Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Síða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöið oCen kaupir mPres- ence frá OZ.COM OZ.COM hefur gert umfangs- mikinn samning við fyrirtækið oCen sem sérhæfir sig í netþjón- ustu á fyrirtækjasviði, aðallega á Asíumarkaði. oCen kaupir mPres- ence samskiptalausnina frá OZ.COM og samhæflr sinni; oCen CommPortal. mPresence er heild- arlausn fyrir farsímafyrirtæki og netfyrirtæki sem vilja, með lítilli fyrirhöfn, bjóða viðskiptavinum sínum upp á rauntímasamskipta- og upplýsingaþjónustu sem nýtir möguleika Netsins í hvivetna. Fyrir tilstilli mPresence getur oCen gert viðskiptavinum sínum kleift að eiga samskipti og nálgast upplýsingar í rauntíma, óháð tækjum og staðsetningu. oCen býður viðamikla netþjón- ustu á Asíumarkaði, með sérstaka áherslu á netsímaþjónustu og aðr- ar nettengdar samskiptalausnir. mPresence frá OZ.COM gerir oCen kleift að auka þjónustu sína enn frekar og færa yfir á farsíma- svið og bjóða upp á rauntímaskila- Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, segir mPresence-þjónustuna sniðna að samskiptalausnum á borð við oCen CommPortal. boð, einstaklingsbundna þjónustu ur fyrirtækið boðið viðskiptavin- og hópfundaþjónustu. Þannig get- um sínum upp á símtöl, funda- þjónustu, netsímtöl, SMS-skila- boð, veffundi og textafundi, svo nokkuð sé nefnt. „Við stefnum ætið að því að bjóöa upp á þá þjónustu sem er best hverju sinni,“ segir Jim Courtney, framkvæmdastjóri oCen. „mPresence gerir okkur kleift að bjóða upp viöskiptavin- um okkar margvíslega þjónustu, sníða hana að þörfum hvers og eins og síðast en ekki síst bjóða upp á einstæða farsíma- og net- þjónustu." Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, segir mPresence-þjón- ustuna sniðna að samskiptalausn- um á borð við oCen CommPortal. „Við erum að sjálfsögðu ánægð- ir yfir samningnum við oCen. Við höldum áfram að fjölga viðskipta- vinum og samstarfið við oCen er sérstaklega spennandi þar sem það opnar leiðir inn á Asíumark- að.“ Lítils háttar hagnaður Frumherja Frumherji hf. var rekinn með 0,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 21,2 milljóna króna hagnað árið á undan. Rekstr- artekjur ársins voru 446,8 milljónir króna og jukust um 15,9% frá 1999. Rekstrargjöld fyrir afskriftir voru 387,9 milljónir króna og jukust um 15,2% frá 1999. Hagnaður fyrir af- skriftir nam 58,9 milljónum króna og jókst um 21% frá árinu 1999. Eigið fé félagsins nam 319,8 millj- ónum króna í lok tímabilsins. Eigin- fjárhlutfall var 66,7% og veltufjár- hlutfall 1,43. Aukning í afskriftum I tilkynningu frá Frumherja segir að verri afkomu félagsins á árinu 2000 miðað við árið á undan megi einkum rekja til aukningar í af- skriftum vegna afskrifta viðskipta- vildar vegna kaupa á dótturfélögum og hærri fjártnagnsliða vegna geng- isbreytinga. „Þrátt fyrir verri af- komu gekk eiginleg starfsemi fé- lagsins ágætlega á árinu og hagnað- ur af rekstri félagsins fyrir afskrift- ir jókst um 21% eða 10 m.kr. Ástæð- ur þessa eru einkum bætt afkoma dótturfélaga. Rekstur móðurféiags var með svipuðum hætti og árið áður. Félagið keypti tvær fasteignir á tímabilinu fyrir rekstur skoðunar- stöðva fyrir bifreiðar, í Skeifunni og í Grafarvogi, en það er í samræmi við stefnu félagsins að færa þjón- ustu þess nær viöskiptavinum sín- um. Félagið keypti einnig allt hluta- fé Athugunar hf. sem annast skoðun ökutækja og er rekstur félagsins reiknaður í samstæðu Frumherja hf. fyrir árið 2000 en