Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVKUDAGUR 14. MARS 2001 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðiö Hagnaður Sjóvár-AI- mennra 424 milljónir - tap af vátryggingum 460 milljónir en 1.029 milljóna hagnaður af fjármálastarfsemi milljón króna á móti 1.052 milljón- um króna árið áður og hækkuðu um 8%. Hagnaður af fjármálarekstri var 1.029 milljónir króna á móti 286 milljónum króna áriö áður. Fram kemur í til- kynningu frá fyrir- tækinu að afkoma Sjóvár-Almennra trygginga hf. á ár- inu 2000 var í meg- indráttum í sam- ræmi við áætlanir félagsins fyrir árið. Þess ber þó að geta að hagnaður byggð- Höfuðstöövar Sjóvár-Almennra Áætlanir benda til aö afkoma af rekstri félagsins veröi betri í ár en í fyrra. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. voru reknar með 424 milljóna króna hagnaði á síöasta ári, samanboriö við 346 milljóna hagnað árið áður. Hagnaður síðasta árs er meiri en sérfræðingar bjuggust við en í Við- skiptablaðinu spáðu þeir að meðal- tali 360 milljóna króna hagnaði. 460 milljóna króna tap varð af vá- tryggingarekstri félagsins á síðasta ári en 1.029 milljóna króna hagnað- ur af fjármálastarfsemi. Árið 1999 var 134 milljóna króna hagnaður af tryggingastarfsemi Sjó- vár-Almennra á árinu áður. Fram kemur i tilkynningu frá félaginu að bókfærð iðgjöld voru 6.520 milljónir króna á móti 5.509 milljónum króna árið áður og hækkuðu um 18%. Eig- in iðgjöld voru 4.846 milljónir króna á móti 3.911 milljónum króna árið áöur og hækkuðu um 24%. Bókfært tjón var 4.904 milljónir króna á móti 4.371 milljón króna árið áður og hækkaði um 12%. Eigið tjón var 5.259 milljónir króna á móti 4.194 milljónum króna árið áður og hækkaði um 25%. Hreinn rekstrarkostnaður var 1.182 milljónir króna á móti 880 milljónum árið áöur og hækkaði um 34%. Fjárfestingartekjur, yfirfærðar á vátryggingarekstur, voru 1.141 ist ekki á góðri af- komu af vátryggingarekstri heldur af söluhagnaöi af fjárfestingum. Áætlanir félagsins um að styrkja út- jöfnunarskuld gengu ekki eftir og reyndist nauösynlegt að nota hluta hennar til þess að mæta taprekstri í ökutækjatryggingum. Afkoma af vá- tryggingarekstri er óásættanleg og þurfti félagið á árinu 2000 á ný að hækka iðgjöld verulega í vátrygg- ingagreinum sem byggja bótaupp- gjör á skaðabótalögum. Þróun í öðr- um vátryggingagreinum hefur einnig verið til athugunar og hafa niðurstöður í sumum tilvikum leitt til leiðréttingar á iðgjöldum. Fram kemur að Sjóvá-Almenn- ar hafa á liðnum árum verið í sókn á flestum sviðum starfsem- innar og hefur aukin markaös- hlutdeiid félagsins að hluta til vegið upp almennt lækkandi ið- gjöld. Félagið er í dag stærsta vá- tryggingafélagið á íslandi. Ið- gjaldshækkanir í ökutækjatrygg- ingum fara nú í auknum mæli að skila sér inn í rekstur félagsins og mun því gæta meira samræm- is í iðgjöldum og tjónkostnaði. Gangi áætlanir eftir mun verða nokkur hækkun á heildariö- gjaldatekjum ársins 2001. Á árinu 2002 munu hækkanir í ökutækja- tryggingum fyrst skila sér til fulls inn i reksturinn. Erfitt getur reynst að áætla tjónkostnað með sama hætti og iðgjöld. Einstök stórtjón geta haft mikil áhrif á hlutfallið milli tjóns og iðgjalda en líklegt er þó að tjónhlutfall ársins verði sambærilegt eöa lægra en verið hefur á síöustu árum. Vaxtatekjur