Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 15
+ 14 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 27 ov Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholt! 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjárn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Úlfiir, úlfiir Undarleg umræða fór fram utan dagskrár á Alþingi síðastliðinn mánudag og það ekki í fyrsta skipti. Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það þjóna sérstökum pólitískum tilgangi að mála skrattann á vegginn. Að mati þingmannsins er fyllsta ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að bankakreppa sé fram undan. Þeir sem leggja það fyrir sig að spá um framtíð efna- hagsmála hafa að lokum yfirleitt rétt fyrir sér - hvort heldur spáð er versnandi árferði eða góðæri. Fyrr eða síðar rætast slíkir dómar. En þeim er eins farið og smalanum sem hrópaði úlfur, úlfur - þegar á þurfti að halda trúði honum enginn. Mörg siðustu misseri hafa þingmenn flokksins boð- að kreppu í íslensku efnahagslífi. Viðskiptahallinn átti fyrir löngu að vera kominn úr böndunum með skelfi- legum afleiðingum. „Geir H. Haarde situr á gríðarleg- um viðskiptahalla,“ sagði Össur Skarphéðinsson í blaðaviðtali fyrir nær ári og bætti við: „Þessi halli er sannkölluð timasprengja sem ógnar stöðugleikanum. Það er einungis spurning hvort hún springur fyrir eða eftir kosningar.“ Timasprengjan er enn ósprungin og flest bendir til að verulega sé að draga úr innflutningi, samhliða því sem þensla í efnahagslifinu hefur minnk- að. Og þrátt fyrir spádóma um annað hefur verðbólga ekki farið úr böndum en verðlag hefur hækkað um 3,9% síðustu 12 mánuði. Svartsýnishjal hefur aldrei verið vænlegt til árang- urs í stjórnmálum og kannski er þar að leita skýringa á slöku gengi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Hitt er svo rétt, eins og ítrekað hefur verið bent á hér í leiðurum DV, að vextir hér á landi eru orðnir of háir. Lækkun vaxta er nauðsynleg á komandi vikum til að blása til nýrrar sóknar í efna- hagsmálum. En að halda því fram að vaxtalækkun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir yfirvofandi banka- kreppu, eins og gefið var í skyn á Alþingi síðasta mánudag, er í besta falli pólitískur útúrsnúningur. Tímasetning og verkfall Allt bendir til þess að verkfall sjómanna skelli á að- faranótt komandi fóstudags. Þar með er ljóst að ekki tekst að ná öllum þeim kvóta af loðnu sem leyft er að veiða, eða allt að 150 þúsund tonnum, fallist sjávarút- vegsráðherra á tillögur um auknar aflaheimildir. Ekki þarf mikla reikningskunnáttu til að átta sig á að verkfallið verður mikið áfall fyrir íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki og eru erfiðleikarnir þó nægir fyrir. Á síðustu vikum hefur hvert fyrirtækið á fætur öðru í sjávarútvegi tilkynnt um afkomu síðasta árs. Með fáum gleðilegum undantekningum er ljóst að afkoman hefur verið afleit og í sumum tilfellum ekki verri í ára- tugi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir telja sjómenn rétt að vaða út í verkfall um hábjargræðistimann. Þær vonir sem bundnar hafa verið við að erfiðleikamir væru að baki verða því að engu gerðir. En þegar verkfall er boðað skiptir tímasetning öllu í þeirri viðleitni að valda sem mestum usla. Óli Björn Kárason DV Skoðun Skilagjald á rafhlöður Skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir hefur náð afburðagóðum árangri. Endurvinnslan hf. hefur fengið um 90% skil á áldós- um og glerflöskum og um 80% skil á plastflöskum. Ég held að verði að segja að þessi starfsemi hefur gengið framar öllum vonum. Sjálfsagt má velta lengi hvenær