ekki fyrir árið 1999. Tölur fyrir árin 2000 og 1999 eru því ekki fyllilega samanburðar- hæfar,“ segir i tilkynningu frá Frumherja. Stímir noröur Ingunn AK 150 er hér á leiö frá Ghile og lítur glæsilega út. Ingunn milli Kúbu og Haítí á heimleið DV, AKRANESI: Ingunn AK 150, nýjasta skipiö í flota HB, sigldi fyrir helgina á um 14 sjómílna hraða á milli Kúbu og Haítí í Karíbahafinu og kemur brátt inn á Atlantshaf og tekur þá stefn- una fyrst til norðurs til St. Johns á Nýfundnalandi þar sem olía og kost- ur verða tekin. Reiknað er með að Ingunn verði í St. Johns fimmtudaginn 1. febrúar. Síðan verður kúrsinn tekinn á ís- land og stutt í að Skagamenn fái að líta augum langþráð skip sem mik- ill dráttur hefur orðið á aö afgreiða hjá skipasmiöum í Chile. -DVÓ Okeypis smáauglýsingar! ►I Gefins -alltaf á miövikudögum ► Tapað - fundið -alltaf á þriöjudögum Smáauglýsingar 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á ÞRIDJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 I>V igg'IBilTSB— HEILDARVIÐSKIPTI 8211 m.kr. Hlutabréf 3722 m.kr. Húsbréf 4034 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Frjálsi fjárfestingarb. 3577 m.kr. Q Sölumiðst. hraðfrystih. 45 m.kr. 0 Össur 34 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Talenta-Hátækni 14,3% 0 Sölumiðst. hraðfrystih. 2,6% © Samherji 1,8% i MESTA LÆKKUN | 0 íslenski hugbúnaðarsjóö. 5,6% | © Búnaðarbankinn 2,9% © Húsasmiöjan 2,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1222 stig - Breyting 3 0,16 % George Soros gengur I lið með mótmælendum George Soros, fjármálaspekingur- inn og mannvinurinn, sagði að hann væri sammála þeim sem mót- mæla aukinni alþjóðavæðingu að því leyti að umbætur þyrftu að verða til að koma í veg fyrir aukna misskiptingu gæða í hagkerfi heimsins. Hann sagði að alþjóðavæðing „skapaði leikreglur sem væru ekki sanngjarnar gagnvart öllum. Það eru fíku löndin, sem skilja að mörgu leyti ekki hvernig þriðji heimurinn hefur það, sem skapa all- ar leikreglur." Hann sagði einnig að ríkisstjórn- ir heimsins og stofnanir þyrftu að leita leiða til að hvetja einstök riki til að fylgja efnahagsstefnu sem skapaði hagvöxt - en að ekki mætti láta markaösöflunum það frjálst eft- DaimlerChrysler hyggst fækka um 25.000 störf Fastlega er búist við að stærsti bílaframleiðandi heims, Daim- lerChrysler, fækki starfsfólki um 25.000. Miklar vonir voru bundnar við samruna Daimler Benz og Chrysler á sínum tíma en sérfræð- ingar telja þær nú vera brostnar. Fyrirhuguð uppsögn um 20% af vinnuafli fyrirtækisins kemur í kjölfar fyrirhugaðra áætlana um að endurskoða rekstur fyrirtækisins frá grunni en það miðar að því að fyrirtækið skili arði. Mun a.m.k. þremur verksmiðjum verða lokað vegna þessa. Búist er við fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu vegna þessa síðar í dag. EB ... 3001,2001 M. 9.15 KAUP SALA IhlDoHar 86,150 86,590 SSpund 125,650 126,300 i*í Kan. dollar 57,330 57,690 RBpönskkr. 10,5980 10,6570 feP^Norsk kr 9,6550 9,7080 CBsænsk kr. 8,9450 8,9940 i H*HfI. mark 13,2984 13,3784 jí S Fra. franki 12,0540 12,1264 M llBolg. franki 1,9601 1,9718 3 Sviss. franki 52,0000 52,2900 CShoII. gyllini 35,8799 36,0955 ” Þýskt mark 40,4273 40,6702 : 1 llt*. líra 0,04084 0,04108 ; 2E Aust. sch. 5,7462 5,7807 K' Port. escudo 0,3944 0,3968 L*—JSná. peseti 0,4752 0,4781 : | • jjap. yen 0,73970 0,74410 M ijirskt pund 100,396 101,000 SDR 111,2500 111,9200 ^ECU 79,0689 79,5441

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.