umfram vaxta- gjöld félagsins hafa vaxið stöðugt á síðustu árum. Gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu. Á árinu 2001 verður unnið mark- visst að því að lækka kostnaðar- hlutfall félagsins. Þegar á heildina er litið og horft er til helstu áhrifaþátta um afkomu benda áætlanir félagsins til þess að afkoma af rekstri á ár- inu 2001 verði betri en á síðasta starfsári. Tap Loðnuvinnslunnar 96 milljónir Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðs- firði var rekin með 95,9 milljóna króna tapi á síðasta ári, samanbor- ið við 180 milljóna króna tap árið áður. Velta fyrirtækisins nam 817 milljónum króna í fyrra en var 725 milljónir króna árið áður. Hagnað- ur Loðnuvinnslunnar fyrir afskrift- ir var 88 milljónir króna og veltufé frá rekstri var 45 milljónir króna en það var neikvætt um 42 milljónir árið 1999. ! tilkynningu frá Loðnuvinnsl- unni segir að aðalástæður tap- rekstrar séu lágt verð á mjöl- og lýs- isafurðum, gengistap og hátt olíu- verð. Auk þess olli 10 vikna kjara- deila félaginu verulegu tjóni en á þeim tíma sem deilan stóð yfir má ætla að verksmiðjan hafi orðið af 12-14 þúsund tonnum af hráefni. Eigið fé í árslok er 512 milljónir króna sem er 51% af niður- stöðu efnahags- reiknings. Hluta- fé LVF er 500 milljónir króna og voru hluthaf- ar 241 um sl. ára- mót og áttu 10 stærstu hluthaf- arnir um 82% hlutafjárins. Stærsti hluthaf- inn er sem áöur Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 41,87%. Hlutabréf LVF voru skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings Islands 1. júní 1999. Viðskipti með bréfin hafa verið mjög lítil og hefur gengi bréfanna lækkað frá 2,3 í 0,8 frá skráningu á Vaxtarlistann. Vegna lítilla viðskipta má ætla að gengi bréfanna sé ekki raunhæft enda hefur það mynd- ast af fáum og smáum upphæð- um. Á síðasta ári fjárfesti félagið fyrir 20,4 millj- ónir króna. Fjár- festing ársins var að stærstum hluta fólgin i því að bæta löndun- arbúnað verksmiðjunnar. Komið var upp sérstakri löndunarsíu sem skilur sjóinn betur frá hráefninu en áður. Einnig var fjárfest í sérstakri tromlusíu sem tekur fasta efnið úr blóðvatninu sem síðan er vigtað eins og annað hráefni. Þá var m.a. fjárfest í kerfi til að hægt væri að brenna lýsi í verksmiðjunni. Lýsisverð var mjög lágt árið 2000 og var undir olíuverði mestallt árið. Stjórnendur verksmiðjanna gripu þá til þess ráðs aö brenna lýsinu í staö olíu. LVF brenndi af þessum sökum um 2.130 tonnum af lýsi í kötlum verksmiðjunnar. Þegar kom fram á haust árið 2000 rofaði heldur til í sölu á lýsi og hækkaði lýsið í USD 310-320 í árslok 2000 og var þar með komið örlítið upp fyrir olíu- verðið. Lítil eftirspurn er enn þá eft- ir lýsi og talið að verð hafí eitthvað lækkað. Loðnuvinnslan h/f hefur nú starf- að í 5 ár. Fyrstu 3 árin var afkoman góð en síðustu 2 árin hafa verið þessu nýja fyrirtæki mjög erfíð en gangi spár um hækkandi heims- markaðsverð eftir ætti rekstur LVF að batna. Unnið við loðnufrystingu Talenta-Hátækni fjár- festir í Homeportal Sætanýting Flugleiða batnar pmi " 1 —n Sætanýtingin MA í millilandaílugi W Flugleiöa í febrú- W prósentustigum r. betri en í fyrra, en þá var hún 51% í febrúarmánuði. Farþegum í millilandaflugi Flugleiða fjölgaði um 6,5% frá því i febrúar í fyrra. Farþegar í millilandaflugi