Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Page 22
34 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Guömundur Árnason, Sunnuvegi 1, Hafnarfiröi. Hann veröur að heiman. 80 ára_______________________________ Hjörtur Hannesson, Sfei Skaftárvöllum 7, BjyB Kirkjubæjarklaustri. mv Hjörtur veröur aö heiman 'W á afmælisdaginn. Elín Friöjónsdóttir, Miövangi 16, Hafnarfiröi. 75 ára__________________________________ Guömundur Finnbogi Halldórsson, Torfnesi Hlíf 1, ísafirði. Helga Jóna Jensdóttir, Lyngbergi 39b, Hafnarfiröi. Ingigeröur Karlsdóttir, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfiröi. Ingólfur Ólafsson, Smárahlíö 9a, Akureyri. Lilja Halldórsdóttir, Höfðagrund 18, Akranesi. 70 ára__________________________________ Guömundur Theódórsson, Húnabraut 9, Blönduósi. Lilja Jónsdóttir, Aöalstræti 124, Patreksfiröi. Ólöf Runólfsdóttir, Álakvísl 126, Reykjavík. Siguröur Jónsson, Lerkilundi 20, Akureyri. 60 ára__________________________________ Áslaug Freysteinsdóttir, Kotárgerði 6, Akureyri. Jónína G. Kjartansdóttir, Jöklaseli 23, Reykjavík. Sigurlaug Bjarnadóttir, Efri-Miöbæ, Neskaupstað. 50 ára__________________________________ Aöalbjörn Þórhallur Jónsson, Traöarstíg 6, Bolungarvík, \ \ varð fimmtugur í gær. Hann og eiginkona hans, Anna Torfadóttir, taka á móti gestum á heimili sínu laugard. 17.3. kl. 20.00. Anna Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Vallartröö 3, Kópavogi. Guöný Júlíusdóttir, Brekkubæ 38, Reykjavík. Gunnar Árnason, Þrastanesi 1, Garðabæ. Jóhannes Árnason, Starengi 90, Reykjavík. Logi Þormóösson, Háteigi 20, Keflavík. Ragnheiður Gísladóttir, Njörvasundi 14, Reykjavík. Sveinn Guömundsson, Kársnesbraut 37a, Kópavogi. 40 ára__________________________________ gStefán Sturla Svavarsson Grundarhúsum 19, Eiginkona hans er Inga hjúkrunarfræðingur. Stefán Sturla veröur meö opið hús að heimili sínu föstud. 16.3. kl. 20.30. Ewa Maria Krzeczkowska, Freyjugötu 2, Suöureyri. Guðfinnur Steinar Eyjólfsson, Strandgötu 6, Stokkseyri. Gunnar Gunnarsson, Galtalind 6, Kópavogi. Kristín Ósk Egilsdóttir, Túngötu 14, Suðureyri. Ragna Sverrlsdóttir, Beigalda, Borgarnesi. Ragnar Bragason, Veghúsum 31, Reykjavík. Ragnhildur F. Þorsteinsdóttir, Miöbraut 11, Hrisey. Steiney Björk Halldórsdóttlr, Ölduslóö 5, Hafnarfiröi. Steingrímur R. Friðriksson, Fannafold 125, Reykjavík. Andlát Höröur Björnsson byggingatæknifræð- ingur, Skólatröö 2, Kópavogi, er látinn. Jaröarförin verður auglýst síöar. Sigurgeir S. Sveinsson, Furugrund 41, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikud. 28.2. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Kristín Júlíusdóttir, fyrrum kennari í Hafnarfirði, lést sunnud. 4.3. á elliheim- ilinu Grund. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Ragnar Jónsson, Hraunbæ 154, Reykja- vík, lést á heimili sínu sunnud. 11.3. Hjálmar Gunnarsson útgeröarmaður, Grundarfiröi, lést á Kanarieyjum sunnud. 11.3. Anne Marie Bjarnason lést á Sólvangi aö morgni sunnud. 