Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Side 24
36 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 Tilvera 1 i f 1 ft Lauf in í Toscana Laufin í Toscana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld klukkan 20. Leikritið var frumsýnt um síðustu helgi og hefur hlotið lof gagnrýnenda. Örfá sæti laus. Klúbbar ■ MOGWAIPARTI A GAUKNUM I kvöld verður haldiö Mogwaipartí með stæl á Gauki á Stóng. Hljóm- sveitin Enslmi stígur á svið og sér um tónlistina. Klassík H ENDURREISNAR- ÖG NU- TÍIVIATONLIST I SALNUM I kvöld kl. 20 verða Tíbrár-tónleikar í Salnum. Contrasti-hópurinn og Auöur Bjarna- dóttir listdansari stíga á sviö og endurreisnar- og nútímatónlist verð- ur sungin, leikin og dönsuð. Leikhús_____________________ ■ PLATONOV Herranótt. Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík sýnir í kvöld klukkan 20 leikritiö Platonov eftir Anton Tsjekhov í Tjarnarbíói. ■ KARTON AF KAMEL Thalía, leik- félag Menntaskólans viö Sund, sýn- ir í kvöid gamanleikinn Karton af Kamel á skemmtistaðnum Spotllght í Reykjavík. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson, útlitshönnuður er Skjöldur Mio Eyfjörö, tónlistin er útsett og flutt af hljómsveitinni Gott kaffi. Miðasala er í síma 6950776. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Meö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á.Smíöaverkstæöi Þjóöleikhúss- ins. Orfá sæti laus. Síðustu forvöð ■ ÁSGEIR LARUSSON í LISTHÚSI ÓFEIGS í dag lýkur sýningu Asgeirs Lárussonar í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vöröustíg 5. Verkin á sýningunni eru öll máluð me,ö olíulitum á MDF-plöt- ur og nefnir Ásgeir sýninguna „Tvílit- ir“. Auk þessara verka er á sýning- unni ein ávaxtarenna til augnayndis. Sýningin er opin á verslunartíma. Myndlist ■ GERÐARSAFN I KOPAVOGI Verk úr einkasafni Sverris Sigurös- sonar. Sýningin stendur til 31. mars og er opin kl. 12-18 þriðjudaga til sunnudaga. ■ GERÐUBERG „Stóll um stól frá stól til sætis“, sýning á íslenskum stólum stendur til 25. mars. Opið kl. 10-20 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 11-19 og kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga. ■ ÁSMUNDARSAFN VHD SIGTÚN Fjöll rímar viö tröll, Páll Guömunds- son í bland við Ásmund Sveinsson. Opið kl. 13-16 alla daga. ■ USTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHUSI Sófamálverkiö er til sýnis til 25. mars. Útisýning Ro- berts Dells stendur til 25. mars en franska frásagnarmálverkið stendur til 21. mars. Opiö kl. 11-18. ■ USTASAFN REYKJAVÍKUR. KJARVALSSTOÐUM Gullni pensill- inn, samsýning íslenskra fígúratífra málara, stendur til 24. mars. Opið daglega 10-17 en til kl. 19 miðvikudaga. ■ NÝLISTASAFNIÐ Samsýning Steingríms Eyfjörös, Rögnu Her- mannsdóttur, Rnns Arnars Arnar- sonar og Huldu Stefánsdóttur stendur til 25. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Sjá nánar: Llfiö eftir vinnu á Visi.is Myndlistarsýning í IKEA: Búðartaka listnema Flensan og veikindadagarnir sjö Þá er flensan í hámarki. Úti um allt land eru heimilin undirlögð af hóstandi og illa höldnum flensusjúklingum, flestum af yngri kynslóðinni því flensan leggst víst af sér- stökum þunga á unga fólkið að þessu sinni. En auðvitað liggur fólk á öllum aldri. Og það er sko ekkert grín að fá flensuna. Hár hiti, höfuð- verkur, beinverkir og upp- köst eru fastir fylgikvillar. Flensan kostar sjúklinginn 5-7 daga í rúminu, allt eftir því hversu illa menn nú eru haldnir. Ég hef heyrt um börn sem urðu að halda