Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 20
20 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað I>V Vinnan göfgar manninn (og konuna): Elsta atvinnugreinin - fyrstu heimildir um vændi frá 4000 fyrir Krist Divine Brown er vændiskona. Sem slík tilheyrir hún elstu atvinnugrein mannkyns. Divine var mjög mikiö í fréttum fyrir fáum árum sem fuiitrúi síns fags. Hún afgreiddi þá afskaplega frægan viöskiptavin sem heitir Hugh Grant og fæst talsvert viö kvikmyndaleik. Grant hefur ekki hætt aö leika eftir þetta en lítiö hefur síöan frést af Divine. Það er stundum deilt um það á íslandi í dag hvernig skilgreina beri vændi, hvað sé vændi og hvort það sé yfirleitt til hér á jaðri hins byggilega heims. Um það verður varla deilt að vændi felst í því að greiða einhverjum fé fyrir að hafa í frammi kynferðislegt at- hæfi í einhverri mynd. Þessi skil- greining felur það í sér að vændi birtist í mörgum myndum og margir stunda vændi, bæði konur og karlar. Það er engin sérstök ástæða til þess að telja að ísland sé vændisfrítt svæði. I þessari umræðu skjóta stund- um upp kollinum staðhæfingar eins og þær að vændi sé elsta at- vinnugrein mannkyns og viö skul- um lita aðeins nánar á aldur vændis. Samkvæmt fornum goðsögnum var listin að stunda vændi eða átrúnaðurinn á vændi meðal þeirra fjársjóða sem súmerska gyðjan Inanna fékk að gjöf frá föð- ur sinum Enki sem var meðal hinna fornu Súmera talinn vera guð viskunnar. Inanna færði Súm- erum þessar gjafir og súmerskir þegnar ortu ljóð og sálma henni til dýrðar og stunduðu vændi af tals- verðri atorku til þess að þóknast guðunum. Elstu ritaðar heimildir um vændi meðal Súmera eru frá því 4000 árum fyrir Krists burð en ástæða er til að ætla að atvinnu- greinin sé í rauninni mun eldri og það mun vera á þessum grunni sem goðsögnin um vændi sem elstu atvinnugrein mannkyns er byggð. Lágmarksaldur í vændi Hjá rómverskum sagnfræðing- um er hægt að lesa nokkuð skuggalegar skýrslur um vændi í hinu forna heimsveldi. Sagnfræð- ingurinn Suetonius lýsir kynlífs- venjum Tíberíusar keisara þannig að hann hafði um sig hirð vændis- fólks á öllum aldri. Þar á meðal var hópur ungsveina sem Tíberí- us lét svamla í kringum sig þegar hann fór í sund og höfðu þeir það hlutverk að narta í líkama keisar- ans á völdum stöðum líkt og horn- síli myndu gera. Þetta og sumt annað sem Tíberíus stundaði með mjög ungum bömum fannst jafn- vel hinum harðsvíruðu Rómverj- um of mikið af því góða en slíkt ungbarnavændi náði samt nokk- urri útbreiðslu meðal yfirstétt- anna í Róm á valdatíma hans. Því lauk þegar Domitian keisari gaf út sérstaka tilskipun um það árið 84 fyrir Krist að böm yngri en sjö ára mættu ekki stunda vændi. Þær dýrustu Vændiskonur eru misjafnlega dýrar. Þannig hefur það alltaf ver- ið. Demetrius Poliorcetes, konung- ur i Makedóníu á þriðju öld fyrir Krist, skipaði Aþenubúum eitt sinn að safna þegar í stað meðal borgarbúa 250 talentum gulls. Þessi skattheimta fór fram af fullri hörku en þegar söfnuninni var lokið greiddi Demetrius grísku vændiskonunni Lamíu. Þetta var mjög rausnarleg greiðsla fyrir þjónustu Lamíu en upphæð- in framreiknuð nemur um 65 milljónum Bandaríkjadollara. Þetta fannst Aþeningum argasta bruðl og var konungurinn mjög óvinsæll upp frá þessu. Spænska yfirstéttarvændiskon- an La Belle Otero (1868-1965) mun hafa aflað sér 25 milljóna dollara á sinni starfsævi. Hún var ákafur fjárhættuspilari og sóaöi auöi sín- um á spilavítum og lést í sárri fá- tækt. Á dánarbeði sínu var hún spurð hvort hún sæi eftir ein- hverju og þá mun hún hafa sagt að sig hefði alltaf langað til að koma á fót sérstökum háskóla fyr- ir vændiskonur. Þær ódýrustu Ódýrustu vændiskonur heims mun vera að finna í borginni Petr- apole á landamærum Bangladesh. Griðarleg umferð vörubíla og fjöldi bílstjóra hefur skapaö vænd- ismarkaö þar sem hver trukkapúta kostar hálfan dollar sem mun vera 40-50 krónur ís- lenskar. Þessu sagði New York Times frá fyrir fáum árum og kann verðlagið að hafa hækkað eitthvað síðan. Viö þetta mætti bæta að vændi hefur verið skattlagt af mikilli hörku gegnum tíðina og Klementí- us páfi annar, sem var við völd frá 1046, skipaði svo fyrir að hver sem ynni fyrir sér með vændi skyldi eftirláta kirkjunni helming