en þá voru 54,7% andvíg stjórninni
og 45,3% voru henni fylgjandi.
Er þetta athyglisvert í ljósi þeirra
miklu umskipta sem orðið hafa á fylgi
flokkanna frá fyrri könnun sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar sem
birt var í gær. Ekki er samræmi í þvi
hvernig fólk segist ætla að kjósa
flokka ef kosið væri nú og afstöðunn-
ar til ríkisstjómarinnar.
Framsóknarkjósendur svíkja lit
Ef tölur eru skoðaðar frekar, með
hliðsjón af hvaða hug kjósendur ein-
stakra flokka bera tO ríkisstjómarinn-
ar, kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.
Af kjósendum Framsóknarflokksins
styðja einungis 68,1% styðja ríkis-
stjómina, en 31,9% er henni andvíg.
Hjá kjósendum Sjáifstæðisflokksins er
einnig nokkur óánægja með ríkis-
stjómina, eða 12,7%, en fylgjendur
stjómarinnar teljast vera 87,3%.
Vart þarf andstaða samfylkingar-
manna við ríkisstjóm Davíðs Oddsson-
ar og Halldórs Ásgrímssonar að koma
á óvart. Þar era 93,8% andvíg stjóm-
inni en 6,2% fylgjandi henni. Hjá kjós-
endum Vinstri hreyflngarinnar -
græns framboðs era hlutfóllin áþekk.
Þar eru 92,4% á móti stjóminni en
7,6% kjósenda VG era henni hlynnt. Ef
fylgi Frjálslyndra er skoðað með sömu
augum era 87,5% á móti stjóminni en
12,5% fylgjandi. Vert er þó að benda á
að úrtak kjósenda Fijálslyndra er svo
lítið að taka ber slíkri greiningu á
flokknum með fyrirvara.
Ótryggt fylgi Framsóknar
Af þessum tölum má ætla að fylgi
Framsóknarflokksins sé ekki mjög fast
í hendi og kemur það heim og saman
við fyrri kannanir DV sem sýna Fram-
sóknarflokkinn með mun minna fylgi
en hann mælist í könnuninni á sunnu-
daginn. Virðist sem bæði Framsóknar-
flokkur og VG hafi tekið fylgi frá Sam-
fylkingunni í þessari könnun. Hvort
það stafar að verulegu leyti af frægu
falli Ingibjargar Pálmadóttur heil-
brigðisráðhema í beinni útsendingu
að Össuri Skarphéðinssyni ásjáandi
eða af einhveiju öðra skal ósagt látið.
Andstaðan mest hjá konum
Þegar litið er á niðurstöður könnun-
arinnar eftir kynjum kemur í ljós að
konur eru mun andvígari ríkisstjóm-
inni en karlar. Á höfuðborgarsvæðinu
era 62,3% kvenna andvíg ríkisstjóm-
inni af heildarúrtakinu en aðeins
22,7% henni hlynnt. Óákveðnir og þeir
sem ekki taka afstöðu í hópi kvenna á
höfuðborgarsvæðinu eru samtals 15%.
í hópi karla skiptist afstaðan til ríkis-
stjómarinnar á höfúðborgarsvæðinu
nánast í tvo jafna hópa. Á landsbyggð-
inni era 6% fleiri karlar úr öllu úrtak-
inu andvígir ríkisstjóminni eða 44% á
móti 38%, en óákveðnir og þeir sem
ekki svara eru 18%. í hópi kvenna á
landsbyggðinni er afstaðan nokkuð í
samræmi við afstöðu kvenna á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar eru 50% kvenna
andvíg ríkisstjórninni en 34% þeirra
era henni hlynnt og 16% era óákveðin
eða svara ekki. Af þessu er greinilegt
að ríkisstjómin á ekki eins upp á pall-
borðið hjá konum og stjómarandstað-
an. -HKr.
Þeir sem tóku afstööu Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur)
ríkisstjórninni?
46,7% , .
fylgjandi Allt urtaklð
Eistarnir
enn í banni
- mæla göturnar
Eistnesku nektardansararnir,
sem Útlendingaeftirlitið hótaði
handtöku færu þeir úr spjör á konu-
kvöldi á Hótel íslandi í síðustu
viku, eru enn í dansbanni og mæla
þess í stað götur höfuðborgarinnar
kappklæddir. Skemmtanahaldar-
arnir, Eyþór Tómasson og Gústaf
Sveinsson, sem fluttu Eistana til
landsins, halda sínu striki þrátt fyr-
ir bann yfirvalda og nota staðgengla
í stað eistnesku listamannanna. Er
þar bæði um að ræða íslenska dans-
ara og erlenda.
Þeir félagar verða með áður aug-
lýsta skemmtun fyrir norðlenskar
konur í Sjallanum á Akureyri á
fostudagskvöldið og vilja koma
þeim skilaboðum til væntanlegra
gesta að Eistarnir verði ekki á svið-
inu, eins og stendur á veggspjöld-
um, heldur frábærir staðgenglar, „...
bæði hvítt kjöt og svart,“ eins og
þeir orða það sjálfir. -EIR
Hótað handtöku
Frétt DV um eistnesku
karlstripparana.
