Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 DV Fréttir Sýslumaður mætti að Hverafold 34 til að fá eiganda til að standa við kaupsamning: Búslóðin var borin út - skelfilegt að þetta þurfi að fara svona, segir Sigurður Gísli Gíslason, nýr eigandi Tugir karla og kvenna söfnuöust saman í ýmsum erindum við ein- býlishúsið Hverafold 34 í gær, þeg- ar deildarstjóri aðfarardeildar Sýslumannsins í Reykjavík lét framkvæma útburð vegna eiganda hússins. Flutningamenn voru fram eftir degi að fjarlægja búslóð eigandans, skipt var um læsingar í húsinu og nýjum eiganda afhentir lyklar. „Það er skelfilegt að þetta hafl þurft að fara svona, ég vonaði í lengstu lög að máliö myndi leysast á annan hátt,“ sagði Sigurður Gísli Gíslason, nýr eigandi húss- ins og gerðarbeiðandi í málinu. Konan búin aö fá íbúft Konan sem borin var út, þriggja bama móðir, sagöi við DV aö hún hefði „viljað fá lengri frest“ en kvaðst þó vera búin að fá íbúð til að dvelja í með börn sín. Með fresti átti hún við tvær vikur sem geröarbeiöandi gaf konunni til að rýma húsið eftir að hæstaréttar- dómur gekk þar sem útburðargerð var heimiluð. Konan sagðist einnig ósátt við að hafa ekki feng- ið að lesa málið yfir áöur það var flutt í héraðsdómi. Forsagan er sú að Sigurður Gísli gerði eigandanum tilboð í eignina í ágúst og fékk þá gagntilboð frá konunni sem hann samþykkti. Þegar til kom vildi konan ekki gera kaupsamning. Þar sem Sig- urður Gísli var búinn að selja ofan af sér og móðir hans sína eign líka var ákveðið að fara i útburöarmál. Úrskurður um það gekk í héraðs- dómi og síðan féll hæstaréttardóm- ur í málinu - niðurstaöan varð sú að með gagntilboði konunnar í lok ágúst heföi verið kominn á bind- andi samningur. Nýr eigandi greiddi 21,9 milljónir Þegar fulltrúar sýslumanns og lögmenn reyndu að komast að nið- urstöðu inni á heimilinu í Hverafold I gær neitaði eigandinn aö skrifa undir kaupsamning og afhenda eignina í samræmi við kröfu sýslumanns sem hann bygg- ir á hæstaréttardóminum. Á með- an biöu flutningamenn og pökkun- arlið fyrir utan húsið. Þegar afstaða konunnar lá fyrir ákvað sýslufulltrúinn að verða við DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Flutningamenn bíða átekta. Á meðan fulltrúi sýslumanns, geröarbeiðandi aö útburði og eigandi hússins ræddu saman innandyra biðu flutninga- og pökkunarmenn á tveimur bílum eftir framvindu máta. Sigurður Gísli og Pétur Örn Sverrisson, lögmaður hans. Óvissa ríkti í Hverafold áður en hafist var handa við að fiytja búslóöina út í gær. Fuil- trúi sýslumanns upplýsti að nokkur útburöarmál ættu sér staö á ári hverju og óskaði eftir að fjöimiðiafóik yfirgæfi staðinn. Mál þaö sem hér um ræöir er einstakt í Ijósi þess að seljandi neitaði að standa við gagntilboð sitt og eftir það fengust bæði hér- aðsdómsúrskurður og hæstaréttardómur sem heimiia kaupanda aö krefjast útburðar. beiöni hins nýja eiganda um útburð. Sigurður Gísli reiddi þá fram 6,5 milljóna króna útborgun í samræmi við kauptilboð og skrifaði undir fasteignaveðbréf fyr- ir eftirstöðvum. Eignin selst á 21,9 milljónir króna samkvæmt kauptilboöinu frá því í ágúst. Þegar leið á daginn var ákveðið af hálfu eigandans að hann léti sjálfur flytja búslóð sína í burtu úr eign- inni. Þetta var bókað í bækur Sýslumannsins í Reykjavík á staðnum. Bú- slóöin var svo flutt í geymsluhúsnæði á vegum Ingvars Helgasonar síðar um daginn. Sigurður Gísli kvaðst í samtali við DV mundu flytja inn í húsið á næstu dögum - fyrst ætlaði hann að standsetja íbúð á neðri hæð hússins fyrir móður sína sem kaupir húsið með fjölskyldu Sigurðar Gísla. -Ótt Veífflð í kvöíd REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.43 Sólarupprás á morgun 08.35 Síödegisfló& 21.40 Árdeglsflóö á morgun 09.58 Skyringar é. veaurtaknuni - VINDATT 10V- HITI -10^ ' pnnsT VINDSTYRKUR i matrum á sekúndu & HEIÐSKÍRT Léttir til sunnanlands Hæg breytileg átt og skýjað en víöa dálítil snjókoma eða él við ströndina. Snýst í norðan og norðvestan 5 til 10 m/s síödegis og léttir til sunnanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast