Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 2
2
Fréttir
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
DV
Síldarvinnslan hf. tapaði 416 milljónum á síðasta rekstrarári:
Fýrst og fremst vegna
utanaðkomandi ástæðna
- segir Björgólfur Jóhannesson forstjóri
DV, AKUREYRI:_____________________
„Eg er auðvitað ekki sáttur við
þessa niðurstöðu en hún er fyrst
og fremst til komin vegna utanað-
komandi ástæðna sem í sumum til-
fellum er erfitt að ráða við og í öðr-
um tilfellum ógerlegt," segir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar hf. i Neskaup-
stað sem rekin var með 416 millj-
óna króna tapi á árinu 2000. Tap af
reglulegri starfsemi nam 355 millj-
ónum króna. Veltufé frá rekstri
nam 355 milljónum króna saman-
borið við 284 milljónir króna árið
1999.
Rekstrartekjur námu 2.910 millj-
ónum króna og hækkuöu um 5,7%
milli ára en rekstrargjöld voru
2.407 milljónir króna, sem er 1,3%
hækkun á milli ára. Hagnaður fyr-
ir afskriftir og fjármagnsliði nam
503 milljónum króna, eða sem
svarar til 17,3% af rekstrartekjum.
Árið áður nam þessi fjárhæð 377
milljónum króna eða 13,7% af
rekstrartekjum. Afskriftir námu
samtals 442 milljónum króna, sam-
anborið við 354 milljónir árið áður.
Fjármagnsgjöld umfram fjármuna-
tekjur námu 571 milljón króna,
samanborið við jákvæöa íjárhæð á
árinu 1999 upp á 233 milljónir
króna.
Tap af reglulegri starfsemi félags-
ins eftir skatta var 356 milljónir
króna, samanborið við hagnað upp
á 172 milljónir árið 1999. Þegar tek-
ið hefur verið tillit til hlutdeildar í
tapi dóttur- og hlutdeildarfélaga er
Síldarvinnslan gerð upp með 416
milljóna króna tapi, samanborið við
136 milljóna króna hagnað árið
áður. Veltufé frá rekstri nam 355
milljónum króna en var 284 milljón-
ir árið 1999. Þetta er hækkun um
24,9% á milli ára.
Björgólfur segir þrjár meginá-
stæður fyrir taprekstrinum á ný-
liðnu ári. „I fyrsta lagi jókst fjár-
magnskostnaður félagsins verulega
sem rekja má til mikils gengistaps á
síðari hluta ársins og hækkandi
vaxta á árinu. í öðru lagi hækkaði
olíuverö umtalsvert á árinu og enn
fremur var verð á mjöl- og lýsisaf-
urðum fremur lágt. Þá hafði verk-
fall í fiskimjölsverksmiðju félagsins
í maímánuði einnig nokkur áhrif,“
segir hann.
Björgólfur segir að rekstrarhorf-
ur fyrir yfirstandandi ár séu nokk-
uð góðar. „Samkvæmt áætlunum fé-
Harmleikur þegar bifreið ók inn á biðstöð skólabarna í Flórída:
Sonur minn miður sín
- segir móðir drengs af íslenskum ættum sem slapp naumlega
Tíu ára drengur af íslenskum ætt-
um var hætt kominn í Orlando í Flór-
ída fyrr í vikunni þegar bíl var bakk-
að upp á gangstétt þar sem hann beið
eftir skólabíl ásamt félaga sínum. ís-
lenski drengurinn lenti lítillega utan í
bílnum en bandarískur félagi hans
varð fyrir honum og lést.
