Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Qupperneq 28
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Bfffteimar Hrútafjörður: Flutningabíll valt Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum í Hrútafirði á ti- unda tímanum á sunnudagskvöldið { v með þeim afleiðingum að bíllinn valt út fyrir veg. Mikið hvassviðri var á svæðinu á þessum tima og gekk á með dimmum éljum. Atvikið varð rétt fyr- ir sunnan Guðlaugsvík og að sögn lögreglunnar á Hólmavík slapp mað- urinn ómeiddur frá veltunni. Hann var með rúmt tonn af saltfiski í bíln- um, og slapp fiskurinn óskemmdur, þótt einhverjar pakkningar skemmd- ust. Bíllinn er mikið skemmdur eftir atvikið. -SMK DV-MYND HILMAR Landburöur af ioönu Verið var að landa úr Faxa RE í Reykjavíkurhöfn í gær. Loðnan: Mokveiði í Faxaflóa Mjög góð loðnuveiði er nú út af >> Snæfellsnesi og inn í Faxaflóann. Þar er á ferðinni „Vestfjarðagangan" svo- kallaða sem kom að landinu vestur af Vestfiörðum fyrir skömmu og veitt hefur verið úr þegar veður hefur ekki hamlað veiðum. Að sögn skipstjóra sem DV ræddi við lágu veiðar niðri í um sólarhring um helgina vegna veðurs, en í gær viðraði vel og menn voru strax komn- ir í mokveiði. Um helgina var landað 45 þúsund tonnum og var þá heildar- aflinn á vertíðinni orðinn 412 þúsund tonn. Þarf af höfðu 126 þúsund tonn veiðst á sumar- og haustvertíð. Eftir- stöðvar kvóta námu þá rúmlega 400 þúsund tonnum. Hæstu löndunarstaðir eru Eskifiörð- ur með 40.575 tonn, Neskaupstaður 34.690 tonn, Vestmannaeyjar 28.226 tonn, Grindavík 25.895 tonn, Akranes 24.809 tonn og Þórshöfn 21.528 tonn. -gk FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 SOT FYRIR SOLU! Garðabær: Kviknaði í nudd- og sólbaðsstofu LfV-IVtriNU f\ULBKUN Haröfiskur í staö blóma Davíð Oddsson forsætisráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Jóhanesson ráöuneytisstjóri voru á Flateyri í gær þar sem þau titkynntu heimamönnum að 158 miiljðnir króna yrðu lagðar til endurreisnar staöarins eftir snjóflóðin mannskæðu. í þakklætisskyni færöu ibúasamtökin gestunum harðfisk. Sjá bls. 2. Eldur kom upp á nudd- og sól- baðsstofu í Kirkjulundi í Garðabæ um klukkan 21.30 í gærkvöld. Hús- næðið var mannlaust er eldurinn kom upp. Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu mætti á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem kviknaði í einhverju plastíláti inni í húsnæöinu. Töluverðar reyk- og sótskemmdir urðu. Lög- reglan í Hafnarfirði rannsakar nú upptök eldsins. -SMK Gjaldþrot NASCO í Bolungarvík stærsta tap í seinni tíð: Rikisendurskoðun samþykkir ekki - frekari afskriftir, „Það liggur fyrir af okkar hálfu að þegar gert er tilboð í eign sem er yfir okkar veðkröfu þá er okkar krafa tryggð. Við getum ekki afskrifað eða slegið af slíkri kröfu. Við höfum ekki lagalega heimild til slíks og Ríkisend- urskoðun myndi ekki samþykkja það,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur stjómar Byggðastofnunar, um nýj- ustu hugmyndir heimamanna í Bol- ungarvík um kaup á rækjuverksmiðju NASCO. Kristinn segir að krafa heimamanna i sinu tilboði sé að Byggðastofnun af- skrifi af veði sínu 15 milljónir, en áður hafði verið gerð krafa um að stofnunin afskrifaði 37 milljónir króna. Fyrri slíkri niðurfellingu sé ekki lagaleg heimild. Annað tveggja verði þvi að gera; að heimamenn leggi til 15 miilj- ónir