Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVKUDAGUR 14. MARS 2001 Utlönd I>V Jacques Chirac Frakklandsforseti má ekki til þess hugsa aö vinstrimaður veröi borgar- stjóri í höfuðborginni París. Hægrimenn gefa París ekki eftir baráttulaust Franskir íhaldsmenn settu inn- byrðis deilur sínar til hliðar i gær og sneru bökum saman til að reyna að koma í veg fyrir að borgarstjóra- embættið í París falli vinstrimönn- um í skaut í síðari umferð borgar- stjórnarkosninganna næstkomandi sunnudag. Það var flokkur Jacques Chiracs forseta, RPR, sem hvatti til einingar hægriaflanna, enda litið á það sem persónulegan ósigur Chiracs ef sósísalistinn Bertrand Delanoé verður næsti borgarstjóri Parísar. Chirac gegndi því embætti frá 1977 til 1995. Frambjóðandi íhaldsmanna verður Philippe Séguin. Hægrimenn hafa einnig gert með sér samkomulag í Lyon, næst- stærstu borg Frakklands. Anna prinsessa Hélt aö löggubíllinn meö bláu Ijósin á eftir henni heföi komiö til aö fylgja henni. Prinsessa tekin fyrir hraðakstur Anna prinsessa, næstelsta barn Elisabetar Englandsdrottningar, var í gær dæmd í 430 punda sekt fyrir hraðakstur. Prinsessan, sem er fimmtug, var tekin við hraðamæl- ingar í vesturhluta Englands í ágúst í fyrra. Anna kom ekki fyrir réttinn í Cheltenham en hún hafði sent bréf. í því kvaðst hún harma hraðakstur- inn en kvaðst þó geta skýrt hann. Hún hefði verið á leið til athafnar þar sem hún átti aö vera heiðurs- gestur. Hún hefði misskilið stöðuna þegar hún sá lögreglubíl í speglin- um á bíl sínum. Anna hélt nefnilega að bíllinn með bláu ljósunum hefði komið til að fylgja henni og þess vegna hefði henni verið óhætt að gefa svolítið i. Dómaranum þótti skýringin ekki nógu góð. Fangauppreisn í Jakarta Fangar í Cipinang-fangelsinu í Jakarta í Indónesíu sveifiuöu í morgun sveöjum fyrir framan klefa sína. Lögreglan beitti táragasi til þess aö bæla uppreisnina niöur. Einn fanganna særöist alvarlega. Innrömmun Speglar í úrvali, fallegir rammar, smíðum einnig eftir máli. ílÓ Innrömmun • Fákafeni 9 • sími 581 4370 greipum óttans Júgóslavneskar hersveitir inn á öryggissvæðið nærri Kosovo: Reynt að koma í veg fýrir stríðsátök á Balkanskaga Mikill ótti hefur gripið um sig á meginlandi Evrópu eftir að fyrsta tilfelli hinnar bráðsmitandi gin- og klaufaveiki var staðfest í Frakk- landi í gær. Fjöldi landa hefur grip- ið til sérstakra ráðstafana af þeim sökum. Dýralæknanefnd Evrópusam- bandsins brást við með því að banna allan útflutning á lifandi klaufdýrum frá Frakklandi. Að auki verður öll sala og útflutningur á mjólkurvörum og öðrum afurðum klaufdýra frá sýslunum Mayenne og Orne stöðvuð. Takmarkanimar gilda til 27. mars. Óttinn við frekari útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar frá Mayenne- héraði, sem er í norðvesturhluta Frakklands, jókst til muna í gær þegar grunur kom upp um þrjú til- felli í sýslunni Seine-et-Mame fyrir austan París. Merki um veiruna fundust í kind sem var slátrað af ör- Sótthreinsað í Frakklandi Franskur heilbrigðisstarfsmaður sprautar sótthreinsunarefni á hey- hrúgu sem allir bílar veröa aö aka yf- ir vegna gin- og klaufaveikinnar. Júgóslavneskar öryggissveitir fóru í morgun inn á hlutlausa svæð- ið nærri landamærum Serbíu og Kosovo. Liðsflutningamir eru liður Vopnin stillt Júgóslavneskur hermaður kannar vopn sín í sunnanveröri Serbíu. í áætlun sem nýtur stuðnings Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og er ætlað að koma í fyrir ný stríðsátök á Balkanskaga. Nebojsa Pavkovic hershöfðingi, yfirmaður júgóslavneska herráðs- ins, var