Gott starf
Ungmenni í sérdeild Hvammshúss í Kópavogi afhentu í gær Sigrúnu Árnadóttur hjá Rauða krossi íslands allmörg
notuð reiðhjól sem þau höföu gert upp með 100.000 kr. styrk frá deild RKÍ í Kópavogi. Hjólin verða send til
munaðarlausra barna í Malaví. Við afhendinguna var einnig Bragi Michaelson formaður skólanefndar.
Davíð og Dorrit:
Saman á Saga Class
Fágæt tilviljun olli því að Davíð
I Oddsson forsætisráðherra lenti við
| hlið Dorritar Moussaieff á Saga
: Class í Flugleiðaþotu á leið til
| London á sunnudag. Dorrit var sest
I í sæti 4A þegar Davíð birtist með
j sætanúmerið 4B. Ekki var þvi um
annað að ræða en forsætisráðherra
settist við hlið unnustu forsetans.
Að sögn sjónarvotta var andrúms-
loftið á Saga Class vandræðalegt í
fyrstu, sumir sögðu það hafa verið
rafmagnað. En er leið á flugið gekk
hnífurinn ekki á milli Davíðs og
Dorritar og áttu þau afar ánægjuleg-
ar samverustundir hlið við hlið í
Dorrit Moussaieff Davíð Oddsson
/ sæti 4A. í sæti 4B.
ágætu yflrlæti á leiðinni til London.
Forsætisráðherra er í einkaerind-
um ytra svo og Dorrit. -EIR
Vill viöræður á ný
íslensk erfða-
greining hefur ósk-
að eftir því að
stjórn Læknafélags-
ins endurskoði þá
ákvörðun sína að
hætta viðræðum
um framkvæmd
um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði. Var
tilkynnt um viðræðuslitin með bréfi
Læknafélagsins sem ritað var 23.
janúar. fE telur engar efnislegar for-
sendur fyrir viðræðuslitunum.
Fátækir ferðast ekki
Tekjulágar fjölskyldur ferðast
ekki einu sinni helming á við þær
vel settu og eyða líka miklu minna
á ferðalögum sinum samkvæmt
könnun Ferðamálaráðs á ferða-
venjum ísleninga á árinu 2000.
Af þeim tekjulægstu fóru bara
30% til útlanda. Hlutfallið hækkaði
svo í takt við tekjurnar og 70%
þeirra tekjuhæstu fóru utan, að
meðaltali 2 ferðir á árinu.
íbúðaverð í hámarki
Fasteignaverð hélt áfram að
hækka allt síðasta ár og náði sögu-
legu hámarki í desember, þrátt fyr-
ir að sölusamningum um íbúðir í
fjölbýlishúsum fækkaði um 22% frá
árinu áður og húsbréfaviðskipti
drægust saman um 10% milli ára.
Kannar kúariðuviðbrögð
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir
Blóðbankans, segir að töluverð um-
ræða eigi sér stað þessa dagana hér-
lendis um hvort grípa skuli til að-
gerða til að minnka hættu á
kúariðusmiti samfara blóðgjöf. -
Dagur greinir frá.
Stuðningur við fiskveiðar
Islendingar und-
irbúa nú þátttöku í
uppbyggingu sjáv-
arútvegs á Austur-
Tímor og mun rík-
isstjórnin leggja til
þess um 8,5 milljón-
ir króna á árinu.
Björn Dagbjarts-
son, framkvæmdastjóri Þróunar-
samvinnustofnunar íslands, og
Hjálmar Jónsson, alþingismaður og
stjórnarmaður ÞSSÍ, eru þar í heim-
sókn.
íslendingar „sætastir“
íslendingar borða miklu meiri
sykur en allar hinar Norðurlanda-
þjóðirnar, samkvæmt Norrænu töl-
fræðihandbókinni. Sykurskammtur
íslendinga var 53,4 kg að meðaltali á
hvert mannsbarn árið 1998, sem er
um 10,5 kg meira en í Svíþjóð og
Danmörku og rúmlega 8 kg meira
en meðalskammtur Norðmanna. -
Dagur greinir frá.
n«ii iiimjon iii inaianas
Lyflafyrirtækið
Delta hf. lagði í gær
fram hálfa milljón
króna i söfnun
Rauða kross ís-
lands til hjálpar-
starfs vegna jarð-
skjálftans á Ind-
landi á fóstudag.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri RKÍ, veitti framlaginu viðtöku
á blaðamannafundi i gær.
Vitni að árekstri
Lýst er eftir vitnum að ákeyrslu á
svartan Avensis. Atburðurinn gerð-
ist annaðhvort við Torfufell 48 laug-
ardaginn 20. janúar eða fyrir utan
11-11 í Lundahverfi í Kópavogi um
kl. 19 sunnudagskvöldið 21. janúar.
Þeir sem' telja sig geta gefið upplýs-
ingar um atburðinn snúi sér til lög-
reglunnar í Kópavogi eða hringi í
síma 564 2222. -HKr.