Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001
9
DV
Fréttir
Biðlistar eftir veiði-
leyfum á hreindýr
DV, EGILSSTODUM:
Utdráttur á umsóknum um hrein-
dýraveiðileyfi fór fram á föstudag-
inn var. Viðstödd voru Áki Ármann
Jónsson veiðistjóri, Helgi Jensson
sýslufulltrúi, Karen Erla Erlings-
dóttir, starfsmaður hreindýraráðs,
og Skarphéðinn Þórisson frá Nátt-
úrustofu Austurlands.
Alls eru veiðisvæðin níu og var
dregið um hvert svæði fyrir sig,
tarfa og kýr sitt í hvoru lagi. Aðeins
var dregið úr umsóknum þeirra
sem eru með veiöikort fyrir hrein-
dýr, við það féllu út umsóknir 40 ís-
lendinga og nánast allra útlendinga.
Þessum aðilum verður gefinn frest-
ur á að afla sér veiðikorts tU hrein-
dýraveiða til 10. mars. Ef tekið er
dæmi t.d. af veiðisvæði tvö, en þar
var sótt um fleiri kýr en til eru en
afgangur af törfum. Þar hafa veiði-
menn um tvennt að velja; kaupa tarf
eða bíða og taka áhættuna á að fá
kú þegar og ef einhver dettur af list-
anum sem dreginn var út. Um tutt-
ugu íslenskir veiðimenn eru á
biólista eftir hreindýraveiðUeyfi.
Næst verður dregið um mánaða-
mótin apríl-maí. Þá verður dregið
um þau dýr sem ekki gengu út núna
og þau dýr sem koma inn aftur af
einhverjum ástæðum. Karen Erla
sagði að strax eftir helgi yrði farið
að senda út rukkanir fyrir veiðUeyf-
unum og það verður að greiða þau
fyrir fyrsta aprU. Það má búast við
því að 15 til 20% þeirra veiðimanna
sem sóttu um leyfi borgi ekki á rétt-
um tíma og fara þau veiðUeyfi í
pottinn aftur eða til þeirra sem
næstir voru í röðinni. Áðeins einn
eða tveir erlendir veiðimenn voru í
pottinum nú, en umsóknir voru fyr-
ir aUt að tuttugu leyfum fyrir út-
lendinga. Veiðistjóri sá um útdrátt-
inn með tölvu og prentaði út jafnóð-
um lista sem afhentir voru sýslu-
fuUtrúa. Helgi Jensson sýslufulltrúi
gerði þann fyrirvara í bókun sinni
að hann hefði ekki haft tækifæri á
að kynna sér forritið sem notað var
við útdráttinn. -SM
Gamall draumur Breiðdælinga rætist:
Fá nýtt Iþróttahús
Síöustu handtökin
Hér er rafvirki að ganga frá leiöslum og Ijósum í nýja íþróttahúsinu þeirra
Breiödælinga.
byrja með rafmagnskynt meö af-
gangsorku og olíu til vara þegar
þörf er á, en innan fárra ára er
ætlunin að koma upp rusla-
brennslu með háhitaofni og verð-
ur sú orka sem þá skapast notuö
til að kynda íþróttahúsið, skól-
ann og sundlaug sem fyrirhugað
er að byggja og taka í notkun á
næsta ári.
Heildarkostnaður við verkiö er
51 milljón króna, en nokkrar
breytingar hafa verið gerðar með-
an á byggingunni hefur staðið, til
dæmis var ákveðið að nota betra
gólfefni og að ljúka við sal á efri
hæð en það var ekki áætlað í upp-
hafi. Þessar breytingar hafa kost-
að 6 milljónir króna. Björn Krist-
leifsson arkitekt teiknaði húsið
en byggingameistari er Ævar Ár-
mannsson. -HI
DV, BREIDDALSVÍK:
Gamall draumur er að
rætast á Breiðdalsvík því
17. mars veröur vígt nýtt
íþróttahús. Það var þann
1. apríl á síðasta ári að öll
grunnskólabörn á staðn-
um tóku fyrstu skóflu-
stungurnar að húsinu og
hófst verkið næstu daga á
eftir.
