Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 Fréttir DV „2ja gáma“ smyglmáliö sem kennt hefur verið við Jenkins-vodka frá Ameríku: „Ekki ögn“ af sönnun- um gegn tollverðinum Dómkirkjan Dýr viðgerö hvílir á sóknarnefndinni. - segir verjandi. Saksóknari bendir á „stöðugt símasamband“ við innflytjanda Sveinn Andri Sveinsson, verjandi fyrrum tollvarðar sem ákærður er fyr- ir að hafa aðstoðað félaga sinn við innílutning á tveimur gámum af áfengi, samtals 17 þúsund lítrum árið 1996, segir að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram „á ögn“ af sönnunum gagn- vart skjólstæðingi sínum. Hann krafð- ist sýknu til handa tollverðinum fyrr- verandi fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Maðurinn, sem er 37 ára, sat í mánaðar gæsluvarðahaldi á sínum tíma. Óþolandi tafir - sjónarspil Verjandi aðalsakborningsins í smyglmálinu, sem hefur viðurkennt innflutninginn í meginatriðum, lagði áherslu á í varnarræðu sinni í gær að óþolandi væri með hiiðsjón af réttar- farsreglum að sakborningar hafi þurft að bíða í fjögur ár eftir rannsóknar- niðurstöðum. Ríkistollstjóri krefur umbjóðanda hans um 41 milijón króna i vangreidd aðflutningsgjöld vegna beggja áfengisgámanna. Toll- vörðurinn fyrrverandi og þriðji aðili eru krafðir um 8 milljónir króna af þeirri upphæð ásamt aðalákærða. Jón Snorrason, saksóknari hjá rík- Ottar Sveinsson blaðamaður islögreglustjóraembættinu, hélt því fram í sóknarræðu sinni að tollvörð- urinn fyrrverandi hefði vitað að gámaflutningar frá Eimskip yfir í Tollvörugeymslu og þaðan yfir á geymslusvæði við Langholtsveg hefði verið sjónarspil. Hann talaði um skeytingarleysi tollvarðarins í starfl sínu og benti dómnum á að í málinu verði að byggja á atburðum sem snúa að tollvörðum og starfsfólki Eimskips sem þótti framkoma tollvarðarins grunsamleg á vinnusvæðum í Sunda- höfn. Þetta telur verjandi tollvarðarins Fyrrum tollvörður og félagi hans ákærðir vegna tveggja áfengisgáma Sækjandinn í áfengissmyglmálinu heldur því fram að tollvörðurinn fyrrverandi hefði vitað að flutningur á gámi frá Eimskip yfir á svæði Tollvörugeymslunnar hefði verið sjónarspil. Verjandinn segir ákæruvaidið hins vegar engar sannan- ir hafa lagt fram um sekt tollvarðarins. fyrrverandi hins vegar á engan hátt sýna fram á sekt mannsins - beinar sannanir skorti. „Einhverjir varahlutir" Sækjandinn sagði að með hliðsjón af símaútskriftum, sem sýna fram á samtöl á milli aðalákærða og tollvarð- arins fram til miðnættis og strax að morgni þegar verið var að flytja gám- inn á milli svæða, sýni að þar hafi far- ið fram samræður um gáminn - ekki einungis um „einhverja varahluti frá Ameríku“ eins og ákærðu hafi haldið fram. Þessu mótmælir verjandinn einnig og leggur áherslu á að ekki hafi verið sýnt fram á að í þessum samtölum, sem vissulega voru ekki hleruð, hafi átt sér stað eitthvað sem saknæmt er í sambandi við umræddan gám sem kom frá New York. Hinn gámurinn kom hálfu ári fyrr til íslands frá Frakklandi. Þar er aðalasakborning- urinn einn ákæröur fyrir innflutning- inn 'en tollvörðurinn fyrir að hafa veitt honum liðsinni innan starfs- svæðis síns. Sumt fer eftir þorsta! í málinu eru sjö menn ákærðir. Þriðji maðurinn, sem gefið er að sök að hafa staðið að innflutningnum á gámnum frá New York, sagðist fyrir dómi hafa tekið við 6-7 kössum af áfengi fyrir 3-4 klst. vinnu við að bera gáma á