skilagjald eigi viö þegar þess er freistað að auka skil, endurnýtingu og endumotkun. Skilningur hefur verið að aukast hröðum skrefum á mikil- vægi þessa málaflokks og þær Ragna og Sif hjá Sorpu hafa ritað ágætar greinar í Morgunblaðið um þessi mál og verður vonandi framhald á. Rafhlöður skila sér ekki Meðal efna sem Spilliefnanefnd glímir við að auka skil á eru rafhlöð- ur, þ.e.a.s. spilliefnaraíhlöður. Lagt er gjald á þessar rafhlöður í innflutningi og féð notað til þess að greiða fyrir söfnun, flutning og eyðingu þeirra er- lendis. Þegar hefur verið bannaður innflutningur rafhlaða sem innihalda Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur kvikasilfur annarra en hnapparafhlaða. Spilliefna- nefnd hefur unnið með raf- hlöður í rúm þrjú ár og er ekki fyllilega ánægð með ár- angurinn. Spilliefnarafhlöður skila sér ekki nema um fimmtung- ur tU móttökustöðva, nema þá þær sem eru saman við annan úrgang og ógjörning- ur að flokka frá. Því er það að nú eru kannaðir mögu- leikar á því að skilagjald verði sett á rafhlöður, ekki bara spilli- efnarafhlöður heldur allar rafhlöður. Með því ætti tvennt að vinnast. Fái fólk t.d. 20 kr. fyrir hverja rafhlöðu sem skUað er tU söfnunarstöðvar má telja að 75-80% skU fengjust á spUli- efnarafhlööum og þannig hindrað að nema lítUl hluti þeirra fari til al- mennrar urðunar. Hins vegar er veru- legur ávinningur af því að ná rafhlöð- um almennt út úr sorpinu. Til útflutnings? Óæskilegt er að urða rafhlöður á venjulegum urðunarstað, jafnvel þótt „umhverfisvænar" séu. í rafhlöðum „Spilliefnarafhlöður skila sér ekki nema um fimmtungur til móttökustöðva, nema þá þær sem eru saman við annan úr- gang og ógjömingur að flokka frá. Því er það að nú eru kannaðir möguleikar á því að skilagjald verði sett á rafhlöð- ur, ekki bara spilliefnarafhlöður heldur allar rafhlöður.“ er talsvert magn af þungmálmum. Nefna má sink og mangan auk kadmíums. Þannig má fá urðunarstað- ina mun hreinni og hugsanleg endur- Skiljum milli sjúkra- og farþegaflugs Til þess að þyrla í sjúkraflugi geti tekið á loft þarf flugpall. Til þess að hún geti lent á ný þarf aftur pall eða slétta, litla landspildu. Þegar lend- ingarskilyrði eru erfið þarf sérstaka aðstoð flugumferðarstjóra og miðun- artæki jafnt í þyrlunni sjálfri sem á landi. Það munu vera dýr tæki. Þó kosta þau ekki nema lítið brot af verði flugvallar. Og það samfélag sem vill öflugt og gott neyðarflug fjárfestir í öryggisbúnaði fyrir þyrl- ur. Það þarf líka að sjá fyrir þyrlu- skýlum og viðgerðarþjónustu sem hvoru tveggja útheimtir land og fjár- muni. Sjálfsagt mál. Rekstur islenskra björgunarþyrlna útheimtir ekki nýjan alþjóðlegan flug- völl í hjarta Reykjavíkur. Sex til níu manna sjúkraflugvélar þarfnast hans ekki heldur. Þeim nægir miklu minna land. Þeim sem annast sjúkra- og neyðarflug er lítill greiði gerður með því að spyrða hagsmuni þeirra saman við hagsmuni annarra flugrek- enda í landinu. Þarfirnar eru ekki sama eðlis. Eitt er aö koma bráðveiku fólki undir læknishendur sem skjót- ast. Annað að fljúga með túrista eða skutlast með nokkra þingmenn og forstjóra á fund. Um landið allt er fólk að flýta sér á fund alla daga. Fólk fer í strætó, með rútum, í bílum, á hjóli eða tveimur jafnfljótum. Fólk þarf að gera ráð fyrir mislöngum tíma til að komast á fund. Flugvellir í útjaðri þéttbýlis Flug er vissulega til þess gert að flýta för. En flugfarþegar geta hvergi gert þá kröfu að stórum flugvélum sé lagt fyrir framan fundarstaði eins og þinghús eða konsert- sal, heilsugæslustöð eða einstakar verslanir likt og um einkabíla væri að ræða. Flugvellir eru pláss- frekustu samgöngu- mannvirki