Þessa dagana er allt á
fullu við að leggja gólfefni,
mála, koma fyrir hreinlæt-
istækjum og setja upp alls
konar tæki sem tilheyra
rekstri hússins.
Heildargrunnílötur
hússins er 563 fermetrar
en íþróttasalurinn er 27
sinnum 16,5 metrar, en
auk þess er á efri hæð 111
fermetra salur sem er
hugsaður fyrir ýmiss kon-
ar líkamsrækt og funda-
höld. Húsið verður til að
Breytir miklu dv-mynd hanna ingólfsdóttir
íþróttahúsið er risiö, tæpu ári eftir aö grunnskólakrakkar tóku fyrstu skóflustungurnar.
Hér sést yfir skólahverfið á Breiödalsvík, nýr Grunnskóli Breiödalshrepps fyrir framan,
en teikning Magga Jónssonar aö því húsi var tilnefnd til menningarverðlauna DV, en
fjallmegin er risiö hið myndarlega íþróttahús sem Björn Kristleifsson teiknaði.
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Landsþekktir listamenn á
skemmtikvöldi í Súlnasal
Skemmtikvöld verður haldið í Súlnasal Radisson SAS
Hótel Sögu laugardaginn 24. mars. Boðið verður upp
á þriggja rétta matseðil og fjöldi landsþekktra lista-
manna mun sjá um að gera kvöldið ógleymanlegt.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór; Stefán Hilmarsson
poppsöngvari og JóhannaVigdís Arnardóttir, leik- og söngkona,
koma í fyrsta sinn fram saman opinberlega. Undirleik annast Kjartan
Valdimarsson á píanó og Friðrik Sturluson á bassa. Jóhannes
Kristjánsson skemmtikraftur fer á kostum í lýsingum sínum á landanum.
Stórhljómsveitin Sagaklass. ásamt söngvurunum Ceciliu Magnús-
dóttur og Reyni Guðmundssyni, leika og syngja fyrir dansi fram á nótt
Frábær skemmtun, aðeins í þetta eina skipti.
Húsið opnað kl. 19.
BorðhaJd hefst kl. 20.
Verð á mann kr. 5.700.
Miðapantanir
í síma: 525 9900
Radisson SAS Hótel Saga S: 525 9900
f ^ HOTELS & RE:
Adalfundur
A&alfundur Olíufélagsins hf. verbur haldinn
miðvikudaginn 28. mars 2001 á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 14.00.
Dagskrá
1. Venjuleg a&alfundarstörf
skv. 12. gr. samþykkta félagsins
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar
til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr.
laga nr. 2/1995
3. Önnur mál, löglega upp borin
UA greiðir 15 millj-
ónir til sjómanna
DV, AKUREYRI:______________________
Utgerðarfélag Akureyringa hf.
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmt til að greiða 6
fyrrverandi sjómönnum sínum
skaðabætur vegna riftunar á skip-
rúmssamningi samkvæmt sjó-
mannalögum.
Mennimir voru allir yflrmenn á
togaranum Svalbak EA-2. Á árunum
1997-1999 var togarinn leigður til
Mecklenburger Hochseefischerei að
vori og fram á haust. Haustið 1999
kom skipið úr slíkri leigu og var
gert út af Útgerðarfélagi Akureyr-
inga fram í mars árið 2000. Þá var
allri áhöfninni sagt upp störfum og
ákveðið að leigja skipið litháenskri
útgerð. Var reyndar tekið fram að
sem flestum mönnum yrði boðin
endurráðning og þá helst talið lík-
legt að yfirmenn fengju skipspláss.
Ekki varð þó úr því. Sjómennirnir
töldu að á þeim hefðu verið brotin
lög og leituðu því til dómstólsins.
Niðurstaða dómsins var að Út-
gerðarfélagi Akureyringa var gert
að greiða mönnunum samtals
13.417.643 krónur í bætur, auk 1, 5
milljóna króna í málskostnað. Upp-
hæðimar sem hverjum manni voru
dæmdar voru á bilinu 1,997 milljón-
ir til 2.638 krónur. -gk
I
s
ó
s
Bo&ið verður upp á veitingar að loknum fundi
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu
þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18,
4. hæð, frá og með 26. mars, fram ab
hádegi fundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
Olíuféiagiðhf
www.asso.ls