eigna sinna við andlát sitt. Fyrstu vændishverfin í flestum stórborgum nútímans þar sem vændi er stundað og er löglegt að einhverju leyti verða til sérstök hverfi þar sem nektar- danssstaðir, vafasamir barir og pútnahús rottast saman. Þessi hverfi eru nefnd á ensku -red light districts og kennd við rauð ljós. Það voru Kínverjar sem innleiddu þessi rauð ljós en í Sung keisara- veldinu í Kína (960-1279) skipaði skattstjórinn svo fyrir að vændis- hús auðkenndu sig með rauöum lampa fyrir dyrum úti. Á þessum rauðu lömpum úr silki og bambus þekktu viðskiptavinirnir sín hús. Viöa í heiminum eru fræg hverfi af þessu tagi sem laða að sér ferðamenn úr öllum heims- homum. Margir þekkja St. Pauli og Reeperbahn í Hamborg og Rauða hverfið í Amsterdam. í báð- um þessum borgum eru ferða- menn leiddir gegnum hverfin með skipulegum hætti. Stærsta vændishverfi heimsins var talið vera hið risavaxna Kra- mat Tunggak hverfi í Norður- Djakarta í Indónesíu sem var rek- ið af ríkisstjórn landsins þótt vændi væri í orði kveðnu ólöglegt. Hverfiö hýsti um 220 vændishús og talið var að nærri 2000 vændis- konur hefðu starfað þar á blóma- tima þess. Þessu risavaxna hverfi mun hafa verið lokað í árslok 1999. Elsta vændishúsið? Vændi er afar forn atvinnu- grein í einkarekstri. Talið er að elsta ríkisrekna vændishúsið hafi verið starfrækt í Aþenu og var það opnað árið 549 fyrir Krist. Þar störfuðu ambáttir og þrælar sem sköpuðu tekjur í ríkiskassann og naut það strax mikillar hylli með- al karlmanna. Xenarchus sagnaritari lýsir starfseminni þannig: „Þær standa fyrir utan húsið með brjóstin ber í skipulegri röð. Ungu mennirnir velja sér feita, granna, háa eða þrýstna. Þær kalla til þeirra á götunni og kalla eldri menn: Pabbi en þá yngri: Elskhugi minn.“ Stofnanir eins og ríki og kirkja hafa lengi haft áhuga á að nýta vændi til tekjuöflunar og heimild- ir vitna um vændiskonur sem störfuðu í musterum í Mesópótamíu í kringum 2300 fyrir Krist. Þær veittu gestum blíðu sína en sinntu einnig aðhlynningu presta og starfsmanna í muster- inu. Stærsta vændishúsið Eins og á mörgum öðrum svið- um geta Bandaríkjamenn státað af því að hafa rekið eitt stærsta vændishús sem sögur fara af. Á svæðinu kringum San Francisco blómstraði vændi í lok nítjándu aldar og framsýnir athafnamenn reistu risavaxnar byggingar yfir þessa fornu atvinnugrein. Þá komust í tísku skeifulaga bygging- ar sem sumar hverjar voru þrjár til fjórar hæðir og var hverri hæð skipt í fjölda smárra herbergja þar sem vændiskonurnar bjuggu og störfuðu. Sennilega hafa þetta ver- ið byggingar áþekkar Miðbæjar- skólanum í Reykjavík sem einmitt var byggður um líkt leyti. Stærsta vændishúsið af þessari gerð var byggt árið 1899 af The Twinkling Star Corporation og var húsið kallað Nymphia. Þar voru 450 herbergi og mörg þeirra sérútbúin til að mæta þörfum t.d. gægjufíkla sem gátu dregið upp gluggatjöld hjá vændiskonum aö störfum með því að setja pening í bauk'. Þá lyftist gardínan i stuttan tíma. í nútímanum eru til stór vænd- ishús en ekkert í líkingu við stór- huga ameríska pútnabændur. í Bangkok í Thailandi mun vera hægt að finna „nuddstofur" á þremur til fjórum hæðum þar sem allt að 100 stúlkur eða drengir sjá um að „nudda“ gestina en í hús- inu eru einnig skemmtistaðir, tehús og barir. í Hamborg í Þýskalandi er hægt að finna „Kontakt Hof ‘ sem starfa sem bílageymslur á daginn en vændishús á kvöldin. Þar ganga hálfnaktar stúlkur um bílastæðin undir sterkum ljósum og fátt sem minnir á dulúð rauðu hverfanna en skipulagið ber þýskri ná- kvæmni fagurt vitni. íslenskt vændi Það hefur lengi verið deilt um það hvort vændi sé til á íslandi. Slík starfsemi er ólögleg en hefur öldum saman þrifist undir yfir- borði samfélagsins eins og annað ólöglegt athæfi og gerir það án efa enn. Það hafa alltaf verið í gangi sögur um tiltekin hús í Reykjavík og ónefnt dagblað birti fyrir mörg- um árum mynd af útidyrahurð í vesturbænum og sagði aö bak við þessar dyr þrifist vændi. Stutt er síðan sagt var frá ungum stúlkum sem buðu „einkanudd" fyrir 30 þúsund á Netinu. Það er því ör- uggt að elsta atvinnugrein mann- kynsins er stunduð á íslandi þótt vændiskonur séu ekki meö löglegt starfsleyfi. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.