Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Qupperneq 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 DV rÆttfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli §5 ára________________________ Ásdís Bjarnadóttir, Kirkjubóli, 471 Þingeyri. Hermann Helgason, Brávallagötu 48, Reykjavík. 80 ára________________________ Guöbjörg Steinsdóttir, Álftamýri 45, Reykjavík. Jóhann Hjartarson, Sólheimum 20, Reykjavík. 75 ára________________________ Siguröur Haraldsson, Gullsmára 7, Kópavogi. 70 ára________________________ Jón Guömundsson, Ásgötu 14, Raufarhöfn. Sigríöur Ásgrímsdóttir, Víðilundi 6f, Akureyri. 60 ára________________________ Helga Þórunn Ingólfsdóttir, Hlíðarvegi 36, Njarðvík. ívar Björgvinsson, Steinum 7, Djúpavogi. 50 ára________________________ Kristný Björnsdóttir, Reykjavík. Málfríöur I. Vilhjálmsdóttir, Boðagranda 6, Reykjavík. Nanna Þorláksdóttir, Reyrhaga 10, Selfossi. Pétur Örn Pétursson, Breiövangi 48, Hafnarfiröi. Stefán Árnason, Dalsmynni, Reykjavík. 40 ára________________________ ^ Alda Stelngrímsdóttir, Grænuhlíð 5, Reykjavík. Elísabet Arnardóttlr, Samtúni 8, Reykjavík. Guöfinna H. Hjálmarsdóttir, Brúnastöðum 9, Reykjavík. Guöni Elíasson, Fagurgeröi 9, Selfossi. Guörún EITn Eggerts, Starrahólum 6, Reykjavík. Halldór Guöbjörnsson, Ásavegi 12, Vestmannaeyjum. Haraldur Örn Arnarson, Fróðengi 14, Reykjavík. Hugrún Sigmundsdóttir, . Hamarsstíg 39, Akureyri. Magnús Jónsson, Suöurvangi 12, Hafnarfiröi. Ómar Ingvarsson, Háaleiti 38, Keflavík. Pétur Haukur Smárason, Aratúni 15, Garðabæ. Ragnheiöur Siguröardóttir, Uröarstíg 9. Reykjavík. Sigríður María Birgisdóttir, Trönuhjalla 1, Kópavogi. Siguröur Kristinsson, Njálsgötu 54, Reykjavík. Skúli Þór Ingimundarson, Stóragerði 25, Reykjavík. Vilhjálmur Andrésson, Rauðhömrum 12, Reykjavík. -> Snjólaug Hjörleifsdóttir lést á dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, 26.1. Ingólfur H. Isebarn, Búlandi 5 í Reykja- vík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 25.1. Guörún Björg Þorsteinsdóttir, Austur- brún 6 í Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti 12.1. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. . ■ Pálmar Guöni Guönason, Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víöi- staðakirkju í dag, þriðjudaginn 30. janú- ar, kl. 13.30. N Rósa Gestsdóttir. áðurtil heimilis að Kvisthaga 29, verður jarðsungin frá Nes- kirkju í dag, þriöjudaginn 30. janúar, kl. 13.30. Hólmfríöur Kristjánsdóttir, Torfufelli 25, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 15. ---^--------- IJryal góður ferðafélagi - tU fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Fólk í fréttum Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfiröi. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Smárahvammi 13, Hafnarfirði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Magnús fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk verslunar- prófi frá VÍ 1970. Magnús starfaði hjá G. Þorsteinsson & Johnson hf. og í Matarbúðinni í Hafnarfirði, var aðalbókari Hvals hf. 1973-95 og síð- an umboðsmaður og framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra í Hafnarfirði og Samvinnuferöa-Landsýnar. Magnús varð varahæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1990, aðalfulltrúi 1994, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnar- firði 1994 og hefur verið bæjarstjóri frá 1998. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðis- flokksins og situr í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins, var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Ásbjarnar, sat um árabil í stjórn Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar og er félagi í Oddfellowregl- unni. Fjölskylda Magnús kvæntist 31.10. 