Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Side 24
36
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001
Tilvera
v;
lifiA
E F T I R V. I N N U
Málþing um
skammdegis-
þunglyndi
Náttúrulækningafélag íslands
efnir til málþings um
skammdegisþunglyndi i kvöld
kl. 20. Fjallað verður um orsök,
afleiðingu og úrræði við
skammdegisþunglyndi.
Frummælendur á málþinginu
eru Tómas Zoéga yfirlæknir,
Þórkatla Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur, Jóhann Axelsson,
prófessor í lifeðlisfræði og
Leifur Þorsteinsson frá
Ferðafélagi íslands. Auk þeirra
taka þátt í umræðum þau
Borghildur Sigurbergsdóttir
næringarráðgjafi, Guðjón
Bergmann jógakennari, Hulda B.
Hákonardóttir sjúkraþjálfari og
Jón G. Stefánsson geðlæknir.
Málþingið er öllum opið.
Klúbbar
■ STEFNUMOT A GAUKNUM
Stefnumót Undlrtóna verður í kvöld
á Gauki á Stöng. Þar veröa hljóm-
sveitirnar Trompet, God speed og
Fuga, sem áöur hét Beespiders.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Allir
eldri en 18 ára eru velkomnir.
Leikhús
■ HAALOFT Geö-
veiki svarti gaman-
einleikurinn Háaloft
er nú sýndur áfram
eftir áramótin. Sýn-
ing T kvöld kl. 21T
Kaffileikhúsinu í
Hlaövarpanum. Ein-
leikari og höfundur
verksins er Vala
Þórsdóttir leikkona.
Opnanir
I FRASAGNARMALVERKIÐ I
HAFNARHUSINU A sýningunni Frá-
sagnarmálverkiö, sem stendur nú T
Hafnarhúsinu, eru sýnd verk eftir
hóp franskra listamanna sem uröu
mjög áberandi þegar popplistin leit
dagsins Ijós á sjöunda áratugnum.
■ SÓFAMÁLVERKH) í HAFNAR-
HUSINU Sýningin Sófamálverkiö
veröur stendur nú í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsl, en henni
er ætlaö aö skírskota til þeirrar
heföar á íslenskum heimilum aö
gera stofuna aö miöpunkti heimilis-
ins þar sem sófinn, með hinu hefö-
bundna málverki fýrir ofan, er miö-
punktur henngr. Sýningarstjórar eru
Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttur.
■ ÁRLEG SÝNING BLAÐAUÓS-
MYNDARA I GERÐARSAFNI Arleg
sýning Ljósmyndarafélags Isjands
og Blaöaljósmyndarafélags íslands.
stendur nú í Llstasafni Kópavogs,
Geröarsafni,. Sýningarnar bera yfir-
skriftina Aö lýsa flöt og Mynd ársins
2000. Forseti Islands. Sýningarnar
standa til 11. febrúar.
■ PÉTUR HALLDORSSON j GALL-
ERII SÆVARS KARLS Pétur Hall-
dórsson er meö sýningu í Galleríí
Sævars Karls. Ferill hans er oröinn
alllangur en hann tók þátt í fyrstu
samsyningu sinni áriö 1977 og
fýrstu einkasýninguna hélt hann áriö
1986. Pétur sýnir alls sex verk á
sýningunni, þrjár olíumyndir og þrjú
takn. Olíumyndirnar eru geröar síö-
ustu fjögur árin, táknin fimm síðustu
árin og eru verkin öll „í rólegu þróun-
arferli“ eins og Pétur kemst aö orði.
Pétur segir einnig fullum fetum að
þetta sé besta sýning hans til
þessa.
Sjá nánar: Líflö eftlr vlnnu á Vísi.ls
Ný útrás til Norður-Ameríku:
Hönnun sem
endurspeglar ís-
Háskólabíó/Bíóhöllin - Cast Away jý jý
Koffínlaus Krúsó
Gunnar Smári
Egilsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
lenska menningu
íslenska fyrirtækið Hexa og am-
eríska fyrirtækið Elfworks hafa tek-
ið upp samstarf á nýstárlegri ullar-
vörulínu sem á að fara á markað í
Bandaríkjunum og Kanada. Línan
einkennist af hönnun sem endur-
speglar íslenska náttúru og arfleifð
íslenskra þjóðsagna um álfa og
huldufólk.