til landsins. o €3 O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ W Q RIGNING SKÚRfR SLYDDA SNJÖKOMA W ý* ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fært um alla helstu þjóðvegi Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er fært um alla helstu þjóövegi landsins en nokkur hálka eða hálkublettir eru víða, einkum á heiöum. Nokkur éljagangur er á Norðausturlandi og með suöurströndinni. SNJÓR ÞUNQFÆRT OFÆRT Viða léttskýjað sunnanlands Norðlæg átt, 5 til 10 m/s, dálítil él noröaustanlands en víða verður léttskýjað sunnanlands. Frost 3 til 10 stig, kaldast til landsins. Fimrrftutú&gptr i Vindur: ( vL HHi-2” til -10° ' í Vindur: " A—\ 5-1° m/% -g) Hiti-1” til-8“ ’ Nor&austan e&a breytlleg Hæg breytlleg átt og bjart átt, ví&a 5 tll 10 m/s. Snjó ve&ur en nor&an 5 tll 8 koma eða él á nor&anver&u m/s og litlls háttar él allra landlnu en annars skýjaö austast. Frost 2 tll 10 meö köflum og úrkomulítiö. stig. Frost 1 tll 8 stlg. i 1 Laugarö Vindur: A " 5-10 tV» Hiti-2” til-3" Norðaustanátt, víða snjókoma e&a él og talsvert frost. Reykjavík: Sprengjuhótun á skemmtistað Á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudagsins var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um að sprengju- hótun hefði borist frá skemmtistað í miðborginni. Lögreglan sendi sína menn á staðinn til að leita að sprengjunni en þeir fundu hvorki tangur né tetur af henni. Hins vegar fundu lögreglumenn mann á vett- vangi sem grunaður er um að hafa staöið fyrir gabbinu. Hann var handtekinn. -SMK Innbrot á sunnudag: Rjúpum og veiði- stöng stolið Talsvert var um innbrot í Reykja- vík um helgina. Á sunnudagsmorg- uninn var lögreglunni tilkynnt um fimm innbrot frá því klukkan fimm fram til hádegis. Snemma þarm morgun var til- kynnt um innbrot í bílskúr, þar sem veiðistöng, rjúpur og fleira var tek- iö. Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot í nærliggjandi hús. Síðar um morguninn var tilkynnt um inn- brot í heimahús í Breiðholti og Grafarvogi, þar sem sjónvarpi, skartgripum, myndavél og fleiru var stolið. Auk þess var brotist inn í bifreið og hljómflutningstækjum og geisladiskum stolið. -SMK Morgunblaðið: Vatnsleki í prentsmiðju Mikill vatnsleki varð í prent- smiðju Morgunblaðsins i Kringl- unni í Reykjavík skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt mánudagsins. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu gaf tenging við blásara- samstæöu sig með þeim afleiöing- um að heitt vatn lak úr pípunum. Blásarasamstæðan er í prentsmiðj- unni á þriðju hæð hússins og komst vatnið niður á næstu hæðir sem hýsa skrifstofur og kaffistofu. Starfsmönnum tókst að stööva vatnslekann áður en slökkviliðið mætti á svæðið og þurrkaði vatnið upp með vatnssugu. -SMK Langidalur: Bílvelta í hvassviðri Ökumaður fólksbíls missti stjóm á honum í Langadal, skammt frá Svartárbrúnni, síðdegis í gær, meö þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tvennt var í bílnum en að sögn Blönduóslögreglunnar slapp fólkið ómeitt en bíllinn er mikið skemmd- ur. Mikið hvassviðri var á svæðinu, ásamt hálku, er slysið varð. -SMK AKUREYRI skýjaö -7 BERGSSTAÐIR skýjaö -8 BOLUNGARVÍK alskýjaö -5 EGILSSTAÐIR -8 KIRKJUBÆJARKL. snjóél -2 KEFLAVÍK snjókoma -3 RAUFARHÖFN snjóél -5 REYKJAVÍK alskýjaö -4 STÓRHÖFÐI alskýjaö 0 BERGEN léttskýjaö -3 HELSINKI snjókoma -11 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -1 ÓSLÓ snjókoma -1 STOKKHÓLMUR -17 ÞÓRSHÖFN skýjað 0 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -20 ALGARVE rigning 10 AMSTERDAM kornsnjór 1 BARCELONA BERLÍN kornsnjór -6 CHICAGO alskýjaö -2 DUBLIN snjókoma 0 HALIFAX snjókoma 0 FRANKFURT léttskýjaö -4 HAMBORG þokumóöa -2 JAN MAYEN snjóél -12 LONDON skýjaö 2 LÚXEMBORG léttskýjað -4 MALLORCA léttskýjaö 1 MONTREAL heiöskírt -7 NARSSARSSUAQ skýjaö -8 NEW YORK hálfskýjaö -2 ORLANDO hálfskýjaö 20 PARÍS snjókoma 0 VÍN léttskýjaö -2 WASHINGTON alskýjaö 3 WINNIPEG heiðskírt -25 ■.liMwMHi-.Wrilí.'illÍ.'.faCTTOIIIi -•'?/* <K<UCE3B i?lHtSiNS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.