Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 6
6
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
Fréttir
I>V
Söfnun Landco til styrktar Einstökum börnum:
Félagið fær aðeins smá-
hluta af söluupphæöinni
- gróðavænlegt að fá góðgerðarsamtök í lið með sér til að auka sölu
Svo virðist sem söfnun sú sem fyrir-
tækið Landco stendur fyrir og ætlað er
til styrktar Einstökum bömum ætli að
draga dilk á eftir sér. í fréttum hefur
komið fram að einungis 10% af þeim
2.700 kr., sem fólk er beðið að leggja
fram, renni til Einstakra bama. DV
hefur heimildir fyrir því að sölufólk
sem vann við símasöluna hafi gefið
fólki rangar eða viilandi upplýsingar.
Kona nokkur spurði sölumanneskjuna
hversu stór hluti af upphæðinni rynni
til Einstakra bama og fékk hún þær
upplýsingar að þvi sem næst öll upp-
hæðin færi til félagsins. Hins vegar
fengi Páll Rósinkrans sjálfur lítinn
hluta hennar. Önnur kona sem DV
ræddi við sagði að hún hefði verið
spurð hvort hún vildi styrkja Einstök
böm um 2.700 kr. og fá geisladiskinn í
kaupbæti.
Kostnaöarþáttur skiptist
Guðmundur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Landco, segir að kostn-
aðarþátturinn skiptist á milli nokk-
urra þátta. Til að mynda fari 1100
krónur í sölu, póstdreifingu og pökk-
un, 535 krónur í virðisaukaskatt, 200
krónur fara í búa til diskinn, 120 krón-
ur fer til STEF og Páll Rósinkrans
færð síðan 250 krónur fyrir hvem disk
sem selst. Hann segir að í samningn-
um við Einstök böm hafi verið gert
ráö fyrir þessum kostnaði. Að sögn
Guðmundur var íslensk miðlun fengin
til að sjá um símsölu og tekið hafi ver-
ið fram að segja ætti við kaupendur að
hluti af sölupphæðinni ætti að fara til
Einstakra bama en ekki öll upphæðin
en svo virðist sem einhveijir starfs-
menn hafi boðið diskinn með þeim fyr-
irmælum að öll upphæðin færi til fé-
lagsins. „Landco fær til að mynda að-
eins 300 krónur af upphæðinni sem er
eðlilegt hlutfail,“ segir Guðmundur.
Hann segir að um fullkomlega löglega
söfnun hafi verið að ræða og birta
hefði átt að sex mánuðum liðnum hvaö
mikið Einstök böm hefðu fengið út úr
henni eins og skylda er þegar um
landsöfnun er að ræða.
Tengslin auka söluna
í bréfi sem forsvarsmenn Einstakra
bama sendu til Fréttastofu Ríkisút-
varpsins em borin til baka orð sem
formaður félagsins lét falla um að
„starfsmenn fslenskrar miðlunar hafi
farið út fyrir verksvið sitt“ og tekið
fram að ekki sé „á neinn hátt við ís-
lenska miðlun að sakast í þessu máli,
heldur reynsluleysi okkar í stjóm fé-
lagsins." í umræddu bréfi stendur að
félagið sé ánægt með þátttöku sína í
þessari söfnun.
Einn af þeim aðilum sem DV hafði
samband við vegna málsins sagði að
alþekkt væri á meðal þeirra sem
standa í sölustarfsemi að gróðavænlegt
væri að fá einhver góðgerðarsamtök í
lið með sér til að auka söluna. Það gæti
aukið sölu, t.d. á geisladiskum um þús-
undir eintaka og því væri þaö mikið
notað.
Skúli Sævarsson, deOdarstjóri hjá
íslenskri miðlun, segir að fyrirtækið
hafi tekið að sér þetta verkefni fyrir
Landco og fengið fyrir það sölulaun
eins og venjan er en hann var ekki fá-
anlegur til að gefa upp hversu há þau
vora. Aðspurður segir Skúli aðferðir
íslenskrar miðlunar við söluna í góðu
lagi og að viðskiptavinum hafi verið
gefnar réttar upplýsingar. „Þær upp-
lýsingar sem við gefum upp eru sam-
kvæmt forskrift þeirra aðila sem að
söfnuninni standa. Auðvitað getur
komið fyrir að eitthvað af því fjöl-
marga sölufólki sem við höfum á okk-
ar snæram geri mistök en ég þvertek
fyrir að um blekkingar hafi verið að
ræða. Hins vegar þarf fólk að gera sér
grein fyrir að ágóði af sölu disksins er
auðvitað bara sá peningur sem eftir
stendur þegar búið er að greiða allan
kostnað. Það kostar alltaf peninga að
búa til peninga."
