Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 7 DV Fréttir Góöur árangur samræmds refsikerfis fyrir umferðarlagabrot: 98 af hundraði sekta lýkur með greiðslu eða dómsátt - áður greiddist þriðjungur sekta AEG Frá því ný reglugerð um sektir fyr- ir umferðarlagabrot tók gildi í byrjun árs 1998 hefur fjölda útsendra sektar- boða fjölgað um rúm 5000, úr 31.381 árið 1998 og í 36.750 árið 2000. Sektarboð eru sektir sem fólki er gert að greiða fyr- ir vægari umferð- arlagabrot sem ekki koma fram á Árni Albertsson. sakaskrá. „Sektakerfið var ekki ætlað sem aukið innheimtukerfl fyrir ríkissjóð heldur var þetta ætlað sem tæki til þess að ná aga á öku- mönnum. Markmiðið var að ná niður fjölda umferðarlagabrota," sagði Árni Albertsson, aðstoðaryflrlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóraembættinu. Hann lagði áherslu á að fjölgun skráðra brota þýddi ekki að fleiri brytu af sér heldur það að lögreglan stæði fleiri ökumenn að verki. „Lög- reglan sinnir þessum málum alltaf betur og betur,“ sagði Ámi. Samræmdar aöferðir „Frá 1. janúar 1998 hefur lögreglan á öllu landinu unnið eftir sama kerf- inu. Það er sama aðferð við útsend- ingu sektarbóða, sömu viðmið alls staðar og ekki ákveðið í hverju emb- ætti fyrir sig hvort eigi að sekta held- ur er það skilgreint nákvæmlega hvaða brot á að sekta fyrir og hvemig eigi að gera þetta. Einnig er innheimt eftir sömu aðferðum," sagði Ámi. Hann bætti því við að áður gat það komið fyrir að nöfn fólks, sem ekki greiddi útgefnar sektir, féllu út af inn- heimtulistanum. „Fram að þessu var innheimta talin vera í kringum 30 prósent að landsmeðaltali en nú lýkur allt að 85 af hundraði sekta með greiðslu. Það sem eftir stendur fer þá í dóms- meðferð svo það má eiginlega segja að 98 prósentum sekta ljúki innan fimm eða sex mánaða með annað- hvort greiðslu eða dómsátt," sagði Árni. Konur löghlýðnari Þessi tæplega 37.000 sektarboð sem send vom út á síðasta ári fóru mörg hver til sömu ökumannanna sem Grásleppuvertíð fram undan: Búist Við verulegri hækkun á hrognum DV, AKRANESI:____________________ Grásleppukarlar geta litið björt- um augum til næstu grásleppuver- tiðar enda er áætlað að verðið á grá- sleppuhrognum muni verða mun hærra en í fyrra en þá var það 34 þúsund krónur fyrir hverja tunnu. Vertíðin mun að öllum likindum hefjast norðaustan- og austanlands 30. mars nk., þann 11. apríl á Ströndum og Norðurlandi vestra og við Breiöaflörð og Faxaflóa 20. apr- íl. Söluhorfur fyrir komandi grá- sleppuvertið eru góðar að mati Am- ar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. „Aflinn á síðustu vertíð var mjög lítill, grásleppukarlar héldu að sér höndum, aðallega vegna þess að verðið sem í boði var bauð ekki upp á hagnað af veiðunum. Auk þess vildu menn freista þess að tak- marka framboð og minnka þar með birgðastöðu framleiðenda og reyna þannig að búa í haginn fyrir kom- andi vertíð. Þetta virðist hafa geng- ið eftir þar sem framboð saltaðra grásleppuhrogna á heimsvísu minnkaði verulega," sagði Öm Páls- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, við DV. Hann segir menn sjá fram á góð- an markað og bendi allt til þess að hægt veröi að tvöfalda veiðina hér á landi samfara því að verð hækki verulega frá því í fyrra. Auk þessa hefur gengið á þýska markinu potast upp á við sem mun einnig hjálpa til við verðhækkun. Hversu mikil hún verður kvaðst Öm ekki vilja spá um, en reiknaði með að hún verði veruleg og vertíðin geti þannig skilað grásleppuveiðimönn- um þokkalegri afkomu. -DVÓ Vargur í sementi veldur óþrifum Hollustuvemd ríkisins hefur birt drög að stcirfsleyfi fyrir Sementsverk- smiðjuna hf. í starfsleyfinu er meðal annars kveðið á um að Sementsverk- smiðjan hf. eigi að koma í veg fyrir fok frá verksmiðjusvæðinu, hún skal koma fyrir skjólbeltum til að hindra fok frá skeljasandsþró og gera tíma- setta framkvæmdaáætlun um að draga verulega úr foki og fugli við skeljasandsþró og leggja hana fram til kynningar eigi siðar en 1. febrúar 2002. DV sneri sér til Hrafnkels Proppé, umhverfisfulltrúa Akranes- kaupstaðar, en á fundi bæjarráðs lagði hann fram athugasemdir við starfsleyfið fyrir hönd umhverfis- nefndar Akraneskaupstaðar sem bæjaráð samþykkti að yrðu sendar Hollustuvernd ríkisins. „Umhverfisnefnd gerði aðallega at- hugasemdir við greinar sem flalla um mengunarslys, viðbragðsáætlun og æti í skeljasandsþró. Nefndin fer fram á að Sementsverksmiðjan tilkynni þau mengunarslys sem verða og kynni bæjarbúum viðbragðsáætlun. Nefndin telur að leggja eigi áherslu á að hindra það að æti berist í þróna og koma þannig i veg fyrir ágang varg- fugls en talsvert ónæði og óþrif fylgja fuglinum," sagði Hrafnkell Proppé, umhverfisfulltrúi Akraneskaupstað- ar, við DV. -DVÓ gerst höfðu brotlegir oftar en einu sinni. Af þeim 182 bílstjórum sem sviptir voru ökuréttindum á grund- velli umferðarpunkta á síðasta ári voru einungis átta konur. Flestir höfðu haft bílpróf i fimm ár eða minna. Útsendum sektargerðum hefur einnig fiölgað á síðustu árum - úr 3.006 árið 1998 í 3.841 árið 2000 - en sektargerðir eru brot sem koma fram á sakaskrám en hægt er að útkljá með peningagreiðslu, að hámarki 300.000 krónur. Meðal þeirra brota sem falla undir sektargerðir eru til dæmis al- varlegri umferðarlagabrot og smá- vægileg fikniefnabrot. -SMK Laganna verðir að störfum Eftir að nýtt samræmt sektakerfi lögreglunnar fyrir umferðarlagabrot var tekið í notkun árið 1998 hefur sektum fjölgað og innheimta ríkissjóðs aukist að sama skapi. Nú á ég skilið að fá uppþvottavél Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr Utsend- og greidd sektarboð - árín 1998,1999 og 2000 35.000 i- 30.000 25.000 r 20.000 15.000 jS B 10.000 «> ■g 5.000 ® Fjöldi 26.063 1998 28.757 1999 5.750 29.195 2000 ■ . LÁSÍ Favorit 60850 U-W Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þór til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og -vettlingana með hæfilegri virðingu. Bless bursti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.