meðal fyrstu manna til að fara inn á hlutlausa svæðið þar sem það liggur að landamærum Makedóniu. „Allt er með eðlilegum hætti,“ sagði Pavkovic við fréttamenn í fyigd með honum í morgun. Júgóslavnesku hersveitirnar fá aðeins að vera þar sem hlutlausa svæðið nær að landamærum Makedóníu. Hlutverk þeirra verður að stemma stigu við aðgerðum al- banskra skæruliða sem hafa haft sig þar í frammi að undanförnu. yggisástæðum 1. mars. Landbúnað- arráðuneytið franska gat þó ekki staðfest að kindin hefði verið með sjúkdóminn. Jean Glavany, landbúnaðarráð- herra Frakklands, sagðist í gær ótt- ast að sjúkdómurinn ætti eftir að breiðast út. „Já, ég óttast að fleiri tilfelli komi upp. Ég ætla að gera allt sem ég get til að þau verði eins fá og kostur er,“ sagði Glavany. Ný staða er nú komin upp í Evr- ópu þar sem tilfellin í Frakklandi sýna að ekki hefur verið hægt að takmarka gin- og klaufaveikina við Bretland. Bandarísk stjómvöld bönnuðu í gær allan kjötinnflutning frá Evr- ópusambandslöndunum vegna nýj- ustu tíðindanna. Þá er aukinn þrýstingur á Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, að fresta fyrir- huguðum þingkosningum í vor. Fyrsta gin- og klaufaveikitilfellið staðfest í Frakklandi: Evrópa í heljar- m.: Latur og óþekkur Kvöldblaðið Komsomolskaja Pravda, sem hefur komist yfir gamla einkunnabók Vla- dimirs Pútíns Rúss- landsforseta, greinir frá því að hann hafi verið bæði latur og óþekkur. I einkunnabókinni kemur fram að þegar Pútín var 11 ára hafi hann gert leikfimikennarann æfan, sleppt þvi að reikna og verið næst- um fallinn í teikningu. Stráksi var hins vegar með toppeinkunn í sögu. Þrátt fyrir deilur við leikfimi- kennarann og bréfaskrif í kennslu- stundum til bekkjarfélaga fékk hann hæstu einkunn í hegðun. Vetrarhörkur í Mongólíu Miklar vetrarhörkur eru enn i Mongólíu. Fer frostið niður í 50 stig á nóttunni. Dýr hirðingja deyja úr hungri og sjálfa skortir þá mat og lyf. Feröabanni aflétt ísraelsk yfirvöld létu undan al- þjóðlegum þrýstingi i gær og opn- uðu leiðir til borga á herteknu svæðunum. ísraelskir hermenn sögðust þó hafa orðið að loka aftur vegum að bænum Qalqilya eftir að skotið var á ísraelskan bil. Kjúklingasvindl Sænskir kaupmenn mega selja innfluttan taílenskan kjúkling sem sænskan sé hann settur í umbúðir í Svíþjóð. Sænskir kjúklingaframleið- endur mótmæla. Fullyrt er að inn- flytjendur í Svíþjóð dæli vatni og salti í kjúklingana til að þyngja þá. Misbrestur er sagður vera á að inn- flytjendur tryggi að kjúklingarnir séu salmónellulausir. Svfkur kosningaloforð George W. Bush Bandaríkjaforseti sveik kosningalof- orð í gær þegar hann tjáði Banda- ríkjaþingi að hann myndi ekki skylda raforkuver til að draga úr losun koldíoxíðs. Bush kvaðst óttast að yrði dregið úr losun koldíoxíðs myndi raforkuverð hækka. Powell iörast ummæla Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, við- urkennir að það hafl verið mistök að tala um Jerúsal- em sem höfuðborg ísraels eins og hann gerði í síðustu viku. Gröf skæruliöa opnuö Lík perúska skæruliðaleiðtogans Cartolini var i gær tekið upp úr gröfmni og rannsakað vegna ásak- ana um að hann og félagar hans hafi verið teknir af lífi eftir töku sendi- ráðs Japans í Lima 1996. Fullyrt er að Fujimori, fyrrverandi Perúfor- seti, hafa fyrirskipað aftökuna. Fjöldamorð í Alsír Að minnsta kosti 19 manns í tveimur fjölskyldum, þar á meðal ungbarn, voru drepnir aðfaranótt þriðjudagsins í 2 þorpum í Alsír. Uppreisnarmenn meðal múslíma eru sakaðir um árásirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.