Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 13 x>v___________ Ormur í Paradís Jón Hlööver Askelsson Böövar Guðmundsson Tónmálið er hefðbundið og laust við alla tilgerð og helgislepju. Nýtt íslenskt tónverk var frumflutt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn var, Dagsöngvar um frið eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Verkið var hápunktur dag- skrár þar sem fréttamenn, starfs- fólk Rauða kross íslands og aðr- ir vöktu áheyrendur til umhugs- unar um stríðsátök samtímans. Voru frásagnir þeirra, sem stundum tóku á sig ljóðform, í heild áhrifaríkar, en liðu fyrir mikla endurómun kirkjunnar og skildust ekki alltaf nægilega vel. Tónlist Inn á milli var fléttaður tón- listarflutningur, fyrst söng Schola cantorum undir stjóm Harðar Áskelssonar hinn fagra sálm Þorkels Sigurbjörnssonar, Til þín Drottinn, hnatta og heima, við ljóð Páls V. G. Kolka. Var söngurinn í einu orði sagt unaðslegur. Samræmi raddanna var fullkomið og var þetta eitt magnaðasta atriði dagskrárinn- ar. Flutningur Kára Þormars orgelleikara á Chant du Paix eft- ir Jean Langlais var einnig til- hlýðilega alvörugefinn og há- stemmdur, og ljóðræn mótetta Knuts Nystedt, Peace I leave with you, var sér- lega faflega sungin. Laust við helgislepju Verk Jóns Hlöðvers ér samið við ljóð eftir Böðvar Guðmundsson og er fjórum þáttum sem bera heitin Morgunvers, Hádegissálmur, Rökkur- bæn og Kvöldbæn. í öllum þáttunum er textinn hugleiðing um stríðsástand „i hrjáðum heirni" og er beðið til Almættisins um „aö megi sátt um síð- ir buga hið sjúka hatur hvar sem er.“ Fyrsti og síðasti kaflinn samanstanda af glaðlegu stefi sem minnir dálítið á vísnasöng, og passar það ágæt- lega þegar kórinn syngur um dýrð morgunsins og góðar gjafir Guðs. En þegar „ormur sá er öndvert rís“ kemur til sögunnar og „er enn sem fyrr í Paradís", og sama fjörlega stefið rúllar áfram er útkoman eins og sjónvarpsfréttamaður sem er að segja frá skelfllegum atburðum með bros á vör. Hefði farið vel að umbreyta stefinu á einhvern hátt, og þá ekki bara með smá blæbrigða- breytingum eða drungalegum orgel- hljómum. Að mati undirrit- aðs er Rökkurbæn best heppnaðasti kafli tónsmíðarinn- ar; þetta er sérlega fallegur sálmur sem á eftir að lifa um ókomna tíð. Tónmálið er hefð- bundið og laust við alla tilgerð og helg- islepju, laglínurnar eru blátt áfram og úrvinnsla þeirra eðlileg og rökrétt. Hádegissálmur er einnig ágætlega saminn, efnistökin dramatisk og þrungin kraftmikl- um andstæðum, og þó handbragðið sé einfalt og látlaust er útkoman langt frá þvi að vera einfeldningsleg. Einsöngvararnir, þau Hlm Pétursdóttur sópr- an og Guðlaug Viktorsson tenór, eru efnilegt listafólk og stóðu sig prýðilega. Schola cantorum söng ennfremur frábærlega og blönduðust raddir einsöngvara og kórs eins vel og hægt var að hugsa sér. í heild var þetta góð dagskrá, hæfilega löng og holl áminning. Jónas Sen Hljómplötur__________________________________________________________ Athyglisverðasti djassdiskurinn Einn allra athyglisverðasti diskur sem gefinn var út á síðastliðnu ári er Grand Slam með sam- leik Jims Hall (gtr.) og Joe Lovano (tnr., alto, sopr., clar.) ásamt þeim George Mraz (bs.) og Lew- is Nash (trm.). Það er alltaf jafnkjánalegt þegar sjálfskipaðir sérfræðingar útnefna disk eða plötu ársins, að maður tali nú ekki um þá sem treysta sér til að velja bestu hljóðritun ársins eða jafnvel aldarinn- ar. Samt getur undirritaður ekki stillt sig um að benda á ofannefndan geisladisk með hástemmd- um lýsingarorðum. Hann kemur þægilega á óvart, er frábærlega vel gerður, frjálslegur í formi en þó vel skipulagður. Þegar stórstjömur koma saman til