Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað________________________________________DV Vinir morðingjans í Santana-framhaldsskólanum þrumu lostnir: Rólyndispiltur sem ekki bar hönd fyrir höfuð sér Harmur í Santana framhaldsskólanum Nemandi í Santana framhaldsskólanum í Santee í Kaliforníu leitar huggunar hjá einni hjúkrunarkonu skólans eftir aö hinn fimmtán ára gamli Charles „Andy“ Williams varö tveimur nemendum aö bana á mánudag. Þrettán manns til viö- bótar særöust í skotárásinni sem kom eins og þruma úr heiöskíru lofti. „Þetta er ekki andlitiö á Andy. Andy hefur gott hjartalag." Kathleen Seek, fimmtán ára göm- ul skólastúlka í Knoxville í Mar- yland, átti erfitt með að trúa sínum eigin augum þegar hún sá sjón- varpsmyndir af Charles „Andy“ Williams, jafnaldra hennar sem skaut tvo skólafélaga sína til bana og særði þrettán í Santee í Kali- forníu á mánudag. Kathleen var kærasta Andys áður en hann flutti til Kaliforníu seint á árinu 1999. Skotárásin á mánudag er sú al- varlegasta sem gerð hefur verið í bandarískum skóla frá því tveir piltar myrtu á annan tug nemenda og kennara í Columbine-framhalds- skólanum í Kólóradó fyrir tæpum tveimur árum. Kathleen var ekki ein um það að horfa vantrúuð á þetta kunnuglega andlit, en samt eitthvaö svo undar- legt, sem birtist á skjánum. Ekki hinn rétti Andy „Þetta var ekki hinn eini sanni Andy, ekki sá Andy sem ég þekkti. Hann hefði ekki getað gert þetta," sagði Zack Thew, einnig 15 ára, þeg- ar hann reyndi að koma minning- um sínum um gamlan vin heim og saman við fréttirnar af voðaverki hans vestur í Kaliforníu. Vinir Andys í Maryland minntust hans í vikunni sem vel liöins ung- lings. Mörgum þótti meira að segja mjög vænt um hann. Engu að síður mátti hann þola háð og spott margra jafnaldra sinna fyrir það að vera smávaxinn og rindilslegur. Hann er ekki nema 152 sentímetrar á hæð og grannvaxinn eftir því. Erlent fréttaljós Sams konar meðferð af hálfu skólafélaganna beið hans eftir að hann flutti til Santee, miðstéttarút- hverfis San Diego í sunnanverðri Kaliforníu. Langaði aftur heim Andy var í síma- og tölvupósts- samandi við fjölmarga vini á forn- um slóðum. Þeir sögðu í vikunni að sjá hefði mátt teikn um að búferla- flutningarnir til Kaliforníu hefðu farið illa í hann. Hann sagði vinum sinum fljótlega eftir flutningana að hann vildi fara aftur heim í gamla smábæinn á bökkum Potomac-ár- innar í Maryland. Gamlir skólafélagar Andys sögðu að á undaníornum vikum heföi hann kvartað mikið yfir stríðni annarra krakka í Santana-fram- haldsskólanum í Santee. Hann sagði að sér liði eins og sveitadreng í borginni. „Andy var léttlyndur piltur," sagði Art Fairweather, skólastjóri Brunswick-miðskólans, þar sem Andy Williams tók virkan þátt í leiklistarstarfsemi nemenda og stundaði íþróttir af kappi. Námsráðgjafinn í skólanum, Bill Croal, ræddi lengi við Andy um flutning hans til Kaliforníu á miðju skólaári, þegar hann var i áttunda bekk. Faðir hans, Charles Williams, hafði fengið nýja vinnu þar sem tæknir á rannsóknarstofu sjúkra- húss í San Diego. Croal sagði að til- finningar Andys hefðu verið blendnar, eins og tilfmningar sér- hvers þrettán ára unglings hefðu verið. Samband þeirra feðganna var náið, þótt Andy notaði hvert tæki- færi sem gafst til að gista hjá vinum sínum. Faðir hans er jafnráðþrota og aðrir. Bannað að tala um mömmu Heima í Brunswick í Maryland virðist sem vinir Andys og foreldr- ar þeirra hafi að einhverju leyti megnað að fylla upp í það tómarúm