11.3. Björn Gígja, Grænumörk 3, Selfossi, lést á sjúkrahúsi Selfoss 28.2. I>V Hundrað ára Stefán Sigurðsson fyrrv. skólastjóri í Reykholti í Biskupstungum Stefán Sigurðsson, Hveramörk 4, Hveragerði, er hundrað ára í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Reyðará í Lóni i Austur-Skaftafellssýslu. Hann tók kennarapróf 1923 og var siðan far- kennari í átthögum sínum í flmm vetur. Stefán stundaði nám í Gymnastikhojskolen i Danmörku 1928-29 og dvaldi við nám í Kiel í Þýskalandi vorið 1929. Stefán var skólastjóri i heimavist- arskóla í Reykholti í Biskupstung- um 1929M6. Hann flutti þá til Reykjavíkur og gerðist kennari við Melaskólann þar sem hann var fast- ur kennari til 1966 og síðan stunda- kennari til 1968. Á sumrin var Stef- án m.a. starfsmaður í Pósthúsinu í Reykjavík. Stefán var formaður Ungmenna- félags Biskupstungna í nokkur-ár og hefur verið heiðursfélagi þess frá 1968. Hann sat í stjórn Kennarafé- lags Árnessýslu í nokkur ár, i stjórn Byggingafélags barnakennara um árabil frá 1951 og var formaður Sjúkrasamlags Biskupstungna frá stofnun, 1941^6. Hann sat í stjórn Esperantistafélagsins Auroru í Reykjavík um skeið, hefur tekið þátt i fimmtán alþjóðaþingum Esperantosambandsins og er heið- ursfélagi Islenska esperantosam- bandsins. Stefán hefur fengist töluvert við þýðingar og má þar m.a. nefna sautján bækur eftir norska höfund- inn Anne Cath. Vestly en auk þess hefur hann þýtt nokkuö úr esper- anto á íslensku og úr íslensku á esperanto. íslensk ljóð sem hann þýddi úr esperanto voru gefm út i sambandi við níræðisafmæli hans. Fjölskylda Stefán kvæntist 25.6. 1940 Vil- borgu Ingimarsdóttur, f. 22.11. 1902, d. 22.8. 1974, kennara á Húsavík. Hún var dóttir Ingimars Guðmunds- sonar, bónda á Efri-Reykjum í Bisk- upstungum, og k.h., Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Kjarnholtum i Biskupstungum. Dætur Stefáns og Vilborgar eru Þóra Ingibjörg, f. 12.6. 1941, píanó- kennari og félagsráðgjafi, nú búsett á Öland í Sviþjóð, var gift Ingvari Ingvarssyni; Ánna Jórunn, f. 21.12. 1942, tónmenntakennari og talkenn- ari, búsett í Hveragerði, gift Þór- halli Hróðmarssyni kennara, syni Hróðmars, bróður Stefáns. Bræður Stefáns: Geir, f. 1898, d. 1974, bóndi á Reyðará, átti Margréti Þorsteinsdóttur húsmóður; Ás- mundur, f. 26.5. 1903, nú látinn, kennari og fyrrv. alþm. og starfs- maður við Búnaðarbankann, átti Guðrúnu Árnadóttur hjúkrunar- konu; Hlöðver, f. 1906, d. 1982, skóla- stjóri á Siglufirði, átti Katrínu Páls- dóttur hjúkrunarkonu; Þórhallur, f. 1907, d. 1933, átti Guðrúnu Jónsdótt- ur húsmóður; Hróðmar, f. 1912, d. 1957, kennari, síðast í Hveragerði, átti Ingunni Bjarnadóttur tónskáld. Foreldrar Stefáns: Sigurður Jóns- son, f. 6.6. 1868, d. 1.3. 1917, bóndi á Reyðará í Lóni, og k.h., Jórunn Anna Lúðvíksdóttir Schou (Anna Hlöðversdóttir), f. 29.9. 1876, d. 14.4. 1953, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Jóns, söðla- smiðs á Setbergi i Nesjum Jónsson- ar, og Sesselju Sigurðardóttur. Anna var dóttir Lúðviks J. Christian Schou, verslunarmanns í Vallaneshjáleigu og faktors á Húsa- Stefán Sigurðsson, fyrrv. kennari og skólastjóri. Stefán var skólastjóri í Reykholti í Biskupstungum á árunum 1929-46. Hann kenndi síöan viö Melaskólann í Reykjavík til 1968. Hann er ern og viö góöa heilsu miöaö viö aldur. Þessi mynd sýnir Stefán viö upplestur á niöjamótl en hún var tekin í lok janúar sl. vík Hermannssonar Schou, verslun- armanns