Peggy Olsen, eigandi Elfworks, er
af íslenskum ættum og með doktors-
próf í goðafræði. Hún segir að á
námsárunum hafi hún haft sérstak-
an áhuga á tré lífsins og út frá því
hafi hún fengið áhuga á íslenskri
goðafræði og þjóðsögum. „Eftir að
ég lauk námi starfaði ég um tíma
sem sérkennari og varð þess íljót-
lega vör að sögur um íslenskt
huldufólk höfða sterkt til barna.
Mig hefur alltaf langað til að fara út
í sjálfstæðan atvinnurekstur þar
sem ég get nýtt menntun mína og
komið goðsögnum og þjóðsögum á
framfæri. Elfworks er sérstaklega
stofnað til að koma íslenskum vör-
um á markað í Norður-Ameríku.
Við fengum Michael Caney tísku-
hönnuð til liðs við okkur og hann
var fljótur að átta sig á þeim mögu-
Föt fyrir börn og fulloröna
Hönnunin endurspeglar ístenska náttúru og arfleifö þjóösagna um álfa og
tröll.
Hönnun, ull og þjóðsögur
Michael Casey tískuhönnuöur, Peggy Olsen, eigandi Elfworks, og Barbara
Griffiths frá bandaríska sendiráöinu.
leikum sem íslenska ullin hefur upp
á að bjóða. Fötin sem við erum að
setja á markað eru bæði fyrir börn
og fullorðna. Hönnunin á barnatot-
unum tekur mið af íslenskri nátt-
úru og endurspeglar sjó, kindur,
sveppi og álfa. Kvenfatalínan tekur
aftur á móti mið af fomu víkinga-
mystri."
Peggy segir að hverri flík fylgi lít-
il bók með íslenskum huldufólks-
sögum og um næstu jól standi til að
vera með sögur um íslensku jóla-
sveinana. „Við verðum að visu að
laga sögurnar um jólasveinana að
Ameríkumarkaði og breytum sum-
um þeirra í stelpur."
Byijað verður að kynna fram-
leiðsluna í New York um miðjan
febrúar og í Las Vegas í mars. Vöru-
listar eiga aö vera tilbúnir í byrjun
febrúar og um svipaö leyti verður
hægt að kaupa fótin í gegnum Net-
ið.
-Kip
Róblnson Krúsó nútímans
Tom Hanks í hlutverki Chucks Nolans sem lifir einn af flugslys.
Skáldsaga Daníels Defoe um Ró-
binson Krúsó kom út árið 1719 og
varð ein af fyrstu metsöluskáldsög-
um sögunnar. Síðan eru liðin ein
282 ár - og ellefu, tólf kynslóðir hafa
drukkið þessa sögu í sig og misjafn-
ar endurgerðir og eftirlikingar
hennar. Þessi saga er því klassísk-
ari en nokkuð annað. Maðurinn
þreytist ekki á að velta fyrir sér
hvemig honum reiddi af ef hann
yrði skilinn eftir einn í náttúrunni;
hvort mennskan myndi gagnast
honum; hvort honum tækist að við-
halda mennsku sinni eða félli niður
á dýrslegt plan; hvort lífið eigi sér
einhvern tilgang handan mannfé-
lagsins - og svo framvegis. Rammi
sögunnar um Róbinson Krúsó er
ekki klassískur fyrir ekki neitt -
frásögn innan hans er dæmd til að
fjalla um það sem i gamla daga var
kallað: innstu rök tilverunnar.
Og auðvitað er forvitnilegt að vita
hvemig gulldrengir Hollywood fara
með þessa sögu; leikstjórinn Robert
Zemeckis, eins konar minni og glað-
ari Spielberg (Romancing the Stone,
Back to the Future, Who Framed
Roger Rabbit, Forrest Gump), hand-
ritshöfundurinn William Broyles
Jr. (Apollo 13, Entrapment, Planet
of the Apes) og tvöfaldi óskarsverð-
launahafinn Tom Hanks (Sleepless
in Seattle, Philadelphia, Forrest
Gump, Saving Private Ryan). Saga
Defoe er upphafning á gildum
enskra herramanna; Robinson sigr-
ar náttúruna með sömu staðfestu,
æðruleysi og kjarki og Englending-
ar trúðu síðar að væri rótin að upp-
byggingu mesta heimsveldis sög-
unnar. Sambúðin við náttúruna
herðir Robinson svo aö honum tekst
að umbreyta henni þannig að hún
þjóni honum; hann hefur náttúru-
skilning átjándu aldar - Robinson
er herra Jarðarinnar. Chuck Nol-
and er hins vegar 20. aldar maður.