sig við rúmið eina tíu daga. Svo er annar faraldur á leiðinni segir landlæknir í fréttum. Það er bara að vona að þetta gangi nú hratt yfir svo að pestarsjúkir landsmenn komist á ról á nýjan leik. Eina ráð- ið er víst að taka öllu með ró I viss- unni um það að öll él styttir upp um síðir. Þegar börnin taka að hópast heim, hóstandi og illa á sig komin af flensunni, þýðir nú lítið annað fyrir foreldrana en að halda í humátt á eftir. Ekki dugar að láta skinnin liggja eftirlitslaus með þessa illvígu hitapest. Það þarf að þjónusta litlu flensusjúklingana á alla lund og all- ir vilja gera sitt besta til þess að þeim verði nú rúmlegan ögn bæri- legri. En það er eins gott fyrir for- eldrana að flensurnar verði ekki fleiri í ár. Og það er líka eins gott að ekki leggist nema tvö böm ef báðir foreldramir vinna úti, eitt ef fyrir- vinnan er aðeins ein. Því réttur for- eldra til þess að vera frá vinnu vegna veikinda bama sinna nemur eins og einni flensulegu, sjö til tíu dögum. Eftir það falla launin niður, nema hjá félagsfólki í VR sem fær stuðning frá sínu félagi. Og hvað gera foreldrar þá ef flensan dregst á langinn eða ef fleiri böm leggjast í pestina? Og til hvaða ráða grípa for- eldrar næst þegar einhver pestin segir til sín, þegar hálsbólga eða gubbupest barnanna verður til þess að aftur þarf að fá frí úr vinnu? Þá er flensan búin að eyða upp öllum veikindakvótanum og góð ráð verða dýr. Sumir em svo heppnir að eiga skilningsríka vinnuveitendur sem hlaupa undir bagga og leyfa foreldr- unum að taka sér aukafrí. Það er þó ekkert grín að þurfa að eiga slíkt undir vinnuveitendum því réttind- in eru ekki fyrir hendi. Aðr- ir grípa þess vegna til ömmu eða jafnvel afa, ef þau eru ekki upptekin í vinnu. Oft- ast „reddast“ málið ein- hvem veginn þótt það geti kostað margs konar vesen, stress, tekjumissi og sam- viskubit gagnvart ólíkleg- ustu aðilum þegar blessuð bömin veikjast í meira en sjö daga á ári (bömunum, afa og ömmu, vinnuveitend- um, makanum, samstarfsfé- lögum, frænku sem hleypur i skarðið ... o.s.frv.). En pest- imar fara ekki eftir stimpil- klukku. Og ef um verulega langvarandi veikindi er að ræða versnar fyrst málið. Langvarandi veikindi bama geta kostað fjárhagslegt hrun fjölskyld- unnar. Já, það er erfitt þegar blessuð bömin veikjast. En veikindi barn- anna þyrftu ekki að valda svona miklum áhyggjum foreldra gagn- vart vinnu og tekjum. Ekki ef hér giltu sömu reglur og annars staðar á Norðurlöndunum. Þar hafa for- eldrar rétt á 90 til 120 daga fjarvist- um frá vinnu á ári vegna veikinda barna sinna. Halda foreldrar þá allt að 85% launa á meðan á veikindun- um stendur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegrta sömu reglur gilda ekki hér á landi um veikindaorlof vegna veikinda barna eins og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum. Þörhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum Það er erfitt þegar blessuð bömin veikjast. En veikindi bamanna þyrftu ekki að valda svona miklum áhyggjum foreldra gagnvart vinnu og tekjum. Ekki ef hér giltu sömu reglur og annars staðar á Norður- löndunum. Þar hafa for- eldrar rétt á 90 til 120 daga fjarvistum frá vinnu á ári vegna veik- inda bama sinna. Halda foreldrar þá allt að 85% launa á meðan á veikind- unum stendur. Ætli ástæðan sé ekki fyrst og fremst sú að íslenskir foreldrar hafa aldrei sett kröfu um úrbætur í þessum málaflokki á oddinn? Á meðan við foreldrar segjum ekkert er ekki von á því að stjómmálamennimir láti sig