Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Síða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 PV________________________________________________________ Útlönd Ariel Sharon enn með afgerandi forystu í skoðanakönmmum í ísrael: Arafat býr sig undir fund með gamla erkióvininum Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, er farinn að búa sig undir að þurfa að sitja samningafundi með gömlum erkióvini sínum, hægrisinnanum Ariel Sharon, leið- toga Likud-bandalagsins. Þegar aðeins er vika til forsætis- ráðherrakosninganna í ísrael bend- ir allt til að Sharon muni sigra Ehud Barak forsætisráðherra með miklum yfirburðum. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í morgun hefur Sharon enn tuttugu prósentustiga forskot á Barak. Arafat hafnaði því i gær að lýsa yfir stuðningi sínum við annan hvorn frambjóðandann, minnugur friðarviðræðna við helsta harðlínu- mann ísraelskra stjórnmála á árinu 1998. Arafat minnist þess eflaust líka að það var Sharon sem stjórnaði innrás Israela í Líbanon á árinu 1982. í kjölfar hennar neyddust Ara- fat og stuðningsmenn hans að flýja Ofbeldisverk á Vesturbakkanum ísraelskir hermenn viröa fyrir sér bíl ísraelsks landnema sem var skotinn til bana á Vesturbakkanum í gær. ísraelskir hermenn drápu Palestínumann á Gaza. til Túnis og setja upp höfuðstöðvar sínar þar. En bæði Arafat og hinn 72 ára gamli Sharon virðast hafa sætt sig við það að þeir þurfi að setjast sam- an að samningaborðinu eftir kosn- ingarnar 6. febrúar. Arafat sagði í gær að þokast hefði í samkomulagsátt á fundum Israela og Palestínumanna í Egyptalandi sem lauk um helgina. Hann lýsti yf- ir vilja sínum til að taka upp þráðinn að nýju eftir kosningarnar í næstu viku. Ofbeldisverkin héldu áfram á heimastjórnarsvæðunum í gær. ísraelskir hermenn skutu 21 árs gamlan Palestínumann til bana á Gaza. Síðar um daginn skutu Palest- ínumenn svo 55 ára gamlan ísra- elskan landnema til bana á Vestur- bakkanum. Átökin hafa nú staðið í fjóra mánuði og hafa 313 Palestínu- menn fallið, 49 ísraelar og þrettán ísraelskir ai-abar. 'mmmœlÉl Neitar að segja af sér Abdurrahman Wahid Indónesíuforseti er sagöur tengjast víötækum fjársvikum. Varar við valda- töku hersins Vamarmálaráðherra Indónesíu, Mahfud M. D., varaði í morgun við því að herinn kynna að taka völdin hættu stjórnmálaleiðtogar ekki karpi sinu og einbeittu sér í staðinn að þvi að stjórna landinu. Forseti Indónesíu, Abdurrahman Wahid, vísaði í gær á bug kröfum um afsögn hans. Um 10 þúsund námsmenn frá nokkrum háskólum í Jakarta og öðrum borgum gengu að þinghúsinu í gær til að leggja áherslu á kröfuna um rannsókn þingsins á tveimur spillingarmálum sem forsetinn er sagður tengjast. Óttast er að blóðug átök brjótist út milli stuðningsmanna forsetans og andstæðinga hans. í morgun var kyrrt í Jakarta. Borgaði sig út úr bresku fangelsi Auðugur breskur kaupsýslumað- ur borgaði sig út úr fangelsi með því að vísa til mannréttindalaga. Sérfræðingar óttast að þar með verði um tvenns konar réttlæti að ræða, eitt fyrir fátæka og annað fyr- ir ríka. Kaupsýslumaðurinn, Alun Phillips, sem er 36 ára, sat i gæslu- varðhaldi grunaður um morð á eig- inkonu sinni. Hann leigði öryggis- verði sem gættu hans allan sólar- hringinn og gat þannig haldið áfram að lifa í lúxus. Phillips var þó dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á eiginkonunni sem hann eignaðist þrjú börn með. Hann var sakaður um að hafa hálfkyrkt hana, síðan handjámað hana og drekkt í baðkeri. Phillips hafði fundið nýja kærustu en vildi ekki skilja. Við skilnað hefði eiginkonan fengið hluta föðurarfs hans sem var yfir 3 milljarðar íslenskra króna. Morð í Noregi: Nýnasistar óku um í leit að þeldökku fórnarlambi Síðastliðið fóstudagskvöld, þegar Benjamin Labaran Hermansen, þeldökkur 15 ára unglingur, var myrtur í úthverfi Óslóar, óku nýnasistar