hljóðritunar er það nú oft svo að árangurinn felst minnst í samspili. Stjörnurnar raða sér upp og leika sinn stjörnuleik, hver á fætur annarri, svo að segja i einfaldri röð! Elstu dæmin um slikt eru auðvitað Jazz at the Philharmonic og svo hljóðritanir tíma- ritsins Metronome. í þennan flokk má jafnvel setja óteljandi hljóðritanir stjörnuleikara með undirleik tríós Oscars Petersons. í þetta sinn koma stórstjörnurnar Hall og Lovano með frábærum meðleikurum, Nash og Mraz. Þeir þverbrjóta óskrifaðar reglur stjömu- hljóðritana sem oft vilja vera eins konar ,jam sessions" án þess þó að vera yfir sig útsettir og útskrifaðir! Tónsmíðarnar eru Slam (Hall), Chel- sea Rendezvous (Lovano), Border Crossing (Hall), Say Hello to Calypso (Hall), Blackwell’s Message (Lovano), All Across the City (Hall) og Feel Free (Lovano). Það eru ekki einungis Hall og Lovano sem skína skært í þessari hljóðritun. Þeir eru frábær- ir undirleikarar sem um leið eru samleikarar af bestu gerð. Nash er ótrúlegur í samspili jafnt sem einleik en Mraz fer á kostum í Blackwell’s Messa- ge. í heild er Grand Slam yfirveguð og skipulögð hljóðritun. Samt er aðalsmerki hennar léttleiki og frjálsræði sem ekki næst í meðalmennskunni. Hér er hljómsveit sem leikur sérsamin verk að- standenda sinna, hún er auðheyrilega vel æfð en snilld hennar liggur mest í leik og útfærslu ein- leikaranna sem þrátt fyrir lagðar línur leika eins og frelsi þeirra sé algjört. Ólafur Stephensen Grand Slam. Telarc 2000. Samleikur Hall, Lovano, Nash og Mraz. Fágaöur smekkur Einkenni á verðlaunamyndum á sýningu Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi er klassísk fágun fremur en að þær kalli umsvifalaust fram minnisstæð og fréttnæm augnablik - þetta eru ekki myndir í íslenskan annál ársins. Sérstaklega er þetta áberandi í iþróttamyndunum þar sem smart verðlauna- mynd gefur ekki til kynna neina frétt en á veggj- unum umhverfis er hver lifandi augnabliksmynd- in af annarri - og sumar af mjög stórum augna- blikum. Úr liðlega 600 myndum valdi þriggja manna dómnefnd 145 myndir á sýninguna og þar af 10 bestu myndir ársins 2000. Mynd ársins er öllum almenningi í Reykjavik vel kunn þvi hún var á auglýsingaveggspjaldi fyrir sýninguna á Baldri eftir Jón Leifs sem víða var límt upp í bænum í sumar. Á henni eru tveir karlmenn, hinn bjarti og fagri Baldur, sem horfir til himins, og dimm- ur Loki sem horfir svipþungur á Baldur. Klassísk túlkun á öfund. Að mati dómnefndar er þetta „feiknalega grípandi ljósmynd, kraftmikil og óræð“ sem „vekur fjölda spuminga um tilveru mannsins og vegferð hans.“ Höfundur hennar er Ari Magnússon sem einnig fékk verðlaun fyrir portrett ársins af Rúnari Júflussyni tónlistar- manni og fyrir tískumynd ársins. Fréttamynd ársins, „Á sorgarstundu”, tók Þor- kell Þorkelsson. Hún kemur, að mati dómnefnd- ar, „einstaklega vel til skila þeim tilfinningum sem bærast með syrgjendum. Myndin er óvana- lega nærgöngul og ljósmyndarinn sýnir auk þess mikið hugrekki en um leið tillitssemi við fólk í nauð.“ Þorkell fékk líka verðlaun fyrir skopleg- ustu myndina af Oraníumönnum í N-írlandi og Ian Paisley sem virðast vera að halda fund fyrir einn áheyranda. íþróttamynd ársins af Erni Arnarsyni að setja íslands- og Norðurlanda- met í sundi tók Sverrir Vilhelmsson. „Myndin er skemmtileg nálgun á mikinn afreksmann. Hún er tær og einfóld,- en þó um leið ekki öll þar sem hún er séð,“ segir dóm- nefnd. Hinn vandvirki og margverðlaunaði Ragnar Axelsson - RAX - hlaut þrenn verðlaun eins og Ari. Hann á myndröð ársins, Þöglar hamfarir, um hinn hrikalega al- næmisfaraldur i Suður- Afríku, einnig bestu myndina úr daglegu lífi og landslagsmynd ársins. Þjóðlegustu