Móðir drengsins, Helga Sveinsdóttir
Anderson, sem býr ásamt fjölskyldu
sinni í Orlando, sagði í viðtali við DV í
gær að yfirleitt biðu 10-12 skólaböm
eftir skólabilnum á horninu þar sem
slysið varð. Að þessu sinni hefðu sonur
hennar, Erik Þór Anderson, og félagi
hans verið þeir einu sem voru þar. Það
sem gerðist var að kona sem ók bifreið-
inni hafði verið að koma með sín eigin
böm í veg fyrir skólabílinn. Hún hafði
snúið bílnum en síðan sett hann óvart
Erik Þór slapp naumlega en
skólabróöir hans fórst. Hér stendur
Erik milli tveggja matreiðslumanna á
þorrablóti í Orlando nýlega.
í bakkgír. Þegar hún áttaði sig á því
sem var að gerast virðist hún hafa ætl-
að að stíga á bremsuna en stigið í stað-
inn á bensíngjöfma þannig að bíllinn
jók enn ferðina aftur á bak.
Erik Þór kastaði sér til hliðar en
höndin á honum slóst þó utan i bílinn.
Hinn drengurinn, átta ára, varð fyrir
bílnum. Höggið var svo mikið að hann
hentist nokkra vegalengd. Hann
reyndist látinn þegar að var komið.
Erik Þór hljóp á eftir bílnum til að
reyna að gera ökumanninum viðvart
um það sem var að gerast en það var
of seint.
„Syni mínum líður vel líkamlega en
honum finnst að hann hefði átt að gera
eitthvað meira til að bjarga skólafélaga
sínum,“ sagði Helga. „En það var ekk-
ert sem hann hefði getað gert. Hann er
miður sín eftir atburðinn."
Helga sagði það mikla mildi að ekki
hefðu verið komin fleiri böm á bið-
stöðina þegar slysið varð. -JSS
lagsins er gert ráð fyrir hagnaði á
yfirstandandi ári og umtalsvert
meiri fjármunamyndun en á árinu
2000. Reiknað er með að landvinnsla
félagsins skili betri afkomu á árinu
og að hagræðing við flutning bol-
fisksfrystingar komi til með að skila
sér að fullu á þessu ári í aukinni
framlegð. Enn fremur hefur samein-
ing við Skipaklett hf. áhrif strax á
þessu ári í aukinni framlegð
vinnslu í landi og á sjó. Þá gerum
við ráð fyrir að afkoma í veiðum og
vinnslu uppsjávarfisks verði betri á
þessu ári en í fyrra,“ segir Björgólf-
ur. Hann segist þó vilja minna á að
komi til verkfalls sjómanna muni
það hafa veruleg áhrif á rekstrará-
ætlun Síldarvinnslunnar eins og
annarra íslenskra sjávarútvegsfyr-
irtækja. -gk
Frásögn af slyslnu.
Blaðaúrklippa þar sem greint var frá
slysinu í Orlando. Mildi þótti að ekki
biðu fleiri börn eftir skólabílnum á
biöstöðinni.
Stjúpfaðir sýknaður í kynferðisafbrotamáli í héraðsdómi:
Tek málið upp á Alþingi
- segir Guörún Ögmundsdóttir sem fylltist réttlátri reiði við fregnimar
„Svona vinnubrögð eru ekki boð-
leg. Hagsmunir bama eiga alltaf að
vera í fyrirrúmi og þegar svona ger-
ist þá er þeim einfaldlega kastað fyr-
ir róða. Ég fyllist réttlátri reiði,“
sagði Guðrún Ögmundsdóttir al-
þingismaður um sýknudóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir manni sem
sakaður hafði verið um aö beita
fyrrum stjúpdóttur sína kynferðis-
legu oíbeldi. Við yfirheyrslur hafði
hann viðurkennt að hafa strokið
stjúpdóttur sinni minnst tvívegis
um klofið auk þess að hafa látið
barnið taka af sér
ljósmynd þar
sem hann var
nakinn að koma
úr baði.
„Ég tek þetta
mál upp á Al-
þingi strax á
mánudaginn og
uni mér ekki
friðar fyrr en ég
sé hagsmunum
barna borgið.
