Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Síða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
I>V
Akæru aö vænta
Vonast er til aö Rade Markovic
greini viö yfirheyrslu frá glæpum
Milosevics.
Undirbýr ákæru á
hendur Milosevic
Saksóknari í Belgrad undirbýr nú
ákæru á hendur Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta,
vegna kaupa hans á húsi
Dedinjehverfinu. Milosevic er sak-
aður um að hafa ekki greint rétt frá
eigum sínum þegar hann sótti um
að fá að kaupa húsið á miklu lægra
verði en markaðsverði.
Orðrómur hefur verið á kreiki í
Belgrad undanfama daga um yfir-
vofandi handtöku Milosevics í kjöl-
far handtöku fyrrverandi yfirmanns
serbnesku öryggislögreglunnar,
Rades Markovics, á föstudaginn.
Markovic er talinn bera ábyrgð á
morðum á stjómarandstæðingum á
undanfórnum árum. Þeir sem vilja
réttarhöld gegn Milosevic vona að
Markovic segi við yfirheyrslu að
Milosevic hafi fyrirskipað morðin.
Færeyska stjórn-
arandstaðan vill
nýjar kosningar
Færeyskir jafnaðarmenn, sem
eru í stjómarandstöðu, em nú að
undirbúa myndun breiðrar land-
stjómar, í kjölfar þess að Anfinn
Kallsberg lögmaður aflýsti boðaöri
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði Færeyja. Þetta kemur fram í
Berlingske Tidende í morgun.
Jóannes Eidesgaard, leiðtogi jafn-
aðarmanna, vill helst að boðað ver-
iö til nýrra kosninga. Hann er þó
reiðubúinn að fara með Sambands-
flokknum í samvinnu við Fólka-
flokkinn og mynda stjóm. Flokkam-
ir þrír vilja allir viðræður við
dönsk stjómvöld um breytingar á
heimastjórnarlögunum þannig að
Færeyingar taki að sér fleiri mála-
flokka en nú er.
Særður innflytjandi
Innflytjanda frá Madúra hjálpaö viö
komuna til Java í gær.
Kveikt í fleiri
húsum á Borneo
Vopnaðir hópar Dajaka, frum-
byggja indónesísku eyjunnar
Bomeo, kveiktu í fleiri heimilum
innflytjenda frá eyjunni Madúra í
morgun samtímis sem öryggissveit-
ir gerðu fyrstu tilraun sína til að
leggja hald á vopn og stöðva blóð-
baðið. Dajakar eru taldir hafa drep-
ið hundruð manna undanfarna níu
daga. Þeir hafa hrakið yfir 30 þús-
und innflytjendur frá Madúra á
flótta. Dajakar segjast arðrændir af
innflytjendum.
Verkamannaflokkurinn í stjórn með Sharon:
Peres hafði sigur
eftir hávaðadeilur
Ariel Sharon, verðandi forsætis-
ráðherra ísraels, undirbýr nú
myndun samsteypustjórnar af kappi
eftir að Verkamannaflokkurinn
samþykkti í gær að ganga til sam-
starfs viö hið hægrisinnaða Likud-
bandalag.
Miðstjóm Verkamannaflokksins
samþykkti með miklum meirihluta
aö mynda þjóðstjóm meö Likud eft-
ir mjög stormasaman fund. Shimon
Peres, fyrrum forsætisráðherra,
sem verður hugsanlega utanríkis-
ráðherra í nýrri stjórn, sagði að
hann hefði rætt við Sharon eftir at-
kvæðagreiðsluna.
í viðtali við útvarp ísraelska hers-
ins í morgun sagði Peres að Sharon
hefði lýst yfir þeirri von sinni að
flokkamir gætu unnið saman að
friði og öryggi.
Margir háttsettir félagar Verka-
mannaflokksins fordæmdu ákvörð-
un miðstjórnarinnar.
„Þið færið honum allt sem hann
Shimon Peres
Friöarverölaunahafí Nóbels messar
yfir félögum sínum í Verkamanna-
flokknum um ágæti þess aö mynda
þjóöstjórn meö Ariel Sharon.
vill,“ sagði Yossi Beilin, fráfarandi
dómsmálaráðherra, við 1.600 manna
miðstjómina sem féllst á samstarfið
með 67 prósentum atkvæða gegn 33
prósentum.
Shlomo Ben-Ami, fráfarandi utan-
ríkisráðherra, sagði miðstjórninni
að sig flökraði við að sjá flokkinn
skríða á maganum, eins og hann
orðaði það, til samstarfsins viö
Sharon.
Mikil upplausn hefur ríkt í
Verkamannaflokknum frá því Shar-
on sigraöi Ehud Barak, fráfarandi
forsætisráðherra, með miklum yfir-
burðum í forsætisráðherrakosning-
unum fyrr í þessum mánuði.
Á meðan liðsmenn Verkamanna-
flokksins deildu um stjórnarsam-
starf sendu bandarísk stjórnvöld frá
sér skýrslu þar sem ísraelar eru
harðlega gagnrýndir fyrir þá hörku
sem þeir hafa beitt til að kveða nið-
ur uppreisn Palestínumanna undan-
fama fimm mánuði.
1 fgBggiA ■ ~ -J
Á flótta undan bardögum
Unglingur af albönsku bergi brotinn flýr meö kindahjörö sína frá Makedóníu eftir átök nærri þorpinu Debeide í Kosovo
í gær. Skotiö var úr stórum vélbyssum í noröanveröri Makedóníu, nærri landamærunum aö Kosovo, aö sögn frétta-
manns Reuters. Skothvellir heyröust afog til í rúmlega klukkustund.