myndina á Kjartan Þorbjömsson af glímumönnum á Kristnihátíð. í dómnefnd sátu Jón Ársæll Þórðarson, Dóra Takefusa og Bjarni Eiriksson. Sýningin stendur til 11. febrúar. DV-MYND EINAR J. Viðburðir árslns rifjaðir upp Sýningar á fréttaljósmyndum eru alltaf með vinsaslustu sýningum ársins. _______________Meiming Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Linkind eöa harka? Annað kvöld kl. 20 verður haldinn fundur í anddyri Borg- arleikhússins um hlutverk, skyldur og stöðu ieiklistar- gagnrýni á ís- landi. Gagnrýn- in sem birt er i fjölmiðlum er stór hluti þess sem skrifað er um leiklist í okkar samfé- lagi og er því óhætt að segja að gagnrýnendur beri töluverða ábyrgð gagnvart samtíð sinni og framtíð. Einmitt þess vegna er erfitt fyrir gagnrýnendur að gera öllum til hæfis og eru þeir ýmist sakaðir um of mikla linkind eða of mikla hörku, sömuleiðis gagnrýndir fyrir skort á yfirsýn og markvissri stefnu, jafnvel sakaðir um hræðslu við að taka af- gerandi af- stöðu. Því er spurt: Fyrir hvem og til hvers er leiklistargagn- rýni? Hverju getur hún kom- ið til leiðar? Þátttakend- ur verða Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, Halldóra Friðjónsdótt- ir, leiklistargagnrýnandi DV, Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, Soffia Auð- ur Birgisdóttir, leiklistargagnrýn- andi Morgunblaðsins. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson. Frá sjálfstæðum leikhúsum Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að undanförnu að Reykjavík- urborg ætli að bregðast við auknu mikilvægi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistahópa í menningarlífi höf- uðborgarinnar með sérstökum samningum við 2-3 leikhús eða hópa, segir í yfirlýsingu frá Banda- lagi sjálfstæðra leikhúsa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur lagt fram hugmyndir að starfssamningi þar sem gert er ráð fyrir 6 milljóna króna stuðningi í ár, 12 millj. árið 2002 og 15 millj. árið 2003. Enn fremur hefur hún sagt að um frekari stuðning verði ekki að ræða en Bandalagið vill að stuðningurinn verði öflugri. Stjóm þess hefur lagt fram hugmyndir að auknum stuðningi í þrepum til árs- ins 2005 en þá verði hann kominn upp í 30 millj. í ljósi stuðnings borg- arinnar við annað menningarstarf og mikilvægi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistahópa í menningarflóru borgarinnar er hér verið að ræða um tiltölulega lágar upphæðir. Rétt er að rifja upp að aðalfundir Bandalags íslenskra listamanna og Leiklistarsambands íslands hafa báðir sent frá sér afgerandi ályktan- ir þar sem hvatt er til að opinberir aðilar stórauki stuðning sinn við starf sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslistahópanna. Það sama hefur komið fram í vinnu að mótun menn- ingarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Því hvetur stjórn Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa stjórnendur borgar- innar til að vinna að útfærslu hug- myndarinnar á þann hátt að hún sé lausn til lengri tíma og leggi traust- an grunn að framtíðinni. Nv heimasíöa íslenska leikhúsið hefur verið starfandi frá 1989. Þá hófust æfingar á leikriti Kristinar Ómarsdóttur, Hjartatrompet, sem var svo frum- sýnt 29. mars 1990, en þekktustu verk leikhússins eru að líkindum Býr íslendingur hér og Draumsólir vekja mig. íslenska leikhúsið hefur opnað nýja heimasíðu www.centrum.is/stageart - með upplýsingum um aðstandendur og framtíðaráætlanir; einnig eru fyrri verkefnum leikhússins gerö skil. Enn fremur er leikhúsið með tenglasíðu sem ætlunin er að gera að upplýsingakjarna fyrir þá sém eru að leita að leiklistartengdu efni á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.