um og leituðu að þeldökku fómarlambi, að því er heimildarmaður norska blaðsins Af- tenposten greinir frá. Slíkur bíltúr er kallaður veiðitúr. Fimm ungmenni hafa verið hand- tekin vegna morðsins, þrír karlar og tvær konur á aldrinum 17 til 21 árs. Þau eru öll í nýnasistahreyflng- unni Boot Boys. Lögreglan hefur lýst eftir sjötta nýnasistanum, 19 ára, í allri Evrópu vegna morðsins. Einn hinna hand- teknu segir hann hafa framið morð- ið skömmu fyrir miðnætti á fóstu- dagskvöld. Norska lögreglan rannsakar nú hvað gerðist áður en Hermansen var myrtur til þess að komast að því hvort morðið á honum hafi verið skipulagt. „Ég veit að margir í Boot Boys tóku þátt í leitinni að fórnarlambi. Þetta var greinilega skipulagt morð,“ segir heimildarmaður Aften- posten sem veit þó ekki hvort búið var að ákveða fyrirfram að ráða einmitt Hermansen af dögum. Morðið var framið í úthverfl þar sem margir af erlendum uppruna búa. Hermansen var á göngu ásamt félaga sínum skammt frá heimili sínum þegar maður stökk út úr bíl, elti Hermansen uppi og stakk hann í brjóst og kviðarhol. Norska stjómin lýsti því yflr á fundi með fréttamönnum í gær að gripiö yrði til allra ráða í barátt- unni gegn nasisma og kynþáttahatri kæmi í ljós að morðið á Hermansen hefði verið vegna kynþáttahaturs. Dómsmálaráðherra Noregs, Hanne Harlem, tilkynnti í gær að stjómin ætlaði að skipa nefnd sem fara ætti til Svíþjóðar og Þýskalands til að kanna hvernig bann gegn nas- istahreyfingum virkar. „Þetta þýðir að viö íhugum bann við nasista- hreyfingum og samtökum kynþátta- hatara," sagði ráðherrann. Vetrarhátíö undirbúin Japanir undirbúa nú vetrarhátíö í Sapporo og sýningu á 326 ísskúlptúrum. Búist er viö 2,2 milljónum feröamanna á vetrarhátíöina sem hefst þann 6. febrúar næstkomandi. r*"* Vilhjálmur prins Forvitnin um prinsinn er svo mikil aö óprúttnir náungar eru tilbúnir aö reyna aö hlera samtöl hans. Komið upp um samsæri um að hlera Vilhjálm Breska leyniþjónustan MI5 hefur komið upp um samsæri um að hlera símtöl og tölvupóst Vilhjálms prins þegar hann kemur til náms í háskól- anum í St Andrews í Skotlandi næsta haust. Leyniþjónustumenn fundu nýlega hlerunarbúnað í bænum. Að sögn heimildarmanna breskra dagblaða var búnaðinum ætlað að fara í gang þegar ákveðin orð væru töluð í síma prinsins eða kæmu fyrir í tölvu- pósti hans. Rektor háskólans í St. Andrews hefur varað nemendur og kennara við alvarlegum afleiðingum greini þeir flölmiðlum frá því sem prins- inn tekur sér fyrir hendur. Kúariðufárið að sliga fjármál ESB Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins fengu þær fregnir í Brussel í gær að svo gæti farið að kúariðufárið myndi sliga landbúnað- ardeild ESB. Kostnaðurinn vegna kúrariðunnar hefur farið hraðvax- andi og sala á nautakjöti hefur minnkað mikið, með þeim afleiðing- um að kjötbirgðir hlaðast upp og er komið í geymslu á kostnað skatt- greiðenda. „Ófremdarástandið á nautakjöts- markaðinum nær lengra en maður gæti haldið," sagði landbúnaðar- stjóri ESB, Franz Fischler. Óttinn við kúariðu hefur nú breiðst út utan Evrópu, meðal annars til Indlands og Bandaríkjanna. Augusto Pinochet Einræöisherrann fyrrverandi /' Chile vill ekki koma fyrir rétt vegna ákæra um morö og mannrán. Dómari fyrirskip- ar að Pinochet skuli handtekinn Chflenski dómarinn Juan Guzman fyrirskipaði í gær að Augusto Pin- ochet, fyrrum einræðisherra í ChOe, skyldi handtekinn vegna ákæra um morð og mannrán. Dómarinn vísaði á bug tilraunum tO að stöðva réttar- höld yfir Pinochet á þeim forsendum að hann sé heilsuveOl. Guzman hefur rannsakað Pinochet í þrjú ár. Hann lagði fyrirskipun sína fyrir dómstól i Santiago í gær. Lögmaður Pinochets sagði að reynt yrði að fá úrskurði Guzmans hnekkt þar sem hann væri mjög svo óréttlátur. Pinochet hefur fimm dagá tO að áfrýja úrskurðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.