sem byggð eru, þeim fylgir verri hávaði en öðrum um- ferðarmannvirkjum, auk mengunar og stór- slysahættu sem af þeim stafar. Þess vegna þarf að velja stórum flugvöll- um stað af kostgæfni í útjaðri þétt- býlis, þannig að þeir valdi sem minnstu tjóni í umhverfí sínu, skapi vandamál en þeir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Rekstur íslenskra björgunarþyrlna útheimtir ekki nýjan alþjóðlegan flugvöll í hjarta Reykjavíkur. Sex til níu manna sjúkraflugvélar þarfnast hans ekki heldur. Þeim nœgir miklu minna land. “ Með og á móti ekki verri leysa. Staðardagskrá skuldbindur stjórnvöld Það hafa orðið örlög Reykja- vikurflugvallar, jafn hentugur og hann hefur reynst lands- byggðinni, að staðsetning hans eyðileggur og skaðar Reykja- vík svo mjög að ekki verður lengur við unað. Vegna legu hans gat borgin ekki þróast sem samvaxin heild, heldur klofnaði hún á viðkvæmasta stað. Það leiddi af sér dreifingu byggðarinnar sem hægt og hægt hef- ur steypt undan möguleikum til þess að halda úti nothæfum almennings- samgöngum, sem aftur kallar á sí- fellt meiri notkun einkabíla, stærri og dýrari samgöngumannvirki inn- an borgarmarkanna, aukna slysa- hættu, mengunarvanda og himinhá- an rekstrarkostnað, jafnt fyrir ein- staklinga sem samfélag. Staðardagsskrá 21 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 15. febrúar sl. með öllum greiddum atkvæðum. Staðardagskrá 21 skuldbindur stjóm- völd til þess að draga úr orkusóun og auka hagkvæmni i skipulagi borgar- innar með því að þétta byggð. í slíku ferli munar mest um landið undir Reykjavikurflugvelli. Það þarf ekki að koma niður á sjúklingum þótt það teQi nokkra þingmenn og farþega til og frá elsta hluta Reykjavikur um hálfa stund. Fyrsta skrefið sem Reykvíkingar geta tekið í átt til vist- vænna samfélags og orkuspamaðar er að greiða því atkvæði að Flugvöll- urinn fari úr Vatnsmýri eftir 2016. Steinunn Jóhannesdóttir Vegageröin ber ábyrgð að girða af fyrir búfé? Hættulegur „vegabúskapur“ j „Þetta er ósann- jg* gjörn umræða. nfljÍK Landið sem fer K? undir vegina er ýmist keypt eða tekið eignamámi. Nýjum eiganda landsins hlýtur að bera skylda til að afmarka sitt land og verja með girðingum þannig að ekki hamli fyrri nýtingu í ná- grenni vegarins. Vegagerðin ber einnig ábyrgð á að þannig sé frá vegum gengið að fyllsta öryggis vegfarenda sé gætt. Girðingar með vegum og svo lítil umferð búfjár sem kostur er verður þannig hagur bæði þeirra sem um veginn fara og einnig búfjáreigenda og því liður í sátt um vandasamt mál. Sú sátt er nauðsynleg til að búfjáreigendur geti áfram nýtt lönd sín.“ Ari Teitsson formaöur Bænda- samtakanna r„Það mætti vel hugsa sér að al- mennt séð skuli Vegagerðin girða vegi af fyrir bú- fénaði þar sem vegir liggja nærri byggð og um ræktar- lönd bænda. Vegagerðin býr yfir þekkingunni og tækn- inni og hún er ábyrg stofnun sem rækir sérhvert hlutverk sitt vel. En hætta vegna bú- fénaðar er ekki bara þar sem svo háttar heldur líka fjær byggð og það er einfaldlega fráleitt að ætlast til þess að Vegagerðin girði hvern ein- asta vegarspotta í landinu búfjár- heldri girðingu. Eigendur gripanna hljóta fyrst og fremst að bera ábyrgð á lausagöngu og meðfylgjandi slysahættu. Fjölmörg slys og mörg mjög alvarleg hafa orð- ið að undanförnu vegna lausagöngu hrossa á fjölföm- Stefán um vegum- Þessi slys hafa af- Ásgrímsson hjúpað átakanlega í hvers ritstjöri fíb biaösins konar óþolandi ólestri þessi „vegabúskaparmál" öll eru. Meginreglan ætti að vera sú að búfjáreigendum væri Skylt að halda gripum sínum í tryggri vörslu allt árið. Slíka meginreglu þarf að setja strax. Það er ekki eftir neinu á biða.