Fiug- leiða voru tæplega 76 þúsund í febrúar i ár en rúm 71 þúsund í fyrra, að þvi er fram kemur í frétt frá Flugleiðum. Far- þegum á leið yfir Norður-Atlantshafið, með viðkomu á íslandi, fjölgaði um 9,1% en farþegum til eða frá íslandi fjölgaði um 4,4%. Fjöldi farþega á við- skiptafarrými stóð nánast í stað milli ára og fjölgunin varð þvi nánast öll meðal farþega á almennu farrými. Sætanýtingin í febrúar var 61%, tíu prósentustigum betri en í fyrra en þá var hún 51% í febrúarmánuði. Þessi mikli og jákvæði munur felst i fleiri seldum sætiskílómetrum og 9,2% minna framboði. Ef fyrstu tveir mán- uðir ársins eru taldir saman vekur mesta athygli 4,6 prósenta aukning í farþegaflutningum frá sama tíma í fyrra og að sætanýtingin fer úr 50% í 58%. Framboðið dróst saman um tæp 9% á árinu en salan, mæld í sætiskíló- métrtmr, er samt 5,2% meiri: Fjárfestingarsjóðurinn Talenta- Hátækni hefur ásamt fleiri fjárfest- um samið um íjármögnun við hug- búnaðarfyrirtækið Homeportal, Inc. Homeportal framleiðir miðlara- hugbúnað sem tengir upplýsinga- og þjónustuveitur við nettengd tæki, sem dæmi farsíma og tölvur við ör- yggiskerfl heimilisins, og gerir fyrir- tækjum kleift að veita fjölbreytta þjónustu til einstaklinga í rauntíma, þráðlaust eða um breiðbandstenging- ar. í tOkynningu frá aðilunum segir Bjarni K. Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Talentu-Hátækni, stefnu sjóðsins vera að fjárfesta í ungum hátæknifyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika. „Homeport- al er framsækið og alþjóðlega þenkj- andi fyrirtæki með mikla möguleika á vaxandi markaði sem tengist út- víkkun landamæra Intemetsins inn á sífellt fleiri svið daglegs lífs.“ Að sögn Guðmundar Löve, fram- kvæmdastjóra Homeportal, gerir fjárfestingin fyrirtækinu * kleift að setja aukinn kraft í þróunarstarf og markaðssókn en stefnt er að þvi að fyrsta útgáfa hugbúnaðarins verði tilbúin í aprO næstkomandi. Vilhjálmur Þorsteinsson, tækni- legur framkvæmdastjóri Homepor- tal, segir hugbúnaðarlausn Homeportal ætlaða fyrirtækjum á neytendamarkaði sem stefni að því að efla viðskiptasambandið viö hinn nettengda neytanda. „Slíkir aðOar geta verið fyrirtæki í fjarskiptageir- anum, netgáttir (portals), framleið- endur heimOistækja, orkuveitur og fleiri sem nú þegar hafa viðskipta- samband við breiðan hóp neytenda og vOja dýpka þjónustuna viö þá. Slíkur aðOi getur svo veitt öðrum þjónustufyrirtækjum aðgang að upp- lýsingaumhverfl einstaklingsins og þannig virkað sem eins konar mark- aðstorg fyrir nýjar tegundir gagn- virkrar þjónustu,“ segir VOhjálmur. Fram kemur að hugbúnaður Homeportal hagnýtir sér sítengt Intemet - sem hinn þekkti fjárfestir, John Doerr, kaOar „The Evemet“ - tO að veita notendum þjónustu og ýmiss konar efni. Homeportal-búnað- urinn talar annars vegar við nettengd tæki í umhverfi notenda - meðal annars heimOistækin, bOinn, farsímann og lófatölvuna - og hins vegar við þjónustuveitur. Talað er við tækin með þráðlausum fjarskipt- um, hefðbundinni nettengingu eða um raflögn hússins. Notandinn stýr- ir umhverfi sínu með vefskoðara, vefsíma eða tækjum sem fyrir eru, svo sem flarstýringu og slökkvara. Hann getur valið sér þjónustuleiðir, svo sem orkusparnaðarpakka, örygg- isgæslu, heOsugæslu eða sérsniðið afþreyingarefni. Homeportal-þjónn- inn