1970 El- ísabetu Karlsdóttur, f. 10.8. 1952, ferðafræðingi. Hún er dóttir Karls Finnbogasonar, fyrrv. bryta hjá Eimskip, og Idu Nikulásdóttur sem nú er látin. Börn Magnúsar og Elisabetar eru Hrund, f. 15.9. 1970, hjúkrunarfræð- ingur í Hafnarfirði, gift Inga Rafni Jónssyni viöskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; Gunnar, f. 22.11. 1973, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði; Þröstur, f. 10.2. 1979, verslunarmað- ur í Reykjavík, í sambúð með Krist- ínu Ólafíu Garðarsdóttur ritara. Systkini Magnúsar eru Ragnheiður, f. 10.10. 1945, húsmóðir í Hafnar- firði; Sigurður, f. 2.9. 1953, póstaf- greiðslumaður í Reykjavík. Foreldr- ar Magnúsar eru Gunnar Eyjólfur Magnússon, f. 6.9. 1921, d. 1.4. 1994, húsgagnasmiður í Hafnarfirði, og k.h., Ásthildur Lilja Magnúsdóttir, f. 8.1. 1924, húsmóðir. Ætt Gunnar var sonur Magnúsar, bak- arameistara í Hafnarfirði, Böðvars- sonar, gestgjafa þar, bróður Þorvald- ar, afa Haralds Böðvarssonar á Akranesi. Böðvar var sonur Böðv- ars, prófasts á Melstað, en meðal systra hans voru Þuríður, lang- amma Vigdísar forseta; Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessens skálds; Hólmfríður, amma Jóns Krabbe, afa Stens Krabbe, stjórnarformanns Norden. Böðvar var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvarssonar, pr. i Holta- þingum, Högnasonar, prestaföður Sigurðssonar. Móðir Böðvars gest- gjafa var Elísabet, systir Þórunnar, langömmu Jóhanns Hafstein forsæt- isráðherra. Önnur systir Elísabetar var Guðrún, móðir Hallgríms bisk- ups og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Þriðja systir El- ísabetar var Sigurbjörg, móðir-Þór- arins B. Þorlákssonar listmálara og amma Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og Elisabetar Björnsdóttur, pr. á Breiðabólstað, Jónssonar. Móðir Magnúsar bakarameistara var Krist- ín Ólafsdóttir, pr. á Reynivöllum, Pálssonar, pr. í Ásum, Ölafssonar, pr. í Ásum, Pálssonar. Móðir Páls í Ásum var Helga Jónsdóttir, eld- prests Steingrímssonar. Móðir Krist- ínar var Guðrún Ólafsdóttir, Steph- ensens, dómsmálaritara í Viðey, Magnússonar, konferensráðs Ólafs- sonar, ættföður Stephensensættar- innar. Móðir Gunnars var Sigríður Eyjólfsdóttir, ættuð úr Kjósinni. Ást- hildur var dóttir Magnúsar, skip- stjóra í Hafnarfirði, Magnússonar, b. í Skuld í Hafnarfirði, Sigurðssonar, b. í Tungu í Grafningi, Sigurðssonar. Móðir Magnúsar í Skuld var Ragn- hildur Eiriksdóttir, b. í Vetleifsholti, Steinssonar. Móðir Magnúsar skip- stjóra var Guðlaug Björnsdóttir, b. í Sölvholti í Flóa, Jónssonar, b. á Galtafelli, Björnssonar. Móðir Guð- laugar var Sesselja Einarsdóttir, b. i Laxárdal í Gnúpverjahreppi, Jóns- sonar. Móðir Ásthildar var Ragn- heiður Þorkelsdóttir, sjómanns í Reykjavík, Þorkelssonar, hrepp- stjóra á Herjólfsstöðum, Jónssonar, b. í Hraungerði Þorkelssonar. Magn- ús og Elísabet taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu við Ljósutröð í Hafnarfirði sunnud. 