Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað Axel Gunnlaugsson á sér draum: Á fætur aft- ur og fljúga á skíðum - hann missti fótinn eftir smávægilegt vinnuslys og sjald- gæf veirusýking lamaði hinn fótinn. Axel gefst ekki upp heldur rennir sér af kappi með sérstökum búnaði Sérstakir kennarar fyrir fatlaða Sérstakir kennarar annast leiðbeiningar fyrir fatlaöa skíðamenn. Hér sést hópur bandarískra kennara sem kom til íslands og hélt námskeið fyrir fatl- aða skíðamenn og verðandi leiðbeinendur. Axel Gunnlaugsson er al- inn upp vestur á ísafirði. Það er stundum sagt að það sé bœði seigt og hart í Vestfirðingum og það á áreiðanlega við um Axel. Örlögin hafa undanfarin ár leikið hann nokkuð grátt og má segja að þau hafi í bókstaflegri merk- ingu kippt undan honum fótunum en hann lœtur samt ekki deigan síga og heldurfast í drauminn um að fljúga á skíðum eins og áður. Axel stendur á fertugu og er bundinn við hjólastól um þessar mundir og má heita heimilisfastur á endurhæfingardeild Landspítal- ans, Grensásdeild. Hann er ein- fættur og hinn fóturinn er að mestu lamaöur. Varö undir marki Hvernig vildi þaö til að hann sit- ur í hjólastól í stað þess að standa í fætuma? „Ég starfaði sem flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg og við vorum að lagfæra fótboltamörk þegar ég lenti i þvi að eitt markiö féll ofan á mig. Það kom á mig miöjan og ég fann ekkert sérstaklega fyrir nein- um óþægindum þegar þetta gerð- ist. Ég hélt áfram aö vinna, þetta gerðist á fimmtudegi en ég fór ekki til læknis fyrr en á þriðju- degi. Þá var ég kominn með mikil óþægindi og var sendur í endur- hæfingu og var hálfhaltur um hríð,“ segir Axel þegar hann rifjar upp þessa atburöi í samtali við DV. Það sem gerðist var að þetta smávægilega óhapp leiddi til þess að Axel fékk blóðtappa i fótinn. „Ég vaknaði einn daginn með ís- kaldan og dofinn fótinn." í kjölfariö fylgdi mjög erfiður tími þar sem læknar börðust við að reyna að bjarga fæti Axels en eftir 14 aðgerðir varð ljóst að hon- um yrði ekki bjargaö og hann var að lokum tekinn af honum. Þetta var langt og erfitt ferli því það liðu níu mánuðir frá þvi að Axel lenti í þessu smávægilega óhappi við fót- boltamarkið þangað til læknar sáu engan kost annan en að taka af honum fótinn. Veira lamar hinn fótinn „Þetta var harður dómur og ég átti lengi erfitt með að sætta mig við þetta. Ég var samt í rauninni búinn að sætta mig við að missa fótinn en ég hef veriö mjög ósáttur við þessa veirusýkingu sem hefur verið að hrjá mig.“ Þama vísar Axel til þess að ári eftir að fóturinn var tekinn af hon- um veiktist hann af mjög sjald- gæfri veirusýkingu sem leggst á taugakerfiö og lamar það að hluta. Þau veikindi má segja að hafi kippt heila fætinum undan honum því hann missti mátt i honum og að hluta til í höndunum. „Ég var eiginlega kominn á fullt skrið, kominn upp á lag með að nota gervifótinn og var að kanna möguleika á starfi á nýjan leik.