Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað x>v Eg fékk að fylgjast með æfingu á leikritinu Fífl í hófi sem verður frumsýnt í íslensku Óperunni í næstu viku. Verkið fjall- ar um vinahóp í París sem í hverri viku heldur boð sem nefnd eru vit- leysingaboð. í vitleysingaboðin bjóða þeir með sér vitleysingum sem hafa orðið á vegi þeirra, ein- vörðungu til þess að hafa af þeim gaman. í boðinu sitja fíflin í röð fyr- ir framan þá og tala um áhugamál sín, sem vitaskuld eru stórundarleg, en vitleysingaboðin eru jafnframt keppni þar sem sá vinanna vinnur sem kemur með mesta vitleysing- inn. En allt fer öðruvísi en ætlað er, svo ekki sé meira sagt. Baldur Trausti Hreinsson leikur hálfgerðan uppa sem tekur þátt í þessum ljóta leik og „finnur" flflið sem Laddi leikur. Grunlausan starfsmann skattheimtunnar. -Þú leikur ekki sérlega nærgæt- inn mann. Hvernig kanntu við þennan karakter? „Jah...“ segir Baldur og hlær. „Hann er ekki vondur maður, en hann kemst upp með það að haga sér svona og hneigist til að gera það aftur og njóta þess. Þegar upp er staðið fer ég samt flatt á þvi að fara illa með fólkið í kringum mig. Minn karakter situr ekki einungis uppi með karakter Ladda heldur lendir alltaf í þvi sem hann hefur lent í - missir t.a.m. konuna sína í fangið á öðrum manni. Hann er það ósjálf- bjarga að hann verður að lokum að treysta á fiflið vegna þess að það er enginn annar sem getur hjálpað honum. Þetta er gamanleikur en gamanið er ansi grátt.“ - Þetta er þá kannski frekar spurning um það hver er mesta fiflið? „Já oft eru fiflin ekki fifl heldur einlægar og hjálpsamar manneskj- ur,“ segir Baldur og brosir góðlega. Allar persónur með gleraugu Gervin í verkinu eru ekki flókin en Baldur nefnir þó að allir karakt- eramir séu með gleraugu. Táknar það eitthvað? „Nei, sú hugmynd kom bara upp að allir yrðu með gleraugu til þess að gera karakterana sterkari. Það liggur heilmikill karakter í gleraug- um,“ segir Baldur og handfiatlar gleraugun sín - sem eru með rúðu- glerjum og við tölum um allar Hollywoodstjörnurnar sem flíka gleraugum í viðtölum þó að þau sjá- ist ekki með þau í hlutverkum eða á skemmtunum. Ég hef þá kenningu að þær geri þetta til þess að sýnast greindarlegri, minnug þess að hafa séð Amold Schwarzenegger skarta nördagleraugum í viðtölum en Bald- ur segir að Hollywoodstjörnur séu oft eldri en maður heldur og það sé vitað að fiarsýni aukist með aldrin- um. „Þetta er ekki farsi þar sem verk- ið byggist ekki á misskilningi," seg- ir Baldur eins og til að fyrirbyggja misskilning. „Fífl í hófi er frekar gamanleikur þó að gamanið sé ansi grátt. Það má hugsa sér að menn gætu lent í þessu ef þeir eru að skemmta sér of mikið og leika sér með líf fólks." Löggan Baldur Ég hverf að því að hnýsast um lif Baldurs. - Mér var sagt að þú hafir verið lögreglumaður á ísafirði um nokk- urra ára skeið. Ætlaðirðu að gera það að ævistarfi? „Nei,“ segir Baldur og honum er sýnilega brugðið yfir hnýsninni. „Samt getur lögreglustarfið verið skemmtilegt þó að það sé jafnframt mjög vanþakklátt. Ég minnist þess ekki aö nokkurn tíma hafi fólk kom- ið til mín og þakkað mér fyrir störf mín og ég held að það gerist ekki hjá löggunni. Það sem maður gerði var álitið skyldustörf og litið á þau sem slík.“ - Og fannstu þig ekki í því? „Nei, alls ekki. Það þarf að velja vel mennina í þetta starf. Og þegar maður er búinn að vera í starfinu í fiögur, fimm ár hefur maður kynnst öllu því sem maður á eftir að koma nálægt. Ég hef oft líkt lögreglustarf- inu við það að fara í leikhús og kíkja bak við tjöldin eftir sýningu. Baldur Trausti Hreinsson Var lögga á ísafiröi áöur en hann hellti sér í leiklistina. Nú leikur hann mann sem starfar viö bókaútgáfu og kemur illa fram viö starfsmann skattheimtunnar. minn - og gefur auga leiö að and- stæðurnar skerpast. Það er fráhært að vinna með Ladda. Hann er ein- stakur maður; þolinmóður, rólegur og laus við stæla.