Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 5 DV Fréttir . Engin hreyfing á samningamönnum í sjómannadeilunni: Abyrgðarlausustu menn í þjóðfélaginu - segir Sverrir Leósson útgerðarmaöur um frammistöðu samningamanna deiluaðila „Mér finnst eins og þeir menn sem þarna sitja beggia vegna samninga- borðsins skilji ekki alvarleika máls- ins. Þeir halda bara að þeir séu ein- hverjir stórir karlar sem geti lamið í borð og hamast í hver öðrum. Málið er hins vegar það að þeir eru með Qöregg þjóðarinnar á milli handanna og mér sýnist þeir vera tilbúnir að brjóta það. Þetta eru ábyrgðarlaus- ustu menn í þjóðfélaginu i dag,“ seg- ir Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, um stöðuna í samninga- viðræðum sjómanna og útvegs- manna. Eins og öllum ætti að vera kunnugt hafa viðræður þessar engan árangur borið og verkfaU skellur yfir á fimmtudagskvöld. Sverrir Leósson gerir út nótaskipið Súluna EA frá Akureyri og nú stendur loðnuvertíð sem hæst. Verkfail á fimmtudagskvöld þýðir að 150-180 þús- und tonn nást ekki af loðnukvótanum og þá kemur verkfallið á hávertíð neta- bátanna við suðvesturhorn landsins og sumir segja að langt verkfall muni verða of þungur biti að kyngja fyrir marga í þeirri út- gerð. En þótt Sverrir Leósson sé útgerðarmaður þá leggur hann áherslu á að gagn- rýni sín á þá sem sitja við samninga- borðið eigi jafht við um talsmenn útvegsmanna sem talsmenn sjó- manna. „Menn eru á sama teningnum og fyrir 23 mánuðum þegar lög voru sett á í sams konar deilu og menn eru í núna. Það er hins vegar alveg ljóst núna að það verður að ganga frá þessum málum og þá á ég við að gengið verði frá samningum. Það kemur að mínu mati ekki til greina að yfirvöld fari að skipta sér af þessari deilu og setja á lög. Núna verða menn að taka þennan bikar út og það Sverrir Leósson Mitt mat aö viö séum á leiöinni inn í 6-8 vikna verkfall. á ekki að skipta neinu máli hvort það kemur til með að taka 2 vikur, 12 vik- ur eða 20. Þessir menn beggja vegna borðsins hafa gefið kost á sér i þessa vinnu og þeir verða að leysa málið,“ segir Sverrir. Hann segir að það hvarfli að sér að „þessir menn“ hafi alla tíð verið ákveðnir í að semja alls ekki en þá þurfi aðrir bara að fá að vita það. „Maður hefúr orðið á tilfinningunni að þama á milli ríki heift og hatur. Um- hverfið í þessu samningaherbergi er ekki manneskjulegt. Þjóðfélagið mun lamast meira og minna þegar allur flotinn liggur bundinn við bryggju. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það nást aldrei samningar öðruvísi en báðir gefi eftir en menn eiga að hafa þroska til að ná lendingu. Þeir hafa þó til þessa ekki sýnt nein merki um þennan þroska og því miður held ég að ískalt mat mitt sé að við séum á leið- inni inn í 6-8 vikna verkfail," segir Sverrir. -gk Formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins skorar á fiskvinnslufyrirtæki: Haldi fólki á launaskrá „Ég ætla að leyfa mér að skora á fisk- vinnslufyrirtækin í landinu að taka ekki verkafólkið út af launaskrá þótt til verkfails sjómanna komi á fimmtudags- kvöld. Með því væri hægt að minnka það tekjutap sem verkafólkið verður óneitanlega fyrir af völdum verkfallsins, en það yrði samt sem áður verulegt þar sem bónusar og slíkar greiðslur mvndu falla út,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreina- sambands íslands, en undir það svið fellur verkafólk sem vinnur við fisk- vinnslu hér á landi. Aðalsteinn segir að skellurinn verði mikill fyrir fiskvinnslufólk, komi til verkfails, en um 6 þúsund manns starfa við fiskvinnslu í landi. Hann bendir á að nú sé loðnuver- tíðin í hámarki og unnið við hrogna- töku mjög viða. þá sé vertíð netabáta í hámarki og tjónið hjá öllu fiskverka- fólki verði umtals- vert. Það sem þykir líklegast í stöðunni er að fiskverkafólk- ið verði sent heim og verði sett á at- vinnuleysisbætur sem eru tæplega 70 þúsund krónur á mánuði. „Það sjá allir að það lifir enginn af þeim peningum og því er það mjög ákveðin beiðni okkar til atvinnurekenda að þeir hafi fólkið Aðalsteinn Baldursson. áfram á launaskrá en Atvinnuleysis- tryggingasjóður mun þá borga fýrir- tækjunum sem nemur atvinnuleysisbót- um og fyrirtækin verkafólkinu það sem upp á vantar til að ná grunnlaununum. Ég trúi því reyndar ekki fyrr en ég tek á því að fyrirtækin sendi fólkið heim,“ segir Aðalsteinn. Forsvarsmenn Starfsgreinasam- bandsins gengu í morgun á fund Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Erind- ið var m.a. að ræða þessi mál og þá ekki hvað síst málefni erlends fiskverkafólks sem starfar hér á landi og kemur frá löndum sem eru utan Evrópusambands- ins. Þetta eru um 600 manns og það fólk á engan rétt til atvinnuleysisbóta sam- kvæmt lögum. -gk Stutt í sjómannaverkfall Sverrir Leósson útgeröarmaöur segir samningamenn beggja vegna borðs ekki átta sig á aivöru mátsins. Þeir leiki sér meö fjöregg þjóöarinnar. AÐALFUNDIR ==== 2 0 0 1 Vaxtarsjóðurinn hf. ASalfundurfimmtudaginn 15. marskl. 16:30 í Arsal - Radisson SAS Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2000. 2. Arsreikningur félagsins fyrir árið 2000. 3. Tillaga um meðferð á hagnaði félagsins á árinu 2001. 4. Akvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda fyrir liðið starfsár. 5. Breytingar á samþykktum félagsins: • Tillagaum breytinguá 20. gr. samþykktafélagsins um fækkun aðal- og varamanna fstjórn félagsins og kosningu formanns • Tillaga um breytinguá 22. gr. samþykktafélagsins 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tillaga um heimildtil kaupa á eigin bréfum. 9. Ónnur mál sem löglega hafa verið upp borin. Stjórn Vaxtarsjóðsins hf. ISLANDSBANKIFBA HR yAXTAR: SJODIJRINN Hlutabréfasjóðurinn hf. Aðalfundurfimmtudaginn 15. mars kl. 17:00 f Arsal - Radisson SAS Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykktafélagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins: • Tillaga um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins um breytingu á nafni félagsins • Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um frekari heimild stjórnartil hækkunar hlutafjárfélagsins • Tillaga um breytingu á 19. gr. samþykkta félagsins um niðurfellingu takmörkunaráatkvæðamagni við kosningu á hluthafafundi • Tillaga um breytingu á 20. gr. samþykkta félagsins um fækkun aðal- ogvaramanna f stjórn félagsins og kosningu formanns • Tillaga um breytingu á 22. gr. samþykkta félagsins 3. Tillaga um heimild stjórnarfélagsins til kaupa á eigin bréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega hafa verið upp borin. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. HLUTABREFA SJOÐURINN Erindi: „Breytingar á fjármagnsmarkaði". Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA hf. Rekstraraðili VlB Kirkjusandi Sími 560 8900 • Fax 560 8910 www.vib.is • vib@vib.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.