Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
DV
Tilvera
Menningarviðburður
Frá ísafiröi.
Þjóðahátíð Vestfirðinga haldin í fjórða sinn:
ifur frá upphafi notið gríðarlegra vinsælda
Þjóðahátíð Vestfirðinga verður
haldin í fjórða sinn 17.-24 mars.
Upphaf hátíðarinnar var að í árs-
byrjun 1998 töluðu fáeinar konur
sig saman um að halda upp á dag
Sameinuðu þjóðanna gegn kyn-
þáttafordómum sem er 21. mars ár
hvert. Hugmyndin kviknaði vegna
þess hve margir útlendingar
byggju á Vestfjöröum og af fjöl-
breyttu þjóöemi. Um þessar
mundir býr þar fólk frá yfir fjöru-
tíu þjóðlöndum.
Útlendingum fór mjög fjölgandi
á þeim tíma og þótt ekki hefði orð-
ið vart árekstra í sambúð íslend-
inga og aðkomufólks var þess þó
farið að gæta að útlendingar ein-
angruðust í eigin hópi en gengju
ekki jafn sjálfkrafa inn í íslenskt
samfélag og áður hafði tíðkast.
Tilgangurinn var því og er enn
að auka samgang íslendinga og út-
lendinga og draga fram i dagsljós-
ið hvað fleira aðkomufólkið gæti
lagt til samfélagsins en þau störf
sem það er ráðið í. Hvaðeina sem
auðveldað getur samgang og sam-
skipti, skilning og vinsemd þess
ólíka fólks sem býr í samfélaginu
fellur að tilgangi hátiðarinnar.
Það hefur verið undirstöðuatriði
hjá þeim sem unnið hafa að hátíð-
inni að byggja á öllum þeim fjöl-
mörgu jákvæðu þáttum sem tengj-
ast aðkomufólkinu og jákvæðu
viðhorfi heimamanna enda sé það
vænlegast til árangurs.
Öll þau þrjú ár sem hátíðin hef-
ur verið haldin hefur hún sprengt
utan af sér þann ramma sem
henni hefur verið settur og þvi er
nú gripið til þess ráðs að dreifa at-
burðum hennar á um vikutíma og
jafnframt milli byggðarlaga á
Vestfjörðum. Þjóðahátíð Vestfirð-
inga verður haldin dagana 17.-24.
mars nk.
Fjölþjóðleg menning
Listsýningu með afrakstri sam-
keppni grunn- og leikskólanema
verður komið upp, sérstakur dag-
ur verður fyrir íslandskynningu
fyrir útlendinga með þátttöku
sveitarfélaga, haldið verður pólskt
kafflboð með menningardagskrá,
kynning verður á alþjóðlega
dúkkusafninu á Flateyri og þvi
stórmerka þróunarstarfi í þremur
heimsálfum sem varð kveikjan að
safninu. Þá verður afrískt kvöld
og viðamikil lokahátíð með menn-
ingu og mat í stærsta íþróttahúsi
fjórðungsins sem er á Isafirði.
Verður þar m.a. boðið upp á
pólskt leikhús. Þá skemmta
Agnieszka Fatyga.Tadeusz Piotr
Piszek og Malgorzata Cecylia
Piszek pólskumælandi fólki í
Hömrum, tónleikasal Tónlistar-
skólans á ísafirði. Málþing um
trúarbrögð verður haldið í Bol-
ungarvík. Þar verður einnig
afrískt kvöld í íþróttahúsinu Ár-
borg og fjölmargt fleira gert til
fróðleiks og skemmtunar.
-HKr.
Tónleikar helgaöir verkum Hafliða Hallgrímssonar:
íslensk þjóðlög og önnur verk
í dag, kl. 16, verða haldnir i Tón- tónleikar sem helgaöir eru verkum
skóla Sigursveins D. Kristinssonar Hafliða Hallgrímssonar. Á tónleik-
Þau flytja verk Hafliða
Nemendur Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar sem koma fram á tón-
leikunum í dag.
unum flytja nemendur skólans ýmis
verk Hafliða fyrir píanó, gítar og
selló. Einnig mun Kammerkór skól-
ans flytja íslensk þjóðlög, útsett af
tónskáldinu. Tónleikamir verða í
húsnæði skólans á Engjateigi 1 og
eru allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
GERUM GOTT
KYNLÍF BETRA!
LANDSINS MESTA ÚRVAl AF
UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS
Barónssfíg 27 - S: 562 7400
59
_ A A A A A A A A A A , A rt A A
m Gítarinn ehf.¥
w Laugavegi 45,
Kassagítarar Sími 552-2125 09 895**9376.
SSSnGft. frá 7.900 kp.
*
og snura
Áður 40.400 kr.
Nú 27.900 kr.
Rafmagnsgitarar
frá 15.900 Trommusett
- áður 70.000, nú 39.900
Hljómborð
frá 3.900^.
FRÁBÆRAR PIZZUR,
FRÁBÆR TILBOÐ!
L pLZZUm
erum viö
bestir!
Ifið sendum: “
16'pizzu m/2 áleggsteg. stór sk. af brauðstöngum, sósa og 2I kók kr. 1950
12"pizzu m/2 áleggsteg. stór sk. af brauðstöngum, sósa og II kók kr. 1599
Þú kemur... ^
kaupir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum,
kjúklingavængjum eða hvítlauksbrauð og færð aðra
eins pizzu í kaupbæti.
Gildir ekki med öðrum tilboðum.