Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað 33 DV Robbie óður í rúminu Robbie Williams er vinsæll popp- ari sem hefur notið mikillar vel- gengni bæði með hljómsveitinni Take That en ekki síður eftir að hann hóf eigin feril. Robbie er vin- sæll hvar sem hann fer þótt hann væri frekar viðskotaillur við ís- lenska fjölmiðla þegar hann var hér á ferð á síðasta ári. í nýlegu eintaki af því vandaða dagblaði News of the World skýrir nýsjálenska fyrirsætan Robin Reynolds frá nánum samskiptum sínum við Robbie milli rekkjuvoð- anna og er ekki laust við að venju- legir karlmenn fari nokkuð- hjá sér við lesturinn. Að sögn Robin, fláði Robbie utan af henni leðurbuxumar og þar með hófst þriggja sólar- hringa kynlífsmaraþon þeirra skötuhjúa. Á þessum þremur sóiar- hringum sváfu þau skötuhjú aðeins í þrjár klukkustundir og einu hléin sem urðu á ástaratlotum þeirra var þegar þau nærðust á ávöxtum til þess að halda upp þreki sínu. Þessir atburðir áttu sér stað á hótelherbergi á Nýja-Sjálandi. Tveimur sólarhringum seinna lýsti Robin fundum þeirra í smáatriðum fyrir þarlendum fjölmiðlum. Það heföi kannski einhverjum sárnað en Robbie erfði þetta ekki við hana því þegar þau hittust nokkrum mánuð- um siðar í Los Angeles endurtók leikurinn sig en varði þá öllu skem- ur eða aðeins eina nótt. Robin segir að í það skipti hafi Robbie verið sérlega hugmyndarík- ur því leikur þeirra hafi farið fram í átta ólíkum stellingum og sumar þeirra hafði hún aldrei reynt áður. Robbie Williams poppstjarna og íslandsvinur Vinkona hans og ástkona lýsir honum sem orkubúnti í bólinu sem alltaf sé til í tuskið. Will Smith stelur lífverði Will Smith, leikari og rappari, er að búa sig undir merkilegt hlut- verk þessa dagana en hann á að leika ofurboxarann Muhammad Ali í kvikmynd sem byggist á ævi- ferli hins armlanga rotara. Smith hefur verið í strangri líkamlegri þjálfun og boxkennslu undanfarna mánuði og mætti þess vegna halda að hann væri fær um að verja hendur sínar. Svo er þó ekki og lagði Smith mikla áherslu á að ráða sér lífvörð fyrir nokkru. Sá heitir Ran Francke og var starfs- maður öryggisgæslu fyrirtækis sem sérhæfir sig í að gæta kvik- myndastjarna. Þetta hefði getað verið í besta lagi en Smith og eig- inkona hans, Jada, hrifust svo af starfi lífvarðarins að þau töldu hann á að segja upp hjá fyrirtæk- inu og starfa eingöngu fyrir þau. Þetta gekk allt saman í gegn en fyrrverandi vinnuveitendur Franckes eru ævareiðir og telja þetta þjófnað á starfsmanni og hafa höföað mál gegn Smith og eigin- konu hans. Fyrirtækið krefst svimandi hárra skaðabóta og telur að þau hjónin hafi misnotað trún- að í viöskiptum og Francke hafi einnig misnotað trúnaðarupplýs- ingar sem hann hafði aðgang að í starfi sínu. Það getur því farið svo að hjónin veröi allt annað en örugg í návist hins nýja starfsmanns og hann verði þeim dýr að lokum. Will Smith leikari Hann á að leika Muhammad Ali í mynd um ævi tröllsins. iMac Dalmatíu Komdu úr felum iMacDVSE 600 MHz Dalmatía Örgjörvi: G3 600 MHz Vinnsluminni: 128 Mb Harður diskur: 40 Gb CD-RW drif 56k v90 mótald 10/100 Ethernet 2 Firewire tengi 2 USB tengi Mús 15” skjár 189.900 kr. iMac DV 500 MHz Flower Power Örgjörvi: G3 500 MHz Vinnsluminni: 64 Mb Harður diskur: 20 Gb CD-RW drif 56k v90 mótald 10/100 Ethernet 2 Firewire tengi 2 USB tengi Mús 15” skjár 154.900 kr. iMac 400 MHz Indigo Örgjörvi: G3 400 MHz Vinnsluminni: 64 Mb Harður diskur: 10 Gb CD-ROM drif 56k v90 mótald 10/100 Ethernet 2 Firewire tengi 2 USB tengi Mús 15” skjár 119.900 kr. Frábær fermingargjöf Hugbúnaður Leikir Mac OS 9.1 á íslensku Bugdom * iMovie 2 á íslensku Cro-Mag Rally iTunes á íslensku Nanosaur Mac Acrobat reader FAXstf - Fax hugbúnaður QuickTime Palm dagbók Netið AppleWorks Internet Explorer Ritvinnsla Outlook Express Töflureiknir Netscape Communicator Gagnagrunnur J ttjrUSv hugsaðu | skapaðu \ upplifðu Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.