Frá hans sjónarhóli hefur mann-
kynið sigraö náttúruna (með belli-
brögðum) en hver maður má síns
lítils gagnvart henni. Maðurinn á
heldur ekki sama erindi við náttúr-
una og á tímum Robinsons - heldur
á náttúran erindi við manninn.
Maðurinn hefur tapað sér í sinni til-
búnu veröld og nálgast ekki sjálfan
sig aftur fyrr en í náttúrunni.
Robinson sigraði af því hann gaf
hvergi eftir. Sigur Chuck felst í því
aö hann lætur af mennsku sinni; til-
gangur Robinsons var kalvínísk
eljusemi - tilgangur Chucks er að
draga andann; eins konar búddismi.
Af þessu má sjá að aðstandendur
Cast Away hafa ekki ætlað sér að
bylta mannskilningi bíógesta eða
sýn hans á mannfélagið og náttúr-
una. Andlegur grunnur Cast Away
er sá sami og finna má í viötölum í
Vikunni, hjá Keikó í Klettsvik og
annarri hverri bíómynd; þetta er
nýaldarlegt sullumbull - rikjandi
ástand í andlegu lífi Vesturlanda-
búa.
Robert Zemeckis er mikill fag-
maöur. Hann kann á kvikmyndir.
Flugslys myndarinnar er tíu mínút-
ur af fagmannlegri snilld. Á eyðieyj-
unni fær Zemeckis hins vegar fá
tækifæri til að nota tæknina til að
ganga fram af áhorfendum. Þetta er
þvi í raun ekki bíómynd fyrir hann;
hún dregur frekar fram veikleika
hans en styrk. Handrit William
Broyles Jr. er fullspart á átök og
hangir því við brún leiðindanna all-
an tímann; það felur ekki í sér nógu
sterka undiröldu eða traustan
grunn til að þola hæga framvindu.
Stærsti galli handritsins er þó sá að
setja vendipunkt þroskasögu
Chucks utan frásögunnar - en
kannski var honum fórnað í klippi-
herberginu.
Þessi mynd er hins vegar sniðin
að þörfum Toms Hanks fyrir
stjörnuhlutverk; hann er einn á
tjaldinu meira en helming myndar-
innar. Styrkur Hanks er hófstilltur
leikur og samsömun hans við hinn
venjulega mann - hann er James
Stewart okkar daga. Þessi leikur
nýtur sín best í myndum mikilla
sviptinga; þau draga þá fram stað-
festu og seiglu persónunnar. Meiri
átök í Cast Away hefðu því hjálpað
Hanks. Aðrir leikarar fara með
veigaminni hlutverk. Helen Hunt
(As Good As It Gets, Pay It Forward,
What Women Want) er kvenkyns
Hanks; hugmynd Bandaríkjamanna
um konuna í næsta húsi. Senuþjóf-
urinn er hins vegar blakbolti sem
verður trúnaðarvinur Chucks og
frumstætt guðalíkneski á eyðieyj-
unni - hann hlýtur að verða til-
nefndur til óskarsverðlauna fyrir
besta leik í aukahlutverki.
Cast Away er um margt forvitni-
leg mynd um metnaðarfullt sögu-
efni. En hún er feilskot; hana skort-
ir bæði inntak og ævintýr til að geta
orðið góð mynd. Og þetta ætti að-
standendum hennar að hafa verið
ljóst í upphafi; þeir hafa hins vegar
treyst á að galdrar Zemeckis og
Hanks fengju áhorfendur til að
sætta sig við veikar undirstöður og
dauflega framvindu. Það tókst ekki.
Lelkstjórn: Robert Zemeckis. Handrit:
William Broyles Jr. Tónllst: Alan Silvestri.
Kvikmyndataka: Don Burgess. Leikarar:
Tom Hanks, Helen Hunt o.fl.