Gin- og klaufaveikin heldur áfram aö breiðast út í Bretlandi:
Gæti komið í veg fyrir áform
Blairs um þingkosningar í vor
Gin- og klaufaveikifaraldurinn
sem heldur áfram að breiðast út um
Bretland gæti oröið til þess að Tony
Blair forsætisráðherra hætti viö að
boða til kosninga á næstu tveimur
til þremur mánuðum.
Það hefur verið opinbert leyndar-
mál í breskum stjórnmálaheimi að
undanfömu að Verkamannaflokk-
urinn hefur verið að undirbúa kosn-
ingar í apríl eöa mai til að nýta sér
þann meðbyr sem hann hefur í
fylgiskönnunum.
Leiðtogum bænda er hins vegar
meinilla við aö stjómmálamenn
leggi upp í kosningaferðalög vítt og
breitt um landið á meðan ekki hef-
ur tekist að komast fyrir þennan
bráðsmitandi sjúkdóm. Stjórnmála-
menn gætu á þann hátt stuðlað enn
frekar að útbreiðslu sjúkdómsins.
o0T & MOUTH
- -ci'gr
Viövörun í dýragaröinum
Viövörun um gin- og klaufaveiki hef-
ur veriö komiö fyrir í húsdýradeild-
inni i dýragaröinum i London.
Stjómvöld hafa einmitt bannað
almenningi að leggja leið sína á
bóndabæi og í námunda við búpen-
ing til að draga úr smithættunni
þar sem sjúkdómurinn berst auð-
veldlega með stígvélum og fatnaði.
Dýralæknar slátruðu og brenndu
hundruöum svína og kúa í gær í ör-
væntingarfullri tilraun til að koma í
veg fyrir frekari útbreiðslu gin- og
klaufaveikinnar og koma í veg fyrir
fjárhagslegt stórtjón.
Mikill ótti hefur nú gripið um sig
handan Ermarsundsins um að sjúk-
dómurinn kunni að hafa komist
þangað. Þjóðverjar og Hollendingar
hófu, til vonar og vara, slátrun þús-
unda gripa sem fluttir voru inn frá
Bretlandi. Þá ákváöu Þjóðverjar að
loka öllum mörkuðum með búpen-
ing í heila viku.
mmnimm
Dæmdur í 25 ára fangelsi
Háttsettur leið-
togi Bosníu-Króata
í stríðinu 1992 til
1995, Dario Kordi,
var í gær dæmdur í
25 ára fangelsi af
stríðsglæpadóm-
stólnum í Haag.
Samstarfsmaður
hans, Mario Cerkez, var dæmdur í
15 ára fangelsi. Þeir létu fangelsa og
myrða múslíma kerfisbundið.
Seölabankinn grípur inn í
Seðlabankinn í Tyrklandi hefur
gripið til aðgerða vegna hruns á
fjármálamörkuöum í landinu. Bank-
inn þvingaði vexti í gær niöur i 139
prósent með því að auka framboð á
tyrkneskri líru.
Myrti eiginmennina
24 ára kona hefur verið handtek-
in í Kína í kjölfar andláts fjórða eig-
inmanns hennar. Hún er grunuð
um að hafa byrlað öllum eigin-
mönnum sínum eitur stuttu eftir
brúðkaupið.
Fríöindin gagnrýnd
Nokkrir dönsku þingflokkanna
vilja meiri upplýsingar um notkun
dönsku konungsfjölskyldunnar um
eyðslu á opinberu fé. Fríðindi fjöl-
skyldunnar eru sögð mikil og vilja
stjórnmálamenn að konungsfjöl-
skyldan geri grein fyrir í hvað fénu
er varið.
Biskup hlíföi barnaníöingi
Franskur biskup hefur verið
ákærður fyrir að hafa ekki sagt frá
kynferðislegu ofbeldi prests gegn
ungum bömum.
Líkiö af blaðamanni
Saksóknarar í
Úkraínu sögðu í
gær að höfuðlaust
lík, sem fannst í
fyrra, væri af blaða-
manninum Georgi
Gongadze. Morðið á
honum þykir mesta
hneykslismálið frá
því að Sovétrikin liðu undir lok.
Ásakanir um að Leonid Kútsjma
forseti beri ábyrgö á hvarfi blaða-
mannsins i september síðastliðnum
hafa leitt til gífurlegra mótmæla
gegn honum.
Heimta endurgreiöslu
Sjónvarpsáhorfendur í Þýska-
landi vilja fá endurgreidd afnota-
gjöld sín af ríkissjónvarpinu þar
sem því tókst ekki að tryggja sér
sendingarrétt á HM í fótbolta 2002
og 2006.
Prínsinn hæddur
Sendiherra
Þýskalands var í
gær kvaddur á fund
í japanska utanrík-
isráðuneytinu
vegna greinar í
Súddeutsche Zeit-
ung um ófrjósemi
Naruhito krónprins
og Masako, eiginkonu hans.
Kúrdar áfram á flótta
29 kúrdísku flóttamannanna, sem
komu til Frákklands fyrir rúmri
viku, hafa verið gripnir í Þýska-
landi. Flóttamönnunum var komið
fyrir í herstöð i Fréjus en fengu í
síðustu viku átta daga frelsi. Nokkr-
ir notuðu það tO að fara úr landi.