Hægt aö styrkja félagiö á ann-
an hátt
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem for-
svarsmenn félaga sem Einstakra bama
leyfa ýmsum aðilum að nota nafh sitt
við sölustarfsemi í von um fjármagn.
Þekktast er e.t.v. dæmið þar sem
Klettaútgáfan gerði samning við
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
bama um að félagið fengi hluta af
ágóða sölu ljóðabókar. Þegar upp var
staðið kom í ijós að útgáfan fékk í sinn
hlut margfalda þá upphæð sem SKB
fékk. SKB fór með málið fyrir dóm og
krafðist þess að samningurinn sem
málsaðilar höfðu gert með sér yrði
endurskoðaður og að útgáfan greiddi
SKB 6,3 miiljónir króna. Bæði Héraðs-
dómur Reykjavíkur og Hæstiréttur
sýknuðu Klettaútgáfuna af öllum kröf-
um Styrktarfélags krabbameinssjúkra
bama.
Einstök börn er stuðningsfélag
bama með sjaldgæfa og alvarlega sjúk-
dóma. Vert er að benda fólki á að hægt
er að styrkja félagið með því að leggja
inn á reikning þess sem hefur númer-
ið 1163-26-2629. -ÓSB/MA
DV-MYND E. ÓL.
Þakklætisvottur Mæðrastyrksnefndar
Fulltrúar fyrirtækjarma þriggja meö viöurkenningarskildina frá Mæörastyrksnefnd Reykjavíkur
Mæðrastyrksnefnd:
Afhenti þremur
fyrirtækjum
þakklætisvott
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur af-
henti á föstudag þremur fyrirtækjum
viðurkenningarskildi með þakklæti
fyrir stuðninginn til marga ára. Fyr-
irtækin sem fengu viðurkenningar-
skildina eru Sjóvá-Almennar, Goði hf.
og Ingvar Helgason. Mæðrastyrks-
nefnd var stofnuð árið 1928 og hefur á
þeim tíma unnið að því að styrkja fá-
tæka, til dæmis með matar- og fjár-
styrkjum. í gegnum árin hefur hún
notið mikils velvOja fyrirtækja í land-
inu og ákvað nefndin nú að sýna
þakklæti sitt með því að veita fyrir-
tækjunum þremur viðurkenningu.
Efla á framhaldsnám viö Háskóla íslands:
Tvöfalda á niiver-
andi fjölda fram
haldsnema
- á næstu fjórum árum
Háskóli Islands gerir ráð fyrir að
tvöfalda núverandi fjölda framhalds-
nema á næstu fjórum áram. Á yfir-
standandi skólaári stefnir i að fjöldi
skráðra framhaldsnema verði vel á
sjötta hundrað og hefur fjöldi þeirra
þrefaldast á síðustu þremur árum.
Þetta kom fram á kynningarfundi Páls
Skúlasonar, rektors sem haldin var í
Háskólanum.
Að sögn rektors er það eindreginn
ásetningur Háskólans að gera verulegt
átak til að efla meistara- og doktors-
námið og fjölga nemendum. Með upp-
byggingu námsins sé verið að tryggja
stöðu Háskólans sem alþjóðlega viður-
kennds rannsóknarháskóla. „Efling
framhaldsnáms fiölgar menntuðu fólki
sem er forsenda fyrir sterku atvinnu-
og menningarlífi í landinu," segir rekt-
or. Hann segir að með því sé hins veg-
ar ekki verið að stuðla að því að ís-
lendingar stundi sitt framhaldsnám
Eindreginn vlljl aö efla framhaldsnámið
Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands,
kennarar og doktorsnemendur viö skól-
ann kynntu eindreginn vilja skólans um
að efla framhaldsnám.
eingöngu hér á landi. „Stúdentar eiga
alltaf að hafa kost á að stunda fram-
haldsnám erlendis, „ segir rektor.
Tryggja á gæði framhaldsnámsins
við Háskólann meðal annars með því
að leita reglulega eftir mati innlendra
og erlendra sérfræðinga á náminu og
Heildarfjöldí skráöra framhaidsnema, meistara-
og doktorsnema í Háskóla íslands frá 1990 til 2000
Alls skráðir
kynna niðurstöður þess opinberlega.
Einnig mun sérstök matsnefnd innan
skólans meta hveiju sinni hvort nám í
einstökum greinum stenst þær kröfur
sem skólinn gerir. Þá er talið mikil-
vægt að bæta úr húsnæðisaðstöðu
framhaldsnámsins og tryggja þarf
framhaldsnemum viðunandi vinnuað-
stöðu og starfsumhverfi auk þess sem
bæta þarf fiárhagsstöðu framhalds-
námsins. Að sögn rektors er kostnaður
framhaldsnema áhyggjuefni og finna
þurfi lausn á því vandamáli. „Margir
framhaldsnemar era í vinnu með nám-
inu og geta því ekki einbeitt sér eins
og skyldi," segir rektor.
