Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 25
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 25 DV Helgarblað Axel í amerískum fjöllum. Axel hefur sótt sérstök námskeiö fyrir fatlaöa skíöamenn sem gera þeim kleift aö renna sér til jafns viö aöra á sér- staklega útbúnu „einskíöi“ meö skíöi á stöfum í báöum höndum sér til stuönings. Hann sótti í vetur slíkt námskeiö til Aspen í Colorado í Bandaríkjunum og sést hér í fjallinu fyrir ofan Aspen albúinn til skíöaferöar. minnir kannski meira á mjóan sleða en skíði. Þeir stýra ferð sinni með sérútbúnum stöfum sem eru með stuttum skíðum á endunum. Að sögn Axels er þetta ósköp svip- að og að renna sér á hefðbundnum skíðum nema þyngdarpunkturinn er lægri og það er jafnvel hægt að renna sér enn hraðar en á venju- legum skíðum og geta góðir skíða- menn náð fast að 100 kílómetra hraða. „Þetta var frábærlega vel skipu- lagt frá morgni til kvölds og rennt sér allan daginn og farið mjög ná- kvæmlega í alla þætti. Það eru sér- stök herbergi fyrir fatlaða á flest- um hótelum þama svo það fór af- skaplega vel um okkur.“ Þegar viðtal okkar fer fram er Axel nýkominn af skíðanámskeiði norður á Akureyri þar sem 40 skíðamenn tóku þátt. Það var hugsað sem nokkurs konar fram- haldsnámskeið eftir námskeiðið í Colorado og Axel fór norður og reyndi að miðla því sem hann hafði lært í Ameríku. „Við vorum að fylgja þessu að- eins eftir og miðla reynslu okkar.“ - En er þetta mjög erfitt? „Það er svipað erfitt og að læra á venjuleg skíði og margir sem hafa aldrei komið á skíði áður eru ótrúlega fljótir að ná tökum á þessu og læra þetta. Við verðum fljótlega færir í allan sjó.“ Allt of dýr búnaður Axel segir að það sem standi fotluðum skíðamönnum fyrir þrif- um sé hve þessi sérútbúnu skíði eða sleðar eru dýr, hvert stykki kostar 260 þúsund og þar af renna 60 þúsund í aðflutningsgjöld til ríkisins. „Það segir sig sjálft að öryrkjar grípa ekki 260 þúsund upp af göt- unni og mér fmnst að ríkið gæti vel gefið eitthvað eftir á þessu sviði. Það vantar tilfinnanlega tæki fyrir fleiri og við höfum ver- ið að reyna að fá fyrirtæki til þess að styrkja okkur til að kaupa þau.“ Fyrst í stað var Axel eiginlega einn um að stunda skíði þrátt fyr- ir fótlun sína en hann segir að þeim sem þetta stunda fari mjög fjölgandi. „Þetta er það sem heldur mér gangandi. Ég trúi þvi líka að helm- ingurinn af því að læknast sé viss- an um að komast aftur á skrið og ég reyni að gera mitt í þvi og koma til móts við læknana. Trúin flytur fjöll. Það gefur mér ótrúlega mik- inn kraft að finna með þessu að ég get fengist við hluti sem ég var eig- inlega búinn að afskrifa að ég gæti nokkurn tímann upplifað aftur.“ Styðjum hvert annaö Grensásdeildin er sérstakt sam- félag vonar og þrautseigju en þarna eru allir að berjast við eitt- hvað. Þarna sér maður fullorðið fólk staulast við hækjur innan um gangstera með aflitað hár sem rúlla sér á ofsahraða í hjólastólun- um en það heyrist hlátur á göng- unum og einhvern veginn svífur andi baráttu yfir vötnunum. „Ég er nú búinn að vera hérna viðloðandi í nærri tvö ár og mér ógnar að sjá hve mikið af ungu fólki er að koma hingað inn eftir umferðarslys. Mér finnst því held- ur hafa fjölgað. Það er afskaplega góð umönnun hér og öll möguleg þjónusta en við reynum líka að styðja hvert annað.“ -PÁÁ Þægilegir sgfar BEM ERFITT ER AÐ YFIRGEFA Mz SÝNINGARSALUR BUÁR • GRÁR • GRÆNN • RAUÐUR • ORAPPL. LCltYll SÓFAR 3JA sæta Mán. - Fös. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri likust 20-70% afsláttur Fyrstir koma -fyrstir fá Adeins í 3 daga Sýningarhúsgögn og lítið útlitsgölluð húsgögn á 20-70% afslætti í IKEA 9.-11. mars. Verðdæmi: Bókaskápur áður: 9.900 kr. nú: 6.900 kr. Kommóða áður: 16.900 kr. nú: 9.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.