Þetta er ekki
Guðrún Ög-
mundsdóttir
Ekki boðleg
vinnubrögö.
hægt,“ sagði Guðrún Ögmundsdótt-
ir.
Fyrir rétti neitaði stjúpfaðirinn
allri sök og var sýknaður á grundvelli
þess að bamið kom aldrei sjálft fyrir
dómara. Var það vegna þess að for-
eldrar stúlkunnar höfðu óskað eftir
því og gert kröfu um að barn þeirra
yrði yfirheyrt í Barnahúsinu en dóm-
arinn vildi yfirheyra það í húsakynn-
um Héraðsdóms. Fór sá ágreiningur
fyrir Hæstarétt sem studdi málstað
dómarans. Skýrslur sem teknar vom
af stúlkunni í Bamahúsinu voru því
Ur Barnahúsinu
Skýrslur meö framburði stúlkunnar, sem
teknar voru þar, dugðu ekki gegn neitun
stjúpfööurins fyrrverandi.
aldrei teknar gildar þegar dómur var
upp kveðinn og dugðu ekki gegn neit-
un stjúpfóðurins fyrrverandi. -EIR
Enn hallar
Viðskiptahallinn eykst og var á
síðasta ári 69 milljarðar. Árið áður
var hann tæpir 44 milljarðar. Gjald-
eyrisforði Seðlabankans rýrnaði um
5,3 milljarða á árinu en ijárfesting
íslendinga erlendis nam 25 milljörð-
um króna.
Áfram 17 ára
Ökuprófsaldur
verður enn um sinn
miðaður við 17 ára
aldur ef farið verð-
ur að tillögum
starfshóps sem
dómsmálaráðherra
skipaði til að kanna
kosti þess að hækka
hann í 18 ár. Starfshópurinn leggur
hins vegar til að sektargreiðslur
vegna umferðarlagabrota verði
hækkaðar um helming.
Fræ flutt út
Landgræðslan hyggst flytja
lúpínufræ til Alaska í tonnatali en
lúpínan hefur gagnast mjög vel hér
á landi til uppgræðslu örfoka
svæða.
Lúðuverðlaun
Nýsköpunarverðlaun rannsókn-
arráös íslands hafa falliö Fiskeldi
Eyjaríjarðar í skaut. Verðlaunahaf-
inn hefur sérhæft sig í lúðueldi og
er stefnt að því að margfalda fram-
leiðsluna á næstu ámm.
Vildi lifandi lömb
Líbýumenn óskuðu eftir því á
dögunum að fá keypt lifandi lömb á
fæti hér á landi og flytja út með
júmbóþotum. Lömbunum átti að
slátra og nota við helgiathafnir að
íslömskum sið.
Hætt við eyðnipróf
Starfsfólk á Vogi
er hætt að taka
eyðnipróf af þeim
sem þar leggjast
inn vegna áfengis-
og vímuefna-
notkunar. Ástæðan
er fjárskortur.
Póstbúð
Til athugunar er að íslandspóstur
opni matvöruverslun á Breiðdals-
vík. Ef af yrði væri þetta nýmæli í
rekstri íslandspósts sem fram að
þessu hefur einbeitt sér að póst-
dreifingu.
Skattur á Neti
Ríkisskattstjóri
gerir ráð fyrir að
um helmingur
framteljenda á land-
inu skili skatta-
framtali sínu á Net-
inu.
Þrefait
Þrjár bílveltur urðu á Reykjanes-
brautinni árla gærmorguns á innan
við þremur stundarfjóröungum. Lög-
reglann kennir um lúmskri isingu og
of hröðum akstri bílstjóranna sem all-
ir sluppu með skrekkinn.
Út í búð
Opnuð hefur veriö matvöruversl-
un á Bakkafirði en þar hefur engin
slík verslun verið undanfarnar
fimm vikur. Nýja búðin heitir Sjafn-
arbúð og geta Bakkfirðingar nú
gengið út í búð eftir nauðsynjum
eins og áður fyrr.
-Eir