Háskólinn ætlar líka að efla á kynn-
ingu, bæði innanlands og erlendis, á
þeim námsleiðum sem í boði era og á
að höfða til nemenda sem nú era í
grunnnámi í skólanum, þeirra sem
lokið hafa grunnnámi og tO erlendra
stúdenta. Áhugi erlendra stúdenta á að
stunda nám í skólanum hefúr einmitt
aukist á undanfömum árum og í dag
stunda um 600 hundrað erlendir nem-
endur nám við skólann og era flestir
þeirra í grannnámi. Velja hefúr þurft
nemendur inn í íslensku fyrir erlenda
stúdenta vegna mikillar ásóknar í
námið. Um sjötíu mögulegar fram-
haldsleiðir era nú í boði við Háskól-
ann. -MA
____________Umsjón:
Hördur Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Af ritaraætt
Kapphlaup manna eftir embættum
í Framsókn eru með ólíkindum og
taka á sig ýmsar spaugilegar mynd-
ir. Þingmenn sem
ekki hafa boðið sig
fram eru nú sagðir
leita annarra leiða
til þess finna
smugur inn í emb-
ætti. Sagt er að
ísólfur Gylfi
Pálmason telji sig
eiga nokkurt til-
kall í ritaraembætti flokksins. Rök-
semdirnar eru þær að systir hans
Ingibjörg sé núverandi ritari fiokks-
ins og ekki sé óeðlilegt að þetta
gangi í ættir. ísólfur Gylfi á líka
aðra röksemd sem skiptir ekki
minna máli í harðri baráttu fyrir
flokkslegum frama. Varla sé þar til
sterkari röksemd en sú að faðir
þeirra ísólfs og Ingibjargar hafi ver-
ið sýsluskrifari í Rangárvallasýslu í
44 ár...
Frá haga til maga
Eins og alþjóð er kunnugt er
Guðni Ágústsson að reisa sér
myndarlegt ibúðarhús alveg við þjóð-
veg 1 við Ölfusár-
brúna. Spaugsamir
Selfyssingar gera
því skóna að Guðni
hugsi þar til fram-
tíðar og vilji hafa
vaðið fyrir neðan
sig i bókstaflegum
skilningi ef hann
einhvem tímann
dytti út úr pólitík-
inni. Úr húsi sínu við brúarsporðinn
gæti hann sem hægast innheimt
vegatoll, eins og gert var forðum á
Reykjanesbrautinni. Skemmtilegri
era þó vangaveltur nágranna Guðna
um að hann selji þar um lúgu heil-
næmar landbúaðarvörar undir kjör-
orðinu „Frá haga til maga...“
Skörp víglína
Fátt virðist verða iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Valgerði Sverris-
dóttur, til framdráttar í málefnum
Búnaðarbankans.
Pálmi Jónsson,
formaður banka-
ráðs, setti sig fljót-
lega upp á móti
fyrirætlunum
hennar í samein-
ingarferli bank-
anna. Þá hefur
snögg afgreiðsla
bankastjóraráðningar síst verið til
að lægja öldurnar og greinilega alls
ekki að skapi ráðherra. Þá er vitað
að ráðherra vill skipta bankaráðinu
út eins og það leggur sig en sjálf-
stæðismenn reyna að gera ráðherra
þar erfitt fyrir líka. í dag má búast
viö snörpum átökum um bankaráðs-
málið og eins víst að Pálmi sitji
áfram aö ósk sjálfstæðismanna. Þar
vilji menn gera Valgerði skýra grein
fyrir að helmingaskiptaregla flokk-
anna í skipan bankaráðs sé heilög og
yfir þá víglínu vaði ráðherrann
ekki...
Höfuðborg klámsins
Klámrásir tröllríða nú íslenskum
sjónvarpsheimi. Keppast menn hver
um annan þveran við að koma þess-
um göfuga boðskap
til neytenda. At-
hygli hefur vakið
að í stað þess að
senda efnið út á
öldur ljósvakans
með hefðbundnum
hætti velja menn
að senda þetta eft-
ir ljósleiðurum
neðanjarðar. Ýmsir telja þetta sam-
svara vel efninu sem þoli illa dags-
ljósið. Alfreð Þorsteinsson þvær þó
hendurnar sínar og vill að Lína-Net
komi þar hvergi nærri. Fjöldaum-
sóknir um súlustaði á Akureyri hafa
líka vakið athygli. Nú velta menn
fyrir sér hvort Kristján Þór Júlíus-
son og félagar taki af skarið og opni
allar mögulegar flóðgáttir, steli
glæpnum af siðavöndum Reykviking-
um og geri Akureyri þar með að höf-
uðborg klámsins á íslandi...