Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 Fréttir DV Unglingar ærðust á stoppistöð: Hentu eggjum í vagnstjórann - bílstjórinn eins og omeletta á eftir Strætisvagn var grýttur með eggj- um af skólakrökkum i Árbænum síðdegis í gær en krökkunum mis- líkaði að bílstjórinn ók fram hjá bið- stöðinni þar sem þeir ætluðu aö taka vagninn. „Við vorum svo mörg að hann hef- ur bersýnilega ekki treyst sér til að taka okkur upp í og ók þess vegna fram hjá,“ sögðu unglingarnir sem gripu tU sinna ráða því þeir vissu að vagninn kæmi aftur eftir stutta hringferð upp í Selás. Þeir þustu því inn i Nóatúnsverslun þarna rétt hjá og keyptu eggjabakka fyrir allt það fé sem tiltækt var í vösum hópsins. Stilltu þeir sér síðan upp á biðstöð gegnt þeirri þar sem þeir áður stóðu og biðu vagnsins. „Nú varð hann að stoppa þvi göm- ul kona hafði bæst í hópinn og ekki gat bílstjórinn hunsað hana eins og okkur,“ sögðu krakkarnir sem létu eggjum rigna yfir vagninn og bilstjór- ann þegar hann opnaði framdymar tii að hleypa gömlu konunni inn. Áætlað er að um sex pakkar af eggj- um hafi verið notaðir i árásinni. „Bílstjórinn var eins og omeletta á eftir en verst var að gamla konan fékk líka sinn skerf,“ sögðu ungling- arnir sem vona að bílstjórinn láti sér þetta að kenningu verða. Gamla konan er hins vegar beðin afsökun- ar á þessu framferði. I skiptistöð SVR í Árbænum hafði Árni Sigurðs- son varðstjóri þetta að segja um eggjaárásina: „Það er algengt að þetta sé gert og oft er ýmsu verra en eggjum hent í okkur. Við verðum að taka þessu meö jafnaðargeði til að æsa lýðinn ekki enn meir. Oft á tíðum er full- orðna fólkið ekkert betra en ung- lingarnir en þetta sýnir okkur bara spennuna sem er í samfélaginu. Þaö þarf svo lítið til að allt springi.“ -EIR Flug til Keflavíkur: Skapar lands- byggðinni sóknarfæri | DV, AKUREYRI:________________ g Bæjarráð Húsavíkur hefur sam- þykkt bókun þess eðlis að ef þaö verði j niðurstaða borgaryfirvalda í Reykja- vík að flugvöllurinn skuli úr borginni og stjómvöld hafi ekki vilja til að takast á við innanlandsílugið sem 1 hluta af grunngerð þjóðfélagsins liggi beinast við að Keflavíkurflugvöllur verði miðstöð flugsamgangna i land- inu. „Sú breyting myndi skapa lands- byggðinni veruleg sóknarfæri i ferða- þjónustu með beinni tengingu milli- landaflugs og innanlandsflugs þar sem I erlendir ferðamenn kæmust beint á áfangastað án þess að þurfa að fara um Reykjavík," segir í bókuninni. Þar segir einnig að umræðan um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hafi dregið fram tvær meginlinur: að miðstöð innanlandsflugsins verði í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli... Fyrir núverandi staðsetningu séu tvær röksemdir - annars vegar sú að í borg- inni hafi verið byggð upp á takmörk- uðu svæði miðstöð stjómsýslu og ör- yggismála. Hins vegar hvíli núverandi staðsetning vallarins á þeirri forsendu aö innanlandsflug i þeirri mynd sem við þekkjum eigi framtíð fyrir sér. -gk Slökkviliöið: Konurráðnar í fyrsta sinn Tvær konur eru meðal 10 nýliða sem hefja störf hjá slökkviliðinu á höf- uðborgarsvæðinu 1. april næstkom- andi. Þetta er í fyrsta sinn sem konur eru ráðnar í störf slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Konumar tvær em þó ekki fyrstu kvenkyns slökkviliðsmenn landsins, því að sögn Halldórs Halldórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra | slökkviliðsins, unnu ein eða tvær kon- ur hjá slökkviliðinu á Keflavikurflug- veOi til skamms tíma. Það slökkvilið er þó frábmgðið þvi á höfuðborgar- svæðinu að því leyti að það annast enga sjúkraflutninga, en hið síðar- nefnda annast um 17.000 sjúkraflutn- inga á ári. Konur hafa áður sótt um í slökkvi- liöinu á höfuðborgarsvæðinu, en þess- ar tvær em þær fyrstu sem standast inntökukröfúr um þrek og líkams- styrkleika. „Ég held að konum hafi aldrei verið bannað að sækja um hjá slökkviliðinu, en það eru almennar breytingar í þjóð- félaginu sem verða til þess að konur sýna þessu starfi meiri áhuga heldur en áður,“ sagði Halldór. Nýliðamir munu allir byrja á því að j fara á kynningamámskeið hjá slökkvi- liðinu í byrjun aprfl. -SMK limni DV-MVND E.