milli og yfir í bíla á framan- greindu geymslusvæði við Langholts- veg. Að öðru leyti kæmi hann hvergi nálægt málinu. Þetta segir Jón Snorrason saksókn- ari „vel í lagf‘ að fá slík kynstur af áfengi í vinnulaun fyrir ekki lengri tíma. „En það fer auðvitað eftir þorsta manna,“ sagði sækjandinn og hélt því fram að vafi léki ekki á að með hlið- sjón af þessu væri umræddur maður einnig ásamt hinum aðalaðili að inn- flutningi á gámnum. Gögn máttl ekki afhenda Lögreglumenn sem komu fyrir dóm, tveir fyrrum starfsmenn RLR, stað- festu að ástæða þess að málið dróst eins og raun bar vitni hefði verið sú að lögreglan hefði óskað eftir því að fá í hendur rannsóknargögn frá Bandarikj- unum vegna áfengiskaup-anna þar. Þetta var gert i því skyni að varpa ljósi á hvort tollvörðurinn fyrrverandi hefði staðið að innflutningi á gámnum líka og framangreindur þriðji maður. Fyrir tæpum tveimur árum barst lögreglu síðan bréf frá flármálaráðuneytinu þar sem fram kom að gögn frá Bandaríkj- unum varðandi umrætt mál hefðu borist til iandsins - hins vegar mætti ráðuneytið ekki afhenda þau í ljósi tví- sköttunarsamnings á milli landanna. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún leiddi í ljós,“ sagði iögreglumaður frá ríkislögreglustjóra spurður um hver rannsóknarniðurstaðan frá Bandaríkj- unum hefði verið. Þar með sagði lögreglumaðurinn að útséð hefði verið með frekari rann- sókn hvað þetta varðaði. Verjendur gagnrýndu að miðað við þetta bréf - sem barst i júní 1998 - hefði verið hægt að ljúka rannsókn þessa máls miklu fyrr. Annar lögreglumaður sem kom fyrir dóminn sagði að burtséð frá svörum sem vantaði frá Bandaríkjun- um hefði smyglmál þetta í raun verið fullrannsakað árið 1997. Mér þykir vodki góður Bróðir eins sakborninganna - sem ákærður er fyrir að hafa keypt 280 kassa af áfengi - sagði dóminum frá því í gær að hann viðurkenni að hann hefði spunnið upp „frambæri- lega lygasögu" í upphafl málsins -til að taka sök á sig til að forða bróður sínum frá því að fara halloka í við- skiptum. Hann reyndar viður- kenndi líka að sér þætti vodki góð- ur og gagnrýndi ákæruvaldið fyrir að vera að tyggja á hlutunum í dóm- salnum. Hann gagnrýndi einnig lög- reglu fyrir að hafa yfirheyrt föður sinn, mann sem algjörlega væri málinu óviðkomandi. Faðirinn kom reyndar fyrir dóminn og sagðist ekki kannast við neitt. Við svo búið var honum leyft að fara enda hafði hann enga þýðingu fyrir þetta saka- mál fyrir dómi. Áfengisgámamálið hefur nú verið tekið til dóms. Niðurstöðu er að vænta eftir þrjár vikur. Dómkirkjan: Ganga á milli bankastofnana „Nú verðum við að ganga á milli banka og sækja um lán og styrki,“ segir Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, en viðgerð á kirkjunni sem átti að kosta 100 milljónir kostaði í raun um 200 milljónir. „Þetta eru miklir peningar en við eigum góða að.“ Viðgerð á Dómkirkjunni er nú að fullu lokið nema hvað eftir er að ganga frá kantsteinum og ýmsu utan við skrúðhús kirkjunnar. Vonast sóknarnefndin til að Reykjavíkurborg taki það verk að sér en að því loknu er .kirkjan í toppstandi," eins og Auður sóknarnefndarformaður orðar það. -EIR Tindastóll skuid- ar 35 milljónir DV, SKAGAFIRÐI: Búið er að kjósa starfshóp á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar til að leita lausna á fjárhagsvanda Ung- mennafélagsins Tindastóls á Sauðár- króki, en skuldir þess