Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
DV______________________________________________________ Útlönd
Denise og Clinton
Denise gaf demókrötum stórfé áöur
en fyrrverandi eiginmaöur hennar
var náöaöur.
Denise í Hvíta
húsinu kvöldið
fyrir náðanir
Denise Rich, fyrrverandi eigin-
kona landflótta auðkýfingsins Marc
Rich, var í heimsókn í Hvíta húsinu
í Washington ásamt Qármálastjóra
landsnefndar Demókrataflokksins
kvöldið áður en Bili Clinton, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, náðaði
fyrrverandi eiginmann hennar.
Denise Rich, sem gefið hefur yfir
1 milljón dollara í sjóði demókrata
og 450 þúsundir dollara í bókasafns-
sjóð Clintons var að minnsta kosti
13 sinnum í heimsókn í Hvíta hús-
inu á meðan Clinton var við völd.
Fyrrverandi íjármálastjóri
demókrata, Beth Dozoretz, sem er
vinur Clintonhjónanna, sagði við
rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings í
gær að hún myndi ekki bera vitni
við yfirheyrslur um náðanir Clint-
ons á sakamönnum síðasta dag
hans 1 embætti. Nefndin rannsakar
meint tengsl peningagjafa og náðan-
anna.
Bænahald við mosku spámannsins
Hann er ekki hár í loftinu þessi piltur en lét sig þó ekki muna um aö biöjast fyrir meö öllum hinum ködunum fyrir utan
mosku spámannsins í hinni helgu borg Medínu í Sádi-Arabíu. Hundruö þúsund pílagríma heimsóttu gröf spámannsins
Kraftaverk í fimbulkuldanum í Edmonton í Kanada:
Ungbarn lifnaði við eftir
að hafa frosið til bana
systir ætluðu að gista hjá vinafólki
sínu þegar sú stutta skreið út úr
rúmi móður sinnar og komst út á
bleiunni aðfaranótt síðastliðins
laugardags. Þá var 24 stiga frost í
Edmonton. Móðir stúlkunnar fann
hana ekki fyrr en nokkrum klukku-
stundum síðar þar sem hún lá sam-
anhnipruð í snjónum.
Sjúkraflutningamenn sögðu að
þeir hefðu ekki fundið neinn púls
þegar þeir komu að stúlkunni.
Henni var lýst svo að hún hefði ver-
ið gaddfreðin, svo freðin að það var
erflðleikum bundið að opna á henni
munninn. Talið er að hjarta hennar
hafi hætt að sjá í allt að tvær
klukkustundir.
Læknar álita aö kuldinn og smæð
stúlkunnar hafi í sameiningu dregið
úr þörf hennar fyrir súrefni til heil-
ans, á sama tima og mjög hægði á
blóðstreymi í æðunum. Við svipað-
ar aðstæður stöðvast hjarta fullorð-
ins fólks oft of fljótt, að sögn lækn-
anna.
Læknar notuðu teppi sem þeir
hituðu með blæstri til að verma
stúlkuna. Hjarta hennar tók að slá
aftur af sjálfsdáðum um það bil sem
átti að setja hana í hjarta- og
lungnavél.
Ekki verður ljóst fyrr en eftir
nokkrar vikur hversu alvarlega
stúlkan er kalin og hvort taka verð-
ur af henni tær eða aðra útlimi af
þeim sökum.
Þrettán mánaða gamalt stúlku-
barn í borginni Edmonton í Kanada
virðist hafa náð sér furðanlega vel
eftir að það ráfaði út í fimbulkulda,
á bleiunni einni fata, og kólnaði svo
mikið að hjartað hætti að slá.
Læknar segja að stúlkan hafi í
raun verið látin þegar komið var
með hana á sjúkrahús aðfaranótt
laugardagsins. Þeir segja að ekki
sjáist nein merki um heilaskaða en
enn sé eftir að meta hversu alvar-
lega hana hefur kalið.
Hjúkrunarfólk hefur lýst undrun
sinni á bata stúlkunnar og segir að
aðeins sé vitað um fjögur til fimm
svipuð tilfelli þar sem barn hefur
lifað af slíkan fimbulkulda. Líkams-
hiti litlu stúlkunnar var ekki nema
16 gráður þegar sjúkraflutninga-
menn komu að henni og fluttu á
sjúkrahús.
Litla stúlkan, móðir hennar og
Risin upp frá dauðum
Þrettán mánaöa gömul kanadísk stúlka sefur rótt á sjúkrahúsi í borginni Ed-
monton þar sem hún komst á bleiunni einni fata út í 24 stiga frost. Stúlkan
IVErBENZ*E~280 4-MÁTiC
jgBLAR, SSK., EK. 20 Þ. KM.
AUKAHLUTIR: CD (MAGAZIN), 16" ÁLF.
f RAFDR. RÚÐUR/TOPPLÚGA/SPEGLAR
ABS, TOPPLÚGA, SPÓLVÖRN ÞJÓFAVÖRN,
BL« nFTPi'ioi, PARKTRONIC _______
V. 4.350.000
Bush fékk flest
atkvæði í Flórída
George W. Bush hefði að öllum
líkindum sigrað í forsetakosningun-
um þó að Hæstiréttur Bandaríkj-
anna hefði ekki stöðvað handtaln-
ingu. Þetta sýnir talning á vegum
fjölmiðlasamsteypunnar Knight
Ridder sem gefur meðal annars út
blöðin Miami Herald og USA Today.
Lokaniðurstöðu er að vænta eftir
nokkrar vikur en blööin birtu í gær
niðurstöðu frá þremur kjördæmum
þar sem handtalning var stöðvuð.
í Miami-Dade, þar sem Gore fékk
meirihluta atkvæða, voru 10.600
ógild atkvæði sem talningarvélar
höfðu ekki skráð. Demókratar voru
sannfærðir um að meðal þessara at-
kvæða væri að finna nógu mörg at-
kvæði ætluð Gore til þess að 537 at-
kvæða forskot Bush í Flórída yrði
að engu. En samkvæmt endurtaln-
ingu fiölmiðlanna sigraði Gore í Mi-
ami-Dade með aðeins 49 atkvæða
mun. Samkvæmt niðurstöðu nýju
talningarinnar hefði Bush sigrað í
öllu Flórídariki með 140 atkvæða
mun. Repúblikanar segjast ánægðir
George W. Bush
Löglega kjörinn forseti.
með að handtalningin skuli hafa
sýnt að Bush hafi verið löglega kjör-
inn forseti Bandaríkjanna.
Aðalfundun Flugleiða
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. mars árið
2001 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst fundurinn kl. 14:00.
Aðgöngumiðar, atkvæða-
seðlar og fundargögn
verða afhent í lilutabréfa-
dcild Flugleiða, l.hæð á
aðalskrifstofu felagsins á
Reykjavikurflugvelli
dagana 12.-14. mars frá
kl. 09.00 til 17.00 og á
fundardag til kl. 12.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfúndarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á samþykktum þess efiiis að heimilt verði
að gefa út hlutabréf félagsins með rafrænum hætti.
3. Tillaga um heimild félagsstiómar til kaupa á eigin hlutum skv.
55. gr. laga nr. 2/1995.
4. Önnur mál löglega borin upp.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir
aðalfúnd.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu
liggja ffamrni á skrifstofu félagsins hluthöfúm til sýnis sjö dögum
fýrir aðalfúnd.
Stjóm Flugleiða hf.
ICELANDAIR