á Siglufirði. Móðir önnu var Elín, systir Hjör- leifs, pr. á Undirfelli, föður Einars H. Kvaran rithöfundar, afa Ævars Kvaran, leikara og rithöfundar. Bróöir Elínar var Jón í Saurhaga á Völlum, afi Guðmundar Sveinsson- ar, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og langafa Einars Jóns- sonar, pr. á Kálfafellsstað. Elín var dóttir Einars, pr. í Vallanesi Hjör- leifssonar, pr. á Hjaltastöðum Þor- steinssonar, bróður Guttorms, pró- fasts á Hofi, langafa Þórarins á Tjöm, föður Kristjáns Eldjárn for- seta. Móðir Elínar var Þóra Jóns- dóttir Schjölds, vefara á Kórreks- stöðum og ættfoður Vefaraættarinn- ar Þorsteinssonar. Stefán tekur á móti gestum að heimili sínu, Hveramörk 4, Hvera- gerði, í dag. Attræður Jóhann Björnsson fyrrv. forstjóri í Vestmannaeyjum Jóhann Björnsson, fyrrv. for- stjóri, Vestmannabraut 42, Vest- mannaeyjum, er áttræður í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Veturhúsum á Jökuldalsheiði en ólst upp á Vopna- firði. Hann hvarf frá menntaskóla- námi vegna fjárskorts en lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1942. Jóhann starfaði hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga 1938-45, hjá Almenna byggingafélaginu hf. á Skagaströnd 1945-46, var póst- og símstöðvar- stjóri á Vopnafirði 1947-52, póstfull- trúi í Vestmannaeyjum 1952-71 og forstjóri Sjúkrasamlags Vestmanna- eyja 1971-81. Jóhann starfaði í ungmennafélagi og sinnti leikstarfsemi á Vopnafirði, starfaði með Leikfélagi Vestmanna- eyja 1953-72 og er heiðursfélagi þess, söng með kirkjukór á Vopna- firði í áratug og með kór Landa- kirkju frá 1953, sat í sóknamefnd í Eyjum tuttugu ár og var safnaðar- fulltrúi Ofanleitissóknar í nokkur ár, bæjarfulltrúi í Eyjum 1966-70 og varabæjarfulltrúi í þrettán ár og sat í skólanefnd, framfærslunefnd og náttúruverndarnefnd, í ritnefnd Framsóknarblaðsins í Eyjum á ann- an áratug og var ritstjóri þess um árabil, hefur starfað í Oddfellow- reglunni frá 1956 og er heiðurfélagi stúkunnar Herjólfs, er félagi í Rótarýklúbbi Vestmannaeyja frá 1970, forseti hans 1976-77 og er heið- ursfélagi hans, er Paul Harris-félagi og sat í stjórn Austfirðingafélagsins um árbil, var stjórnarmaður í Kaup- félagi Vestmannaeyja 1956-89 og for- maður þess í nokkur ár, og stjórnar- maður i Sparisjóði Vestmannaeyja í fimmtán ár. Fjölskylda Jóhann kvæntist 11.10. 1947 Freyju Stefaníu Jónsdóttur, f. 24.6. 1924, fyrrv. fiskvinnslukonu og með- hjálpara í Landakirkju. Hún er dótt- ir Jóns Sveinssonar, verkamanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Jennýjar Jakobsdóttur húsmóöur. Böm Jóhanns og Freyju Stefaníu eru Bjöm, f. 13.2. 1949, apótekari á Patreksfirði, kvæntur Gunni P. Þórsdóttur hjúkrunarfræðingi; Jenný, f. 26.4. 1950, meinatæknir í Reykjavík, var gift Sigmundi Ein- arssyni jarðfræðingi; Inga, f. 27.12. 1951, verslunarmaður í Reykjavík; Jón Freyr, f. 17.5. 1962, tölvunar- fræöingur MS og lektor í tölvu- fræði, búsettur i Hafnarílrði, kvænt- ur Valgerði Halldórsdóttur, stjóm- málafræðingi og kennara. Barnabörn Jóhanns og Freyju Stefaníu eru átta en bamabama- börnin eru fjögur talsins. Systkini Jóhanns: ívar, f. 11.2. 1916, d. 30.12. 