sem móðir hans skildi eftir þegar hún flutti að heiman fyrir tíu árum eða svo. Andy kallaði meira að segja mæður sumra vina sinna „mömmu“. Einu skiptin sem Andy brást reið- ur við var þegar einhver talaði um móður hans sem nú býr í Suður- Karólínu. „Ef maður ætlaði að tala viö Andy var regla númer eitt sú að minnast ekki á móður hans,“ sagði hinn fimmtán ára gamli Scott Bryan. Andy var rólyndispiltur sem bar aldrei hönd fyrir höfuð sér þegar skólafélagarnir í Santana kölluðu hann „viðundur“ og annað í þeim dúr. Hann greip ekki einu sinni til eigin ráða eftir að hjólabrettinu hans var stolið. „Hann bar aldrei hönd fyrir höf- uð sér. Maður gat hirt peningana úr veskinu hcms, rifið hann úr skyrt- unni og hent henni í ræsið og hann gekk bara í burtu,“ sagði Scott Wil- ke, sextán ára nemandi í Santana- framhaldsskólanum. Ekki svalur gæi Enda þótt Andy gerði engar til- raunir til að sýnast svalur gæi þeg- ar hann var með nánustu vinum sínum reyndi hann þó mikið til aö samlagast unglingunum sem héldu til í hjólabrettagaröinum Woodglen Vista, unglingum með litað hár og hringi í eyrum og kannski víðar, og í hólkvíðum buxum. Hann var bara ekki jafngóður á hjólabrettinu og var óspart strítt fyrir vikið. „Hann reyndi að vera svalur en hann var það ekki,“ sagði Keith Hamlin, sautján ára gutti sem vandi komur sínar í hjólabrettagarðinn. 1 ljósi alls þessa er kannski ekki undarlegt að enginn tæki Andy trú- anlegan þegar hann fór að tala um það í fyrri viku að hann ætlaði að taka skotvopn með sér í skólann og beita þeim. Um síðustu helgi talaði hann meira um þessar fyrirætlanir sínar og af meiri nákvæmni en áö- ur. En þegar gengið var á hann sagðist hann bara vera að gera að gamni sínu. Bara að grínast Charles Reynolds, 29 ára gamall sambýlismaður móður eins vinar Andys, heyrði á tal Andys og tveggja vina hans á laugardags- kvöld um skotáform í skólanum. „Ég spurði þá hvort þeir væru ekki bara að gera að gamni sínu,“ sagði Reynolds. „Og þeir sögðust bara vera að grinast." Reynolds sagði engum frá. Sálfræðingar og sérfræðingar í öryggismálum skóla sögðu að svo virtist sem Andy passaði vel inn í þá mynd sem menn hafa gert sér af bandarískum skólabömum í vanda, utangarðsmaður sem var ekki tek- inn alvarlega þegar hann hafði í hótunum um að grípa tO örþrifa- ráða. „Það er orðinn hluti af hugar- heimi barnanna að þannig láti mað- ur reiði sina í ljós,“ sagði Richard Butterworth, barnasálfræðingur sem hefur rannsakað fyrri skotárás- ir í bandarískum skólum. „Undanfarin tvö ár höfum við verið svo hrædd við elda í skólun- um okkar að við erum búin að setja slökkvitæki út um allt. En við höf- um ekki gert neitt til að stöðva það sem veldur þessum eldi. Þessir krakkar eru reiðir, þeir vita ekki hvað þeir eiga að taka til bragðs." Eric Chester sem hefur rætt mik- ið við ungt fólk um ofbeldi í skólum, sagði að ofbeldismyndir í fjölmiðl- um, auðveldur aðgangur að byssum og árásir eins og sú sem gerð var í Columbine hefðu náð að skapa hættulega forskrift að hermiárásum í öðrum skólum. „Svo virðist sem þetta sé enn einn örvæntingarfullur, utanveltu krakki sem vildi að tekið væri eftir sér,“ sagði Chester. Byggt á Washlngton Post, Reuters og Los Angeles Times. Látinna minnst íbúar bæjarins Santee í Kaliforníu lét rigningu ekki aftra sér frá því aö safn- ast saman til aö votta látnum og særöum i Santana framhaldsskólanum viröingu sína. Tveir nemendur féllu í skotárás nemanda á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.