29.10. kl. 17.00-20.00. Fimmtugur David Clive Vokes vörustjóri hjá Húsasmiðjunni David Clive Vokes, vörustjóri í Húsasmiðjunni, búsettur að Lágengi 17 á Selfossi, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill David fæddist í Reading á Englandi þann 30. janúar 1951. Hann lauk hárgreiðslunámi á Englandi en fluttist búferlum til íslands árið 1969. David vann hin ýmsu störf, hjá Sigfúsi Kristins- syni og KÁ-trésmiðju. David lauk prófi frá Iðnskóla Selfoss árið 1975. Hann flutti til Englands og bjó þar 1982 til 1983. Árið 1984 hóf David störf hjá BG-einingahúsum og í febrúar 1999 hjá Húsasmiðj- unní í Skútuvogi. David hefur verið mikið í fé- lagsstörfum, í stjórn knattspyrnu- deildar Selfoss, liðsstjóri hjá hand- knattleiksdeild Selfoss. David hef- ur verið í Samkór Selfoss og Karlakór Selfoss. Fjölskylda David kvæntist Guðrúnu Elsu Marelsdóttur 27. júlí 1974. Guðrún Elsa er fædd 14.1 1950. Hún starfar sem verkamaður hjá Rannsóknar- stofu MBF á Selfossi. Foreldrar hennar eru Marel Jónsson, mjólk- urbílstjóri og verkamaður hjá MBF, og Elín Elíasdóttir. Þau eru búsett á Selfossi. Börn Davids eru þrjú. Guðrún Lísa Vokes, f. 28.07 1970. hagfræð- ingur. Guðrún Lísa er búsett í London og sambýlismaður hennar er Ludivey D. Pierre, f. 7.11 1964, bandarískur tölvu- og kerfisfræð- ingur. Atli Marel Vokes, f. 1.10 1975, húsasmiður, búsettur á Sel- fossi. Sambýliskona Atla Marels er Jóna Kristín Snorradóttir. f. 19.10 1978, ættuð úr Hveragerði, nemi í fatahönnun við Iðnskól- ann. Sally Ann Vokes, f. 12.06 1984, nemi í Fjölbrautaskóla Suður- lands, búsett i foreldrahúsm. Systkini Davids eru fimm. Michael, f. 16.6 1941, búsettur á Englandi. Patrick, f. 11.4 1943. Lát- inn. Janet Ward, f. 12.2. 1945, bú- sett í Ástralíu. Barry Morris Shadul, f. 26.1.1948, býr í Ástralíu. Mary Jones, f. 4.2. 1953, búsett á Englandi. Foreldrar Davids voru Harry Clifford (fósturfaðir) bifreiða- stjóri, f. 3.12. 1925, d. 1.4. 1998. Móðir Davids var Sylvia Clifford, f. 15.1. 1923, d. 24.7. 1994. Harry og Sylvía bjuggu í Reading, Leam- ington og Paington á Engalandi. David Vokes veröur að heiman á afmælisdaginn. Mcrkir Islcndingar Sigfús Einarsson, tónskáld, fæddist 30. jan- úar árið 1877. Foreldrar hans voru Einar kaupmaður Jónsson á Eyrarbakka og bú- stýra hans Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Hafnarfírði. Sigfús varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1898 og stundaði síðan laganám við háskólann í Höfn, en lagði þó einkum stund á söng og söngfræði. Hann stýrði söngfélagi stúdenta i Kaupmannahöfn og fékk um hríð styrk frá Alþingi til sönglistar. Árið 1914 varð Sigfús organleikari í Dómkirkjunni i Reykjavik og söngkenn- ari í menntaskólanum til æviloka. Hann hlaut prófessorsnafnbót. Meðal rita sem Sigfús lét frá sér eru Is- lensk sönglög, gefin út í Kaupmannahöfn 1903, Sigfús Einarsson tónskáld Lofgerð, útg. i Reykjavík 1905, Skólasöngvar I -III, útg. í Reykjavík á árunum 1906 til 1911. Auk þess Hörpuhljómar frá árinu 1905, Stutt kennslubók i hljómfræði frá 1910, Alþýðusönglög I—III frá 1911-1914, Al- menn söngfræði frá 1916, Sálmasöng- bók frá 1919, Söngkennslubók frá 1924. Eiginkona Sigfúsar var Valborg söngkona Hellemann. Hún var dóttir Alfreðs Hellemanns, cand. polyt. í Kaupmannahöfn. Börn þeirra:Elsa Guðrún söngkona og Einar fiðluleikari, bæði búsett í Kaupmannahöfn. Sigfús Einarsson tónskáld lést 10. mai 1939. Hala Fadlieh húsmóöir Hala Fadlieh, húsmóðir, Lauga- vegi 69 í Reykjavík, er fertug í dag. Fjölskylda Hala Fadlieh fæddist i Latakiu á Sýrlandi. Hún nam franskar bók- menntir í háskóla. Hala giftist Adn- an Moubarak, verslunarmanni í Reykjavík, 20.4. 1996 á Sýrlandi. Adnan Moubarak er fæddur í borg- inni Damaskus á Sýrlandi. Hala og Adnan eiga þrjú börn. Maya Moubarak, f. 7.7 1997. Rami Moubarak, f. 7.1. 1999. Adnan Már Moubarak, f. 16.9. 2000. Hálfsystkini samfeðra eru Luai Einar, Anis Omar, Brynjar og Rania Moubarak. Smáauglýsingar DV visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.