Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað I>v Eva María Jónsdóttir er komin aftur á skjáinn eftir barneignarfrí. „Það viröist sem hugmyndir okkar allra um hefðbundin kynhlutverk séu talsvert mótaöar. Viö eigum sjálf frekar erfitt meö aö segja aö viö séum „bara“ heima. Viö erum bæði í samkeppnisbransa sem er i svo þaö er ekkert tryggt starf sem bíöur okkar. Svo viröist sem fólk telji þaö því ábyrgöarleysi af honum að láta starfiö í annaö sæti en í mínu tilfelli er þaö þakklátt aftu „Ég gat auðvitað hagað mér alveg eins og karl. Ég gat farið út og drukk- ið mig fulla eins og karl og komið seint heim, borðað úti og eldað aldrei. Ég gat horfið dög- um saman af heimilinu vegna vinnu. Ég held að mín kynslóð gœti mögu- lega lagfœrt kynjamis- réttið með því að viður- kenna að heimilið er jafnmerkilegt og vinnu- staðurinn. í dag ertu lúser ef þú ert heima. “ Ileit að jaýhrétti Eva María Jónsdóttir sjónvarpsmaður segir frá jafnri ábyrgð foreldra, jafnrétti á vinnustöðum, konum í fjölmiðl- um, þýðingu móðurhlutverksins og „girl power“ á RÚV Eva María Jónsdóttir kom mjúku leiðina inn á sjónvarpsskjáinn. Hún hóf störf 22 ára gömul í Ríkissjón- varpinu og starfaði sem skrifta í þrjú ár áður en hún færði sig fram fyrir myndavélina og starfaði við dag- skrárgerð í Dagsljósi og síðar í skemmtiþættinum Stutt í spunann auk þess að vinna að ýmsum öðrum þáttum. Eva er nýkomin aftur á skjá- inn eftir barneignarfrí en hún og eig- inmaður hennar, Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður, eiga 17 mánaða gamla dóttur, Matthildi að nafni. Það er staðfastur ásetningur for- eldra Matthildar að hún sé sem mest í umsjá þeirra þar til hún hefur náð tveggja ára aldri. Þetta aldursskeið telja þau dýrmætan tíma sem ekki megi sóa í dagvistir og fjarvistir vegna vinnuálags. Þetta kallar á jafna ábyrgð foreldr- anna á uppeldishlutverkinu og það verkefni þeirra Evu Maríu og Óskars stendur einmitt yfir. Þau hjónin sætt- ust á að ræða þetta hlutskipti og reynslu sína af því á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær á vegum Jafnréttisstofu og fjallaði um jafna ábyrgö foreldra. Þegar helgarblað DV falaðist eftir viðtali við Evu Maríu sagðist hún vilja hitta blaðamann á hverfis- kránni sinni sem reyndist vera Hótel Holt. Þar er gott að sitja umkringdur menningararfi þjóðarinnar i mynd- list við snarkandi arineld og borða súkkulaði. „Mér fannst þessi ráðstefna kær- komið tækifæri að fá að lýsa ólíkri reynslu okkar af viðbrögðum samfé- lagsins við því þegar við ákváðum að deila með okkur uppeldi og umönnun Matthildar,“ segir Eva. „Ég er hvort sem er alltaf að tala um þetta við alla sem ég hitti.“ Klapp á bakiö Eva tók þá ákvörðun þegar ljóst varð að Matthildur var á leiðinni að hætta að vinna og vera eingöngu heima hjá barninu. „Allir klöppuðu mér á bakið, virtu þessa ákvörðun og fannst ég greinilega ekkert vera að taka neitt niður fyrir mig þótt ég hefði auðvit- að átt minn starfsferil eins og Ósk- ar. Fólk sagði hughreystandi: Þú getur alltaf farið aftur að vinna. Ég var síðan heima með Matt- hildi í rúmt ár og undi hlutskipti mínu yfirleitt mjög vel.“ Þetta gengur ekki „Síðan fæ ég tilboð um að koma og vinna í Kastljósinu og þá var ég búin að vera heima með barnið í rúmt ár. Þá ákváðum við að skipta og Óskar ákvað að vera heima með barnið og vera „heimavinnandi". Þá kom allt annað viðhorf í Ijós. Mönnum fannst greinilega varla koma til greina að hann væri „bara“ heima að passa barnið. Það var líka sérkennilegt að heyra hvernig fólki faninst engin ástæða til að ræða neitt við hann um barnauppeldið, heilsufar barns- ins eða framfarir þótt hann væri al- veg með hana. Þessar spurningar fékk ég allar samviskusamlega en það var eins og enginn gerði ráð fyr- ir að hann vissi neitt um barnið." Ólíkir heimar Eva segir að þau hjón hafi túlkað þetta sem svo að samfélaginu fyndist sjálfsagt að hún væri heima með barnið en það væri hálfgert neyðar- brauð fyrir hann. „Þegar skilaboðin eru svona þá er það auðvitað svolítið erfitt fyrir karl- mann með fulla starfsorku að vera bara heima. Þú færð fljótt á tilfinning- una að það sé ekki rétt. Mér finnst sorglegt að þessir tveir heimar eru ekki jafnréttháir í vitund fólks. Ann- ars vegar er hinn kvenlegi heimur heimilisins og hins vegar er hinn karllægi heimur vinnumarkaðarins." Eva segir að þessi skilaboð hafi komið jafnt frá fullorðnu fólki, ungu fólki og mjög jafnréttissinnuðum kon- um sem öllum virtist finnast það eitt- hvað athugavert að karlmaðurinn sæti heima yfir barninu. „Það virðist sem hugmyndir okkar allra um hefðbundin kynhlutverk séu talsvert mótaðar. Við eigum sjálf frek- ar erfitt með að segja að við séum „bara“ heima. Við erum bæði í sam- keppnisbransa sem er mjög áberandi og við erum bæði verktakar svo það er ekkert tryggt starf sem bíður okk- ar. Það virðist sem fólk telji það því ábyrgðarleysi af honum að láta starf- ið í annað sæti en i minu tilfelli er það þakklátt afturhvarf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.