málið varða. Og á meðan við lát- um okkur hafa það að okkur, ís- lenskum foreldrum séu búin verstu skilyrði á Norðurlöndum þegar börnin okkar veikjast þá er bara að halda áfram að harka í vinnuveit- endum og ömmum næst þegar flens- an bankar á dymar. Nemar á öðru ári við Listahá: skóla íslands opnuðu í gær sýningu í verslun IKEÁ við Holtagarða þar sem þeir bjóða upp á einlæga list við kunnar en jafnframt tillbúnar heimilisaðstæður. Unnið er með ólíka miðla eins og myndbönd, inn- setningar, gjörninga, texta, ljós- myndir, málverk, aðstæður, hljóð- verk og nytjahluti. Tekist er á við hið tilbúna heimilislega umhverfi og það sett í nýtt samhengi. Þau sem sýna eru Asami Kaburagi, Dan- íel Karl Björnsson, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Julia Stein- mann, Hrund Jóhannesdóttir, Hug- inn Þór Arason, Rósa Halldórsdótt- ir, Tinna Guðmundsdóttir, Þórarinn Hugleikur Dagsson, Þórunn Inga Gísladóttir og Þuríður Elfa Jóns- dóttir. Sýningin er síðasti hluti af verkefni sem þau hafa unnið undir leiðsögn Hlyns Hallssonar. Að sögn Hlyns Hallssonar kennara er sýningin lokahlutinn af flmm vikna námskeiði sem nemendurnir eru að ljúka og markmiðið er að teygja skúlp- túrhugtakið eins og hægt er. „Þeir eru að gera mjög fjölbreytta hluti eins og að performera, sýna vídeó- og hljóð- verk, innsetningar, ljósmyndir og fleira. Pælingin er náttúrlega að reyna einu sinni enn að koma listinni til fólksins." Brúar biliö Geirþrúður Finnbogadóttir mynd- listarnemi var svo upptekin við að raða hlutum upp í hillu að hún gaf sér varla tíma tO að líta upp og svara nokkrum spumingum. „Ég nota nytja- hluti til að kompónera flöt eins og mál- DV-MYNDIR GVA Klassísk kompónering meö lituöum nytjahlutum Geirþrúður Finnbogadóttir segist raöa upp nytjahlutum t/7 að brúa bili mill mélverks og skúlptúrs. Listín út til fólksins Hlynnur Hallsson kennarl ásamt hluta af myndlistarnemunum, þeim Hrund Jóhannesdóttur, Geirþrúði Finnbogadóttur, Hugin Þór Arasyni og Þórunni Ingu Gísladóttur. verk og brúa þannig bilið milli mál- verksins og skúlptúrsins. Þetta er með öðmm orðum klassísk kompónering með lituðum nytjahlutum. Verkið er unnið í samvinnu við Daníel Karl Björnsson og tengist hugmyndinni um einingar. Pælingin er að draga fram likingu við einingakerfið sem IKEA byggir framleiðslu sína á.“ „Verkið mitt er tveir stigar," segir Huginn Þór Arason, „sem fólk getur labbað upp i og séð verslunina ofan frá. Stigamir eru á mismunandi stöð- um í versluninni og ég er að vona að fyrir tilviljun verði einhverjir tveir viðskiptavinir uppi í þeim samtímis og þá geta þeir talað saman.“ IKEA frá ööru sjónarhorni Huginn Þór Arason segist vilja gefa fólki tækifæri á aö skoða verslunina frá öðru sjónarhorni og bæta samskipti. Áleitnar spurningar Aðstandendur sýningarinnar segja að með henni sé velt upp nokkrum áleitnum spurningum eins og hvort það sé samsæri hjá búsáhöldum að stjórna hversdagsleikanum, hvort krítarkortin séu sljóvgandi fyrir vit- undina og hvort flugvöllurinn eigi að fara. Hvað sjáum við og stafar nýunga- girni Islendinga af minnimáttarkennd vegna legu landsins? Er karlmennsk- an falin i megabætum og hestöflum og getur það hugsast að til séu íslenskar gleðikonur? Er stéttaskipting í þjóðfé- laginu, er myndlist leiðinleg og síðast en ekki síst hvað er ég eiginlega að gera hér? Sýningin er opin á verslunartíma frá 10 til 18.30 í tvo daga, til fimmtu- dagsins, eða til 15. mars. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.