“ Við tók langur og erfiður tími þar sem Axel var að mestu undir eftirliti lækna. Langan tíma tók að greina hvers eðlis þessi veirusýk- ing væri en hún er svo sjaldgæf að Axel mun vera eini íslendingurinn sem hefur greinst með hana. „Það var ekki fyrr en í nóvem- ber sl. sem endanleg greining kom fram. Ég var búinn að fara í sex lyfjagjafir áður en fyrsta stóra lyfjagjöfin sem á að stöðva þessa veiru er nýlega afstaðin." Ófrelsið er erfiðast Axel hafði alla tíð verið heilsu- hraustur og hafði t.d. aldrei leitað til heimilislæknis sins fyrr en í kjölfar þess að markið féll á hann. „Það hefur reynst mér erfitt aö sætta mig viö þetta. Ég var eigin- lega búinn að ná mér á strik þegar þetta kom. Það er erfitt að missa allan mátt og geta ekkert borið sig um. Mér hefur fundist ófrelsið erfitt. En ég hef samt aldrei lagst í neina svartsýni þótt ég hafi stund- um verið dapur. Það sem heldur í mér voninni er að læknarnir segja að með réttri lyfjagjöf og endurhæfingu eigi áhrif sýkingarinnar að geta gengið til baka á 1-2 árum. Það er ljós í myrkrinu og það er það sem ég treysti á. Ég væri ekki að sækja dýr skíðanámskeið innanlands og utan ef ég treysti ekki á aö komast á fæturnar aftur." Var sæmilega tryggður - Axel var í fullri vinnu þegar hann var sviptur heilsunni og hafði komið sér fyrir með eiginkonu sinni og þremur börnum í Grafar- vogi. Hvaða áhrif hafði þetta á að- stæður hans? „Það vildi þannig tjl aö ég og fjöl- skyldan mín vorum með persónu- tryggingar frá Alþjóðalíftryggingar- félaginu. Þess vegna fór fjárhagur minn ekki um koll eins og hendir marga aðra í svipuðum aðstæöum. Þetta hefur auðvitað haft mikil áhrif á fjölskylduna, sérstaklega hefur elsti strákurinn tekið þetta nærri sér og ég hef ekki alltaf ver- ið í nógu góöu jafnvægi út af þessu." Aftur á skíðin Axel spennti snemma skíði á fætuma eins og flestir sem hafa alist upp á ísafirði og má segja að hann sé altekinn af skíðabakterí- unni. „Ég keppti fyrir ísafjörð þegar ég var yngri en svo þegar við flutt- um suður dró nokkuð úr því og ég fór seinna að vinna sem skálavörð- ur hjá Fram i Bláfjöllum." Axel stundaði alltaf skíðaíþrótt- ina sér til skemmtunar af mikilli hörku. Þaö varð honum því mjög erfitt að þurfa að leggja skíðin á hilluna eins og útlit var fyrir að hann þyrfti að gera eftir að hann missti fótinn. Honum fannst i fyrstu að lífið gæti ekki verið mik- ils virði ef ekki væri hægt að fara á skíði. „Ég þakka bróöur mínum það að hann rak mig á skíðanámskeið fyrir fatlaða sem var haldið hér einmitt í umsjá fólks frá þessum skóla í Colorado sem við áttum seinna eftir að sækja.“ „Ég fór ásamt félaga mtnum, Svani Ingvarssyni, sem er einnig fatlaður og i hjólastól, í fylgd með Þresti Guðjónssyni skiðakennara. Við dvöldum í Aspen í Colorado, nánar tiltekið í Snowmass sem er leikvöllur hinna ríku og frægu og við sáum nokkur dæmi um það.“ Samtals voru 18 nemendur á námskeiðinu og það eru fatlaðir kennarar sem leiðbeina en sjálf- boðaliðar gerast fylgdarmenn hvers einasta skíðamanns. Sjálf- boðaliðarnir gerast síðar kennarar og var að þessu sinni einn íslend- ingur í þeirra hópi, Þröstur Guð- jónsson sem hefur slík kennara- réttindi. „Maöur er drifinn í stólalyftuna sem fer hæst í 12 þúsund feta hæð og hefur um 30 leiðir að velja nið- ur. Þær eru litamerktar frá gulu upp í svart og maður telst útskrif- aður þegar maður getur farið nið- ur svörtu brautirnar." Fatlaðir fara hraðar Fatlaðir renna sér sitjandi á einu sérstöku skíði sem er útbúið með vönduðum dempurum og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.