“ vinnsla rafhlaða kemur til álita. Þegar tekist hefur að ná rafhlöðum að mestu úr úrganginum þarf síðan að fmna hentuga aðferð við eyðingu þeirra. Sums staðar em þær steyptar i plastt- unnum og urðaðar á sérstökum urð- unarstöðum með sérstökum varúðar- ráðstöfunum. Til greina kemur og að flytja þær út óflokkaðar en einnig að flokka þær hér og flytja spilliefnaraf- hlöðurnar út eins og gert er nú. Gildi skilagjalds Ljóst er að skilagjald hefur ýmsa kosti umfram aukin skil. Það gerir fólk meira meðvitað um eðli úrgangs og ekki síst yngsta kynslóðin lærir bæði að þekkja úrganginn og að safna pen- ingum og ávaxta þá. Skilagjald á þó alls ekki við um alla úrgangsflokka. Mest gildi hefur það þegar safna þarf ákveðinni tegund úrgangs af víðavangi, þegar þarf margar hendur til þess að ná árangri. Umhverfisráð- herra er nú að vinna að tillögum um skilagjald á rafhlöður. Vonandi verð- ur það enn eitt framfarasporið í með- ferð úrgangs hér á landi, spor sem leiðir okkur áfram til næstu skrefa. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli í skýrslu Vegasvæðanefndar segir að óvissuástand, sem skapast vegna lausagöngu búfjár á vegum, sé óþolandi. Vatnsmýrin undir íbúöabyggð „Ég ætla að greiða atkvæði með því að Vatns- mýrarsvæðið verði notað til annarra þarfa en flugumferðar eftir sextán ár og með þvi að greiða at- kvæði á þann veg, gef ég skipulagsfræðingum og frum- kvöðlum nýrra atvinnugreina til kynna, að þeir megi til með að reikna með þessu svæði til mikil- vægari nota í framtíðinni, þrátt fyr- ir áhuga minn á flugvélum ... Með þetta í huga vil ég, að Vatnsmýrar- svæðið verði tekið undir byggð, íbúðabyggð og byggð til eflingar há- skólastarfsemi, þekkingariðnaðar og rannsókna." Helgi Pétursson borgarfulltrúi i Mbl.-grein 13. mars. Milliliðalaust lýðræði „Telja verður, að sú atkvæða- greiðsla, sem fram fer nk. laugardg um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sé þáttur í því að þróa upp hér á ís- landi milliliðalaust lýðræði. Þess vegna og með tilvísun til þeirra sjónarmiða, sem blaðið hefur áður lýst, er Morgunblaðið fylgjandi þess- ari atkvæðagreiöslu og fagnar því, að Reykvíkingar fái með þessum hætti tækifæri til að láta skoðun sína í ljósi um svo mikilsvert mál.“ Úr forystugrein Mbl. 13. mars. Brussel eða Reykjavík? „Hætt er við að Reykjavík yrði nokkuð halaklippt sem höfuðborg, ef flugvöllurinn hyrfi og því styttra i að raun- veruleg höfuðborg landsins yrði Brussel. Borgar- skáldið Tómas, sem fyrstur orti um fegurð borgarinnar og breytti ímynd bæjarins úr hallærisþorpi í perlu norðursins, orti einnig um Austur- stræti og þar við götu var honum reyndar reistur minnisvarði... Þeim, sem svo einblína á hagræð- inguna kæmi væntanlega malbikið til bjargar og Tjörnin gerð nýtileg sem bílastæði viö norðurenda henn- ar. Þegar svo er komið held ég, að mál væri, eins og skáldiö segir: „að hljóður draga fyrir gluggann". Ragnar G. Kvaran, fyrrv. flugstjóri, í Mbl.-grein 13. mars. Kjósum Vatnsmýr- ina án flugvallar í umræðum um framtíð Vatnsmýr- arinnar í Reykjavík hafa samgöngu- yfirvöld ríkisins (lesist Flugmála- stjóri, Flugmálastjóm, samgönguráð- herra og formaður Samgöngunefndar Alþingis) beitt sér af mikilli hörku og á heldur ósmekklegan hátt. Þau hóta því að veröi Vatnsmýrin ekki nýtt undir flugvöll, fari innanlandsflugið til Keflavíkur. Þessi ófaglega og blekkjandi framsetning samgönguyf- irvalda ríkisins varpar skugga á þá frjóu og lýðræðislegu umræðu sem nú fer fram um skipulagsmál höfuð- borgarinnar og framtíð Vatnsmýrar- innar í Reykjavík. Tímamót í lýðræðisþróun Vegna hótana samgönguyfirvalda