ÓL. ff ' QM i Þvegið með glans Sigvaldi Kaldalóns hefur þvegiö rúöur í Reykjavík um árabil og fáir standast honum snúning í þeim efnum. Hér tekur hann sveiflu i miöbæ Reykjavikur og leggur sitt af mörkum til betra lífs meö sköfu og sápu aö vopni. Loðnuvertíðin: Aflinn yfir 700 þúsund DV, AKUREYRI:______________________ Heildararflinn á loðnuvertíðinni losaði 700 þúsund tonn í gærmorg- un samkvæmt upplýsingum frá samtökum fiskvinnslustöðva. Þá var heildaraflinn frá áramótum orð- inn 575 þúsund tonn sem er mjög gott. Eftirstöðvar útgefins loðnu- kvóta námu í gærmorgun 117 þús- und tonnum, en Hafrannsóknastofn- un mun hafa gefiö grænt ljós á 100 þúsund tonna veiði til viðbótar. Næsta vist er hins vegar að ekki komi til þess að ráðherra þurfi að gefa leyfi fyrir viðbótarkvótanum, þvi verkfall sjómanna skellur á ann- að kvöld gerist ekki neitt sérstak- lega óvænt. Þá má reikna með að óveidd verði um 150 þúsund tonn af loönu sem hægt hefði verið að veiðá. Mestur afli á vertíöinni hafði í gær borist til Eskifjarðar, 69.029 tonn, til Vestmannaeyja 68.138 tonn, til Neskaupstaðar 53.961 tonn, til Grindavíkur 43.877 tonn og til Akra- ness 40.500 tonn. Víkingur AK frá Akranesi verður að öllum líkindum aflahæsta skipið á vertíðinni, en hann hafði í gær Víkingur AK Aflahæsta skipiö á vertíöinni. komið með 34.895 tonn að landi. í öðru sæti var Hólmaborg SU frá Eskifirði með 29.956 og ekki eftir nema innan við 1000 tonna kvóta. í næstu sætum komu svo Sigurður VE með 29.123 tonn, Örn KE 28.866 tonn, Faxi RE 25.930 tonn, Óli í Sandgerði 24.644 tonn, Jón Kjartans- son SU 22.460 tonn, Sighvatur Bjarnason VE 22.376 tonn, Júpíter ÞH 22.184 tonn og Grindvíkingur GK 21.468 tonn. -gk Samkynhneigðir velkomnir í hirðisbréfi Karls Sigurbjömssonar biskups, sem er eins konar stefnuskrá hans, er m.a. fiallað um samkynhneigð. Leggur biskup áherslu á að allir séu velkomnir í kirkju Krists en menn áminntir um þann sársauka og neyð sem ótti og fordómar valda samkynhneigðum. - Dagur greinir frá. Þjónusta allan sólarhrínginn Það færist sifellt í vöxt að opinberar stofnanir og sveitarstjómir bjóði við- skiptavinum og íbúum upp á rafræna þjónustu sem opin er allan sólarhring- inn. Áður en langt um líður geta íbúar Reykjavikur t.d. sótt um lóðir, bygg- ingarleyfi, styrki og hundahald á Net- inu. Lóan er komin Lóan er komin til landsins.Hún sást í nágrenni Sandgerðis síðdegis í gær. Það var Sigurður Eiríksson, æðar- bóndi á Stafhesi, sem sá til vorboðans góða, myndarlegrar lóu spranga um við Norðurkot, rétt við Sandgerði. - Vikurfréttir greindu frá. Stjómin hætti Hrafnkell A. Jóns- son, formaður sjóðs- sfiómar Lífeyrissjóðs Austurlands, segir að það sé hægt að segja stjóm sjóðsins upp störfúm vegna um- deilds starfsloka- samnings sem mjög er nú til umræðu. Hins vegar sé ekki hægt að breyta honum eða afturkalla. Mikill áhugi Tflbóð i hreinsun olíu úr flaki E1 Grillo á botni Seyðisfiarðar verða opn- uð 3. aprfl. Mikill áhugi er á verkefn- inu og frestaði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra opnun tilboða af þeim sökummm 10 daga. Þegar hafa 15 aðfl- ar fengið útboðsgögn. Lögregluskrá um erföaefni Ríkislögreglustjóri á að taka saman sér- staka lögregluskrá um erfðaefni, sam- kvæmt fmmvarpi sem Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráð- herra leggur fram. í skránni verða upplýs- ingar um erfðaefni til að auðvelda lög- reglu rannsókn á alvarlegum afbrotum. Launamunur eykst Bandalag háskólamanna telur sig hafa vísbendingar um að launamunur mflli karla og kvenna hjá ríkinu hafi aukist frá því síðustu kjarasamningar vora gerðir. Íslendingar hrifnir af Viagra íslendingar keyptu tæplega 47 þús- und skammta af stinningarlyfinu Vi- agra á síðasta ári. Útsöluverð á þess- um skömmtum er riflega 42 milljónir króna. Alls seldust 192 töflur á hverja þúsund íslenska karlmenn eldri en 35 ára frá ágúst til október. - Sjónvarpið greindi frá. Fleiri sótthreinsaðir Allir ferðamenn sem koma til ís- lands frá Evrópu um Leifsstöð á Kefla- víkurflugvelli ganga nú yfir sótthreins- unarmottur til að hindra að gin- og klaufaveiki berist tfl landsins með óhreinindum á skóm ferðamanna. Verkfallsboðun Félag háskólakennara hefur ákveðið að efha til allsheijaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Fyrir hálfúm mánuði slitnaði upp úr samningavið- ræðum við ríkið. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.