munu nema um 35 milljónum króna. Starfshópinn skipa Helgi Sigurðsson, Jón E. Frið- riksson og Snorri Styrkársson, þ.e. einn frá hverjum flokki sem á fulltrúa í sveitarstjórninni. Hópnum er ætlað að ljúka störfum og skila tillögum sín- um í lok þessa mánaðar. Erfið Qár- hagsstaða Tindastóls hefur verið ljós um nokkurn tíma og í síðasta mánuði barst sveitarfélaginu erindi um að það kæmi félaginu til aðstoðar. -ÖÞ Morðið á Einari Erni: Rannsókn lokið Lögreglan í Kópavogi hefur lokið að fullu rannsókn á láti Einars Amar Birgissonar sem ráðinn var bani 8. nóvember síðastliðinn. Gögn málsins voru send Ríkissaksóknara á mánu- dag og mun embættið taka ákvörðun um ákæru i málinu á næstu vikum. Atli Helgason, viðskiptafélagi Einars Arnar, hefur viðurkennt að hafa orð- ið Einari Erni að bana. Hann situr enn í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. -SMK Veórið í kvöfd__________ g Sólargangur og sjávarföH REYKJAVIK AKUREYRI mmssm Sólarlag í kvöld 19.26 17.34 Sólarupprás á morgun 07.46 09.17 Síödegisflóð 22.04 02.37 Árdegisflóö á morgun 10.25 14.58 Sfiýringar á veSurtáknum iirr 10°4— HITI VINÐSTYRKUR í metrum á sekúndu -io: Nf HBOSKÍRT Viða léttskýjað á landinu Norðaustlæg eða breytileg átt, 3 til 5 m/s og dálítil él syðst á landinu og sums staðar við austurströndina en annars víöa léttskýjað. Frost 1 til 5 stig norðanlands yfir daginn en hiti 0 til 5 stig syöra og talsvert næturfrost til landsins. -*D ;o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA S = ÉUAGANfiUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hálka víða á vegum Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er greiðfært um alla helstu vegi landsins. Víða er þó hálka eöa hálkublettir á fjallvegum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi^ Þá eru víða hálkublettir á vegum í Árnes- og Rangárvallasýslu. SNJOR ÞUNGFÆRT 0FÆRT Hægviðri á landinu Hægviðri og dálítil él syðst á landinu en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 1 til 5 stig noröanlands en hiti O til 5 stig syðra. Fóstutfa; Vindur: 3-5 m/% Hiti 5° til 1° Austlæg átt, 3 tll 5 m/s og skýjaO með köflum en dálítil él syöst á landlnu. Vægt frost nor&anlands en hltl annars 1 tll 5 stlg. Laugar Vindur: V. 5—10 m/» \ Hiii S* til 2° eeí?/> Norðlæg átt, 5 tll 10 m/s vestanlands en annars hægarí og él víða um land. Frost yfirleltt 0 tll 5 stlg en frostlaust með suðurströndinni. Swntiutf Vindur 3-8 m/» Hiti-5“ tii 2° Austlæg átt og él, elnkum sunnan- og austanlands og fremur svalt í veörl. AKUREYRI alskýjaö BERGSSTAÐIR skýjaö BOLUNGARVÍK alskýjaö EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. skýjað KEFLAVÍK léttskýjaö RAUFARHÖFN skýjaö REYKJAVÍK léttskýjaö STÓRHÖFÐI skýjaö BERGEN skýjað HELSINKI skýjaö KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ skýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN skúrir ÞRÁNDHEIMUR skýjaö ALGARVE léttskýjað AMSTERDAM skúrir BARCELONA léttskýjaö BERLÍN skýjað CHICAGO skýjaö DUBLIN léttskýjaö HALIFAX skýjaö FRANKFURT skúrir HAMBORG skýjað JAN MAYEN snjóél LONDON skýjaö LÚXEMBORG skúrir MALLORCA léttskýjaö MONTREAL NARSSARSSUAQ alskýjaö NEWYORK rigning ORLANDO þokumóða PARÍS rigning VÍN rigning WASHINGTON þokuruöningur WINNIPEG skýjaö 1 0 0 -1 3 3 1 5 5 7 3 5 6 5 3 18 7 16 9 0 8 -4 8 9 -6 7 5 17 -5 5 3 23 10 9 4 -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.