Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 25 DV Helgarblað Axel í amerískum fjöllum. Axel hefur sótt sérstök námskeiö fyrir fatlaöa skíöamenn sem gera þeim kleift aö renna sér til jafns viö aöra á sér- staklega útbúnu „einskíöi“ meö skíöi á stöfum í báöum höndum sér til stuönings. Hann sótti í vetur slíkt námskeiö til Aspen í Colorado í Bandaríkjunum og sést hér í fjallinu fyrir ofan Aspen albúinn til skíöaferöar. minnir kannski meira á mjóan sleða en skíði. Þeir stýra ferð sinni með sérútbúnum stöfum sem eru með stuttum skíðum á endunum. Að sögn Axels er þetta ósköp svip- að og að renna sér á hefðbundnum skíðum nema þyngdarpunkturinn er lægri og það er jafnvel hægt að renna sér enn hraðar en á venju- legum skíðum og geta góðir skíða- menn náð fast að 100 kílómetra hraða. „Þetta var frábærlega vel skipu- lagt frá morgni til kvölds og rennt sér allan daginn og farið mjög ná- kvæmlega í alla þætti. Það eru sér- stök herbergi fyrir fatlaða á flest- um hótelum þama svo það fór af- skaplega vel um okkur.“ Þegar viðtal okkar fer fram er Axel nýkominn af skíðanámskeiði norður á Akureyri þar sem 40 skíðamenn tóku þátt. Það var hugsað sem nokkurs konar fram- haldsnámskeið eftir námskeiðið í Colorado og Axel fór norður og reyndi að miðla því sem hann hafði lært í Ameríku. „Við vorum að fylgja þessu að- eins eftir og miðla reynslu okkar.“ - En er þetta mjög erfitt? „Það er svipað erfitt og að læra á venjuleg skíði og margir sem hafa aldrei komið á skíði áður eru ótrúlega fljótir að ná tökum á þessu og læra þetta. Við verðum fljótlega færir í allan sjó.“ Allt of dýr búnaður Axel segir að það sem standi fotluðum skíðamönnum fyrir þrif- um sé hve þessi sérútbúnu skíði eða sleðar eru dýr, hvert stykki kostar 260 þúsund og þar af renna 60 þúsund í aðflutningsgjöld til ríkisins. „Það segir sig sjálft að öryrkjar grípa ekki 260 þúsund upp af göt- unni og mér fmnst að ríkið gæti vel gefið eitthvað eftir á þessu sviði. Það vantar tilfinnanlega tæki fyrir fleiri og við höfum ver- ið að reyna að fá fyrirtæki til þess að styrkja okkur til að kaupa þau.“ Fyrst í stað var Axel eiginlega einn um að stunda skíði þrátt fyr- ir fótlun sína en hann segir að þeim sem þetta stunda fari mjög fjölgandi. „Þetta er það sem heldur mér gangandi. Ég trúi þvi líka að helm- ingurinn af því að læknast sé viss- an um að komast aftur á skrið og ég reyni að gera mitt í þvi og koma til móts við læknana. Trúin flytur fjöll. Það gefur mér ótrúlega mik- inn kraft að finna með þessu að ég get fengist við hluti sem ég var eig- inlega búinn að afskrifa að ég gæti nokkurn tímann upplifað aftur.“ Styðjum hvert annaö Grensásdeildin er sérstakt sam- félag vonar og þrautseigju en þarna eru allir að berjast við eitt- hvað. Þarna sér maður fullorðið fólk staulast við hækjur innan um gangstera með aflitað hár sem rúlla sér á ofsahraða í hjólastólun- um en það heyrist hlátur á göng- unum og einhvern veginn svífur andi baráttu yfir vötnunum. „Ég er nú búinn að vera hérna viðloðandi í nærri tvö ár og mér ógnar að sjá hve mikið af ungu fólki er að koma hingað inn eftir umferðarslys. Mér finnst því held- ur hafa fjölgað. Það er afskaplega góð umönnun hér og öll möguleg þjónusta en við reynum líka að styðja hvert annað.“ -PÁÁ Þægilegir sgfar BEM ERFITT ER AÐ YFIRGEFA Mz SÝNINGARSALUR BUÁR • GRÁR • GRÆNN • RAUÐUR • ORAPPL. LCltYll SÓFAR 3JA sæta Mán. - Fös. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri likust 20-70% afsláttur Fyrstir koma -fyrstir fá Adeins í 3 daga Sýningarhúsgögn og lítið útlitsgölluð húsgögn á 20-70% afslætti í IKEA 9.-11. mars. Verðdæmi: Bókaskápur áður: 9.900 kr. nú: 6.900 kr. Kommóða áður: 16.900 kr. nú: 9.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.