1990, búfræðingur á Vopnafirði; Ragnheiður Jóhanna, f. 6.3.1917, d. 13.3.1917; Ragnar, f. 30.3. 1918, fyrrv. matsveinn i Hafnarfirði; Hörður, f. 11.2.1920, byggingatækni- fræðingur í Kópavogi; Magnús, f. 3.5. 1923, d. 7.1. 1990, húsasmiður í Kópavogi; Sigurður, f. 15.8.1924, bif- reiðarstjóri á Vopnafirði; Bjöm, f. 18.2. 1927, bókbindari og gullsmiður í Reykjavík; Einar, f. 8.4. 1928, en hann fórst meö vitaskipinu Her- móði 18.2. 1959. Foreldrar Jóhanns voru Björn Jó- hannsson, f. 9.9. 1891, d. 28.6. 1968, bóndi í Veturhúsum og síðar kenn- ari og skólastjóri á Vopnaflrði, og k.h., Anna Magnúsdóttir, f. 19.12. 1892, d. 17.10. 1967, ljósmóðir. Ætt Björn var sonur Jóhanns, frá Hörghóli í Vestur-Húnavatnssýslu Jóhannssonar, vinnumanns þar Jónassonar. Móðir Jóhanns yngri var María Sigvaldadóttir, systir Jó- hanns, hreppstjóra í Mjóadal, og Björns, b. í Aðalbóli í Miðfirði. Móðir Bjöms Jóhannssonar var Ragnheiður Bjömsdóttir, b. á Klúku í Steingrímsflrði Bjömssonar, pr. í Tröllatungu Hjálmarssonar, ættföð- ur Tröllatunguættar Þorsteinsson- ar. Móðir Ragnheiðar var Helga Zakaríasdóttir frá Heydalsá, hálf- systir Guðlaugar, konu Torfa í Ólafsdal. Anna var dóttir Magnúsar, b. í Hjarðarhaga ívarssonar, b. á Vaði í Skriödal Jónssonar. Móðir Magnús- ar var Anna Guðmundsdóttir. Móð- ir Önnu var Sólveig Þórðardóttir, b. á Sævarenda í Loðmundarfirði. Mcrkir íslendingar Jón Eiríksson, skattstjóri í Vestmannaeyj- um og síðan á Vesturlandi, fæddist í Reykjavík 14. mars 1914. Hann ólst upp að Hesti í Borgarfirði, sonur Eiríks V. Al- bertssonar, doktors í guðfræði, skóla- stjóra á Hvítárbakka og prófasts að Hesti í Borgarfirði, og k.h., Sigríðar Bjömdóttur kennara. Jón lauk stúdentsprófum frá Menntaskólanum á Akureyri 1937, lauk embættiprófi í lögfræði frá HÍ1943 og öðlaðist hdl-réttindi haustið 1950. Jón var skattstjóri í Vestmannaeyjum 1945-1962 og skattstjóri í Vesturlandsum- dæmi, með búsetu á Akranesi á árunum 1962-1986. Þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Jón Eiríksson Jón var einn af stofnendum Tónlistarfélags Vestmannaeyja, starfaði mikið fyrir félagið fyrstu árin og gegndi formennsku í því frá stofnun og til 1961. Þá var hann fyrsti formaður Skattstjórafélags ís- lands frá 1960 og til 1968. Hann skrif- aði blaðagreinar um ýmis efni og rit- aði ásamt öðrum minningarrit um for- eldra sína: Ár og dagur í víngarði drottins. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Guðrún Jónsdóttir sem lést 1952 en þau eignuðust eina dóttur. Hann kvæntist síðan 1953 Bergþóru Guð- jónsdóttur og eignuðust þau fjögur böm. Jón lést 21. október 1997. tuHlÍkiUiliH Jón Ólafsson bóndi, Eystra- Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtud. 8.3. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugard. 17.3. kl. 13.30. Þorsteinn Þorgeirsson frá Lambastöðum, Garöi, lést á Landspltalanum Fossvogi þriðjud. 6.3. Jarðsett veröur frá Útskálakirkju fimmtud. 15.3. kl. 14. Sigríður Hinriksdóttir frá Sigtúnum, Öxarfirði, lést á Héraöshælinu Blönduósi laugard. 10.3. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 16.3. kl. 13.30. Ingileif S. Zoéga, Skaftahlíð 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstud. 16.3. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.