“ Baldur talar einnig um hæfi- leika Maríu Sigurðardóttur leik- stjóra en hún hefur sett upp ófá stykkin sem malað hafa gull - og ber þar hæst Sex í sveit sem var sýnt oftar en menn hafa tölu á. Á hann von á því að Fífl í hófi verði vinsælt? „Af hverju ætti það ekki að verða það?“ spyr Baldur á móti. „En í dag er ekki hægt að segja neitt þar sem maður veit aldrei neitt. Framboðið er mikið - en þó má segja aö það sé ekkert verk á Þykir vænt um Che Guevara „Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað annað en að vera í löggunni," segir Baldur. „Svo kom að því að ég flutt- ist til Reykjavíkur vegna þess að konan mín var að fara í nám og fékk þá hugdettu að fara í Leiklist- arskólann." Baldur komst inn i skólann um leið, þó að það hafi reynst mörgum þungt í gegnum tíðina, og árið sem hann útskrifaðist fékk hann stórt tækifæri þegar honum var boðið hlutverk Che Guevara í Evitu og upphrópanir á borð við „Hinn nýi Banderas“ tóku að hljóma meðal áhorfenda. Á fiórum árum hefur Baldur síðan farið með ein tuttugu hlutverk. En hvert þeirra þykir honum vænst um? „Það hlýtur að vera það hlutverk sem ég er að fást við hverju sinni, en ef til vill þykir mér vænst um Che Guevara. Það var fyrsta hlut- verkið mitt og kom mér skemmti- lega á óvart." Við ræöum áfram um hlutverk, gaman og dramatik og Baldur segist aldrei fyrr hafa leikið í gamanleik- riti. En hvert er dramatískasta hlut- verk sem hann hefur leikið? „Án alls vafa er það þegar ég lék Helmer í Brúðuheimili Ibsens. Það var spennandi og eins og allir vita - veruleg dramatík. Baltasar Kormák- ur hafði farið með hlutverkið en var hættur í húsinu. Ég æfði það upp þremur vikum áður en farið var í leikferðalag til Grænlands. Ég þurfti sem sagt að læra allan text- ann fyrir eina sýningu. Þaö var óneitanlega sérstakt, líka vegna þess að allt sem við sögðum var túlkað bæði á dönsku og græn- lensku. En þetta var flott sýning og Af æfingu á Fífl í hófi „ Verkiö er gamanleikrit þó aö stundum sé gamaniö grátt, “ segir Baldur. bæði erfitt og spennandi að stökkva inn í hana.“ Laddi léttir líflð - Fyrsta gamanleikritið. Hvað reynir mest á? „Að klára hlutverkið," segir Baldur og brosir. „Þegar komið er á sviðið gefst annars ekki mikill tími til vangaveltna. Þetta er eins og að syngja lag. Það er talið inní og svo er að halda sér á flugi þar til maður klárar lagið.“ - Nú leikurðu á móti Ladda. Er það erfiðara eða hjálpar það til að leika á móti svo vönum gamanleik- ara? „Það léttir mér lífið til muna. Eftir því sem hann fer lengra inn í sinn karakter - sem Laddi er auð- vitað þekktur fyrir - þá get ég seilst lengra í hina áttina - inn í sviði núna sem er á þessum skala.“ Baldur Trausti er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og hefur verið að æfa verkið Vilji Emmu eftir David Hare en því mun vera frestað til hausts. Annars sér hann fram á að vera í fríi í sumar og er hæstánægð- ur með það. Hægt er að ímynda sér að fríið sé langþráð. -þhs Fíflin eru ekki dlltaf ftfl Þá sérðu hvernig leikurunum líður og þeim liður ekki alltaf vel. Að vera í löggunni byggist á því að maður er að skipta sér af lífi fólks og kíkja á bak við tjöldin. Það er ekki alltaf skemmtilegt. Manni kem- ur þetta ekki við en maður þarf samt að gera það.“ Baldur Trausti Hreinsson leikur í hófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.