er nauðsynlegt að undirstrika þá staðreynd að í atkvæðagreiðslunni þann 17. mars er eingöngu verið að kjósa um það hvort Vatnsmýrin í Reykjavík verði nýtt undir flugvöll eftir árið 2016 eða hvort hún þá verði tekin til annarra nota. í atkvæða- greiðslunni er alls ekki verið að taka afstöðu til þess hvert innanlandsflug- ið veröi flutt ef niðurstaðan verður sú að færa það úr næsta nágrenni miðbæjarins. Það markar tímamót i íslenskri stjórnmálasögu og lýðræð- isþróun að íbúum gefist kostur á því að kjósa beint um slíka ákvörðun í skipulagsmálum. Þeim mun alvar- legri er framganga samgönguyflr- valda sem í krafti embætta sinna reyna að afvegaleiða umræðuna. Marklausar hótanir samgönguyfirvalda Staðreyndin er sú að hótanir sam- gönguyfirvalda ríkisins um að flytja flugið til Keflavikur verði því vísað Hrannar Björn Arnarsson borgarfulltrúi Reykjavíkuriistans úr Vatnsmýrinni eru í rauninni marklausar. Það er nefnilega svo að tími mun gefast áður en ákveða verður framtíðar- stað fyrir innanlandsflug- ið og alls ekki gefið að sú ákvörðun verði tekin af núverandi samgönguyfir- völdum. Mér segir svo hugur um að áður en til ákvarðana um framtíðar- flugvallarstæði kemur opnist víðari sýn hjá samgönguyfírvöldum rík- isins, hvort sem núver- andi einstaklingar verða þar enn við völd eður ei. Þá munu menn af yfirvegun fara yfir alla kosti í stöðunni og velja þann sem far- sælastur þykir. Þá koma ýmsir möguleikar til greina, bæði þeir sem nú liggja fyrir og hugsanlega enn fleiri kostir. Minnst fjórir kostir utan Vatnsmýrarinnar f aðdraganda atkvæðagreiðslunn- ar þann 17. mars hefur farið fram viðamikil úttekt á valkostum verði flugvöllurinn fluttur úr Vatnsmýr- inni. í þeirri vinnu hefur m.a. verið leitað til erlendra flugvallarsérfræð- inga sem mikla reynslu hafa af slík- um málum. Niðurstöður þessara athugana benda eindregið til þess að kjósi Reykvíkingar að nýta Vatnsmýrina undir annað en flugvöll þá standa samgönguyfirvöldum framtíðarinn- ar ýmsir aðrir kostir til boða. Auk Keflavíkur er þar um að ræða flug- völl í Hvassahrauni og flugvöll á Lönguskerjum en hugmynd Ágústs Einarssonar um nýtingu Bessastaðaness undir flugvöll er í þessu samhengi einnig allrar athygli verð. Keflavík nýtt sem Grýla Reyndar hefur formaður samgöngunefndar Alþingis, Árni Johnsen, lýst því yfir á opnum fundi að hann telji eng- ar flugtæknilegar hindranir á flugvelli á Bessastaðanesi. Engu að síður kvaðst hann að- spurður ekki myndu beita sér fyrir frekari skoðun á þeirri hugmynd. Sú afstaða Áma er í góðu samræmi við framgöngu samherja hans meðal samgönguyfir- valda ríkisins, þ.e.a.s. að nota Kefla- víkurflugvöll sem grýlu og neita að skoða aðra kosti. í ljósi þess verða yf- irlýsingar þeirra aö skoðast. Kjósum betri borg Verði niðurstaða kosninganna þann 17. mars sú að Vatnsmýrin verði nýtt undir annað en flugvöll eftir árið 2016 geta samgönguyfirvöld næsta áratugar tryggt að sú ákvörð- un breyti engu um aðgang lands- byggðar aö höfuðborginni. Sú niður- staða myndi hins vegar breyta öllu um framtíð höfuðborgarinnar sjálfr- ar og að mínu viti stórauka mögu- leika íslensks samfélags í samkeppn- inni við útlönd um fólk, fyrirtæki og fiölbreytt mannlíf. ímyndum okkur að Vatnsmýrin væri nú ónumið land en Reykjavík að öðru leyti í núver- andi mynd. Dytti einhverjum í hug að koma þar fyrir flugvelli? - Kjós- um því Vatnsmýri án flugvallar eftir árið 2016. Hrannar Björn Arnarsson „ímyndum okkur að Vatnsmýrin vœri nú ónumið land en Reykjavík að öðru leyti í núverandi mynd. Dytti einhverjum í hug að koma þar fyrir flugvelli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.