Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 17
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
17
DV
Helgarblað
Það segir sig auðvitað sjálft að við
tölum mikið um leikhúsið og söng-
inn utan vinnunar," segir hann og
undirstrikar að þau reyni umfram
allt að hjálpast að.
Að dreyma hlutverk
Rúnar Freyr réðst til starfa hjá
Þjóðleikhúsinu í upphafi síðasta
leikárs og segist ánægður með
starfsandann og verkefnaval. Áður
en hann innritaðist í Leiklistar-
skóla íslands hafði hann þó einnig
haft afskipti af leikhúslífi í fram-
haldsskóla. Hann lék í Bugsy
Malone á fyrsta ári í Versló og setti
upp söngleikinn Tommy síðar við
sama skóla. Þegar Rúnar Freyr var
langt kominn í námi í Leiklistar-
skólanum lék hann síðan í Danny
Zuko í Grease við miklar vinsældir
en alls voru sýndar yfir sjötíu sýn-
ingar. Það mætti ætla af þessari
upptalningu að söngleikir væru í
sérstöku uppáhaldi. Óttast hann
ekkert að festast í söngleikjarull-
unni?
„Nei, nei. Ég hef nú þegar tekið
mér ýmislegt annað fyrir hendur og
leikið í mjög frábrugðnum verkum
sem eiga litið skylt við söngleiki. Ég
held að það sé ekki hægt að skil-
greina leikara eftir því hvemig
verkum þeir leika i. Góður leikari
getur tekist á við hvaða tegund
verka sem er. Hann getur leikið
bæði hetjuna og fíflið.“
En er ekki erfitt að leika í mörg-
um verkum á sama tíma? Er ekki
hætta á að maður rugli saman hlut-
verkum?
„Jú, maður þarf auðvitað að
passa sig. Sérstaklega held ég að
þetta eigi við um yngri leikara sem
eru að ná tökum á listinni. Maður
kastar ekkert hlutverkinu frá sér
þegar maður kemur heim á kvöld-
in,“ segir Rúnar Freyr en kveðst þó
ekki kannast við að hann hafi fest í
hlutverki persónu sem hann hefur
leikið.
„Ef mig dreymir hlutverkið fyrir
frumsýningu þá er það góðs viti.“
-KGP
Charlize Theron
kom í veg fyrir áflog
Jean Claude Van Damme
Hann varð sér til skammar á dögun-
um þegar hann henti servíettu í fyrr-
um eiginkonu sína.
Van Damme í
forræðisdeilu
Hinn lágvaxni naggur, Jean
Claude Van Damme, hefur barist
í mörgum kvikmyndum. Nú
berst hann eins og ljón við fyrr-
verandi eiginkonu sína. Ástæða
áfloganna er fimm ára sonur
þeirra, Nicholas, sem Van
Damme hefur umgengnisrétt við.
Fyrrum eiginkonan, Darcy
LaPier Hughes, vill flytja til Or-
egon en þarf samþykki hans fyr-
ir því.
Vegna þess máls missti leikar-
inn mjög stjóm á skapi sínu og
henti vandaðri munnþurrku að
fyrrum eiginkonu sinni á opin-
berum vettvangi. Þetta var túlk-
að af lögfræðingum hennar sem
ígildi líkamsárásar og bætti alls
ekki slæman málstað hans. Van
Damme beit svo höfuðið af
skömminni i réttarhöldum
vegna forræðisdeilunnar þegar í
Ijós kom að það eina sem hann
vissi fyrir víst um son sinn var
nafn hans.
Lögfræðingar Van Damme
segja að hann hafi verið undir
miklu álagi og ekki verið með
sjálfum sér en slúðrið segir aö
óhófleg kókaínneysla sé búin að
steikja heilann í honum.
Leikkonan Charlize Theron fór út
að skemmta sér í Hollywood á dög-
unum. Það væri auðvitað ekki í frá-
sögur færandi nema vegna þess að
minnstu munaði að óeirðir brytust
út á skemmtistaðnum og hún var
aðalástæðan. Nú er Charlize nógu
falleg til þess að karlmenn væru vís-
ir til þess að fara úr jakkanum og
slást vegna hennar en þannig var
því ekki farið i þetta sinn.
Þetta gerðist á hinum vinsæla
næturklúbb Factory Club en þangað
sækir stjörnulið Hollywood þegar
það vill sletta úr klaufunum.
Charlize sat i makindum við borð
ásamt borðherra sínum og vini þeg-
ar syrti í álinn.
Þannig var mál með vexti að
hinn roskni Playboy-kóngur Hugh
Hefner haföi ákveðið að létta sér
upp þetta kvöld og ætlaði einmitt í
þennan vinsæla næturklúbb ásamt
hópi kanínustúlkna sem hann hef-
ur með sér hvert sem hann fer. Það
er siður þegar slík stórmenni fara
út á galeiðuna að þeir senda líf-
verði sína eða handlangara á und-
an sér til þess að rýma borð og þess
háttar.
Það var einmitt það sem gerðist.
Sendiboðar og vöðvatröll Hefners
komu að borð Charlize og ætluðu að
reka allt fólkið í burtu því kóngur-
inn væri væntanlegur. Tom Florio,
sem einnig er tímaritaútgefandi,
var staddur þarna með Charlize og
tók þessu eins og sannur karlmað-
ur. Hann stóð upp og var þess albú-
inn að verja heiður fylgdardömu
Charlize Theron er engin dúkkulísa
Hún kom í veg fyrir að hópslagsmál brytust út þegar lífveröir
Playboy-kóngsins ætluðu að henda henni út.
sinnar og lét ófriðlega við lífverðina
og sagði að þeir hefðu verra af ef
þeir snertu hár á höfði hinnar fögru
meyjar.
Það leit út fyrir að allt færi í bál
og brand þegar Charlize hin fagra
skarst í leikinn og stillti til friðar
með fyrirbænum eins og konum er
svo tamt að gera og hafa einar gott
lag á þegar karlmenn eru komnir á
skyrtuna og byrjaðir að kreppa
hnefana.
Allt fór vel að lokum og kóngur-
inn mætti skömmu síðar með sinn
kanínuhóp og næsti bás var rýmdur
fyrir hann en stirt mun hafa verið
millum fylkinganna það sem eftir
lifði kvöldsins.
••af hver ju að láta jeppling duga
þegar þú færð alvöru JEPPA á
sama eða enn betra verði?
3 dyra frá 1.840.000 kr.
5 dyra frá 2.190.000 kr.
Berðu saman getu, aksturseiginleika,
bónað, þægindi og rekstrartiagkvæmni
jepplinga við það sem þú ■feerð í Suzuki
Grand Vitara: grindarbyggðum jeppa
með tengjanlegt framhjóladrif og hátt
og lágt drif um millikassa.
fraweMMI
Byggður á grind
SUZUKl GRAND VITARA
Á meðal nýs búnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlaiöfnun (EBD), rafhitaðir
útispeglar, fjarlæsing og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla næð ökumannssætis
og stuðning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið.
$ SUZUKI
• -
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Hátt og lágt drif
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Borgarnes: Bilasala
Vesturlands, simi 437 15 77. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. Sauðárkrókur: Bíla-
og búvélasalan, Borgarröst 5, simi 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, síml 471 30 05.