í hlutafé til viðbótar þvi sem áformað var, eða að menn þiggi tilboð segir Kristinn H. Gunnarsson og segir boltann hjá heimamönnum I urn að meiru af I 1 236 milliónir króna Samkvæmt hvi Kriítirm cppir ckintaetiórn haf: um að meiru af skuldinni við Byggðastofnun yrði breytt í hluta- fé. Það þýðir aftur á móti að þar með yrðu heimamenn ekki með hréina meirihlutaeign í fyrirtækinu. Hann segir boltann nú hjá heimamönnum Kristinn H. Gunnarsson. og þeir séu að hugsa málið. „Þeim stendur til boða að ræða mál- in á þeim grundvelli að meira af lán- inu verði breytt i hlutafé, eða að fá það lánað samkvæmt almennum skilyrð- um lántakenda." Stærsta tap í seinni tíð „Málin standa þannig að það er búið að gera tilboð i eignimar upp á 236 mifljónir króna. Samkvæmt þvi er það veð á þriðja veðrétti sem Byggðastofnun á eftir vel tryggt, en það veð endar í 187 milljónum króna. Við erum hins vegar að tapa tveimur öðrum lánum, samtals upp á nærri 150 milljónir króna. Það er lán sem veitt voru í fyrra til að styrkja rekstur þessarar rækjuverk- smiðju, en entust þvi miður ekki nema í nokkra mánuði. Þetta er stærsta tap sem stofnunin er að verða fyrir í seinni tíð á einu máli.“ - Hvað með hugsanlega málsókn Sjóvár-Almennra á Byggðastofnun? „Sjóvá-Almennar eru ekki kröfu- hafi í þetta þrotabú og eru því ekki að tapa neinu á þessu fyrirtæki. Þeir eru með tryggingabréf á fiórða veðrétti fyrir öðrum kröfum vegna reksturs annars félags sem er óskylt þessu þrotabúi." Kristinn segir skiptastjóra hafa samþykkt veðröðina og það hafi Sjó- vá-Almennar líka gert þegar þeir tóku tryggingabréfið. „Það er ekki hlutverk Sjóvár að ráðstafa eignum Byggðastofnunar. “ Kristinn segir að í tilboðinu sé gert ráð fyrir að Sjóvá fái greiddan helminginn af þeirra kröfu, en á sama tíma er krafa um að Byggða- stofnun afskrifi. „Ef þeir vilja gefa eftir helminginn af sinni kröfu, af hverju eru þeir þá að tengja saman málshöfðun á Byggðastofnun og samþykkt á tilboði frá þriðja aðila? Þeir hafa hins vegar ekki samþykkt þær leiðir sem við höfum lagt fyrir þá,“ segir Kristinn og segir það því ósatt að málið sé í hnút hjá Byggða- stofnun, eins og fram kom í máli Ólafs B. Thors, lögfræðings Sjóvár- Almennra, í DV á íostudag. -HKr. Frækinn knattspyrnukappi vill endurheimta æruna: Gæði og glæsileiki Vill fá 20 milljónir króna fyrir mannorðið smort (silbaistofaj Grensásvegi 7, sími 533 3350. „Skjólstæðingur minn fer fram á 20 mifljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa setið í 49 daga gæsluvarðhcddi og veriö í farbanni í 230 daga,“ sagði Karl G. Sigur- björnsson lögmaður í morgun Skjólstæðingur Karls, Davíð Garð- arsson, sætti fyrrgreindri meðferð vegna meintra tengsla hans við fikniefnamál sem teygði anga sína víða. Davíð var á árum áður Davíö Garðarsson. þekktur knatt- spyrnumaöur og átti glæstan feril með meistara- flokki Vals. Dav- íð byggir kröfu mifljónakröfu sína á því að mannorð sitt hafi beðið óbætanlega hnekki þegar hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald og settur í farbann í tæpt „Ég hef ekkert um þetta að segja. Ég vísa á lögmann minn,“ sagði Davíð Garðarsson i morgun. Krafa hans um 20 mifljóna króna skaðabætur vegna mannorðsmiss- is verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars. -EIR SYLVANIA 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.