tryggir öryggi og stjómar að- gangi að tækjum, sér um að ekki verði árekstrar mOli þjónustuveitn- anna - t.d. að tækin fái aldrei mis- vísandi skipanir - og veitir notand- anum yfirsýn yfir aha þjónustu sína á einum stað. Á heimasíðu Homeportals, www.homeportal.com, er ítarlegri lýsingu á hugbúnaðin- um. I>V HEILDARViÐSKIPTI 1200 m.kr. - Hlutabréf 100 m.kr. - Húsbréf 590 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Marel 23 m.kr. & Kaupþing 12 m.kr. Opin kerfi 10 m.kr. MESTA HÆKKUN ©Hlutabréfasj. Búnaöarb. 12,7 % © o MESTA LÆKKUN © Hlutabréfamarkaðurinn 6,1% 0 Opin kerfi 5,4% © Marel 1,7 % ÚRVALSVÍSITALAN 1216 stig - Breyting O 0,65 % Smásala dregst saman í vestanhafs Smásala í Bandaríkjunum dróst saman mOli mánaða eftir að hafa auk- ist miOi mánaða þrjá mánuðina þar á undan. Búist er við því að þetta muni enn auka svartsýni varðandi efna- hagshorfurnar i Bandaríkjunum. Smásala minnkaði um 0,2% í febrú- ar eftir að hafa aukist um nær 1% í janúar. Siðast þegar samdráttur varð var hann í nóvember þegar samdrátt- urinn nam 0,6%. Mánaðartölurnar eru árstíðarleiðréttar. Breytingar miOi mánaða geta verið sveOlukenndar en ársleitnin hefur sýnt áberandi niðursveiflu síðustu 12 mánuði. Sala á sjónvörpum, bOum og öðrum varanlegum neysluvörum minnkaði mest. Styrkur sölunnar í janúar fyOti menn bjartsýni um að neytendur væru ekki svo áhyggjufuOir vegna mögulegrar niðursveiflu hagkerfisins að þeir myndu snardraga úr neyslu sinni. En snögg verðlækkun á hluta- bréfamörkuðum síðustu daga hefur aukiö svartsýni neytenda. Eigendaskipti hjá Vald. Poulsen ehf. Eitt af elstu fyrirtækjum Reykjavík- ur, Vald. Poulsen ehf., sem stofnað var 1910 og hefur verið í eigu flöl- skyldu Ingvars Kjartanssonar í ára- tugi, hefur nú verið selt. Kaupendur eru Reynir Matthíasson og fleiri úr flölskyldu Matthíasar Helgasonar, fyrrverandi eiganda BOanausts. Poulsen hefur rekiö vélaverslun við Suðurlandsbraut 10 en fyrirtækið hef- ur sérhæft sig í innflutningi á hvers konar drifbúnaði, lokum og dælum fyrir sjávarútveginn, iðnað og verk- smiðjur. Poulsen hefur einnig rekið baðskápadeOd í aldarflórðung. Rekstur Poulsens hefur aOa tíð gengið vel, að sögn Ingólfs Ámasonar, fráfarandi framkvæmdastjóra. „Stjórn fyrirtækisins taldi engu að síður að nú væri rétti tíminn til að selja enda myndu nýir eigendur geta byggt upp frekari starfsemi á þeim trausta grunni sem fyrirtækið hefur lagt síð- ustu 90 árin. Við erum ánægð með það samkomulag sem náðst hefur við kaupendur. Ég vO óska eftirmanni mínum, Reyni Matthíassyni, tO ham- ingju og óska honum velfarnaðar í starfi," sagði Ingólfur að lokum. 14.03.2001 M. 9.15 KAUP SALA HB Dollar 86,920 87,370 SEíPund 125,750 126,400 i|*l :Kan. dollar 56,260 56,610 SSlDÖMkkr. 10,5960 10,6550 B§-Norskkr 9,6620 9,7160 EuSsænsk kr. 8,6640 8,7110 lRHn.marit 13,3062 13,3861 Í Fra. franki 12,0610 12,1335 | Belg. franki 1,9612 1,9730 : Q Sviss. franki 51,4300 51,7100 Holl. gyllini 35,9008 36,1165 ” Þýskt mark 40,4508 40,6939 Ú _;h. líra 0,04086 0,04110 | QQ Aust. sch. 5,7495 5,7841 ' Port. escudo 0,3946 0,3970 j f'*"'.lsná. peseti 0,4755 0,4783 ; 1 * jjap. yen 0,72630 0,73070 jírskt pund 100,455 101,058 SDR 111,3700 112,0400 1 HÍECU 79,1149 79,5904

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.